deildanamskra%202010-2011%20eldri

Page 1

Deildanámskrá veturinn 2010‐2011 Skessuhlíð og Hrafnaklettur eldri hópur

Leikurinn Markmið: Að börnin læri að rannsaka og uppgötva af eigin forsendum. Þau læra að vinna saman, hjálpast að og taka eigin ákvarðanir. Leikurinn eflir hreyfiþroska, vitsmunaþroska og félagsþroska. Einnig eflast fínhreyfingar. Leiðir: • • •

Skapa hvetjandi leikumhverfi Bjóða upp á val Nýta útiveru

Starfsfólk veitir börnunum umhverfi, leikföng, leiktæki og allan annan efnivið sem við á. Börnin fara reglulega í Hollowkubba, myndrænt val og í sal fara börnin í hlutverkaleik eða í þrautabrautir. Starfsfólk sjái hvernig nýta megi félagahópinn til þess að auðga leikinn. Í gegnum leikinn læra börnin að skiptast á, gefa með sér, taka tillit til annarra og að virða skoðanir hinna barnanna. Auka færni í fínhreyfingum svo sem teikna, perla, pinna, púsla. Börnin fá góðan tíma í útiveru því þar geta þau hreyft sig óhindrað eins og að hlaupa og hoppa. Börnin eru mikið í frjálsum leik í útiveru og þá nýta þau það sem garðurinn hefur upp á að bjóða.

Málörvun Markmið: Styrkja máltjáningu og samskiptaform. Efla heyrnarminni og hugtakaskilning. Læri að skrifa nafnið sitt. Leiðir: • • •

Samtöl Lestur Ritun

Málörvun á sér stað allan daginn og í öllum viðfangsefnum í leikskólanum. Samverustundir eru snemma á morgnana og fyrir hádegismat , þar er lesið, sungið, spjallað og munnleg málörvun. Eftir hádegismatinn er vinnustund þar sem ýmis málörvunarverkefni eru unnin. Í þessum stundum er unnið að því að undirbúa börnin fyrir skólagönguna, hvetja þau til sjálfshjálpar, staldra við verkefnavinnu, æfa sig í að hlusta og fara eftir fyrirmælum. Verkefnin sem eru unnin taka á nokkrum þáttum, stöfunum og hljóðum þeirra, rími, samsettum orðum, samstöfum, hljóðgreiningu, margræðum orðum, orðhlutaeyðingu og hljóðtengingu. Öll verkefnavinna byrjar á því að börnin merkja blöðin sín og þannig læra þau smá saman að skrifa nafnið sitt. Einnig er þessi stund notuð til að æfa rétt grip. Eftir kaffitíma er lesið.


Hreyfing Markmið: Að efla líkamsvitund, auka þol, styrkja líkamann og auka félagsfærni. Að hreyfiþörfin fái að njóta sín. Leiðir: • Útivera • Skipulagðar hreyfistundir • Fínhreyfingar Mikil áhersla er lögð á útiveru og er farið út að lágmarki einu sinni á dag en mun oftar á sumrin. Útiveran er að mestu leyti frjáls stund þar sem börnin leika sér eftir sínu áhugasviði. Skipulagðar hreyfistundir eru annað slagið í Víkurskóla og fer það eftir því hvenær salurinn er laus. Í þessum stundum eru grófhreyfingar þjálfaðar, svo sem klifur, jafnvægi, hopp, kollhnís, kasta og grípa. Fínhreyfingar eru æfðar í listasmiðju ásamt því að vera í boði í vali, það sem flokkast undir fínhreyfingar er: Pinna, perla, púsla, þræða, lita, líma, klippa, mála, leira, spora.

Myndsköpun Markmið: Efla áhuga barnanna á listsköpun, börnin fá að tjá sig á frjálsan og skapandi hátt. Efla fínhreyfingar og auka þekkingu á litum. Leiðir: • Kynna börnunum mismunandi efnivið • Gefa börnunum tækifæri á að tjá sig í myndum • Listsýningar og listasöfn Listasmiðjan er einu sinni í viku og þá eru unnin ýmis verkefni og passað upp á fjölbreytnin sé sem mest. Börnin gera klippimyndir og grafíkmyndir einnig fá þau að vaxlita, klessulita, vatnslita, bleka, mála, fingramála og margt fleira. Myndsköpun fléttast mikið inn í málræktarverkefnin ásamt því að vera í boði í vali. Farið er með börnin á listsýningar og söfn eftir því sem er í boði hverju sinni.

Tónlist Markmið: Með tónlist eflum við hlustun og heyrnarþjálfun, hryn og hrynþjálfun, söng og hreyfingu eftir tónlist. Leiðir: • • • •

Söngur Hlustun Hreyfing og hrynjandi Hljóðgjafar og hljóðfæri


Sungið er alla daga í leikskólanum og þá aðallega í samverustundum. Lögð er áhersla á fjölbreytt lagaval, leikskólalög sem og dægurlagatexta og ljóð. Markviss hlustun á sér stað í tónlistarstundum sem eru vikulega en einnig er mikið hlustað á sögur og allskonar tónlist í öðru starfi. Í frjálsum stundum er oft brugðið á leik, dansað og sungið. Í tónlistarstundunum er notast við hugmyndafræði Edgar Willems. Börnin fara einu sinni í viku í tónlistartíma og þar fá börnin að leika sér með hljóðfæri, skipulega og frjálst. Hlustað er meðal annars á Karnival dýranna, mismunandi tónlistastefnur, mismunandi hljóðfæri og ýmis tónskáld. Börnin velja sér lög til að syngja og slá taktinn/hrynjandann með. Klöppum taktinn, stöppum, smellum og trommum á okkur sjálf. Tónlistin skráð. Börnin skrá mismunandi hrynjanda (atkvæði, lengd orða, hægt og hratt veikt og sterkt).

Náttúra og umhverfi Markmið: Að börnin læri að þekkja nánasta umhverfi sitt og beri virðingu fyrir því. Leiðir: • Gönguferðir • Skipulagðar vettvangsferðir Reglulega er farið í gönguferðir um nágrenni leikskólans, í þessum ferðum er börnunum kennt að bera virðingu fyrir umhverfi sínu til dæmis með því að tína rusl, einnig eru skoðuð dýr og plöntur. Umhverfi leikskólans er nýtt eins og kostur er, í skipulögðum vettvangsferðum er farið í fjöruna, Reynisvatn, berjamó og fleira. Börnin fara með fernur í endurvinnslu eftir þörfum.

Menning og samfélag Markmið: Að virkja börnin í að vera þátttakandi í samfélaginu. Kynna börnunum lífsleikni. Leiðir: • Ferðir • Tölvur • Hátíðir og hefðir • Lífsleikni Starf sumarsins einkennist af miklum ferðum bæði lengri og styttri. Í þeim er farið á Árbæjarsafnið, Sinfóníutónleika, í Nauthólsvík, Fjársjóðsleit, Grasagarðinn og fleira. Ferðirnar fara að miklu leyti eftir því hvað er í boði hverju sinni og hafa foreldrar verið duglegir að bjóða okkur á sinn vinnustað. Tölvur eru nýttar í vali og eru þá ýmis tölvuforrit í boði, tveir og tveir vinna saman í tölvunni og er lögð áhersla á að þeir tali saman og hjálpist að við að leysa verkefnin.


Börnin taka þátt í undirbúningi fyrir hinar ýmsu hátíðir, þau sjá til dæmis um að skreyta jólatréð og búa til öskudagskassann. Leiksýningar eru haldnar reglulega yfir árið (yfirleitt tvær). Unnið er með dygðir í lífsleikninni, teknar eru fyrir tvær til þrjár dygðir á vetri . Þær eru fléttaðar inn í það starf sem er í gangi hverju sinni.

Stærðfræði Markmið: Að börnin kynnist hinum ýmsu þáttum stærðfræðinnar svo sem: tölum og talnaskilningi, flokkun og mynstrum, formum, mælingum og fleiru. Leiðir: • Stærðfræði í bókmenntum • Þrautalausnir • Tölurnar mínar (1‐10) Unnið er á stærðfræðilegan hátt með söguna Úlfurinn og kiðlingarnir sjö. Verkefnið gengur út á að tengja saman bókmenntir og stærðfræði. Hugmyndin á bak við þessa samþættingu er að gefa börnunum tækifæri til að auðga skilning sinn í báðum þessum þáttum. Á þennan hátt nýta þau söguna og vinna með ímyndunarafl sitt við lausn þeirra verkefna sem lögð eru fyrir. Þrautalausnir kallast það þegar börn leysa verkefni á eigin spýtur án þess að þeim sé sagt hvernig þau eigi að fara að. Unnið er með samlagningu, frádrátt, deilingu og margföldun í dæmum sem tengjast þeim og þeirra umhverfi. Eftir áramót vinna börnin með tölurnar frá 1‐10, útbúin er lítil bók sem þjálfar þau í að skrifa tölustafina og tengja þá við fjölda.

Félagsþroski Markmið: Að efla samskiptafærni barnanna og að þau geti sett sig í spor annarra. Leiðir: • • • • •

Samskipti/samvinna Sjálfsöryggi/sjálfstraust Þátttaka/frumkvæði Tilfinningar Leikur

Leitast er eftir því að börnin eigi góð samskipti við jafnaldra sem og fullorðna. Þau eiga sjálf að reyna að leysa þau deilumál sem upp koma áður en fullorðinn skiptir sér af. Börnin eru æfð í að koma fram fyrir hóp og standa á sínu. Við reynum að hvetja þau til sjálfshjálpar, svo sem klæða sig sjálf, skammta sér á diskinn, brytja matinn og ganga frá. Börnin læra að hemja skap sitt og sýna hvort öðru vinsemd. Einnig að þau geti orðað tilfinningar og sagt frá ef eitthvað er að. Í leiknum fá börnin tækifæri til þess að æfa hina ýmsu þætti félagsþroskans.


Víkurskóli Markmið: Að börnin kynnist skólanum og helstu sérgreinakennurum sem á að leiða af sér meira öryggi við upphaf skólagöngu. Leiðir: • • • •

Unnið með söguaðferðina (story‐line) Heimsóknir til sérgreinakennara Heimsókn til 1.bekkjar Heimsókn í frístundaheimilið Vík

Unnið er með tvo söguramma yfir veturinn, einn fyrir áramót og annan eftir áramót. Hvor rammi er í 8 til 10 vikur og fara börnin einu sinni í viku, 80 mínútur í senn. Leitast er við að skapa ævintýraheim þar sem börnin eru þátttakendur og leita sjálf lausna. Umhverfið á að vera hvetjandi þar sem nám fer fram í gegnum leik. Inn í hvern ramma fléttast heimsóknir til sérgreinakennara. Einnig fá börnin boð að koma og upplifa tvær kennslustundir með 1.bekk ásamt því að 1.bekkur kemur í heimsókn í leikskólann að hausti. Þetta er gert til að skapa samfellu milli skólastiganna. Að vori er börnunum boðið í heimsókn í frístundaheimilið Vík þar sem þau fá að hitta starfsmenn og kynnast umhverfi þess.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.