deildanamskra3_5ara

Page 1

Deildarnámsskrá 3 - 5 ára barna. Leikurinn

Hulduhóll og Tröllabjarg.

Markmið: 9 Að börnin læri að rannsaka og uppgötva af eigin forsendum. Þau læra að vinna saman, hjálpast að og taka eigin ákvarðanir. Leikurinn eflir hreyfiþroska, vitsmunaþroska og félags þroska. Einnig eflast fínhreyfingar. Leiðir: 9 Starfsfólk veitir börnunum umhverfi, leikföng, leiktæki og allan annan efnivið sem við á. Börnin fara reglulega í Hollowkubba, myndrænt val og í sal fara börnin í hlutverkaleik eða í þrautabrautir. 9 Starfsfólk sjái hvernig nýta megi félagahópinn til þess að auðga leikinn. 9 Í gegnum leikinn læra börnin að skiptast á, gefa með sér, taka tillit til annarra og að virða skoðanir hinna barnanna. 9 Auka færni í fínhreyfingum svo sem teikna, perla, pinna, púsla. 9 Börnin fá góðann tíma í útiveru því þar geta þau hreyft sig óhindrað eins og að hlaupa og hoppa. Börnin eru mikið í frjálsum leik í útiveru og þá nýta þau það sem garðurinn hefur upp á að bjóða.

Skráning og mat

Markmið: 9 Skoða samskipti barnanna. Auðveldar starfsfólki að fylgjast með einstaklingum og við gerð einstaklingsnámskrár. Lýðræðislegt mat á starfi leikskólans með þátttöku barna. Leiðir: 9 Skrá athafnir barnanna og samskipti við sem flest tækifæri, bæði í ritmáli og ljósmyndum og vinna úr því. 9 Spurningar lagðar fyrir 3 – 4 börn í hverjum árgangi, sem þau svara um það starf sem fram fer í leikskólanum. Börnin teikna myndir, einu sinni í mánuði, af því sem þeim finnst skemmtilegast/leiðinlegast að gera í leikskólanum.

Tónlist

Markmið: 9 Með tónlist eflum við hlustun og heyrnarþjálfun, hryn og hrynþjálfun, söng og hreyfingu eftir tónlist. Notast er við hugmyndafræði Edgar Willems. Leiðir: 9 Börnin fara einu sinni í viku í tónlistartíma. 9 Hlustað er meðal annars á Karnival dýranna, mismunandi tónlistastefnur, mismunandi hljóðfæri og ýmis tónskáld. 9 Börnin leika sér með hljóðfæri, skipulega og frjálst. 9 Börnin velja sér lög til að syngja og slá taktinn/hrynjandann með. Klöppum taktinn, stöppum, smellum og trommum á okkur sjálf. 9 Tónlistin skráð. Börnin skrá mismunandi hrynjanda (atkvæði, lengd orða, hægt og hratt veikt og sterkt). 9 Dansað, farið í hreyfileiki og frjáls hreyfing við tónlist.

1


Málörvun

Markmið: 9 Styrkja máltjáningu og samskiptaform. Efla heyrnarminni og hugtakaskilning. Leiðir: 9 Íslensku málhljóðin. Við vinnum með bókina Lubbi finnur málbein, eftir Þóru Másdóttur og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur. Bókin er hugsuð til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum 2 – 7 ára. En hljóðnám eflir hljóðkerfisvitund barna og leggur góðan grunn að lestrarnámi. 9 Önnur verkefni eru meðal annars: 9 Lesum örsögur, spyrjum nokkurra spurninga þannig æfum við heyrnarminni . 9 Auka hugtakaskilning til dæmis með því að nefna hvað verið er að gera, yfir, undir fyrir framan, aftan til hliða og svo framvegis. 9 Að búa til samsett orð og taka samset orð í sundur. 9 Rímleikir. 9 Æfum persónufornöfn hann/hún. Notum myndabækur. 9 Spurnarfornöfn hver/hvar/hversvegna. 9 Setningaskipan og beygingar. Raða niður myndum frá 1-5 til dæmis söguspilið. 9 Notagildi hluta. 9 Endurteknar setningar. 9 Eintala – fleirtala. 9 Samstæðuspil ásamt fleiri þroskaspilum. 9 Málörvun á sér stað allan daginn í leikskólanum meðal annars í leiknum, verkefnavinnu, tjáningu (segja frá), í fataklefa og í samverustundum.

Hreyfing

Markmið: 9 Að efla líkamsvitund, auka þol, styrkja líkamann og auka félagsfærni. Að hreyfiþörfin fái að njóta sín. Leiðir: 9 Hreyfileikir og dans í samverustundum og öðrum skipulögðum stundum. 9 Setjum upp þrautabrautir, inni og úti. 9 Frjáls leikur inni og úti (ekki of stórir hópar), boltaleikir, leikir fyrir jafnvægi og samhæfingu (steinar í lóð). 9 Aukum færni barnsins í grófhreyfingum meðal annars með því að ganga, hoppa og klifra.

9 Nýtum nánasta umhverfi, förum til dæmis í gönguferðir.

List

Markmið: 9 Efla áhuga barnanna á listsköpun, börnin fá að tjá sig á frjálsan og skapandi hátt. Efla fínhreyfingar og auka þekkingu á litum og formum. Leiðir: 9 Leggjum mismunandi efnivið fyrir börnin. 9 Vinnum þemavinnu. 9 Klippum, litum málum. 9 Strika eftir línum, spora. 9 Æfa rétt grip.

2


Náttúra og umhverfi:

Markmið: 9 Að börnin læri að þekkja nánasta umhverfi sitt og beri virðingu fyrir því. Leiðir: 9 Förum í gönguferðir um nánasta umhverfi. Þar tölum við um dýr, plöntur og um umgengni í náttúrinni. 9 Tínum upp rusl í garðinum okkar. 9 Förum í fjöruna og vinnum úr því sem við finnum þar. 9 Förum með mjólkurfernurnar í endurvinnslugáminn.

Stærðfræði

Markmið: Að börnin kynnist hinum ýmsu þáttum stærðfræðinnar svo sem: flokkun,röðun og talnaskilningur. Leiðir: 9 Einingarkubbar,flokkun og röðun 9 Holukubbar,flokkun og röðun 9 Talnaskilningur/teljum hluti

Tölvur:

Markmið: Að kynna börnunum tölvur, hugtök, stærðfræði og samvinnu. Leiðir: 9 Notuð eru forrit sem efla tjáningu, mál- og talnaskilning. Tvö og tvö börn vinna saman.

Samverustund

Markmið: Að börnin sitji kyrr, séu virkir hlustendur/þátttakendur. Að börnin fari eftir fyrirmælum og taki tillit til annarra. Leiðir: 9 Starfsfólkið og börn velja lög til að syngja, bækur, hreyfileiki og annað viðfangsefni sem hæfir þroska /aldri barnanna.

Menning og samfélag:

Markmið: Að virkja börnin í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Kynna börnunum lífsleikni. Leiðir: 9 Farnar eru ferðir, börn eldri en 4 ára fara í bókasafnið einu sinni í viku og hlusta á sögulestur þar. 9 Leiksýningar eru haldnar reglulega yfir árið (yfirleitt tvær). 9 Unnin eru eitt til tvö verkefni um dyggðir/lífsleikni yfir veturinn í samvinnu við aðrar deildir.

3


Atferli og félagsfærni:

Markmið Að börnin æfi sig í að fara eftir reglum og fyrirmælum deildarinnar. Að efla samskiptafærni barnanna og að þau geti sett sig í spor annarra. Leiðir: 9 Farið í frjálsan leik og hlutverkaleik. 9 Börnin velji sér verkefni og læri að standa við val sitt. 9 Sitja við matarborð, í samverustund og fara eftir fyrirmælum. 9 Læra að hemja skap sitt og sýna hvort öðru vinsemd. 9 Bíða eftir að röðin komi að þeim

Sjálfshjálp og hreinlæti

Markmið: Að auka færni barna við að fara eftir almennum umgengisreglum. Efla sjálfstæði barnanna. Leiðir: 9 Aðstoða/kenna börnunum að hjálpa sér sjálf í og úr fötum í fataklefa. Að börnin læri að ganga frá eftir sig. 9 Börnin skammti sér sjálf á diskinn (kartöflur og grænmeti) og gangi frá eftir matartíma. 9 Börnunum eru kenndir góðir borðsiðir í matmálstímunum. 9 Handþvottur fyrir mat og eftir salernisferðir. Handþvottur verður barninu eðlilegt. Börnin gangi frá handklæði á snaga eftir notkun og skrúfi fyrir vatnið.

4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.