2_bekkur_2012-2013

Page 1

2. bekkur Skipulag skólastarfs Nemendum í 2. bekk er kennt í opnu kennslurými. Umsjónarkennarar eru þrír. Aðaláherslan er lögð á lestrarkennslu og lestrarfærni. Í Seljaskóla er unnið eftir aðferðum „Byrjendalæsis‟ þar sem unnið er með tal, hlustun, lestur og ritun í einni heild ásamt því að sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði eru tengd inn í ferlið. Í stærðfræði hafa námsmarkmiðin verið sett inn í Mentor og geta foreldrar fylgst þar með framgangi námsins. Aðrar námsgreinar eru samfélagsfræði, náttúrufræði, trúarbragðafræði, upplýsingamennt, íþróttir og sund. Í 2. bekk fá nemendur einnig kennslu í hönnun og smíði, textílmennt, heimilisfræði, myndmennt, tónmenn, táknmáli og ensku. Þessar greinar eru kenndar í lotum þar sem árgangnum skipt í smærri hópa. Kennsla í 2. bekk hefst kl. 8:30 á morgnana og lýkur kl. 13:50 nema á föstudögum þá lýkur skóladegi kl: 13:10. Frímínútur eru í 20 mínútur milli 2. og 3. Stundar, 10 mínútur milli 4. og 5. stundar og 30 mínútur kl. 12:20 – 12:50. Nemendur fá u.þ.b. 15 mínútur af kennslutíma fyrir stuttan nestistíma milli kl. 9.0010.00 á morgnana. Mælst er til þess að nemendur hafi með sér ávexti eða grænmeti og vatn á brúsa. Slíkur millibiti á að nægja þar sem nemendur borða hádegismat í mötuneyti kl. 11:30. Heimavinna Heimanámið byggir á aðstoð foreldra/forráðamanna. Mjög mikilvægt er að heimanámi sé vel sinnt. Nemendur fá allt heimanám afhent á föstudögum og skila því á miðvikudögum. Nemendur eiga að lesa heima á hverjum degi. Heimavinna nemenda byggir á því sem verið er að vinna í skólanum hverju sinni s.s. verkefni tengd Byrjendalæsi og stærðfræði.

Íslenska Í aðalnámskrá grunnskóla er námsgreinin íslenska skipulögð sem heildstæð námsgrein auk þess sem þjálfun í íslensku er felld inn í allar námsgreinar í grunnskóla. Stuðst er við Byrjendalæsi í kennslu. Byrjendalæsi byggir á samvirkum kennsluaðferðum. Um er að ræða heildstæða móðurmálskennslu sem fléttar saman, lestur, ritun, málfræði, tal og hlustun. Unnið er með gæðatexta sem er lesinn og orðaforði nemenda styrktur með umræðum um hann. Fundið er lykilorð úr textanum og það notað til að skoða orðmyndun, letur, hljóðkerfisvitund, skrift, ritun og fleira. Orðaforði út textanum sem lesinn hefur verið, lykilorðið og ný orð sem hafa orðið til Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -1-


við vinnu með það eru nýtt áfram til umskráningar og endurtekins lesturs. Ritunarvinna byggir á orðaforða þess texta sem upphaflega var unnið með. Unnið er með lestrarkennsluna í lotum og skiptist vinna nemenda í fjóra þætti: sýnikennslu, þátttöku nemenda, virkni þeirra með stuðningi og sjálfstæð vinnubrögð. Notaðar eru margvíslegar kennsluaðferðir til að gera kennsluna skilvirka og fjölbreytta. Með því aukast líkurnar á því að kennarinn mæti þörfum allra nemenda. Lestur og bókmenntir Lestur Markmið Að nemendur:  nái einkunninni 4 á hraðlestrarprófi að vori  hafi vald á lestri orða (umskráning)  skilji það sem þeir lesa Ritun Ritun Markmið  að saga hafi upphaf, miðju og endi og að uppsetning hæfi texta, t.d. ljóði, uppskrift, samtöl o.fl.  a.m.k. 5 ritverk nemandans eru metin og þessir þættir skoðaðir og metnir.  að nemandi geti gert hugtakakort. Skrift Markmið Að nemendur:  dragi rétt til stafs  hafi bil á milli orða  láti stafi sitja rétt á línu  hafi hlutfall stórra og lítilla stafa rétt Málfræði Markmið Að nemendur:  kunni íslenska stafrófið  skrifi stóran staf í sérnöfnum og í upphafi málsgreinar Leiðir að markmiðum Kennt er eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis. Námsgögn Valdar sögur, ljóð og fræðsluefni í samræmi við hugmyndafræði Byrjendalæsis. Námsmat Gefin er einkunn í lestri og umsögn í öðrum þáttum. Leiðsagnamat er notað fyrir alla þætti íslenskunnar jafnt og þétt. Valin verkefni nemenda sett í Verkefnamöppur (Portfolio).

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -2-


Stærðfræði Markmið (þrep 3 í Mentor) Að nemendur:  geti skráð í töflu/súlurit og lesið og borið saman mismunandi niðurstöður  geti sagt til um hvort tala sé oddatala eða slétt tala  átti sig á í talnaröð, hvað kemur á undan og hvað kemur á eftir  hafi náð tökum á endurtekinni samlagningu  geti notað táknin = < > milli tveggja talna  kunni á íslensku myntirnar og áttar sig á verðgildi  geti mælt í sentimetrum  geti skoðað og skráð skipulega möguleika á samsetningu dæmi: þú átt þrjár peysur (gula, rauða og bláa) og þrennar buxur (grænar, hvítar og svartar) , skráðu/teiknaðu allar mögulegar samsetningar  átti sig á/greinir muninn á tvívíðum og þrívíðum formum  hafi náð tökum á samlagningu talna undir 100  hafi náð tökum á frádrætti einingatalna frá tölum undir 100  geti notað stefnuhugtök til að lýsa og skrá leið  geti notað vasareikni til að öðlast betri skilning á reikniaðgerðum og getur notað hann til að leggja saman, draga frá  geti tjáð sig um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum við aðra. Getur einnig skrifað niður skipulegar skilgreiningar á hugtökum Markmið (þrep 4 í Mentor)  þekki raðtölur og uppbyggingu dagatals. Getur lesið úr dagatali og nýtt sér upplýsingar úr því.  geti skráð og nýtt sér upplýsingar úr töflu s.s. verðskrá  kunni stærðfræðihugtökin: samlagning, leggja saman, summa, samtals og plús  geti tvöfaldað og helmingað tölu  geti raðað tölum eftir stærð og notað táknin = < > milli talnanna  geti dregið eins og tveggja stafa tölu frá hærri tveggja stafa tölu  átti sig á uppbyggingu tugakerfis og geri sér grein fyrir sætisgildum  kunni að lesa af hitamæli  átti sig á einkennum og heitum reglulegra marghyrninga  átti sig á mismunandi mynstri í endurtekinni samlagningu og haldi áfram með það  hafi öðlast færni í að skrá talnaröðina upp í 1000 og samlagningu talna allt að 200  geti tjáð sig um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum við aðra. Getur einnig skrifað niður skipulegar skilgreiningar á hugtökum  geti notað málband og reglustiku við lengdarmælingar  þekki mælieiningarnar grömm, kíló, lítri og desilítri og þekki mælitæki sem notuð eru við mælingar á þeim Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -3-


Leiðir að markmiðum Nemendur vinna einstaklingslega eða í litlum hóp og fer innlögn þar fram. Við verkefnavinnu nýta þeir sér ýmsan efnivið við lausn verkefna. Námsgögn Sproti 2a, nemendabók og æfingahefti, Sproti 2b, nemendabók og æfingahefti, Sproti 3a og nemendabók og æfinghefti, Sproti 3b nemendbók og æfingahefti. Viltu reyna, Í undirdjúpunum, samlagning og frádráttur. (tókum út tíu – tuttugu) Húrrahefti og stærðfræðiforrit. Stærðfræði undir berum himni fyrir 1. – 4. bekk; Tölur og tölfræði, Mælingar og Rúmfræði. Námsmat Lokamat byggir á könnunum jafnt og þétt yfir veturinn.

Enska Enska er kennd í 6 vikna lotum allan veturinn Markmið Að nemendur:  geti tekið þátt í samskiptum í kennslustofu þ.e. kynnt sig, heilsað, kvatt og þakkað  fyrir sig á ensku  skilji fyrirmæli og leiðbeiningar kennara á ensku  þjálfist við að vinna markvisst með orðaforða í tengslum við talað mál og hlustun t.d. tölur, litir, fatnaður o.fl  geti haft eftir söngva, rím o.fl. sem unnið hefur verið með Leiðir að markmiðum Nemendur vinna áhugahvetjandi verkefni. Verkefni er unnin munn- og verklega. Mikið hlustað á söngva og farið í leiki. Kennari talar oftast ensku í kennslustundum og fær nemendur til að tjá sig á ensku. Miklar endurtekningar eru notaðar til að þjálfa tal og hlustun. Námsgögn Right on (Cecilia Nihlén /Ann Robinson Ahlgren) Adventure island of english words (Jenný Berglind Rúnarsdóttir) Námsmat Kennari metur virkni og þátttöku nemenda í tímum ásamt verkefnabókum og gefur umsögn.

Tánkmál Táknmál er kennt í 6 vikna lotum allan veturinn. Markmið Að nemendur kynnist táknmáli heyrnalausra Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -4-


   

geri sér grein fyrir því að hluti Íslendinga notar táknmál átti sig á mikilvægi augnsambands í samskiptum læri einföld tákn sem notuð eru í daglegu tali geti sagt mjög einfaldar setningar á táknmáli

Leiðir að markmiðum  umræður  táknin kennd og nemendur herma eftir  nemendur vinna verkefni  íslensk sönglög túlkuð með táknum  nemendur æfi sig í að nota táknmál

Námsgögn:  Upp með hendur, kennslubók í táknmáli  Ýmis ljósrituð aukaverkefni  Myndbönd á táknmáli  Söngvar

Námsmat Umsögn í lok námskeiðs.

Samfélagsgreinar Samfélagsfræði Í samfélagsfræði er kennt eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis. Markmið Að nemendur:  læri að maður er einstakur en jafnframt hluti af heild, fjölskyldu, skólasamfélagi, bæjarfélagi, þjóðfélagi og að því fylgir ábyrgð  þekki nokkur örnefni, kennileiti, sögustaði og/eða sögulegar byggingar í nágrenni skólans  þekki íslenska fánann og hvað litir hans tákna, skjaldarmerki Íslands, forseta Íslands og söguna af landvættunum  kynnist Íslendingasögum og nokkrum persónum í þeim  geri athuganir í tengslum við hreyfingu, s.s. með hluti eins og blöðrur, gorma, leikfangabíla, rólur og vegasölt  þekki mun á virkum og óvirkum eldstöðvum

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -5-


 geri athuganir þar sem fylgst er með einföldum lífsferlum, s.s. sáningu fræja og útungun eggja  geri ýmsar athuganir á eigin líkama, s.s. hæð, stærð fótar og handar  átti sig á hvað það er sem einkennir lifandi verur og greinir þær frá lífvana hlutum, s.s. hreyfing, næringarnám vöxtur og æxlun  átti sig á að allar lífverur þurfa vatn, loft, fæðu og búsvæði til að lifa  ræði og athugi hvernig lífverur, t.d. rjúpur, lifa af veturinn á Íslandi  geri sér grein fyrir mismunandi litum á landakorti og hvað þeir tákna Leiðir að markmiðum Unnið er í hópum þar sem kennari leggur inn efni og skapar umræður þar sem nemendur fá tækifæri til að miðla af eigin reynslu. Samfélagsfræðin er unnin í þemavinnu og samþætt öðrum námsgreinum. Námsgögn Unnið er út frá gæðatexta bæði í sögu- og kennslubókum sem tengist markmiðum samfélagsfræðikennslunnar. Ýmiskonar ítarefni. Námsmat Leiðsagnarmat er notað og vinna nemenda metin. Valin verkefni nemenda sett í Verkefnamöppur (Portfolio).

Náttúrufræði og umhverfismennt Í náttúrufræði er kennt eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis. Markmið Að nemendur:  kynnist nánasta umhverfi sínu  læri um tré og breytileika þeirra eftir árstíðum  kynnist ljóstillífun, blaðgrænu og árhringjum  læri um hlutverk og nýtingu trjáa  læri að greina í sundur tré  fái fræðslu um umhverfisvernd  kynnist ólíku birtingarformi vatns í náttúrunni  fjalli um veðurkort og veðurspár Leiðir að markmiðum Unnið er í hópum þar sem kennari leggur inn efni og skapar umræður þar sem nemendur fá tækifæri til að miðla af eigin reynslu. Náttúrufræðin er unnin í þemavinnu og samþætt öðrum námsgreinum. Námsgögn Unnið er út frá gæðatexta bæði í sögu- og kennslubókum sem tengist markmiðum náttúrufræðikennslunnar. Ýmiskonar ítarefni. Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -6-


Námsmat Leiðsagnarmat er notað og vinna nemenda metin. Valin verkefni nemenda sett í Verkefnamöppur (Portfolio).

Sið- og trúarbragðafræði Í Sið- og trúarbragðafræði er kennt eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis. Markmið Að nemendur:  temji sér umburðarlyndi í samskiptum við aðra, t.d. með því að fást við efni um góðvild, miskunnsemi, sannsögli og hjálpsemi og vandamál tengd einelti og bakmælgi  viti hvað aðventa merkir og hafi kynnst siðum og tónlist sem tengist henni (hér tókum við út nokkra punkta)  kynnist fjölmennustu trúarbrögðum heims Leiðir að markmiðum Unnið er í hópum þar sem kennari leggur inn efnið og skapar umræður þar sem nemendur fá tækifæri til að miðla af eigin reynslu. Trúarbragðafræðin er unnin í þemavinnu og samþætt öðrum námsgreinum. Námsgögn Ýmis verkefni. Námsmat Leiðsagnarmat er notað og vinna nemenda metin. Valin verkefni nemenda sett í Verkefnamöppur (Portfolio).

Upplýsinga- og tæknimennt Upplýsinga- og tæknimennt er kennd í 6 vikna lotum allan veturinn

Tölvunotkun Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að:    

kunna að skrá sig inn í tölvukerfi skólans með lykilorði kunna að skrá sig út úr tölvukerfinu kynnist undirstöðuatriðum í skjalaumsýslu í Windows stýrikerfinu kunni að nota lyklaborð, átti sig á hvernig það skiptist í hægri og vinstri hluta og þekki helstu lykla Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -7-


      

skilji muninn á rangri og réttri fingrasetningu tileinki sér rétta líkamsbeitingu við innslátt á texta skilji hvernig við förum inn í ritvinnslu og vinnum þar kynnist undirstöðuatriðum í notkun Internetsins noti kennsluforrit er hæfa aldri og þroska fari á valda vefi á Netinu fái reglulega lánaðar bækur á skólasafni

Leiðir að markmiðum Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Kennsla í upplýsingamennt og tölvunotkun er f.f. sýnikennsla og verklegar æfingar. Námsgögn  forritið Fingrafimi á http://www.nams.is/fingrafimi/index.htm  ritvinnsluforritið Word  teikniforritin Paint og ArtRage  ýmis kennsluforrit við hæfi nemenda Námsmat Umsögn í lok námskeiðs.

Hönnun og smíði Markmið Að nemendur  læri að búa til snið eftir einfaldri útlitsteikningu og teikna eftir sniði  læri að saga einfaldan hlut með útsögunarsög  læri að nota klaufspýtu  læri að beita raspi á réttan hátt  læri réttar aðferðir við að mála  temji sér vinnusemi og frumkvæði  temji sér vandvirkni  leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Leiðir að markmiðum Í 2. bekk er lagt fyrir eitt skylduverkefni, þar sem lögð er áhersla á að kenna nokkrar vinnuaðferðir, meðferð einhverra ákveðinna verkfæra eða smíðaefna. Þetta verkefni er þess eðlis að nemandi getur haft áhrif á útlit þess. Verkefnið er útskýrt fyrir allan hópinn en að öðru leyti er einstaklingskennsla.

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -8-


Skylduverkefni Skylduverkefnið sem lagt er fyrir 2. bekk er svokölluð hæðarmælistika. Nemendur fá í hönd blað og blýant og þurfa að hanna og teikna hausinn sem fer á mælistikuna sjálfa. Þeir hafa að mestu leyti frjálar hendur við hönnun hans en nemendur verða að passa að höfuðið verði ekki of flókið í útsögun. Höfuðið er svo sagað út, raspað og pússað áður en það er málað og loks límt á mælistikuna sjálfa. Mælistikan er pússuð, á hana merkt inn cm og hún loks skreytt. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er gefið í formi umsagnar.

Listgreinar Myndmennt Markmið Að nemendur:  vinni myndræna frásögn úr nánasta umhverfi, upplifunum og ímyndunum með því að nota á fjölbreytilegan hátt viðeigandi efni, verkfæri og tækni s.s. teiknun, málun, klippimyndir og mótun  þekki tvo íslenska listamenn, ævi, sögu og verk þeirra  geti myndað samfellt munstur  setji sér einfaldar reglur um frágang verkefna, efna og áhalda Leiðir að markmiðum Kynntar eru fjölbreyttar aðferðir við gerð myndverka. Bein kennsla, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar og einstaklingskennsla. Mikilvægt er að nemendur fái að tjá sig nokkuð óheft til þjálfunar sköpunargáfu og fínhreyfinga. Námsgögn Blýantar, strokleður, ýmsar tegundir lita, leir, lím, pappír, skæri og fleira. Myndmennt I og II og fleiri bækur. Þau efni sem nemendur nota mest eru litir og pappír. Nemendur prófa sem flestar tegundir lita og alls konar pappír. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er í formi umsagnar.

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur -9-


Textílmennt Markmið Að nemendur:  þjálfist í vefnaði  saumi einföld útsaumsspor  þræði grófa nál  þjálfist í að nota hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefnum greinarinnar  geri sér grein fyrir textílvinnuferli, þ.e. hvernig lítil hugmynd verður að fullunnum hlut  geri tilraunir með fingraprjón Leiðir að markmiðum Bein kennsla, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar og einstaklingskennsla. Textílnám felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem færniþættina: Sköpun, túlkun og tjáningu annarsvegar og skynjun, greiningu og mat hinsvegar. Með þessari flokkun er leitast við að tryggja það að þjálfaðir séu allir þættir greinarinnar en þeir eru: Færni, þekking og skilningur. Námsgögn Garn, javi, nálar, skæri og fleiri verkfæri tengd greininni. Ýmsar handbækur. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er gefið í formi umsagnar.

Tónmennt Markmið Að nemendur:  hafi á valdi sínu aukin lagaforða í fjölbreyttum stíltegundum  flytji sönglög í hóp með áherslu á túlkun og textaframburð  flytji tón og hrynmynstur eftir heyrn og grafískum nótnatáknum.  öðlist aukna færni á einföld skólahljóðfæri  kanni, velji, og setji saman hljóð frá hljóðgjöfum eina og röddum, líkama og hljóðfærum og búi þannig til tónlistarhugmyndir, hljóðmyndir og einföld tónverk  finni leiðir til að geyma tónlistarhugmyndir sínar og tjái öðrum þær  geti greint á milli algengustu skólahljóðfæra eftir heyrn, sjón og nafni  geti hlustað á fjölbreytta tónlist með athygli,sýnt viðbrögð við henni og greint notkun efnisþáttanna tónhæð, tónlengd og tónstyrks  noti einföld orð til að greina notkun efnisþátta og áhrif þeirra á fjölbreytt tónverk sem hlustað er á

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur - 10 -


Leiðir að markmiðum Söngur í hóp, leikir og æfingar sem efla hópmeðvitund, flóknari taktur æfður og aukin áhersla á samspil með skólahljóðfærum, tónlist ólíkrar menningar kynnt. Námsgögn Tónmennt, forskólinn, töfrakassinn, hring eftir hring, það var lagið ofl. Námsmat Frammistaða í tímum, viðmót, virkni, vinnusemi og samvinnuhæfni. Lokamat er í formi umsagnar.

Heimilisfræði Markmið Að nemendur:  lært að gera samanburð á hollum og óhollum fæðutegundum fyrir tennurnar  þekkir einföldustu eldhúsáhöld, getur notað þau rétt og getur mælt í hálfu með dl.-máli, msk og tsk.  tekið þátt í verklegri vinnu  lært hvað fæðuflokkarnir heita  skilning á af hverju þarf að þvo grænmeti og ávexti  lært einfalda flokkun á heimilissorpi tamið sér að nota lítið af efnum sem spilla fyrir umhverfi Leiðir að markmiðum Nemendur vinna einföld verkefni sem tengjast matargerð, hreinlæti, frágangi í eldhúsi, samvinnu og samskiptum. Námsgögn Hollt og gott 1 eftir Hjördísi Jónsdóttur og Halldóru Birnu Eggertsdóttur. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu. Lokamat er í formi umsagnar.

Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur:  efli samspil skynjunar og hreyfingar  þjálfist áfram í grunnhreyfingum  efli líkamsþol, kraft, hraða og viðbragð  þjálfist í samvinnu og að sýna tillitsemi og umburðarlyndi gagnvart öðrum nemendum Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur - 11 -


 fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki. Lögð er áhersla á að hver og einn fái útrás fyrir hreyfiþörf sína og fái jákvæða upplifun af íþróttum. Námsgögn Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar Námsmat: Símat þar sem metin er virkni í tímum. Lokamat er í formi umsagnar.

Sund Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Seljaskóli fær aðgang að sundlaug Ölduselsskóla eftir kl. 14 á daginn og eru námskeiðin því skipulögð eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmið Haldið áfram með vatnsaðlögun og hreyfifærni, auk þess hefst grunnkennsla í bringusundi og baksundi. Kennslan höfð skemmtileg svo að nemandinn komi í sund á næsta ári með jákvæðu hugarfari. 2 markmiðsstig: Að nemendur:  geti flotið marglyttuflot með því að rétta úr sér  geti synt 10 metra bringusund með eða án hjálpartækja  geti 10 metra skólabaksundsfótatök með eða án hjálpartækja  spyrnt frá bakka og rennt með andlit í kafi, að lágmarki 2,50 metra  hoppað af bakka í laug

Leiðir að markmiðum Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsgögn: Kútar og korkar. Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 2. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "2. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn. Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 2. bekkur - 12 -


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.