frettabref%20jun%202012

Page 1

Tröllabjarg júní 2012 Sæl og blessuð nú er júní að bresta á og það var ýmislegt brallað í maí, umferðarskólinn kom og hitti elstu börnin og fór yfir umferðar reglurnar og öryggisatriði. Útileikfangadagurinn heppnaðist vel og allir glaðir að fá að koma með útidót. Útskriftardagurinn var æðislegur í alla staði, byrjuðum á að fara í Hörpu að sjá Maxímús Músíkús. Útskriftin sjálf var frábær og stóðu börnin sig mjög vel, veitingarnar voru líka ekki af verri endanum. Fjöruferðin fyrir eldri var skemmtileg,þar var farið í fjársjóðsleit. Yngri hópurinn fór á leynistaðinn sinn í sinni fjöruferð sem þau fundu með Sigrúnu Ben. Mikð er búið að tala um þennan stað í allan vetur  Nú er sumarstarfið hafið hjá okkur sem einkennist af ferðum og mikilli útiveru. Eins og þið sjáið á planinu ætlum við að fara í fullt af ferðum, endilega fylgist vel með svo engin missi af neinu  1.júní er Útskriftarferðin , farið verður á Grjóteyri 4.júní fer helmingurinn af deildinni á Reynisvatn, fylgist með á töflunni hvenær ykkar barn fer. Allir að vera komnir kl 9 6.júní fer seinni helmingurinn á Reynisvatn, allir að vera komnir kl 9 8.júní er snúðaskokk kl 10 en þá er skokkað hringinn í kringum skólann og allir fá svo snúða þegar þau koma í mark. 11.júní ætlum við að fara út í Borgarskóla kl 10 og leika okkur þar, við ætlum að fara með Skessuhlíð. 13.júní fer helmingurinn á Árbæjarsafnið, allir að vera komnir kl 9. 15.júní er sumarhátíðin, hún er fyrir hádegi. Kl 9:30 verður skrúðganga og kl 10 verður skemmtiatriði í boði foreldrafélagsins. Foreldrafélagið á eftir að setja upp frekari auglýsingu. 18.júní ætlum við að fara í gönguferð í Geldingarnesið, þá mega allir koma með smá nesti að heiman (bara eitthvað lítið). Við leggjum af stað kl 9:30.


19.júní er Hjóladagur á Tröllabjargi ---muna eftir hjálminum. 20.júní ætlum við að fara með eldri hópinn á Úlfarsfellið og labba þar upp. Allir að vera komnir kl 9. Hugið endilega að skófatnaði barnanna þennan dag, gott er að vera í skóm með grófum botni (ef þau eiga þá). 25.júní ætlum við í gönguferð upp í Korpuskóla með Skessuhlíð. Leggjum af stað kl 10. 27.júní fer seinni helmingurinn á Árbæjarsafnið Athugið--- hér er fyrir Júlí----2.júlí er hjóladagur 3.júlí fer helmingurinn í Elliðarárdalinn, mæting kl 9 4.júlí fer hinn helmingurinn í Elliðarárdalinn, mæting kl 9 5.júlí kemur brúðubíllinn kl 10 12.júlí Lokar leikskólinn og opnar aftur 9.ágúst.

Bestu kveðjur Erla, Sigrún, Magga, Veróníka og Alda.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.