frettir%20juni2012

Page 1

Álfafréttir -júní 2012Foreldrar/forráðamenn Það var mikið fjör á útidótadeginum okkar börnunum þótti mjög spennandi að vera með sitt eigið leikfang að heiman. Þann 7. maí hófst sumarstarf í Hömrum, þá eykst útivera og vetrastarfið fer í hvíld. Útskrift elstu barnanna í Hömrum fór fram þann 16. maí og tóku elstu börnin á Álfabergi og Dvergasteini þátt í því. Þau bjuggu til blóm sem þau afhentu hverju barni við útskriftina. Þau voru alveg frábær og allt gekk vel. Framundan: Sumarval í garði er flestalla föstudaga kl 10.00 – 11.00 (sjá nánar á mánaðarplani). Þá eru nokkur svæði, þar sem er í boði t.d mála, kríta, sápukúlur og sull. Börnunum finnst mjög gaman að sulla og mála. 7. júní fara börn fædd 2008 á Álfabergi og Dvergasteini á Árbæjarsafnið, brottför er kl. 9:00. 8. júní er Snúðaskokk Hamra. Við hlaupum kringum leiksvæði leikskólans og hlaupum í mark sem er staðsett inn á lóðinni okkar. Þegar allir hafa lokið við að hlaupa er öllum boðið upp á kanilsnúða og vatnssopa. Hlaupið hefst stundvíslega kl 10.00 og byrjum við á upphitun. 12. júní ætlum við að fara í gönguferð um hverfið með smá nesti að heiman. Börnin mega koma með 1-2 kexkökur eða 1 brauðsneið, ávöxt og drykk. Lagt verður af stað kl 9.45. 15. júní Sumarhátíð Hamra, hún byrjar á skrúðgöngu um hverfið sem hefst kl.9:30 og kl.10:00 verður skemmtiatriði í garðinum í boði foreldrafélagsins. 15. júní kemur Brúðubíllinn til okkar og hefst sýningin kl 14.00 19. júní ætlum við að fara í fjöruferð. Lagt verður af stað kl 9.30.


20. júní er hjóladagur á Álfabergi. Börnin mega koma með sparkbíl, þríhjól eða tvíhjól. Við munum vera á leikvellinum við Víkurskóla fyrir hádegi. Allir eiga að vera með hjálm. 21. júní. Börn fædd 2008 fara ásamt 2008 árgangi á Dvergasteini í strætó að Reynisvatni. Brottför er kl.8:50. 26. júní. Gönguferð í annan leikskóla. Lagt af stað kl.10.00 28. júní er sameiginlegur hjóladagur á Álfabergi og Dvergasteini, eingöngu fyrir börn fædd 2008. Muna hjálminn. Ef veðrið er mjög gott einhvern dag í júní þá munum við grípa tækifærið og taka göngutúr um hverfið.

Sumarkveðja Elín Rós –Linda - Hildur – Inga og Mikki


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.