Skessuhlíð
júní 2012
Skessufréttir Komið þið sæl, Í maí fórum við í heimsókn í 1. bekk og einnig bauð hann Hólmar íþróttakennari krökkunum í íþróttatíma sem var mjög skemmtilegt. Umferðarskólinn kom í heimsókn til okkar og fræddi börnin um ýmsar hættur sem eru í umferðinni og hvernig best er að forðast þær. 7. maí byrjaði sumarstarfið hjá okkur sem einkennist af meiri útiveru. 11. maí var útileikfangadagur sem tókst mjög vel. 16. maí var okkur boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands að hlusta/horfa á Maximús Músíkús Bjargar ballettinum. Þennan sama dag var síðan útskrift elstu barnanna og var þetta flottur hópur sem stóð þarna á sviðinu og söng svo frábærlega. 23. maí fórum við í fjársjóðsleit. Krakkarnir fundu kort úti í garði og það leiddi þau niður í fjöru þar sem þau grófu upp fjársjóð. 30. maí var okkur boðið í heimsókn í frístundaheimilið Vík.
Það sem er framundan:
1. júní verður farið í útskriftarferð með elstu börnin. Við förum í sveitaferð að Grjóteyri og tökum með okkur pylsur og grillum þar. Við leggjum af stað kl. 9:15 og áætlum að vera komin aftur til baka kl. 13:30.
Þriðjudaginn 5. júní ætlum við að fara á Árbæjarsafnið. Við ætlum að vera komin þangað kl. 13:00.
Fimmtudaginn 7. júní ætlum við að fara í gönguferð á Geldingarnes, við leggjum af stað kl. 9:30. Þá mega allir koma með smá nesti með sér að heiman í litlum bakpoka/poka.
Föstudaginn 8. júní verður hið árvissa snúðaskokk, en þá skokkum við einn hring í kringum Kelduskóls og komum svo aftur í garðinn og fáum snúða.
Mánudaginn 11. júní ætlum við að fara og leika okkur á skólalóðinni í Vættaskóla Borgum með krökkunum af Tröllabjargi.
Fimmtudaginn 14. júní er hjóladagur á Skessuhlíð. Þá mega allir koma á hjólum og við förum í smá hjólatúr. Allir þurfa að muna eftir hjálmum.
Skessuhlíð
júní 2012
Föstudaginn 15. júní verður sumarhátíð hér í Hömrum. Hátíðin byrjar með skrúðgöngu kl. 9:30 og kl. 10:00 fáum við skemmtiatriði í garðinn sem er í boði foreldrafélagsins. Eftir hádegi kl. 14:00 kemur svo brúðubíllinn.
Föstudaginn 19. júní ætlum við að fara í gönguferð upp á Úlfarsfell. Við förum með strætó í Úlfarsárdalinn og göngum þaðan. Allir þurfa að vera komnir kl. 9:00.
Fimmtudaginn 21. júní ætlum við að fara að Reynisvatni við förum með strætó. Allir þurfa að vera komnir kl. 9:00.
Þriðjudaginn 26. júní ætlum við að labba að út í Kelduskóla Korpu leika okkur þar með krökkunum af Tröllabjargi. Við leggjum af stað kl. 10:00.
Fimmtudaginn 28. júní verður fjöruferð og við leggjum af stað kl. 10:00.
Júlí
Þriðjudaginn 3. júlí verðum við með hjóladag. Allir að muna eftir hjálmunum.
Fimmtudaginn 5. júlí kemur brúðubíllinn kl. 10:00
Þriðjudaginn 10. júlí ætlum við að fara í Elliðarárdalinn og kíkja á kanínur ofl. Við förum með strætó og allir þurfa að vera komnir kl. 9:20. Ef veðrið verður gott ætlum við að vera þar fram eftir degi. Við tökum nesti með okkur sem leikskólinn útvegar.
Fimmtudaginn 12. júlí lokar leikskólinn og við opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst.
Það verður nóg um að vera hjá okkur í sumar og endilega passið að krakkarnir séu mættir tímanlega þá daga sem við erum að fara í ferðir. Í vetur höfum við safnað fullt af myndum af krökkunum og ef þið hafið áhuga á að fá myndir af ykkar barni þá endilega komið með disk eða minnislykil áður en þau hætta í leikskólanum. Kveðja, Heiða, Inga Nanna og Ásta Björg.