Kæru foreldrar. Sumarstarfið fór vel af stað þó svo veðrið hafi ekki verið eins og við vildum. Það rættist þó úr því. Börnin á Hulduhól fengu að velja hvað ætti að vera í matinn einn daginn í maí. Þau völdu pítu og borðuðu mjög vel, reyndar eins og alla aðra daga. Útidótadagurinn var skemmtilegur og heppnaðist í alla staði vel. Starfsfólk nýtti starfsdaginn vel og gerði endurmat eftir vetrarstarfið með meiru. Krummaverkefnið með elstubörnunum var fróðlegt og skemmtilegt. Verkefnið endaði með ferð í Gerðuberg þar sem okkar börn báru að sjálfsögðu af Þau sungu hátt og skýrt með og kunnu lögin nokkuð vel. Einnig voru grímurnar þeirra lang flottastar (það voru börn frá öðrum leik- og grunnskólum). Þetta er algjörlega hlutlaust mat starfsfólks Hulduhóls og Tröllabjargs Framundan í júní og júlí: Föstudaginn 1. júní er sumarval í garðinum. Þá skiptist garðurinn í fimm svæði og börnin geta farið á milli svæða og leikið að vild. Í boði verður: Sápukúlur/mála með vatni, smíðar, krítar, sandur/sull og skipulagðir leikir á grasflöt. Þriðjudaginn 5. júní fara öll börnin saman að Reynisvatni. Lagt af stað klukkan 9:00 frá leikskólanum. Áætluð heimkoma um klukkan 11:30. Föstudaginn 8. júní verður snúðaskokk. Þá hlaupa börnin, skokka eða labba hringinn í kringum leikskólalóðina. Þau sem treysta sér geta lengt skokkið aðeins með því að fara kringum Víkurskóla líka. Að skokkinu loknu fá börnin snúð að gæða sér á. Snúðaskokkið byrjar klukkan 10:00. Þriðjudaginn 12. júní fara yngri börnin á Árbæjarsafn. Öll börnin þurfa að vera komin í seinasta lagi klukkan 9:30. Farið verður með strætó frá Spönginni klukkan 9:50. Fimmtudaginn 14. júní fara eldri börnin á Árbæjarsafn. Öll börnin þurfa að vera komin í seinasta lagi klukkan 9:30. Farið verður með strætó frá Spönginni klukkan 9:50. Föstudaginn 15. júní verður sumarhátíð Hamra. Farið verður í skrúðgöngu um hverfið klukkan 9:30. Þegar við komum til baka úr skrúðgöngunni verður skemmtiatriði í garðinum. Sumarhátíðin er í boði foreldrafélagsins. Foreldrafélagið á eftir að auglýsa hátíðina frekar þegar nær dregur. Föstudaginn 15. júní kemur Brúðubíllinn klukkan 14:00. Þriðjudaginn 19. júní fara yngri í leikskólaheimsókn. Farið verður í heimsókn í leikskóla í nágrenninu. Miðvikudaginn 20. júní fara eldri börnin í leikskólaheimsókn. Farið verður í leikskóla í nágrenni við okkur. Fimmtudaginn 21. júní er hjóladagur. Börnin mega koma með hjól. Við munum hjóla á planinu við og í kringum Víkurskóla. Að sjálfsögðu eiga allir að vera með hjálm. Föstudaginn 22. júní verður sumarval í garðinum. Þriðjudaginn 16. júni fara yngri börnin í gönguferð á leiksvæði í hverfinu. Fimmtudaginn 28. júní fara eldri börnin í gönguferð á leikskvæði í hverfinu. Föstudaginn 29. Júní verður sumarval í garðinum. Þriðjudaginn 3. júlí förum við öll saman í gönguferð niður í fjöru. Börnin mega koma með nesti. Vinsamlegast hafið bara einn drykk og eina brauðsneið, við ætlum bara að vera í fjörunni fram að hádegismat. Í fjörunni er margt hægt að gera auk þess að kasta steinum í sjóinn (sem er alltaf lang vinsælast). Þar er til dæmis hægt að tína og skoða skeljar, steina, þang, krabba og ýmislegt fleira. Miðvikudaginn 4. júlí verður seinni hjóladagur sumarsins. Börnin mega koma með hjól. Við munum hjóla á planinu við og í kringum Víkurskóla. Að sjálfsögðu eiga allir að vera með hjálm. Fimmtudaginn 5. júlí kemur brúðubíllinn klukkan 10:00. Föstudaginn 6. júlí verður síðasta sumarval sumarsins. Fimmtudaginn 12. júlí lokar leikskólinn vegna sumarleyfa
Við viljum biðja ykkur kæru foreldrar að bera sólarvörn á börnin ykkar að morgni. Sérstaklega þegar við erum að fara í ferð og það er sólardagur. Meira en helmingur barnanna var ekki með sólarvörn þegar við fórum upp á Reynisvatn. Þetta getur tafið okkur töluvert og við gætum misst af strætó Kærar sumarkveðjur Hulda, Drífa, Steinunn, Anna Lilja og Alda (afleysing).