NÁMSVÍSÍR 2. BEKKUR
20122013
Námsvísir 2. bekkur 2012-2013
Byrjendalæsi Undir byrjendalæsi fellur öll íslenska, samfélagsgreinar, náttúrufræði og trúarbragðafræði. Þessar greinar eru kenndar samkvæmt hugmyndafræði Rósu Eggertsdóttur, Byrjendalæsi.
Markmið Meginmarkmið byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngu sinni. Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið, því er lögð áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Því er vinna með tal, hlustun, talað mál og framsögn, lestur og ritun felld saman í eina heild í byrjendalæsi. Ennfremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, orðaforði, setningabygging, málfræði og skrift tengdir inn í ferlið.
Kennslufyrirkomulag Stafir og hljóð sem kennd voru í 1. bekk eru rifjuð upp á haustdögum fyrir þá sem þess þurfa. Einnig eru samhljóðasambönd og einfaldur/tvöfaldur samhljóði viðfangsefni haustannar. Unnið er markvisst með málörvun og að nemendur auki orðaforða sinn. Heimalestur er á hverjum degi og lögð er áhersla á að nemendur lesi bækur við hæfi, bæði að eigin vali og sem kennari velur. Einnig lesa nemendur reglulega upphátt fyrir kennara. Nemendur vinna fjölbreytt lestrarverkefni m.a. með spilum og leikjum. Lestrarátak er einu sinni til tvisvar yfir skólaárið. Loks eru nemendur hvattir til að nýta sér til gagns og gamans þær bækur sem eru í bókakassa í stofunum og fá lánaðar bækur á bókasafni skólans.
Námsefni Barnabækur og kennsluáætlanir sem þeim fylgja samkvæmt hugmyndafræði Rósu Eggertsdóttur. Lestrarbækur við hæfi hvers og eins. Ritrún 1 Ítalíuskrift 1a og 1b e. Freyju Bergsveinsdóttur og Gunnlaug SE Briem Skrift 1 og 2 e. Björgvin Jósteinsson o.fl. Græni blýanturinn Aðgát í umferðinni, Komdu og skoðaðu land og þjóð, Við hjálpum Regnboginn Ýmis verkefni frá kennara
Námsmat Lestrar/stafakönnun í ágúst, október, janúar og maí. Þau börn sem kunna alla stafina og eru farin að lesa fara í hraðapróf í lestri. Mjög góður árangur í leshraða að vori í 2. bekk telst vera 80-110 atkvæði á mínútu (einkunn 4-5).
1
2
Námsvísir 2. bekkur
Vinnubækur og hvers kyns verkefni metin ásamt áhuga, virkni og þátttöku nemenda í umræðum og verkefnum.
Stærðfræði Markmið • nemendur æfi sig að telja. • nemendur læri heiti grunnforma (ferningur, ferhyrningur, þríhyrningur og hringur). • nemendur læri tölur frá 1 - 100 • nemendur læri að þekkja talnagildi og talnaröð frá 1 - 100 • nemendur þekki plústáknið (+), mínustáknið (-), merkin ,,jafnt og” (=), ,,minna en” (<) og ,,stærra en” (>) • kynnist vasareiknum, peningum og læri á klukku • vinni með tölvuforrit sem tengjast stærðfræðilegum viðfangsefnum (unnið í upplýsingatæknitímum)
Kennslufyrirkomulag Nauðsynlegt er að byggja ofan á reynslu og þekkingu nemenda því þeir tileinka sér stærðfræðihugmyndir á ólíkan hátt og á misjöfnum hraða. Nemendur fá þjálfun í hugarreikningi og notkun vasareikna. Nemendur vinna með áþreifanlega hluti þegar þurfa þykir. Einnig verður tölvukostur skólans nýttur til að þjálfa nemendur enn frekar. Námsefni Sproti 2a og 2b, nemendabók og æfingabók, stærðfræði fyrir byrjendur eftir Björnar Alseth, Henrik Kirkegaard og Mona Röseland, Námsgagnastofnun Viltu reyna? Guðný Helga Gunnarsdóttir þýddi og staðfærði Vasareiknar 1 eftir Ingibjörgu Helgu Gunnarsdóttur. Tölvuforrit: Ýmis kennsluforrit í stærðfræði. Ýmis verkefni frá kennurum.
Námsmat Kannanir verða lagðar fyrir í janúar og maí. . Vinnubækur verða metnar, auk þess sem umsögn kennara byggist á áhuga, virkni og framförum nemenda.
Lífsleikni Markmið Nemendur: læri að skilja tilfinningar sínar og annarra efli virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum bæti tjáskiptafærni og samskiptahæfi
Kennslufyrirkomulag Kennslan er byggð á sögum, umræðum og verklegri vinnu en e.t.v. fyrst og fremst á að vinna úr atvikum sem verða í skólanum því oft er best að læra af beinni reynslu. Bekkjarfundir verða haldnir reglulega.
Námsvísir 2. bekkur 2012-2013
Námsefni Hugmyndafræði Olweusarverkefnisins.
Heimilisfræði Markmið að nemendur
læri hvers vegna fæðutegundum er raðað í fæðuhring geti raðað algengum fæðutegundum í fæðuhring geri sér grein fyrir því hvers vegna góð tannhirða sé mikilvæg þekki einföld áhöld og geti notað þau geti mælt í heilu og hálfu með dl-máli, msk. og tsk. geri sér grein fyrir hvers vegna hreinlæti er mikilvægt læri um ávexti og þekki helstu tegundir geri sér grein fyrir því hvers vegna það er mikilvægt að borða ávexti og grænmeti kynnist umhverfisvernd og flokkun
Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp.
Námsefni Hollt og gott, heimilisfræði fyrir 2. bekk
Námsmat Framkoma, samvinna og áhugi nemenda eru metin
Hönnun og smíði Markmið Að nemendur læri að umgangast smíðastofuna og þau verkfæri sem að þar eru, kynnist fjölbreyttum efnum og viðartegundum sem hægt er að nota í smíði læri að raspa, hamra, saga, negla, líma, bora og pússa læri að vinna við hefilbekk og nota algengustu handverkfæri geti sett hugmyndir sínar á blað og yfirfært þær síðan á þann efnivið sem að hentar hverju sinni. Þannig fær sköpunarþörf hvers og eins að njóta sín Nemendur læra að ganga snyrtilega um smíðastofuna.
3
4
Námsvísir 2. bekkur
Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum.
Námsefni Nebbakarl, koparmynd með ramma og ýmsir aðrir smáhlutir.
Námsmat Námsmat fer stöðugt fram á vinnu og verkefnum nemenda og er eftirfarandi haft í huga: hugmyndaauðgi og hönnun umgengni og hegðun verkfærni og vandvirkni iðni og afköst
Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 2. bekk hafi: fengið tækifæri til að tengja saman mismunandi hreyfingar með fjölbreyttum hætti, s.s. að hlaupa og stökkva, að hlaupa og kasta og að hlaupa og sparka. leyst af hendi æfingar og leiki sem stuðla að bættu líkamsþoli, auknum líkamsstyrk og bættu viðbragði og tekið þátt í leikjum eða æfingum þar sem reynir á nána samvinnu fárra einstaklinga. kynnst helstu samskiptareglum sem í gildi eru og tileinkað sér helstu reglur í einföldum leikjum og fylgt fyrirmælum kennara. fengið þjálfun í að umgangast áhöld og tæki á öruggan hátt. öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar og að sjálfsmynd þeirra eflist með þátttöku í leikjum og fjölbreyttri hreyfingu.
Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.
Námsefni / viðfangsefni: Leikir, stöðvaþjálfun, frjálsar íþróttir og boltagreinar.
Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda.
Námsvísir 2. bekkur 2012-2013
Skólasund Markmið að nemendur í 2. bekk hafi:
nái tökum á fjölbreyttum æfingum sem reyna á samspil skynfæra og samhæfingu hreyfinga læri að fylgja öryggisreglum sundstaða öðlist öryggistilfinningu í vatni
Kennslufyrirkomulag Leikir og markvissar hreyfingar sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Einnig er mikil áhersla lögð á öndunar- og flotæfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.
Námsefni / viðfangsefni Áfram unnið með bringu- bak og skriðsund. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.
Námsmat: 2. sundstig Marglyttuflot með því að rétta úr sér. Spyrna frá bakka og renna með andlit í kafi, að lágmarki 2,5m. 10 m bringusund með eða án hjálpartækja. 10 m skólabaksundsfótatök með eða án hjálpartækja. 8 m skriðsundsfótatök, armar teygðir fram. Hoppa af bakka í laug. Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda og fá þeir afhent sundskírteini í lok vetrar.
Myndmennt Markmið Að nemendur: sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir. geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna. fái tækifæri til að örva skapandi hugsun í myndrænni vinnu. kynnist ólíkum aðferðum í túlkun og framsetningu á myndverkum. kynnist efni, áhöldum og hugtökum sem notuð eru í myndlist.
5
6
Námsvísir 2. bekkur
fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín. geri litablöndur úr frumlitunum og þekki sex lita hringinn kynnist línuteikningu og læri að beita henni á mismunandi hátt í mynd þekki hugtakið áferð og geti beitt því í mynd
Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í myndmennt eru unnin fjölbreytt verkefni sem kenna og þjálfa lögmál og frumþætti myndlistar og veita innsýn í listasöguna og list þekktra listamanna, innlendra sem erlendra. Hvert verkefni byrjar með innlögn. Í innlögninni er verkefnið kynnt, sýnd mynddæmi og aðferðir útskýrðar með sýnikennslu. Nemendur vinna svo verkefnin annað hvort ein eða í hópum og tekur hvert verkefni u.þ.b. 2-8 kennslustundir eftir umfangi. Þegar nemendur hafa lokið verkefnum sínum eru þau stundum hengd upp og hópurinn ræðir saman um útkomuna.
Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir og verkefni frá kennara. Námsmat Nemendur fá umsögn sem byggir m.a. á vinnusemi, vandvirkni og viðhorfi
Textílmennt Markmiðið er að nemandi:
læri einföld útsaumsspor læri að ganga frá enda klippa út form þjálfist í að sauma tvö stykki saman með einföldum sporum geri tilraunir með fingraprjón þjálfist í að nota hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefnum greinarinnar
Kennslufyrirkomulag: Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp. Í textílmennt vinna nemendur verkefni sem kennari velur. Í upphafi eru innlagnir og umræður fyrir allan hópinn um þau verkefni sem nemendur munu vinna þá önnina. Eftir það er einstaklingskennsla. Við hvetjum nemendur til að vera hjálpsöm hvort við annað við verkefnavinnuna.
Námsmat: Vinnusemi, vandvirkni og jákvætt viðhorf er metið.
Námsvísir 2. bekkur 2012-2013
Upplýsingamennt Almenn markmið Markmið að nemendur: læri að sýna kurteisi, tillitsemi og góða framkomu temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð læri góða umgengni í kennslustofunni tileinki sér jákvæð viðhorf til tölvutækninnar
Námsmarkmið Nemendur: tileinki sér rétta líkamsbeitingu við innslátt á texta átti sig á uppbyggingu lyklaborðs. þ.e. hvernig það skiptist i hægri og vinstri hluta geti ritað einfaldan texta í ritvinnslu geti notað ákveðna sérlykla á hnappaborði s.s. til að eyða texta, leiðrétta texta, rita stóran staf og fara í nýja línu geti vistað skjöl og náð í vistuð skjöl á hörðum diski geti notað margmiðlunarefni af geisladiski eða Netinu sem hæfir þessum aldurshópi geti notað tölvu til listsköpunar t.d. teikniforrit geri greinarmun á kennsluforritum og leikjum auki færni sína í íslensku og stærðfræði með hjálp tölvunnar
Kennslufyrirkomulag Nemendur koma aðra hvora viku í tölvustofu í 40 mínútur í senn. Unnin eru misstór verkefni sem tengjast námsmarkmiðum. Í byrjun hvers tíma/verkefnis er kennari með innlögn og nemendur vinna verkefni í framhaldi af því. Kennari gengur á milli nemenda og hjálpar til við lausn mála. Áhersla er lögð á að fá nemendur til að tileinka sér jákvæð viðhorf til tölva og fá þá til að líta á þær sem sjálfsagt verkfæri við nám, starf, tjáningu, sköpun og leik.
Námsefni Gagnvirkt efni í íslensku og stærðfræði af vef Námsgagnastofnunar og öðrum vefsíðum með námsefni við hæfi þessa aldurshóps. Auk þess kynnast nemendur öðrum forritum eins og Paint og Word. Námsefni verður samþætt við aðrar námsgreinar eftir því sem við á og verður lögð áhersla á að kennsla taki einnig mið af þróunarverkefninu Byrjendalæsi.
Námsmat Námsmat byggist á virkni og vinnu í tímum.
Bekkjarskemmtanir Bekkjarkvöld skulu haldin tvisvar á ári; fyrir og eftir áramót. Þessi kvöld eru skipulögð af bekkjarfulltrúum. Börn eru á ábyrgð foreldra sinna/forráðamanna á þessum kvöldum.
7
8
Námsvísir 2. bekkur
Vettvangsferðir Vettvangsferðir eru liður í námi barnanna. Oft eru ákvarðanir um þessar ferðir teknar þegar liðið er á veturinn en þess er gætt að tilkynning berist heimilum með