20nov2014keppnislys drog

Page 1

Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið

Elliðaárvogur-Ártúnshöfði Hugmyndasamkeppni um rammaskipulag

Drög að forsögn að samkeppnislýsingu vegna rammaskipulags/unnin fyrir forval 20. nóvember 2014

Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands

SKIPULAGSFULLTRÚI BORGARTÚN 12-14 105 REYKJAVÍK SÍMI 411 1111 BRÉFASÍMI 411 3071 NETFANG: SKIPULAG@REYKJAVIK.IS


Efnisyfirlit

1

Aðdragandi

3

1.1

Almennt um svæðið -Inngangur

3

1.2

Forsaga

4

1.3

Skipulagsleg staða svæðisins eins og hús er sett fram í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030:

5

1.4

Vogabyggð-svæði 1 Rammaskipulag

9

2

Leiðarljós og markmið

2.1

Leiðarljós:

11

2.2

Megin markmið:

11

3

Tilhögun samkeppni

12

3.1

Almennt um tilhögun

12

3.2

Lykildagsetningar (áætlun)

12

3.3

Forval

12

3.4

Keppnisgögn

13

3.5

Skipun dómnefndar

14

3.6

Skil á gögnum

14

3.7

Fyrirspurnir og skil

14

11


1 Aðdragandi 1.1 Almennt um svæðið -Inngangur Reykjavíkurborg stefnir að því að efna til hugmyndasamkeppni um rammaskipulag svæðis sem afmarkast af Miklubraut/Vesturlandsvegi til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs og nefnt hefur verið “Elliðaárvogur/Höfðar”, samkvæmt forsögn þessari og gildandi samkeppnisreglum Arkitektafélags Ísland.

Svæðið sem um ræðir er innan punktalínunnar. Svæðinu öllu er í rammahluta Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 skipt upp í fjögur svæði (sjá mynd bls 8). Hugmyndasamkeppni var haldin um rammaskipulag svæðis 1 haustið 2013 í framhaldi af því hófst vinna við deiliskipulagsgerð þess. Svæði 2, 3 og 4 eru þau svæði sem eru hluti af hugmyndasamkeppninni. Þessi uppskipting í svæði er það sem miðað er við í forsendugreiningu fyrir verkefnið, ekki ber að líta á hana sem ófrávíkjanlega heldur er það hluti verkefnisins að horfa til uppskiptingar svæðisins í svæði með tilliti til meðal annars raunhæfni endurþróunar/-uppbyggingar. Ætlunin er að stækka Bryggjuhverfið og endurskoða skipulag svæðisins á Ártúnshöfðanum þannig að það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Fjöldi ólíkra hagsmunaaðila er á svæðinu, meðal annars hvað eignarhald varðar.

bls. 3


Svæðið sem áður var í útjaðri byggðar er nú miðsvæðis í Reykjavík. Á svæðinu sem er að hluta til landfyllingar hafa verið iðnaðarfyrirtæki, verkstæði og geymslur gegnum tíðina og enn er slík starfsemi víða. Fyrirtækin sem starfað hafa á svæðinu eru fá og stór við Elliðaárvogin og fleiri og smærri uppi á Ártúnshöfðanum. 1.2 Forsaga Svæðið hefur þjónað hlutverki sínu í núverandi mynd um áratuga skeið og er nú kominn tími til að gefa því endurnýjað hlutverk í takt við óskir og þarfir borgarbúa fyrir fleiri íbúðir og stefnu borgaryfirvalda um góða nýtingu lands og þéttingu byggða. Endurmótun svæðisins hefur verið til umræðu um allnokkurt skeið m.a. var unnið við gerð rammaskipulags á árunum 2006-2010 sú vinna skilaði sér inn í aðalskipulag sem rammahluti þess.

Hluti myndar sem sýnir lykil þróunarsvæði Reykjavíkur til langrar framtíðar. Svæðið er eitt af lykil uppbyggingarsvæðum í borginni og gegnir stóru hlutverki í þeim markmiðum AR að þétta byggð í borginni m.a. þess vegna þykir tímabært nú að hefja vinnu við endurþróun þess, en fyrirsjáanlegt er að verkefnið er í heild sinni langtímaverkefni. Skipulagsyfirvöldum hefur borist nokkur erindi þar sem þess er farið á leit að hafist verði handa við þessa vinnu. Þessir aðilar sem og aðrir hagsmunaðilar verða upplýstir um framvindu verkefnisins eða tengdir því eftir atvikum. Ekki liggur endanlega fyrir hvernig samráði/samvinnu við hagsmunaaðila/lóðarhafa verður háttað. Með bókun í Umhverfis- og skipulagsráði þann 14. maí 2014 hófst formlega vinna að undirbúningi verkefnisins; bókunin var eftirfarandi: “Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við undirbúning að hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Ártúnshöfða á svæði sem afmarkast af Miklubraut til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.” bls. 4


1.3 Skipulagsleg staða svæðisins eins og hús er sett fram í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030: Skipulagssvæðið er eitt af þremur lykilsvæðum sem sett eru fram í Aðalskipulagi sem valkostur varðandi vöxt og þróun byggðar í Reykjavík. Á þessum svæðum er reiknað með að rísi þétt blönduð byggð sem fellur að markmiðum um sjálfbæra og hagkvæma borgarþróun.

Hluti þéttbýlisuppdráttar aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030

Svæðið sem er nokkuð umfangsmikið inniber mismunandi landnotkunarskilgreiningar eftir staðsetningu, þær eru íbúðarsvæði Elliðaárvogur l og Elliðaárvogur ll, miðsvæði M4a og athafnasvæði AT1, um þessi svæði segir í landnotkunarkafla aðalskipulags: „Íbúðarbyggð (ÍB) Svæði fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins. (gr. 6.2.a. í skipulagsreglugerð). Á íbúðarsvæðum er almennt gert ráð fyrir íbúðarbyggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu.* Helstu þjónustukjarnar og stofnanir og útivistarsvæði eru afmörkuð sérstaklega á uppdrætti. Innan skilgreindra íbúðarsvæða er mögulegt að gera ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi enda sé um að ræða þrifalega starfsemi sem ekki veldur ónæði, sbr. nánari stefna í Skipulagi borgarhluta og/eða í hverfis- og deiliskipulagi. Fjölbreyttari landnotkun er ennfremur almennt heimil í íbúðarbyggð sem fellur undir skilgreininguna aðalgata eða nærþjónustukjarnar.“ bls. 5


„M4. Höfðar-Keldur (M4a,4b,4c, 4d). Fyrst og fremst gert ráð fyrir rýmisfrekum verslunum, heildsölum og skrifstofum. Léttur iðnaður og verkstæði eru leyfð. Að öllu jöfnu er ekki gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, gistiheimilum eða hótelum, nema það sé sérstaklega tilgreint í deiliskipulagi. Á svæði 4c (Keldur), næst Húsahverfi er þó gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Gera skal grein fyrir nýjum matvöruverslunum í deiliskipulagi. *Matvöruverslun merkir hér verslanir sem selja neysluvörur til daglegra þarfa í öllum helstu vöruflokkum. Minni dagvöruverslanir s.s. bakarí, fiskbúðir, kjötbúðir og aðrar ferskvöruverslanir eru hér undanskyldar.“ „AT1, AT2. Hálsar, Höfðar; AT3. Gylfaflöt, Smálönd, Norðlingaholt Fyrst og fremst léttur iðnaður, sem ekki hefur í för með sér mengun, verkstæði, umboðsog heildverslanir, skrifstofur tengdar umræddri starfsemi, þjónusta og rýmisfrek verslun, svo sem bílasölur.“ Auk þess er svæðið skilgreint sem þróunarsvæði Þ87, um það segir í kaflanum um borgarhluta 8 Grafarvogur: Þ87 Elliðaárvogur-Ártúnshöfði. Íbúðarbyggð, miðsvæði (M4a) og svæði fyrir samfélagsþjónustu. Svæðið í heild er um 115 ha svæði, þar af 5 ha ný landfylling. Í Bryggjuhverfinu eru fastmótuð byggð en aðrir hlutar svæðisins verða í þróun og uppbyggingu. Einkum er gert ráð fyrir íbúðarbyggð næst Elliðaárvoginum og Grafarvogi, en blöndu íbúða og skrifstofa, verslana, þjónustu og létts iðnaðar á syðri hluta svæðisins og næst aðalgötum. Alls er gert ráð fyrir um 2.800 nýjum íbúðum og 100 þúsund m2 atvinnuhúsnæðis (nettóaukning). Hluti aukningar atvinnuhúsnæðis er að skipulagstímabili loknu. Áhersla er á 2-5 hæða samfellda byggð og borgarmiðað gatnakerfi. Sjá nánar um uppbyggingu og þróun svæðis í kaflanum Elliðaárvogur (sjá Borgin við Sundin).

Hluti borgarhlutakorts bls. 6


Í kaflanum Borgin við Sundin er gerð frekari grein fyrir helstu uppbyggingarsvæðum íbúðarbyggðar og blandaðrar byggðar, þar segir m.a. eftirfarandi um svæðið:

Hluti myndar 13. Íbúðarbyggð og blönduð byggð 2010-2030.

bls. 7


Þessi kafli byggir m.a. á drögum að rammaskipulagi sem Kanon arkitektar og VSÓ unnu fyrir Reykjavíkurborg á árunum 2006-2010. Þar er einnig sett fram stefna og markmið um Þróunarás frá Örfirisey í vestri að Keldum í austri en tilvist hans er afar mikilvæg á þessu svæði. Markmið um hann eru:

bls. 8


1.4 Vogabyggð-svæði 1 Rammaskipulag Á árinu 2013 var haldið forval fyrir hugmyndasamkeppni um reit 1, Vogabyggð. Um sambærilegt ferli er að ræða núna varðandi þessa samkeppni, þ.e. forval og val á fimm aðilum til að vinna og skila inn tillögum, að undangengnu forvali. Í tilfelli Vogabyggðar þá voru tvær tillögur valdar sem vinningstillögur það voru tillögur Teiknistofunnar Traðar og jvantspijker+Felixx frá Hollandi. Þessir aðilar voru síðan ráðnir í samstarf til að vinna rammaskipulag fyrir svæði Vogabyggðar. Rammaskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 9. apríl 2014 og fól ráðið þá embætti skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samvinnu við hagsmunaðila. Núna stendur yfir vinna við þrjá af fjórum deiliskipulagsreitum innan skipulagssvæðis fyrir Vogabyggð, gert er ráð fyrir að kynna auglýstar tillögur fyrir almenningi fyrir áramót 2014.

Tillögur arkitektastofanna tveggja

Sameiginleg tillaga arkitektastofanna tveggja að rammaskipulagi Vogahverfis. bls. 9


Eftirfarandi er tilvísun í drög að deiliskipulagi fyrir Vogabyggð þar sem fjallað er um grunnskólafyrirkomulag svæðisins og aðliggjandi svæða. „Grunnskóli Áætlaður fjöldi grunnskólabarna í Vogabyggð er 300-670. Gert er ráð fyrir að grunnskóli fyrir nemendur í 1.-7. bekk verði starfræktur við Naustavog hjá smábátahöfn Snarfara. Safnskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk er fyrirhugaður við Sævarhöfða, norðan Geirsnefs. Góðar gönguog hjólastígatengingar eru við skólasvæðin.“ (sjá mynd hér að neðan) Jafnframt er reiknað með grunnskóla fyrir nemendur í 1.-7. bekk á Ártúnshöfðanum. Bláu punktarnir merkja grunnskóla fyrir nemendur í 1.-7. bekk og sá rauði safnskóla fyrir nemendur 8.-10. bekkjar.

Hægt er að kynna sér rammaskipulagið á vefsvæðinu hér að neðan, sjá PDF skjal. www.reykjavik.is/vogabyggd

bls. 10


2 Leiðarljós og markmið 2.1 Leiðarljós: Svæðinu er skipt í þrjú meginsvæði í samræmi við rammahluta AR. Eitt sem er áframhald byggðarinnar í Bryggjuhverfi og tvö sem eru endurþróun á athafna-/iðnaðarsvæðinu við Elliðaárvoginn og á Ártúnshöfðanum. Leiðarljós samkeppninnar: ►

Samfélag: Að skapa heildstæðar einingar sem fjarlægja hindranir og hvetja til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa.

Gæði byggðar: Að skipulag byggðar myndi umgjörð um lifandi og aðlaðandi staði sem ýti undir aukin og gagnkvæm samskipti fólks og umhverfis.

Samgöngur: Að verslun og þjónusta sé í göngufjarlægð frá öllum íbúum viðkomandi skipulagssvæðis. Gangandi og hjólandi umferð ásamt almenningssamgöngum verði sett í forgang.

Vistkerfi og minjar: Að tryggja náttúrulegan fjölbreytileika lands, lífríkis, og menningarminja með markvissri verndun og viðhaldi.

Orka og auðlindir: Stuðla skal að sjálfbærari nýtingu orku og auðlinda svo sem vatns, rafmagns og lands. Auka kolefnisbindingu með gróðri og hlutdeild endurvinnslu með markvissri úrgangsstjórnun.

Mannvirki: Að taka tilliti til framþróunar í vistvænni byggingartækni og mannvirkjagerð sem verði skilyrtur hluti af framkvæmda- og byggingarskilmálum.

Náttúruvá: Gera viðeigandi ráðstafanir og marka stefnu til að lágmarka hættu af völdum loftslagsbreytinga á lágsvæðum.

2.2 Megin markmið: ►

Að leita vistvænna skipulagslausna fyrir svæðið, sem er lykilþróunarsvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Að koma með framsæknar hugmyndir um fyrirkomulag nýrrar blandaðrar byggðar þar sem lögð er áhersla á heildstæðar götumyndir og borgarmiðað gatnakerfi.

Að stuðla að góðu samspili fjölbreyttra almenningsrýma, bygginga og nærumhverfis sem stuðlar að fjölbreyttu og lífandi mannlífi.

Að nýta þær byggingar sem fyrir eru, í nýju og/eða breyttu samhengi, eftir því sem kostur er og við á.

Að virðing sé borin fyrir umhverfi og auðlindum og nærliggjandi náttúrusvæðum.

Að huga að nánasta umhverfi svæðisins og tengingum við það bæði byggð og náttúru.

Að sérstaklega sé hugað að fyrirhuguðum þróunar- og samgönguás sem gengur frá Vogabyggð gegnum svæðið, frá Örfirisey í vestri til Keldna í austri.

Að lögð sé áhersla á vistvænt samgöngukerfi innan svæðisins og tengingum við það.

Að sýna fram á mögulega áfangaskiptingu svæðisins fyrir gerð deiliskipulags. bls. 11


3 Tilhögun samkeppni 3.1 Almennt um tilhögun Stefnt er að því að samkeppnin verði lokuð hugmyndasamkeppni um rammaskipulag og að valdir verði fimm aðilar að undangengnu forvali. Allir þátttakendur fá greitt fyrir tillögur sínar kr. 1.500.000 auk vsk. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Greitt verður aukalega kr. 1.000.000 auk vsk. fyrir verðlaunatillögu. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu verður ekki bundin við þátttakendur eða verðlaunahafa eingöngu. Keppnin stendur yfir í 2 mánuði frá afhendingu gagna til skila. Allar tillögur verða til sýnis almenningi meðan dómnefnd er að störfum. Nafnleynd hvílir á framlögðum tillögum þar til dómnefnd hefur skilað áliti sínu. Gert er ráð fyrir að ein tillaga verði valin Verðlaunatillaga. Allar tillögur og öll samskipti verða á íslensku. Þátttakendur fá greitt eftir að skilagögn hafa borist og tillögur dæmdar, að því gefnu að teymið hafi unnið tillögur sínar í samræmi við keppnislýsingu og kröfur sem lagðar hafa verið fram þar. Valin teymi fá afhent gögn og eftir það skulu öll samskipti vera við trúnaðarmann. 3.2 Lykildagsetningar (áætlun) Forval auglýst Forvals umsóknarfrestur Niðurstöður forvals Samkeppni hefst Fyrirspurnarfrestur Svör við fyrirspurnum Skil á gögnum Dómnefnd lýkur störfum

eigi síðar en

22. nóvember 2014 08. desember 2014 19. desember 2014 09. janúar 2015 06. febrúar 2015 20. febrúar 2015 31. mars 2015 apríl 2015

3.3 Forval Gerðar eru lágmarkskröfur um hæfni þátttakenda til að öðlast þátttökurétt. Gefin eru stig fyrir þátttöku og árangur í samkeppnum á liðnum árum. Þeir sem flest stig hafa eru valdir til þátttöku í keppninni.  Krafa er um að þátttakendur myndi þverfaglegt teymi sérfræðinga sem samsett er af minnst tveimur af fjórum tilgreindum fagstéttum.  Lágmarkskrafa er að þátttakandi í teymi sé arkitekt, landslagsarkitekt, skipulagsfræðingur eða verkfræðingur.  Stigagjöf, miðast við vinnu s.l. 15 ára.  Hvert sambærilegt verkefni (þróun skipulags á byggðu svæði): 6 stig, hámarksstigafjöldi 18 stig.  1.-3. sæti í skipulagssamkeppni: 5 stig, hámarksstigafjöldi 15 stig.  Innkaup eða viðurkenning fyrir athyglisverða tillögu skipulagssamkeppni: 5 stig, hámarksstigafjöldi 15 stig.  1.-3. sæti í hönnunarsamkeppni: 3 stig, hámarksstigafjöldi 6 stig. bls. 12


 

Innkaup eða viðurkenning fyrir athyglisverða tillögu hönnunarsamkeppni: 3 stig, hámarksstigafjöldi 6 stig. Þátttaka í samkeppni 1 stig, hámarksstigafjöldi 5 stig.

Fylla skal inn í töflu sem er aðgengileg á uppgefnu vefsvæði í auglýsingu. Í forvalinu er miðað er við að velja fimm umsækjendur sem uppfylla 45 stig til þátttöku í hugmyndasamkeppninni. Ef fleiri en fimm umsækjendur uppfylla 45 stig verða tveir stigahæstu valdir til þátttöku. Ef fleiri en tveir verða stigahæstir verður dregið um þessi tvö efstu sæti þeirra á milli. Dregið verður um hin þrjú sætin sem eftir eru úr hópi allra umsækjanda sem uppfylla 45 stig. Ef færri en 5 umsækjendur uppfylla 45 stig eru valdir 5 stigahæstu umsækjendurnir til þátttöku. Forvalsnefnd skipa eftirfarandi aðilar: Lilja Grétarsdóttir, arkitekt, verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa. Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt, verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt, verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa. Arkitektafélag Íslands tilnefnir ráðgjafa úr röðum félagsmanna sinna til að fylgjast með framkvæmd forvalsins fyrir hönd AÍ. 3.4 Keppnisgögn Auk keppnislýsingar verður keppendum útveguð eftirtalin gögn, sem verða gerð aðgengileg á samkeppnissvæði borgarinnar www.hugmyndasamkeppni.is ► Aðalskipulag

Reykjavíkur 2010-2030, ásamt greinargerð. ► Gildandi deiliskipulagsáætlanir á svæðinu. ► Samþykkt rammaskipulag- og deiliskipulag Vogabyggðar (drög) ► Skýrsla VSÓ þar sem teknar eru saman helstu forsendur. ► Stafrænn kortagrunnur ásamt loftmynd af samkeppnissvæði. ► Gátlisti um mat á visthæfi byggðar og skipulags, fylgigagn með vinnu við hverfisskipulag. Þess utan er bent á eftirtalin lög og reglugerðir: ► Skipulagslög nr. 123/2010. ► Lög um mannvirki nr 160/2010. ► Skipulagsreglugerð nr. 90/2013. ► Byggingarreglugerð nr. 112/2012. ► Lög um menningarminjar nr. 80/2012. ► Lög um náttúruvernd nr. 44/1999. ► Menningarstefna í mannvirkjagerð.

bls. 13


3.5 Skipun dómnefndar Stefnt er að því að fimm aðilar verði í dómnefnd og verður hún skipuð að loknu forvali. 3.6 Skil á gögnum Stefnt er að því að skilað verði 2-4 uppdráttum í A1 með greinargerð, uppdráttum skal skila á pappír límdum á frauð og jafnframt sem pdf á diski. Nánar verður gerð grein fyrir framsetningu á því sem ber að skila í keppnislýsingu, svo sem mælikvörðum, grunnkortum og sneiðingum. 3.7 Fyrirspurnir og skil Arkitektafélag Íslands skipar trúnaðarmann keppenda. Keppni hefst þegar gögn hafa verið afhent þeim sem eru valdir til þátttöku. Nánari upplýsingar munu verða settar fram um fyrirspurnir og skil þegar valdir hafa verið aðilar til þátttöku.

bls. 14


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.