2010-2011 Virðing - Gleði - Umhyggja Fréttabréf Hólabrekkuskóla, 2010-2011
Meðal efnis:
Skólatölurnar 2010-2011
Textílmennt
FJÖLDI NEMANDA Í ÁRGANGI: 1. bekkur 45 nem. 21 strákur 2. bekkur 59 nem. 35 strákar 3. bekkur 38 nem. 20 strákar 4. bekkur 41 nem. 24 strákar 5. bekkur 50 nem. 26 strákar 6. bekkur 40 nem. 19 strákar 7. bekkur 64 nem. 37 strákar 8. bekkur 52 nem. 25 strákar 9. bekkur 59 nem. 37 strákar 10. bekkur 51 nem. 22 strákar Samtals:
499 nem.
266 strákar
24 stúlkur 24 stúlkur 18 stúlkur 17 stúlkur 24 stúlkur 21 stúlka 27 stúlkur 27 stúlkur 22 stúlkur 29 stúlkur 233 stúlkur
Nemendur m/erl. foreldra: 64 nemendur
Í sigtinu
KENNARAR: 43 kennarar (5 í barneigna- og veikindaleyfi) SKÓLALIÐAR: 11 skólaliðar 2 kk. 9 kvk. DEILDARSTJÓRI: 1 deildarstjóri kvk.
Uppeldi til ábyrgðar
VEREFNASTJÓRI: (náms-og kennslustjóri) 1 kvk. STUÐNINGSFULLTRÚAR: 6 kvk. + 1 þroskaþjálfi kvk. NÁMSRÁÐGJAFI: 1 kvk.
Uppskriftin
11 kk. 32 kvk.
Efnisyfirlit Efni:
2
Mennt er máttur
Bl.s
Skólinn í tölum 2010-11
1
Viðburðadagatal
2
Í sigtinu
3
Upprennandi leiksstjórar
4
Hreinsun skólalóðar
5
Nemendaráð
6
Reyklaus bekkur
6
Textílmennt 2. bekk
7
Brúum bilið
8
Skýr mörk í Hólabrekkuskóla
9
Öryggisreglur í aparólunni
10
Skrekkur 2010
11
Dagur íslenskrar tungu
12
Bangsadagurinn
14
Allir upplýstir
16
Hólabrekkuþrautin
17
Marítafræðslan
18
Breiðholtsmótið
19
Skólatöskudagar
20
Uppskriftahornið
21
Í SIGTINU
Nafn: Helga Kristín Olsen. Stjörnumerki: Ljón. Starf: Stoltur umsjónakennari í bekk 22. Áhugamál: Fjölskyldan mín, skautar og ferðalög. Besta bókin: „Horfðu á mig“ eftir Yrsu Sigurðardóttur. Besta bíómyndin: The Never Ending Story. Lífsmottó: Lifa lífinu til fulls og koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig. Hvað gerir þú til að slaka á og njóta lífsins? Les góða bók, hlusta á tónlist eða horfi á góða bíómynd. Ef þú yrðir skólastjóri í einn dag, hvert yrði þitt fyrsta verk? Það er nú það, hum. Ætli ég myndi ekki ráða fleira fólk til starfa og auka stuðning við nemendur á öllum stigum. Bæta við skemmtilegum og gagnlegum valgreinum á unglingastigi t.d. ljósmyndahönnun, leiklist og framsögn, sjálfsstyrking í anda Dale Carnegie og svo auðvitað skautar. Einn dagur myndi líklega ekki duga til :-) Hvern skorar þú á að mæta í sigtið næst? Ég skora á Heklu Hallgrímsdóttur í 9.bekk.
3
Nafn: Sunneva Líf Sigurðardóttir. Stjörnumerki: Fiskur. Bekkur: bekkur 61. Áhugamál: Að vera með vinum mínum, skálda og að dansa. Besta bókin: „Sæt í bleiku“, „Harry Potter“ og „Bestu barnabrandararnir“. Besta bíómyndin: Titanic, Killers og Fame. Lífsmottó: Þú getur allt sem þú ætlar þér. Hvað gerir þú til að slaka á og njóta lífsins: Ég hlusta á róandi tónlist, fer í sund og nýt þess að vera með vinkonum mínum. Ef þú yrðir skólastjóri í einn dag, hvert yrði fyrsta verk þitt? Ég myndi hækka laun kennara og ég myndi vilja lengra sumarfrí. Hvern skorar þú á að mæta í sigtið næst? Ragnhildi Björk Sveinsdóttur kennara.
Alla brestur eitthvað
Upprennandi leikstjórar Frændurnir Anton Karl KristiensKristiensen og Vignir Már Másson eru miklir áhugamenn um kvikmyndagerð og hafa reynt svolítið fyrir sér í því. Við báðum þá um að segja okkur sögu sína. Við erum búnir að vera að leika okkur að gera stuttmyndir síðan við vorum Í fjórða bekk. Þá vorum við ekki með myndavél og við klipptum myndirnar aldrei til eða neitt þannig. Svo í lok síðasta árs gerðum við mynd sem hét Doddi Dúlla Jóns, við hefðum getað fundið eitthvað betra nafn en okkur datt það bara ekkert í hug en þetta var svona nokkurn veginn bylting í stuttmyndagerð hjá okkur. Þá byrjuðum við að taka upp eins og brjálæðingar. Við erum nýbúnir að fá okkur Youtube síðu og við erum búnir að setja inn myndband sem var tekið í sumar. Þið getið líka fundið okkur inn á Facebook en við göngum undir nafninu Hólabræður á báðum svæðunum. Við fáum oftast bara hugmyndir upp úr þurru og við framkvæmum flestar þeirra. Anton er búinn að vera dunda sér við að gera heimasíðu fyrir Hólabræður sem heitir www.holabraedur.webs.com og endilega heimsækið hana og gefið okkur hugmyndir um hvað næsta myndband á að vera. Á meðan Anton vinnur við að gera heimasíðu, safna leikmunum og gerir Hólabræðramerkið þá er Vignir að finna upp tæknibrellur, hljóðklippur og skrifa handritið af myndunum. Svo þegar búið er að taka allt upp þá setjumst við niður og klippum allt til, setjum inn flott hljóð og
4
Kemst þó hægt fari
brellur. Við erum einmitt að gera okkar stærstu mynd hingað til en hún heitir The School Kid og er byggð á Rambo myndaseríunum. Vignir leikur aðalhlutverkið og leikstýrir með Antoni en Anton er aðalupptökumaður og leikur meira einhver minni hlutverk í myndinni ef þarf. Við gerð myndarinnar fáum við hjálp frá vinum okkar í árgangnum og við erum mjög þakklátir fyrir hjálpina. Sérstakar þakkir fara til „98 árgangsins í Hólabrekkuskóla, Guðjóns Smárasonar og Boga kennara. ður
Hólabræ
Hreinsun skólalóðar Sú nýbreytni var tekin upp síðasta vetur að nemendur skiptust á að halda skólalóðinni hreinni. Í ár verður sama fyrirkomulag á og hefur skólaárinu verið skipt upp í tímabil, um það bil viku til 10 daga í senn, þar sem einn til tekinn bekkur hefur umsjón með hreinsun lóðar þá daga. Listann yfir skiptingu á haustönn má sjá hér.: frá
-
til
bekkur
30. ág. 6. sep.
-
3. sep. 10. sep.
bekkur 51 bekkur 52
13. sep.
-
17. sep.
bekkur 61
20. sep. 27. sep. 4. okt. 11. okt. 18. okt. 1. nov.
-
24. sep. 1. okt. 8. okt. 15. okt. 29. okt. 5. nov.
bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur
62 71 72 73 11 12
8. nov. 15. nov. 22. nov. 29. nov. 6. des. 13. des. 4. jan. 10. jan. 18. jan. 24. jan. 31. jan. 7. feb. 21. feb.
-
12. nov. 19. nov. 26. nov. 3. des. 10. des. 16.des. 7. jan. 14. jan. 21. jan. 28. jan. 4. feb. 11. feb. 25. feb.
bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur
21 22 23 31 32 41 42 51 52 53 61 62 71
28. feb. 7. mar.
-
4. mar. 11. mar.
bekkur 72 bekkur 73
Eftir að fyrirkomulagið tók gildi hefur orðið mikil breyting á skólalóðinni. Plastpokar, bréfarusl svo sem sælgætisumbúðir, drykkjarfernur og aðrar umbúðir safnaðist gjarnan fyrir í skotum og í beðunum og settu ljótan svip á lóðina er ekki lengur til staðar og er fjarlægt jafn óðum og til þess sést. Nemendum skólans eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf. Ólafur húsvörður.
5
Allir hafa börn verið
Stjórn nemendafélagsins 2010-2011 Nemendaráð skólans samanstendur af 22 flottum nemendum. Formaður nemendaráðs er Hörður Brynjar Halldórsson og varaformaður Katrín Ósk Einarsdóttir. Meðstjórnendur eru Elísabet Þórhallsdóttir, Hlynur Helgi Arngrímsson og Ólöf Svavarsdóttir. Ketill Guðmundsson er gjaldkeri og Sigrún Mist Gunnarsdóttir er ritari. Aðrir í félaginu eru Anna Dagbjört Andrésdóttir, Karítas Eik Sandholt, Thelma Rut Jónsdóttir, Kolbrún Laufey Þórsdóttir, Fanna Pálsson, Friðjón Magnússon, Súsanna Rut Magnúsdóttir og Sigurður Sveinsson. Íþróttanefnd eru Sindri Björnsson og Margrét Lilja Arnardóttir. Í byrjun vetrar bauð nemendaráð nemendur í 8. Bekk velkomna í unglingadeildina og héldu þeim skemmtilegt ball. Ballið tókst vel og allir skemmtu sér konunglega. Hrekkjavökuball var haldið í október, sem tókst einstaklega vel. Á
böllum og öðrum uppákomum eru seldar veitingar, gos og góðgæti sem er ein af fjármögnun nemendaráðsins. Sú sala er rekin af fimm drífandi stúlkum, Sonja Lára Axelsdóttir, Agla Brá Sigurðardóttir, Júlíana Margrét Árnadóttir, Rebekka Ósk Gunnarsdóttir og Anastasia Ísey Jónsdóttir.
Reyklaus bekkur Reyklaus bekkur er Evrópusamkeppni meðal nemenda í 7. og 8. bekk grunnskólanna og geta þeir bekkir tekið sátt sem undirritað hafa samning um að enginn reyki í bekknum. Í Hólabrekkuskóla ætlar 7. bekkja árgangurinn að vera með að þessu sinni og það verður spennandi að sjá hvernig gengur. Bekkirnir taka þátt í verkefnum, skrifa undir samninga og staðfesta reykleysi mánaðarlega allan veturinn. Þetta er í Vinningshafi keppninnar fá utanlandsferð að launum. Keppnin var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 22 árum en þetta er í 12. sinn sem Ísland tekur Þátt. Hægt er að lesa meira um verkefnið á heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsa.is
6
Ást hylur lýti
Textílmennt í 2. bekk
Við höfum verið að vinna mjög krefjandi og skemmtileg verkefni í textílmennt í 2. bekk núna í vetur. Fyrsta verkefnið okkar fólst í því að vefa lítið stykki úr ýmis konar garni á vefspjald. Við lituðum svo ævintýraland með sparilitunum okkar á svartan pappír og notuðum vefstykkið okkar sem lest sem við límdum á ævintýralandið en að lokum tengdum við lestirnar okkar og ævintýralöndin saman með vinaböndum. Þannig erum við allur árgangurinn smátt og smátt að búa til eina langa ævintýralest. Annað verkefnið okkar var svo að teikna sjálfsmynd á striga en hana gerðum við með vaxlitum og síðan saumuðum við með nál og alls konar bandi í útlínurnar og loks límdi kennarinn okkar tilbúnu útsaumsmyndirnar á sykurpappír í ýmsum litum. Þriðja og síðasta verkefnið okkar var svo að þæfa ull
7
(kembu) utan um stein en við máttum velja okkur stein og lit á kembu. Síðan þæfðum við og þæfðum og þegar steinninn var klár klippti kennarinn okkar gat á ullina og límdi fyrir okkur augu á steininn og þá vorum við komin með lítinn sætan steinakarl. Við gáfum honum svo nafn og teiknuðum af honum fallega mynd. Aðalheiður Lilja og textílmenntahópurinn.
Á morgun segir sá lati
Brúum bilið
Brúum bilið er samstarf Hólabrekkuskóla við Hraunborg, Hólaborg og Suðurborg. Fulltrúar frá Hólabrekkuskóla og leikskólunum koma saman einu sinni á ári og koma sér saman um hvernig samstarfinu skuli háttað komandi skólaár. Fyrir og eftir áramót er börnum úr elstu deildum leikskólanna boðið á skemmtun á sal í Hólabrekkuskóla þegar að 1. bekkirnir eru þar með skemmtun. Leikskólabörnunum er svo boðið í skoðunarferð um Hólabrekkuskóla og einnig heimsækja þau íþróttahúsið þegar börnin í 1. bekk eru í íþróttum. Börnunum er boðið í heimsókn í kennslustund hjá kennurum 1. bekkjar en þá fá þau smá innsýn í hvernig þeirra nám kemur til með að fara fram. Að vori er svo leikskólabörnunum ásamt foreldrum boðið í skólann og fá börnin þá að sitja 2 hefðbundnar kennslustundir
8
með kennara og fara út í frímínútur á meðan foreldrarnir eru á námskeiði í hátíðarsal skólans. Annað slíkt námskeið er síðan haldið fyrir foreldrana að hausti þegar börnin eru byrjuð í 1. bekk. Nemendur í 1. bekk Hólabrekkuskóla fá síðan að fara í tvær heimsóknir út í leikskólana, fyrri er inniheimsókn um miðjan vetur en sú síðari er útiheimsókn að vori. Að vori sitja svo saman á svokölluðum skilafundi fulltrúar frá Hólabrekkuskóla og fulltrúar frá hverjum leikskóla fyrir sig og fara yfir stöðu hvers og eins barns sem kemur til með að verða nemandi í Hólabrekkuskóla næsta skólaár. Aðalheiður Lilja Hlynsdóttir.
Ánægjan er auði betri
Skýr mörk í Hólabrekkuskóla Í Hólabrekkuskóla vinnum við eftir „Uppeldi til ábyrgðar“. Samkvæmt því leggjum við áherslu á að nemendur öðlist sjálfsaga og að þeir læri af mistökum sínum. Til þess að það geti gerst þarf að gefa nemendum ákveðið svigrúm innan veggja skólans og minnka um leið afskipti fullorðinna. Hins vegar þurfa reglur að vera skýrar og nemendur verða alltaf að taka ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Kennarar eru hvattir til þess að búa til reglur með nemendum sem hver og einn nemendahópur fer eftir. Einnig eru sameiginlegar reglur fyrir alla nemendur skólans. Má þar nefna reglur á göngum og í matsal, en allir nemendur skólans tóku þátt í að búa til þær reglur. Þegar hegðun er alveg óásættanleg hafa nemendur brotið öryggisreglur skólans, eða „Skýru mörkin“. Það kallar yfirleitt á íhlutun skólastjórnenda. Skýru mörk skólans eru þessi:
Alvarleg truflun á skólastarfi
Þjófnaður og skemmdarverk
Líkamlegt,andlegt
ofbeldi
eða
einelti
Hafa með sér eða nota vímuefni
Bein ögrun við starfsfólk skólans
Tómas Albert Holton, verkefnisstjóri
9
Hönnunarkeppnin Stíll
Stíll er hönnunarkeppni þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fathönnun. Þetta er í tíunda sinn sem keppni af þessu tagi er haldinn á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2 – 4 einstaklingar, þar af eitt módel. Fimm stúlkur úr Hólabrekkuskóla unnu undankeppni félagsmiðstöðvar Breiðholts og munu þær taka þátt í úrslitakeppninni semhaldinn verður laugardaginn 20. nóvember í Vetragarði Smáralindar frá kl. 12:00 – 17:00. Stúlkurnar okkar úr Hólabrekkuskóla heita Karítas Eik Sandholt, Karen Ósk Ólafsdóttir, Kolbrún Laufey Þórsdóttir og Sonja Lára Axelsdóttir. Allar eru þær nemendur í 10. bekk. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis á sjálfri úrslitakeppninni. Hér sjáið þið mynd af kjólnum sem þær stöllur hönnuðu.
Barn vex en brók ekki
Öryggisreglur í Aparólunni Aparólan er vinsælt leiktæki á skólalóðinni og oftar en ekki eru langar raðir eftir að komast að í frímínútum. Til að fyrirbyggja slys eru komnar öryggisreglur fyrir aparóluna sem gott er að kynna sér.
Aparólan er leiktæki Fara verður í ein- Aðeins má eitt barn fyrir alla, verum falda röð og bannað renna sér í einu sanngjörn og tökum er að ryðjast annars geta orðið tillit slys!
Ekki má vera á rauða Ekki má hlaupa á Virðum reglurnar í öryggissvæðinu eftir þeim sem er að aparólunni svo allir meðan einhver er að renna sér og ýta njóti sín og enginn renna sér - það getur honum svo hann slasist valdið slysi! komist hraðar - það getur valdið slysi!
10
Drjúg eru morgunverkin
Skrekkur 2010
Þann 8. Nóvember tóku nemendur í Hólabrekkuskóla þátt í undanúrslitum Skrekks. Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur sem haldin er í Borgaleikhúsinu á hverju ári. Nemendur sendu inn atriðið Stopp, sem fjallar um kennslustund sem ekki gengur alveg nógu vel að mati kennarans.
Á sjálfu úrslitakvöldinu bar Seljaskóli sigur úr bítum og varð Breiðholtskóli í öðru sæti. Við óskum nemendum þessara skóla til hamingju með árangurinn og erum mjög stolt yfir því að tveir skólar úr Breiðholti skildu bera sigur úr bítum.
Nemendur Hólabrekkuskóla stóðu sig mjög vel og gekk atriðið hjá þeim eins vel og kostur var. Þeir komust þó ekki í úrslit enda var það mat dómnefndar að erfitt var að gera upp á milli skólana þar sem atriðin voru mjög jöfn. Á þessu undanúrslitakvöldi komust Ölduselsskóli og Breiðholtsskóli áfram.
11
Engin er eik án kvista
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember hélt Hólabrekkuskóli Dag íslenskarar tungu hátíðlegan. Nemendur komu á sal sungu og léku leikþátt. Dagur íslenskrar tungu er ávallt haldinn 16. nóvember ár hvert en sá dagur er afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar ljóðskálds. Það er einnig orðin hefð að veita nemendum grunnskólanna verðlaun sem skara fram
12
úr í íslensku á einhvern hátt. Að þessu sinni tilnefndi Hólabrekkuskóli pólsku tvíburana Mariusz Zembrowski og Marcin Zembrowski í 10. bekk. Þeir komu í Hólabrekkuskóla í 2. bekk þá ótalandi á íslensku. Þeir hafa sýnt frábærar framfarir, eru góðir námsmenn og eru nú altalandi á íslensku. Við óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna.
Engin er eik án kvista
Dagur テ行lenskrar tungu
Bangsadagur í Hólabrekkuskóla Þann 27. október ár hvert er alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn. Það var afmælisdagur Theodors Rosvelts Bandaríkjaforseta. Hann var mikill veiðimaður. Með því að hlífa bjarnarhúni þegar hann var á veiðum varð hann þess valdandi að bangsar eru eitt vinsælasta „gæludýr“ barna um allan heim. Hér í Hólabrekkuskóla höfum við tekið þátt í bangsadeginum undanfarin 4 ár. Við höfum að vísu þurft að færa hann til vegna vetrarfrís og var hann haldin 2. nóvember í ár. Keyptur er bókasafns bangsi ársins, nemendur í 1. og 2. bekk velja nafn og skila á bókasafnið tveimur dögum fyrir bangsadaginn. Kosið er innan bekkjarins hvaða nafn skar sent áfram. Það er svo starfsfólk skólans sem velur milli nafnanna sem berast. Sá bekkur sem á nafnið sem varð fyrir valinu fær að eiga bangsann. Í ár varð nafnið Theodót fyrir vallinu og var það bekkur 23 sem eignaðist bangsann. 2. bekkur kom á safnið þar sem úrslitin voru kynnt, þeim sagt frá tilurð bangsadagsins og svo fengu allir bangsafelumynd til að fara með niður í stofu til að glíma við. Einnig hvetjum við nemendur til að skila inn bangsasögum, eða teikningum sem við hengjum upp á bókasafni skólans. Alls bárust 40 sögur frá 3. og 4. bekk, ein frá 2. bekk og ein mynd úr fyrsta bekk að þessu sinni. Síðan verða 1 – 3 sögur valdar úr og birtast þær í fréttabréfi skólans. Bangsadaginn (2.nóv.) komu nemendur með bangsann sinn í skólann og unnu allskonar bangsaverkefni í stofunni sinni Einnig hvetjum við nemendur til að skila inn bangsasögum, eða teikningum sem við hengjum upp á bókasafni skólans. Alls bárust 40 sögur frá 3. og 4. bekk, ein frá 2. bekk og ein mynd úr fyrsta bekk að þessu sinni. Síðan verða 1 – 3 sögur valdar úr og birtast þær í fréttabréfi skólans. Jóhanna Júlíusdóttir, bókasafnsvörður.
13 14
Einn Hálfnað veldur verk annar þá hafið geldur er
Bangsadagur 铆 H贸labrekkusk贸la
Allir upplýstir!
Nokkrar staðreyndir um endurskinsmerki Hólabrekkuskóli fékk veglega gjöf á haustdögum þegar Arnar Ólafsson færði öllum nemendum og starfsfólki við skólann endurskinsmerki frá VÍS. Við þökkum kærlega fyrir og vitum að þau hafa komið sér vel í myrkrinu. Í forvarnardagatali Hólabrekkuskóla eiga endurskinsmerki inn fasta dag eða 1. nóvember. Þá voru allir hvattir til að nota endurskinsmerki og rifja upp tilgang þess. Nemendur í 1. bekk fá auk þess árlega endurskinsmerkjafyrirelstur í upphafi skólaárs og litabók frá Slysvarnafélaginu Landsbjörg. Ein af forvarna– og lýðheilsuáherslum í Hólabrekkuskóla er að nemendur og starfsfólk sé upplýst um kosti þess að nota endurskinsmerki og tileinka sér notkun þeirra.. Hægt er að sjá myndband um virkni endurskinsmerkja á Youtube.com með leitarorðinu “endurskinsmerki”.
Myndin er af vefnum: www.landsbjorg.is
16
Heima er best
Endurskinsmerki eru ljós í myrkri
Endurskinsmerki eru ódýr öryggistæki
Endurskinsmerki geta skilið á milli lífs og dauða. Ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr og hafa þar af leiðandi fimm sinnum meiri viðbragðstíma.
Endurskinsmerki mega ekki vera rispuð
Endurskinsmerki þurfa að sjást frá öllum hliðum.
Allir þurfa að nota endurskinmerki, dýr líka.
Til eru margar tegundir af endurskinsmerkjum s.s. klemmd, íssaumuð, hangandi, barmnælur, borðar og límd merki.
Yngstu börnin ættu að nota endurskinsvesti í umferðinni.
Verum upplýst :-)
Hólabrekkuþrautin
R
J
Q
B
Ó
K
A
S
A
F
N
Z
O
L
W
E
U
S
N
R
H
Ó
L
M
F
R
Í
Ð
U
R
A
D
G
U
P
P
E
L
D
I
M
I
N
U
S
R
U
T
Ú
N
Í
M
Í
R
F
T
A
S
K
A
Á
B
Y
R
G
Ð
S
W
L
I
M
I
F
K
I
E
L
V
L
A
G
Q
F
O
R
V
A
R
N
I
R
G
J
W
G
B
R
L
R
F
N
O
V
E
T
T
L
I
N
G
A
R
U
D
T
H
U
S
U
O
I
H
Ó
L
A
B
R
E
K
K
U
S
K
Ó
L
I
G
K
G
T
Ð
Y
R
J
N
E
S
T
I
U
M
H
Y
G
G
J
A
Ó
N
S
R
J
S
K
Ó
L
A
R
E
G
L
U
R
V
Q
S
D
L
I
U
I
Z
Z
D
I
Ð
E
L
G
I
Y
W
R
P
R
U
A
A
N
V
V
L
I
S
T
G
R
E
I
N
A
R
U
R
U
N
S
B
K
L
H
Ú
S
V
Ö
R
Ð
U
R
O
O
K
Ð
Ó
T
D
G
L
I
Ö
R
U
K
K
E
R
K
S
B
L
W
E
E
F
N
E
N
A
E
T
S
Ú
L
P
M
A
T
R
E
I
Ð
S
L
A
A
I
A
Ð
R
S
R
U
L
A
S
A
K
S
N
A
D
I
K
I
Ý
L
B
I
T
É
V
R
U
G
A
D
U
F
Ú
H
A
L
0
J
L
I
U
Ð
J
F
G
E
G
N
E
I
N
E
L
T
I
A
R
Í
B
N
X
G
W
M
R
Ó
K
S
I
N
N
I
D
T
N
V
T
G
J
G
H
K
Z
A
F
S
U
Ð
U
R
H
Ó
L
A
R
S
S
N
A
K
S
N
E
S
Y
R
I
T
I
L
D
L
I
E
D
A
G
N
I
L
G
N
U
W
ÁBYRGÐ
FORVARNIR
INNISKÓR
OLWEUS
SKÓLAREGLUR
TÖLVUSTOFA
BANGSADAGUR
FRÍMÍNÚTUR
LEIKFIMI
PLÚS
SKREKKUR
UMHYGGJA
BLÝANTUR
GEGN EINELTI
LISTGREINAR
PRÓF
STÍLL
UNGLINGADEILD
BÓKASAFN
GLEÐI
LITIR
REIKNINGUR
STROKLEÐUR
UPPELDI
DANSKA
HÓLABREKKUSKÓLI
MATREIÐSLA
SALUR
SUÐURHÓLAR
VETTLINGAR
DEILING
HÓLMFRÍÐUR
MÍNUS
SAMFÉS
SUND
VIRÐING
ENSKA
HÚSVÖRÐUR
NESTI
SKÓLABLAÐIÐ
TASKA
17
Háð er heimskra gaman
Marítafræðslan
Fimmtudaginn 7. október 2010 var haldin Maritafræðsla fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Þessi fræðsla er forvarnarverkefni stutt af ýmsum fyrirtækjum www.marita.is . Yfirskrift fræðslunnar er „Hættu áður en þú byrjar.“ Magnús Stefánsson frá Marita, var með fræðslu fyrir nemendur að degi til og fræðslu fyrir foreldra sama kvöld. Þessi fræðsla hefur mælst vel fyrir undanfarin ár og hafa bæði nemendur og foreldrar verið mjög ánægð með hana. Fulltrúi frá IOGT var einnig með fræðslu á foreldkvöldinu. IOGT er bindindishreyfing og stuðlar að sama hætti að ná til nemenda og foreldra og hjálpa nemendum að halda sig frá áfengi eins lengi og unnt er. Bindindishreyfingin helsti samstarfsaðili Marita. Í vetur hefðum við viljað sjá mun fleiri foreldra koma til okkar en á sama skapi vorum við ánægð að sjá þá sem sáu sér fært til að koma til að hlusta og færðast.
En... finnst þér ekki vera næg vandamál í heiminum nú þegar?
18
Hátt geltir ragur rakki
Breiðholtsmótið Hólabrekkuskóli tók þátt í Breiðholtsmótinu í frjálsum íþróttum í október. 4. og 5. bekkur kepptu í þrautabrautum í íþróttahúsinu Austurbergi. Þrautirnar voru margvíslegar en þær má sjá á heimasíðu ÍR
Mikið fjör var í keppninni og nemendur stóðu sig með mikilli prýði og voru Hólabrekkuskóla til mikils sóma. 6. og 7. bekkur keppti síðan í Frjálsíþróttasalnum í Laugardal, og var keppt í hefðbundnari íþróttagreinum. Keppt var í 60m og 600m hlaupi, kúluvarpi og langstökki. Að lokum var svo keppt í 5x60m boðhlaupi. Hér unnu nokkrir nemendur skólans til einstaklingsverð-
launa. Í heildarstigakeppni milli allra skólanna varð svo Seljaskóli hlutskarpastur.
Árangur Hólabrekkuskóla hefur sjaldan verið jafn góður og í ár og erum við alltaf að bæta okkur ár frá ári. Mótið er árlegur viðburður og vonandi verður mótið aftur að ári liðnu. Í kjölfarið á mótinu var svo öllum þátttakendum boðið að æfa frjálsar íþróttir á vegum ÍR, en hægt er að nálgast æfingatöflurnar á heimasíðu ÍR: www.ir.is Óli H. Sigurjónsson Íþróttakennari Hólabrekkuskóla
19
Hátt geltir ragur rakki
Skólatöskudagar Föstudaginn 24. september s.l. fengu fyrstu bekkingar bekkur, 11 og 12, góða gesti í heimsókn. Þar voru á ferðinni tveir iðjuþjálfar frá Reykjalundi að leiðbeina nemendum um rétta notkun skólatöskunnar. Þeir hjálpuðu nemendum að stilla axlarólarnar rétt og gáfu þeim góð ráð hvernig ætti að raða í skólatöskuna svo að vel færi. Nemendur fengu heim með sér bæklinginn ,,Leiðbeiningar frá iðjuþjálfum um skólatöskur“. Þar er að finna mörg góð ráð varðandi skólatöskur, m.a:
Skólataskan þarf að falla þétt að hryggnum og þú skalt nota festinga yfir mjaðmir og/ eða brjóst. Stilltu allar festingar svo taskan haldist sem næst líkamanum. Taskan má ekki vega meira en 10% af líkamsþyngd þinni. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og taskan á ekki að ná lengra en 10 cm fyrir neðan mitti. Raðið í töskuna þannig að hlutir renni ekki til í henni og þyngstu hlutirnir eiga að vera sem næst bakinu
Kveðja Hulda umsjónarkennari í b.11
Nú haustar að Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir að tína reyniber af trjánum. áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir sem koma með haustið það gera lítil börn með skólatöskur. Vilborg Dagbjartsdóttir
20
Hátt geltir ragur rakki
Uppskrift af heilsubrauði
3 dl. Gróft spelt 3 dl. Hafragrjón 2 dl. Af góðu múslíi 2 dl. Hnetur – tvær tegundir sem ykkur girnist að hafa 2 dl. Fjölkornablanda 1 tks, rúmlega af vínsteinslyftidufti eða matarsódi eftir því sem til er ½ - 1 tsk salt 4 döðlur, saxaðar, ef vill (má vera rúsínur) 6 dl. AB mjólk Allt sett i skál og hrært með sleif. Sett í brauðform og bakað í 50 mín við 180°C. Gott er að láta brauðið kólna inni í ofninum í ca 20 mínútur. Verði ykkur að góðu
Virðing - Gleði - Umhyggja Ritnefnd Berglind Arndal berglind.arndal.asmundsdottir@reykjavik.is Sunneva Jörundsdóttir, sunneva.jorundsdottir@reykjavik.is Unnur María Sólmundardóttir unnur.maria.solmundsdottir@reykjavik.is Ábyrgðarmaður Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri Holmfridur.g.gudjonsdottir@reykjavik.is
Www.holabrekkuskoli.is