1_bekkur

Page 1

NÁMSVÍSÍR 1. BEKKUR

20122013


Námsvísir 1. bekkur 2012-2013

Til foreldra Kennarar í Vættaskóla telja mikilvægt að veita foreldrum nákvæmar upplýsingar um starfið í skólanum. Foreldrar þurfa að hafa góða yfirsýn yfir nám barna sinna á hverjum tíma. Hér er að finna upplýsingar um námsefni 1. bekkjar. Hafa ber í huga að börn þroskast mishratt og eiga misjafnlega auðvelt með að læra. Það sem hér er gefið upp sem námsefni, þarf því ekki að henta öllum nemendum í bekknum. Verði námskrá barns verulega frábrugðin námskrá bekkjarins er ákveðið, með vitund foreldra og í samráði við sérkennara, að vinna slíka námskrá. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér námskrána vel.

Íslenska Mest áhersla er lögð á frumþætti móðurmálsins, sem eru talað mál, hlustun, lestur og ritun. Leitast er við að auka orðaforða, efla málsskilning og örva málnotkun barna eins og unnt er. Til þess að undirbúa nemendur sem best undir hið eiginlega lestrarnám er mikil áhersla lögð á ýmiss konar foræfingar og málörvun. Í grófum dráttum má skipta íslenskunáminu niður í fjóra flokka, talað mál, hlustun og áhorf, lestur og bókmenntir, ritun og málfræði

Talað mál, hlustun og áhorf Markmið að nemendur  hlusti á upplestur á sögum og ljóðum  nemendur læri að tjá sig og hlusta á aðra  nemendur fái þjálfun í framburði íslenskra málhljóða Kennslufyrirkomulag Þjálfun á framburði íslenskra málhljóða, munnleg tjáning frammi fyrir bekkjarfélögum með leikjum, söng, umræðum, frásögnum og flutningi á eigin texta. Nemendur hlusti og horfi á fjölbreytt efni frá kennara, nemendum og öðrum. Farið er í leiki sem krefjast athygli nemenda og að þeir fari eftir munnlegum fyrirmælum. Nemendur horfa á leikþætti og söngatriði. Námsefni Markviss málörvun, sögubók, valin ljóð, þulur og samsöngur. Námsmat Áhugi nemenda, þátttaka og framfarir eru metnar.

Lestur og bókmenntir Markmið að nemendur  læri alla bókstafi í íslenska stafrófinu, hljóð þeirra og tengi þá í orð og setningar  vinni með eigin frásagnir og sögur sem örva lestur  kynnist rími og hrynjandi  vinni verkefni sem stuðla að auknum orðaforða og efli mál – og lesskilning  fái tækifæri til að lesa bækur við hæfi að eigin vali og vali kennara.

1


Námsvísir 1. bekkur

2

Kennslufyrirkomulag Kennt er eftir aðferðum Byrjendalæsis þar sem gæðatexti er notaður sem efniviður til stafainnlagnar. Um er að ræða samvirka kennsluaðferð þar sem jöfnum höndum er unnið með merkingu máls og tæknilega þætti lestrarnámsins. Megin markmið lestrarnámsins er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngu sinni. Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið. Því er lögð áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Í Byrjendalæsi er um það bil ein bók lesin á viku, innihaldið rætt og merking einstakra orða og hugtaka skoðuð. Unnið er með „lykilorð“ úr texta bókarinnar. Stafirnir sem lagðir eru inn þá vikuna eru í lykilorðinu. Markviss málörvun, þar sem unnið er kerfisbundið með mál- og hljóðvitund nemenda í leik og er það hluti lestrarnámsins. Áhersla er lögð á að nemendur hafi greiðan aðgang að bókum jafnt í skólastofunni og á skólasafninu. Lesnar eru rímsögur, ljóð og einnig læra nemendur þulur. Unnið er með stafi og hljóð á fjölbreyttan hátt, leirað og föndrað, leikið og skrifað. Mikil samþætting er i námi sex ára barna og er reynt að tengja lesturinn við sem flestar námsgreinar. Námsefni Það er leikur að læra – vinnubækur eftir Ragnheiði Gestsdóttur, ýmsar barnabækur, ýmsar léttlestrarbækur og ljósrituð hefti. Markviss málörvun, Við lesum A, lestrarbók og vinnubók eftir Björgvin Jósteinsson, Ragnheiði Hermannsdóttur og Þóru Kristinsdóttur. Auk þess efni í samfélags – náttúrufræði. Námsmat Nemendur taka lesskimunarpróf þrisvar sinnum yfir veturinn sem spáir fyrir um hvort þeir gætu átt í lestrarerfiðleikum og fá þá viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið. Stafakönnun í desember og maí. (Hrað)lestrarpróf 2 x yfir veturinn fyrir þá nemendur sem eru farnir að lesa.

Talað mál og framsögn Markmið að nemendur  fái þjálfun í framburði íslenskra málhljóða og séu hvattir til að tala skýrt og áheyrilega  fái tækifæri til að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum  kynnist þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu  fái tækifæri til að nota leikræna tjáningu í söng og leik Kennslufyrirkomulag Þjálfun á framburði íslenskra málhljóða, munnleg tjáning frammi fyrir bekkjarfélögum með leikjum, söng, umræðum og frásögnum Námsefni Markviss málörvun, sögubók, valin ljóð, þulur og samsöngsblöð.


Námsvísir 1. bekkur 2012-2013

Námsmat Áhugi nemenda og framfarir eru metnar.

Ritun Markmið að nemendur  þjálfist í að draga rétt til stafs og þekki skriftaráttina  þjálfist í fínhreyfingum og sjónrænni skynjun  geri greinarmun á háum og lágum stöfum  geti skrifað rétt á línu  geti haldið rétt á blýanti  fái tækifæri til að semja eigin texta og skrifi sjálfir eða með aðstoð Kennslufyrirkomulag Nemendur æfa stafdrátt og skriftarátt og unnið er með ýmsar þjálfunaræfingar og mynsturgerð. Skriftarkennsla hefst í tengslum við innlögn á stöfum sem síðar þróast í orð og setningar. Þá semja nemendur eigin texta, skrá sjálfir í sögubók eða fá aðstoð. Síðar skrifa þeir frásagnir úr eigin reynsluheimi og semja texta út frá myndum. Námsefni Það er leikur að læra vinnubók 1 og 2 eftir Ragnheiði Gestsdóttur, Við lesum A vinnubók eftir Björgvin Jónsteinsson og Þóru Kristinsdóttur. Sögugerð í stílabækur og önnur ritunarverkefni. Auk þess skrifa nemendur eftir forskrift í heimavinnu. Námsmat Stafakönnun (stafadráttur) í desember. Skriftarpróf að vori.

Stærðfræði Markmið að nemendur  vinni með tölur frá 0-20 og verkefni sem efla talnaskilning  þjálfist í að skrifa og þekkja tölustafina  læri að þekkja talnagildi og talnaröð frá 1 - 100  noti mismunandi hjálpargögn, svo sem talnagrind, smáhluti, kubba o.fl.  þjálfist í hugarreikningi og þrautalausnum tengdum daglegu lífi, munnlegum orðadæmum og rökhugsun  þekki grunnformin, greini og skoði þau í nánasta umhverfi  vinni á hlutbundinn hátt með talningu, stærðir, flokkun o.fl.  pari saman hluti úr umhverfinu, flokki hluti í hópa og beri saman fjölda í hópunum  skilji og noti einföld stærðfræðitákn svo sem plús, mínus og jafnt og  vinni með mælingar

3


Námsvísir 1. bekkur

4

Kennslufyrirkomulag Kennslan fer fram með innlögn kennara, umræðum, verkefnavinnu og hópvinnu. Mikil áhersla er lögð á að börnin rannsaki, leiki sér og ræði saman. Börnin kynnast því strax að í stærðfræðitímum er talað, hugsað, hlustað, rannsakað, skapað, skráð og ályktanir dregnar. Það er mikilvægt að viðfangsefni stærðfræðinnar séu sprottin úr umhverfi barnanna og byggist á reynslu þeirra. Kennarinn nýtir margvísleg viðfangsefni úr reynsluheimi barnanna. Helstu námsþættir eru stærðfræði og stærðfræðihugtök,, lausnir verkefna og þrauta, röksamhengi og röksemdafærslur, tengsl við daglegt líf og önnur svið, tölur, reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat, mynstur, rúmfræði og tölfræði. Námsefni Sproti 1a og 1b nemendabók og æfingahefti, Viltu reyna (gulur, rauður). Ljósrituð stærðfræðihefti. Þrautalausnir og munnleg orðadæmi. Talnagrindur, kubbar og spil og ýmis smáhlutasöfn. Námsmat Fylgst er með áhuga og þátttöku nemenda. Kannanir eru lagðar fyrir þegar námsefni gefur tilefni til. Jafnframt er tekið formlegt stærðfræðipróf tvisvar yfir veturinn, í janúar og maí.

Samfélags–og náttúrufræði Markmið að nemendur  læri að þekkja nánasta umhverfi sitt skóa og heimili  læri helstu reglur í umferðinni, forvarnir og tákn  þekki árstíðirnar, heiti vikudaga og mánaða og læri á dagatal  fræðist um líkama sinn, heiti líkamshluta og hlutverk þeirra  nýtt sér upplýsingar til þess að klæða sig eftir veðri  læri um mikilvægi heilbrigðs lífernis og hreinlætis  læri um helstu húsdýrin  þekki þrjá fugla í íslenskri náttúru  kynnist vistvernd og endurvinnslu Kennslufyrirkomulag Samfélags – og náttúrugreinar eru að miklu leyti unnar sem þemavinna og fléttast inn í aðrar námsgreinar,sérstaklega lestur með aðferð Byrjendalæsis. Kennslan fer einkum fram með umræðum og verkefnavinnu af ýmsu tagi sem er ýmist einstaklings- eða hópvinna. Nemendur öðlast þekkingu á eigin líkama, tilfinningum og að fjölbreytileiki og mismunur sé eðlilegur og jákvæður. Helstu námsþættir eru sjálfsmynd og félagslegt umhverfi, skóli, heimabyggð og líkaminn. Útikennsla er í formi vettvangsferða og ýmissa rannsókna og tilrauna í náttúrunni.


Námsvísir 1. bekkur 2012-2013

Námsefni Komdu og skoðaðu líkamann, Komdu og skoðaðu umhverfið, Um mig og þig, Húsdýrin okkar, námsefnið getur tekið breytingum yfir veturinn. Námsmat Ekkert formlegt námsmat, en fylgst með virkni nemenda.

Kristinfræði Markmið að nemendur  kynnist sköpunarsögu kristinnar trúar  kynnist frásögnum af fæðingu Jesú og lífi hans  læri einfalda jólasálma og kynnist íslenskum jólasiðum  þekki tilefni páskanna  fáist við siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu og merkingu orðanna rétt og rangt, mitt og þitt og fyrirgefningu  kynnist mismunandi trúarbrögðum siðum og venjum Kennslufyrirkomulag Kennslan er í formi innlagnar, umræðna, verkefna, lesturs, söngs og myndsköpunar. Námsefni Undrið, og unnin ýmiss verkefni úr því. Stuðst er við efni úr Barnabiblíunni. Námsmat Ekkert formlegt námsmat, en fylgst með virkni nemenda.

Lífsleikni Markmið að nemendur  efli tilfinningaþroska sinn  geti greint og lýst ýmsum tilfinningum s.s. gleði, reiði, hræðslu, undrun og leiða  hlusti á aðra og sýni kurteisi Kennslufyrirkomulag Umræður og leikræn tjáning. Námsefni Stig af stigi. Hugmyndafræði Olweus gegn einelti. Spor 1.Námsmat Ekkert formlegt námsmat.

5


Námsvísir 1. bekkur

6

Heimilisfræði Markmið að nemendur  kynnist því að til eru bæði hollar og óhollar fæðutegundir  kynnist því hvaða fæðutegundir eru góðar og slæmar fyrir tennurnar  kynnist einföldum áhöldum  þekki dl-mál, msk. og tsk.  geri sér grein fyrir því að hnífar og önnur eggjárn geta verið hættuleg  geti þvegið sér rétt um hendur  geri sér grein fyrir því að örverur eru til staðar í umhverfi okkar  fái fræðslu um fæðuhringinn  læri um grænmeti og þekki helstu tegundir  fái fræðslu um vatn og mikilvægi þess  geri sér grein fyrir hvaðan mjólkin kemur og hvað er unnið úr henni  kynnist umhverfisvernd og flokkun Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp. Námsefni Gott og gaman heimilisfræði fyrir byrjendur. Námsmat Framkoma, samvinna og áhugi nemenda eru metin

Hönnun og smíði Markmið Að nemendur  læri að umgangast smíðastofuna og þau verkfæri sem að þar eru, kynnist fjölbreyttum efnum og viðartegundum sem unnt er að nota í smíði.  læri að raspa, hamra, bora, líma og pússa.  læri að vinna við hefilbekk og nota algengustu handverkfæri.  geti sett hugmyndir sínar á blað og yfirfært þær síðan á þann efnivið sem hentar hverju sinni. Þannig fær sköpunarþörf hvers og eins að njóta sín.  læri að ganga snyrtilega um smíðastofuna. Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum. Námsefni


Námsvísir 1. bekkur 2012-2013

Nafnspjald, hrista, krítartafla, fánastöng, smádýr, teningur og aðrir smáhlutir. Námsmat Námsmat fer stöðugt fram á vinnu og verkefnum nemenda og er eftirfarandi haft í huga:  hugmyndaauðgi og hönnun  umgengni og hegðun  verkfærni og vandvirkni  iðni og afköst

Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 1. bekk hafi:  kynnst og þjálfast í grunnhreyfingum eins og að hlaupa, ganga, skríða, hoppa, stökkva, klifra, hanga, snerta, sveifla sér, velta sér, kasta, grípa, rekja og rúlla bolta.  fengið tækifæri til að bæta líkamsreisn og líkamsstöðu í gegnum leik og leikrænar æfingar.  kynnst helstu samskiptareglum sem í gildi eru, fengið þjálfun í að umgangast áhöld og tæki á öruggan hátt og lært að bregðast við og hlýða flautuhljóði eða rödd kennara.  öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar og að sjálfsmynd þeirra eflist með þátttöku í leikjum og fjölbreyttri hreyfingu. Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja gróf- og fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur. Námsefni / viðfangsefni: Leikir, stöðvaþjálfun, frjálsar íþróttir og boltagreinar. Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda.

Skólasund Markmið að nemendur í 1. bekk hafi:  þjálfist í grunnhreyfingum í vatni eins og t.d. hlaupa, ganga, fljóta og blása  læri að umgangast sundstað á öruggan hátt  öðlist öryggistilfinningu í vatni Kennslufyrirkomulag Leikir og markvissar hreyfingar sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Einnig er mikil áhersla lögð á öndunar- og flotæfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.

7


Námsvísir 1. bekkur

8

Námsefni / viðfangsefni: Farið í grunninn á bringu- bak og skriðsundi. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi. Námsmat: 1. sundstig  Staðið í botni og andað að sér, andlitið fært í kaf og andað frá sér. Endurtekið 10 sinnum.  Flot á bringu eða baki með eða án hjálpartækja.  Ganga með andlit í kafi 2,5 metra eða lengra.  Bringusundsfótatök, með eða án hjálpartækja.  Skriðsundsfótatök, með eða án hjálpartækja. Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda og fá þeir afhent sundskírteini í lok vetrar.

Myndmennt Markmið Að nemendur:  sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu  temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð  sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu  geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna  byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir.  fái tækifæri til að örva skapandi hugsun í myndrænni vinnu.  kynnist ólíkum aðferðum í túlkun og framsetningu á myndverkum.  kynnist efni, áhöldum og hugtökum sem notuð eru í myndlist  fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín  þekki frumlitina  þekki grunnformin og muninn á þeim og náttúrulegum formum  þekki hugtökin nálægð og fjarlægð í myndbyggingu Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í myndmennt eru unnin fjölbreytt verkefni sem kenna og þjálfa lögmál og frumþætti myndlistar og veita innsýn í listasöguna og list þekktra listamanna, innlendra sem erlendra. Hvert verkefni byrjar með innlögn. Í innlögninni er verkefnið kynnt, sýnd mynddæmi og aðferðir útskýrðar með sýnikennslu. Nemendur vinna svo verkefnin annað hvort ein eða í hópum og tekur hvert verkefni u.þ.b. 2-8 kennslustundir eftir umfangi. Þegar nemendur hafa lokið verkefnum sínum eru þau stundum hengd upp og hópurinn ræðir saman um útkomuna. Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir og verkefni frá kennara.


Námsvísir 1. bekkur 2012-2013

Námsmat Nemendur fá umsögn sem byggir m.a. á vinnusemi, vandvirkni og viðhorfi

Textílmennt Markmiðið er að nemandi: þjálfist í að klippa efni þræði grófa nál saumi þræðispor þjálfi fínhreyfingar Kennslufyrirkomulag: Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp. Í textílmennt vinna nemendur verkefni sem kennari velur. Í upphafi eru innlagnir og umræður fyrir allan hópinn um þau verkefni sem nemendur munu vinna þá önnina. Eftir það er einstaklingskennsla. Við hvetjum nemendur til að vera hjálpsöm hvort við annað við verkefnavinnuna. Námsmat: Vinnusemi, vandvirkni og jákvætt viðhorf er metið.

Upplýsingamennt Almenn markmið Markmið að nemendur:  læri að sýna kurteisi, tillitsemi og góða framkomu  temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð  sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  læri góða umgengni í kennslustofunni  tileinki sér jákvæð viðhorf til tölvutækninnar Námsmarkmið Markmið að nemendur:  hafi lært staðsetningu stafa og talna á lyklaborði samhliða færni í lestri og stærðfræði  þekki nöfn á helstu hlutum tölvunnar s.s. tölva, skjár, mús og lyklaborð  geti kveikt og slökkt á tölvum og jaðartækjum  geti kveikt á forritum sem notuð eru  geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu  geti notað kennsluforrit sem hæfa þessum aldurshópi  geti notað teikniforrit

9


Námsvísir 1. bekkur

10  

geti skráð sig inn og út úr tölvu auki færni í íslensku og stærðfræði með hjálp tölvutækninnar

Kennslufyrirkomulag Nemendur koma einu sinni í viku í tölvustofu í 40 mínútur í senn. Unnin eru misstór verkefni sem tengjast námsmarkmiðum. Í byrjun hvers tíma/verkefnis er kennari með innlögn og nemendur vinna verkefni í framhaldi af því. Kennari gengur á milli nemenda og hjálpar til við lausn mála. Áhersla er lögð á að fá nemendur til að tileinka sér jákvæð viðhorf til tölva og fá þá til að líta á þær sem sjálfsagt verkfæri við nám, starf, tjáningu, sköpun og leik. Námsefni Gagnvirkt efni í íslensku og stærðfræði frá Námsgagnastofnun. Auk þess kynnast nemendur öðrum forritum eins og Paint, Word og fleiri vefsíðum með námsefni við hæfi þessa aldurshóps. Námsmat Námsmat byggist á virkni og vinnu í tímum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.