Deildarnámskrá Álfaberg og Dvergasteinn
Leikskólinn Hamrar
Leikur Markmið: Að börnin læri að rannsaka og uppgötva af eigin forsendum. Gera tilraunir, vinna saman, deila með öðrum, hjálpast að og taka eigin ákvarðanir, auka færni í fínhreyfingum. Leiðir: • Starfsfólkið veitir börnunum umhverfi, leikföng, leiktæki og allan annan efnivið sem við á. • Börnin rannsaka og uppgötva • Gera tilraunir • Í gegnum leikinn læra börnin að skiptast á, gefa með sér, taka tillit til annarra og að virða skoðanir hvors annars. • Að auka færni í fínhreyfingum svo sem teikna, perla, pinna, púsla. • Börnin fá góðann tíma í útiveru því þar geta þau hreyft sig óhindrað eins og að hlaupa og hoppa. Börnin eru mikið í frjálsum leik í útiveru og þá nýta þau það sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Könnunarleikur Markmið: Rannsaka og uppgötva, leita mögulegra lausna, velja og hafna, þroska skynfæri sín og bæði fínar og grófar hreyfingar, notkun hugtaka. Leiðir: • Starfsfólkið veitir börnunum umhverfi og allan annan efnivið sem við á. • Börnin rannsaka og uppgötva • Gera tilraunir • Tiltekt er hluti af leiknum Málörvun: Markmið: Að styrkja almenna máltjáningu og samskiptaform. Efla heyrnarminni og hugtakaskilning. Leiðir: • Könnunarleikur, notkun hugtaka og að tengja orð við hluti • Einingarkubbar, hugtakaskilningur o.fl. • Íslensku málhljóðin. Við vinnum með bókina Lubbi finnur málbein eftir Þóru Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir sem er hugsuð til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. En hljóðnám eflir hljóðkerfisvitund barna og leggur góðan grunn að lestrarnámi. • Æfum persónufornöfn hann/hún. Notum myndabækur. 1
Spurnarfornöfn hver/hvar/hversvegna. Notum spil Notagildi hluta. Eintala – fleirtala Setningaskipan og beygingar Samstæðuspil/spil Ýmis verkefni og leikir. o Minnisleikir t.d fela hlut undir dúk, samstæðuspil o Hugtakaskilningur þ.e. fyrir framan. aftan o.s.frv. o Klappa atkvæði t.d. nöfnin okkar o Talnaskilningur, teljum hluti o Rímleikir. o Læra litina Málörvun á sér stað allan daginn í leikskólanum meðal annars í leiknum, verkefnavinnu, tjáningu (segja frá), í fataklefa og í samverustundum. • • • • • •
Myndlist: Markmið: Að efla áhuga á myndlist og að börnin fái að tjá sig á frjálsan og skapandi hátt efla fínhreyfingar og auka þekkingu á litum og formum. Leiðir: • Leggja mismunandi efnivið fyrir börnin. • Að teikna /sjálfan sig • Lita form t.d. kassa, þríhyrning, hring • Mála, klippa. Fínhreyfingar: Markmið: Starfsfólk útvegar börnunum mismunandi efnivið til að efla fínhreyfingar barnanna. Leiðir: • Pinna • Perla • Púsla • Lita • Líma • Klippa • Mála • Leira • Æfa rétt grip • Þræða perlur upp á teygjuband
Tölvur 2
Markmið: Að kynna börnunum tölvur, hugtök, stærðfræði og samvinnu. Leiðir: Notuð eru forrit sem efla tjáningu, mál og talnaskilning. Tvö og tvö börn vinna saman. Tónlist Markmið: Að efla hlustun, heyrnaþjálfun, takt, söng og hreyfingu eftir tónlist og dans. Notast er við hugmyndafræði Edgar Willems. Leiðir: • Börnin fara í skipulagðar tónlistarstundir • Börnin velja sér lög til að syngja og slá taktinn/hrynjandann með. Klöppum taktinn, stöppum, smellum og trommum á okkur sjálf. • Sungið í samverustundum og tónlistarstundum • Hlustað á mismunandi tónlist • Börnin leika sér með hljóðfæri og hljóðgjafa, skipulega og frjálst • Hreyfileikir og dans Hreyfing Markmið: Að auka líkamsvitund barnanna, auka þol og styrk og að hreyfiþörfin fái að njóta sín. Leiðir: • Frjáls leikur inni og úti (ekki of stórir hópar), boltaleikir, leikir fyrir jafnvægi og samhæfingu (steinar í lóð) • Nýtum nánasta umhverfi, förum til dæmis í gönguferðir • Hreyfileikir og dans í samverustundum og öðrum skipulögðum stundum Stærðfræði Markmið: Að börnin kynnist hinum ýmsu þáttum stærðfræðinnar svo sem: flokkun,röðun og talnaskilningur. Leiðir: • Einingarkubbar,flokkun og röðun • Holukubbar,flokkun og röðun • Talnaskilningur/teljum hluti Menning og samfélag Markmið:Að virkja börnin í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og kynnast mismunandi menningu. Leiðir: • Leiksýningar eru haldnar reglulega yfir árið (yfirleitt tvær) • Hátíðir og hefðir • Farið er í stuttar gönguferðir 3
•
Tónlist og hefðir frá mismunandi löndum
Náttúra og umhverfi Markmið: Að börnin læri að þekkja nánasta umhverfi sitt og beri virðingu fyrir því. Leiðir: • Útivera • Gönguferðir um nánasta umhverfið til dæmis í fjöruna og vinnum úr því sem við finnum þar • Unnið í listinni með efnivið úr náttúrunni • Umhverfi leikskólans er nýtt eins og kostur er Félagsfærni Markmið: Að efla félags- og samskiptafærni. Leiðir: Æfa sig í: • Að vera í hóp • Samskiptum við önnur börn • Að deila leikföngum • Reglunum í leikskólanum Atferli Að börnin æfi sig í að fara eftir reglum og fyrirmælum deildarinnar: Leiðir: Æfa sig í að: • Sitja kyrr í samverustund í ákveðin tíma • Sitja kyrr við matarborðið eftir að búið er að borða • Fara eftir fyrirmælum/reglum • Bíða eftir að röðin komi að þeim • Hemja skap sitt og meiða ekki önnur börn
Sjálfshjálp Markmið: Að auka færni barna við að fara eftir almennum umgengisreglum. Efla sjálfstæði barnanna. Leiðir: • Fataklefinn: • Ná í fötin sín • Klæða sig í • Ganga frá
4
•
Salerni/hreinlæti • Handþvottur fyrir mat, eftir útiveru og eftir salernisferðir. Handþvottur verður barninu eðlilegt. • Fara sjálf á salerni
Skráning og mat Markmið: Skoða samskipti barnanna. Auðveldar starfsfólki að fylgjast með einstaklingum og við gerð einstaklingsnámskrá. Lýðræðislegt mat á starfi leikólans með þátttöku barna. Leiðir: • Skrá athafnir og samskipti við sem flest tækifæri bæði í ritmáli og ljósmyndum og vinna úr því. • Spurningar lagðar fyrir 3-4 börn í hverjum árgangi sem þau svara um það starf sem fram fer í leikskólanum, lagt fyrir tvisvar á önn. • Börnin teikna myndir einu sinni í mánuði af því sem þeim finnst skemmtilegast/leiðinlegast að gera í leikskólanum. • Í yngri árgangi eru teknar ljósmyndir af 3 börnum yfir daginn sem sýnir þau í daglegu starfi í leikskólanum. Í lok dags er barninu sýndar myndirnar í tölvu/myndavél. Rætt er um myndirnar við þau og þau spurð hvað þau eru að gera og hvar þau eru á myndunum.
5