Handbók fyrir nemendur og foreldra 2011–2012 Ágæti viðtakandi Handbók Foldaskóla fyrir nemendur og foreldra er mikilvægur hluti af skólanámskrá skólans. Útgáfa ritsins er í samræmi við ný lög um grunnskóla sem samþ. voru 29. maí 2008, þar sem skólum er gert að útfæra meginmarkmið laga og aðalnámskrár með markvissum hætti. Skólanámskrá er unnin af starfsfólki skóla og er ætlað að ná til sem flestra þátta skólastarfsins. Markmiðið er að upplýsa almenning um starfsemi skólans og auka samfellu og skilvirkni í starfi hans. Í þessu riti er að finna hagnýtar upplýsingar um Foldaskóla, stefnu og áhersluþætti, skólareglur, námsskipulag, stoðkerfi og ýmislegt fleira sem ætla má að komi foreldrum og nemendum vel að vita. Handbókin er nú einungis gefin út á heimasíðu skólans en þar má einnig finna ýmsar upplýsingar, fréttir úr skólalífinu og margt fleira. Með ósk um farsælt samstarf á komandi vetri. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri
Foldaskóli Logafold 1 – 112 Reykjavík Sími 540 7600- fax 540 7601 Heimasíða: www.foldaskoli.is Skólastjóri: Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson kristinn.breidfjord.gudmundsson@reykjavik.is Deildarstjóri 1.-6. bekkja: Bára Jóhannsdóttir – Bara.Johannsdottir@reykjavik.is Deildarstjóri 7.-10. bekkja: Kristrún Guðjónsdóttir – Kristrun.Gudjonsdottir@reykjavik.i Skrifstofustjóri: Sigrún Helga Jónsdóttir – Sigrun.Helga.Jonsdottir@reykjavik.is Ritari: Guðrún Baldursdóttir – Gudrun.Baldursdottir@reykjavik.is Nemendur Foldaskóla árið 2011-2012 verða um 360.
Saga Foldaskóla Skólinn tók til starfa haustið 1985 en byggingarframkvæmdum lauk 1991. Skólinn var dæmigerður „frumbyggjaskóli“ í nýju hverfi. Farið var af stað í hálfkláruðu húsnæði þar sem öllu ægði saman; iðnaðarmönnum, tækjum og tólum, kennurum og nemendum. Nemendum fjölgaði hratt og urðu flestir árið 1990 þegar nemendafjöldi fór rétt yfir 1.200 að meðtöldu útibúi í Hamrahverfi. Skólaárið 2007-2008 voru nemendur um 414 talsins og gert er ráð fyrir að þeir verði um 340 árið 2012. Húsnæði skólans er að stofni til þrjár einingar eða sérstæð hús með tengibyggingu á milli. Vorið 2001 var tekin fyrsta skóflustunga að viðbyggingu þar sem komið var fyrir sérgreinastofum auk íþróttahúss. Kennslustofurnar (690 m2) voru teknar í notkun haustið 2002, um leið og skólinn var einsettur, ásamt íþróttahúsi sem er 12 × 24 m og 620 m2 með búningsklefum. Þá var nýtt mötuneytiseldhús tekið í notkun haustið 2003. Skólinn var móðurskóli í nýsköpun frá árinu 1998 til 2005 en 5 ár eru hámarkstími slíkra verkefna. Kennsla í nýsköpun er fastur liður á stundaskrá nemenda í 4.-6. bekk. Við skólann er starfrækt sérhæfð far-sérdeild (stofnuð haustið 2004) sem þjónustar nemendur í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Þar fá nemendur með atferlistruflun og geðraskanir stuðning í sínum heimaskóla. Skólahljómsveit Grafarvogs hefur aðsetur í Foldaskóla. Einnig fá tónlistarskólar aðstöðu til hljóðfærakennslu á skólatíma. Í húsnæði skólans rekur Gufunesbær (ÍTR) frístundaheimilið Regnbogaland fyrir nemendur 1.-4. bekkjar og félagsmiðstöðina Fjörgyn. Einnig er rekið tómstundastarf fyrir nemendur í 5.7. bekk eftir skóla ákveðna daga vikunnar. Útilistaverk á hringtorgi skólans heitir Foldagná (1993) og er eftir Örn Þorsteinsson. Fyrrum skólastjórar skólans eru Arnfinnur Jónsson (1985-1992) og Ragnar Gíslason (19922002). Núverandi skólastjóri, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, hefur starfað frá haustinu 2002. Kolbrún Ingólfsdóttir starfaði sem aðstoðarskólastjóri frá stofnun skólans til 2009. Núverandi aðstoðarskólastjóri frá 2009 er Bára Jóhannsdóttir.