NÁMSVÍSÍR 3. BEKKUR
20122013
Námsvísir 3. bekkur 2012-2013
Íslenska Lestur og bókmenntir Markmið: Að nemendur
geti lesið sér til gagns og gamans, hátt og í hljóði auki lestrarhraða, skilning og orðaforða geti valið sér bækur eftir áhugasviði og lesið sögur og ljóð sér til ánægju læri að afla sér upplýsinga úr bókum og af Netinu þekki hugtökin söguþráð, sögupersónur og boðskap kynnist fjölbreyttum textum, innlendum og erlendum, fornum og nýjum kunni nokkur ljóð geti lesið úr myndrænu efni, svo sem einföldum skýringa- rmyndum og kortum
Lestur Byrjendalæsi. Byrjendalæsi er nýr valkostur í byrjendakennslu í lestri. Um er að ræða samvirka kennsluaðferð þar sem jöfnum höndum er unnið með merkingu máls og tæknilega þætti lestrarnámsins. Byrjendalæsi er byggt á kenningum lestrarfræða um áhrifarík og vönduð vinnubrögð. Meðal annars var sótt í smiðju NRP2000 rannsóknarinnar um mikilvægi þess að kennsla í lestri feli í sér samþætta nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Því er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld saman í eina heild í byrjendalæsi. Ennfremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, orðaforði, setningabygging, málfræði og skrift tengdir inn í ferlið. Meginmarkmið byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngu sinni. Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið, því er lögð áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Kennslubækur Í byrjendalæsi er unnið með gæðatexta úr ýmsum bókum. Ýmsar lestrarbækur við hæfi hvers og eins. Talað mál og hlustun
Markmið: Að nemendur
hafi skýran og áheyrilegan framburð lesi, leiki eða syngi texta af ýmsum gerðum sé fær um að tjá sig frammi fyrir hópi geti sagt frá eftirminnilegum atburðum æfi sig í þeim reglum sem gilda í samræðum geti fylgt fyrirmælum hlusti á upplestur, sögur, leikrit og ljóð horfi á leikþætti og söngatriði á sviði eða af myndbandi kynnist fróðleik, svo sem þulum og þjóðsögum
1
2
Námsvísir 3. bekkur
Ritun Markmið: Að nemendur
dragi rétt til stafs skrifi skýrt og læsilega þekki einfaldar stafsetningarreglur, svo sem um stóran staf á eftir punkti og í sérnöfnum og reglur um sérhljóð á undan ng og nk æfist í að tjá hugmyndir sínar og reynslu þekki grunnþætti í byggingu texta, inngang, meginmál og niðurlag skoði og skrifi margvíslega texta, svo sem frásagnir, dagbækur, sögur, ljóð og sendibréf kynnist orðabókum og fleiri hjálpargögnum þjálfist í að gera útdrætti og skrá efni munnlegra og/eða skriflegra frásagna þjálfist í að skrifa einfaldan texta eftir upplestri læri að fara eftir nokkrum stafsetningarreglum, t.d. að hafa bil á milli orða, hafa upphafsstafi á eftir punkti og enga upphafsstafi inni í orðum nema í sérnöfnum.
Málfræði Markmið: Að nemandi öðlist jákvætt viðhorf til móðurmálsins með því að leika sér með það og nota tungumálið á margvíslegan hátt geti raðað í stafrófsröð þekki helstu einingar tungumálsins, bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein þekki mun á sérhljóðum og samhljóðum kunni að ríma og hafa öðlast tilfinningu fyrir hrynjandi orða hafi kynnst mismunandi hlutverkum nafnorða, lýsingarorða og sagnorða þekki mun samnafna og sérnafna þekki hugtökin samheiti og andheiti
Kennslufyrirkomulag Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem stuðla að auknum orðaforða og málskilningi. Þeir lesa og skrifa sögur og ljóð. Nemendur lesa upphátt heima á hverjum degi í áheyrn fullorðinna. Stafsetning er æfð með sóknarskrift og upplestri. Verkefnin eru ýmist einstaklings- , para- eða hópverkefni. Lögð er til grundvallar hugmyndafræði Byrjendalæsis, þar sem stuðst er við gæðatexta og unnið út frá honum á margvíslegan hátt.
Námsefni Ýmsar barnabækur eftir íslenska og erlenda höfunda, lestrarbækur og vinnubækur og skiftarbækur. Einnig ljóð, ævintýri, þjóðsögur og frásagnir. Ritrún 2, Græni og blái blýanturin , Tvisur og ýmis stafsetningarverkefni og málfræðihefti auk námsspila.
Námsvísir 3. bekkur 2012-2013
Námsmat Lesskilnings- og hraðlestrarpróf eru fjórum sinnum yfir veturinn. Símat á frágangi og vinnubrögðum. Málfræði-, skriftar- og stafsetningarpróf tvisvar á skólaárinu.
Stærðfræði Markmið að nemendur
læri að lesa, skrifa og raða tölum upp í 1000 læri að skipta tölum upp í hundruð, tugi og einingar leysi verkefni með reikniaðgerðunum; samlagningu, frádrætti og margföldun læri að nota talnalínu. kynnist einfaldri deilingu. noti vasareikni
þjálfist í hugarreikningi þjálfist í mælingum og noti mismunandi mælieiningar vinni með speglun og hliðrun teikni flatarmyndir og kynnist rúmfræði læri hugtökin helmingur, þriðjungur og fjórðungur læri að telja, flokka og skrá og setja upp í myndrit vinni með höfuðáttirnar og telja út hnit
Kennslufyrirkomulag Áhersla er lögð á fjölbreytt vinnubrögð, hlutbundna vinnu, hugarreikning, orðadæmi, leiki, tilraunir og þrautalausnir.
Námsefni Sproti 3A og 3B, Eining 5 og 6, Viltu reyna, Við stefnum á margföldun, Kostuleg kort og gröf, Í undirdjúpunum, Verkefni fyrir vasareikni 2. hefti og önnur verkefni.
Námsmat Kannanir, virkni og ástundun. Próf tvisvar á skólaárinu. Stöðupróf í reikniaðgerðum einu sinni á önn.
Samfélagsfræði Markmið að nemendur
sögustöðum í heimabyggð . þekki mikilvægar stjórnsýslustofnanir eins og Alþingi, forsetaembættið, stjórnarráð og hæstarétt.
3
4
Námsvísir 3. bekkur
fái innsýn í daglegt líf fyrri kynslóða, fjölskyldugerð, híbýlahætti og verkaskiptingu, atvinnuvegi og tímatal. geta nefnt dæmi um það sem er líkt og ólíkt í húsnæði, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun, siðum og venjum nú og á öðru tímaskeiði skilja mikilvægi umhverfisþátta fyrir búsetu og lífsafkomu þjóðarinnar nú og áður fyrr skilji hlutverk þjóðsöngsins og þjóðhátíðardagsins í stórum dráttum. Kortalestur og kortagerð: Landakort,hnattlíkön, myndir og kvarðar, hæðarlínur, litir og merki á kortum.
Námsefni Komdu og skoðaðu: -Fjöllin- Íslenska þjóðhætti, -Landakort.- Hvað dýrin gera, Kostuleg kort og göf..
Kennslufyrirkomulag Einstaklingsverkefni, hópvinna, umræður, vettvangsferðir.
Námsmat Áhugi, þátttaka og virkni nemenda metin ásamt verkefnum.
Náttúrufræði
hringrásir í náttúrunni s.s. vatns, fæðuhringrás. lífsferlar frá fræi til plöntu, eggi til afkvæmis, endurvinnsla / flokkun sorps. læri um mikilvægi þess að umgangast auðlindir jarðar af virðingu geri athuganir á því hvað gerist þegar ýmis efni eru leyst upp í vatni geri athuganir á því hvað gerist með hluti af mismunandi gerð og lögun, t.d. úr plasti, viði, járni, korki, leir eða steini, þegar þeir eru settir í vatn læri um sólkerfið: sólina, jörðina,tunglið, reikistjörnurnar. þekki að tunglið orsakar sjávarföll þekki að jörðin er byggð upp af:- kjarna- möttli- jarðskorpu- hafi- lofthjúp. læri um kraft, hreyfingu, orku og viðnám í umhverfinu. þekki og geti nafngreint þrjá fuga (Máv, Rjúpu, Heiðlóu), Þekki algeng smádýr
Kennslufyrirkomulag Einstaklingsverkefni, hópvinna, umræður, útikennsla.
Námsefni: Fuglarnir okkar, Komdu og skoðaðu: -Himingeiminn, -Hringrásir.
Námsvísir 3. bekkur 2012-2013
Námsmat Áhugi, þátttaka og virkni nemenda metin ásamt verkefnum.
Kristinfræði Markmið að nemendur
kynnist lífi og starfi Jesú kynnist upphafssögu Ísraelsþjóðar kynnist atburðum tengdum fæðingu Jesú þekki atburði daganna í dymbilviku og páskana. Kynnist öðrum trúarbrögðum s.s búddisma og hindúasið
Kennslufyrirkomulag Sögur lesnar úr Stjörnunni. Umræður og vinna með klípusögur sem taka m.a. á vináttu, stríðni, fyrirgefningu, hjálpsemi og einmanaleika.
Námsefni Stjarnan.
Námsmat Áhugi og þátttaka og virkni nemenda metin auk verkefna.
Lífsleikni Markmið að nemendur Markmið þjálfa nemendur til að auka félags og tilfinningaþroska þeirra að nemendur virði og átti sig á tilgangi leikreglna í mannlegum samskiptum.
Námsefni Verum vinir, Verum saman í frímínútum, Spor 3 fatnað, líkamshluta o.fl. Aðaláherslan er á talað mál og söng.
Námsmat Áhugi og virkni í tímum er metin ásamt vinnubók.
Heimilisfræði Markmið að nemendur
fái þjálfun í notkun á einföldum eldhúsáhöldum læri að vinna skipulega eftir einfaldri uppskrift
5
6
Námsvísir 3. bekkur
læri hvers vegna það sé nauðsynlegt að viðhafa snyrtimennsku og hreinlæti við heimilisstörfin þekki algengar mjólkurafurðir þjálfist í samvinnu þjálfist í gerbakstri fái innsýn í verðlag á neysluvörum tengdum skólanesti kynnist umhverfisvernd og flokkun
Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp.
Námsmat Vinnusemi, áhugi og samvinna metin hjá nemendum.
Hönnun og smíði Markmið Að nemendur læri að umgangast smíðastofuna og þau verkfæri sem þar eru, kynnist fjölbreyttum efnum og viðartegundum sem hægt er að nota í smíði læri að saga, raspa, negla, líma, bora og pússa læri að vinna við hefilbekk og nota algengustu handverkfæri geti sett hugmyndir sínar á blað og yfirfært þær síðan á þann efnivið sem að hentar hverju sinni. Þannig fær sköpunarþörf hvers og eins að njóta sín læri að ganga snyrtilega um smíðastofuna
Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum.
Námsefni Spunahringur, servéttustandur, snagi, blýantastandur, flugvél, mósaíkrammi og aðrir smáhlutir.
Námsmat Námsmat fer stöðugt fram á vinnu og verkefnum nemenda og er eftirfarandi haft í huga: hugmyndaauðgi og hönnun umgengni og hegðun verkfærni og vandvirkni iðni og afköst
Námsvísir 3. bekkur 2012-2013
Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 3. bekk hafi: fengið tækifæri til að tengja saman mismunandi hreyfingar m.a. með stórum og smáum áhöldum og unnið með ýmis áhöld, s.s. ólíkar tegundir bolta, gjarðir, keilur og bönd. lagt grunn að bættu líkamsþoli með leik og æfingum, auknum krafti, meiri líkamsreisn, auknum hraða, auknu viðbragði, bættum liðleika og tekið þátt í leikjum sem krefjast samvinnu. tekið þátt í fjölbreyttum leikjum og æfingum þar sem reynir á andstæð hugtök eins og hratt – hægt, sterkur – veikur, stór – lítill og hátt – lágt. lært að fara eftir fyrirmælum bæði frá íþróttakennara og öðrum, lært ákveðna samskiptafærni eins og að hlusta, tjá skoðun sína, bíða og bregðast við. fengið þjálfun í að umgangast áhöld og tæki á öruggan hátt. öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar og að sjálfsmynd þeirra eflist með þátttöku í leikjum og fjölbreyttri hreyfingu.
Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.
Námsefni / viðfangsefni: Leikir, stöðvaþjálfun, frjálsar íþróttir og boltagreinar.
Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda.
Skólasund Markmið að nemendur í 3. bekk hafi:
þjálfi með sér og öðlist jákvætt viðhorf til æfinga og leikja í vatni læri að fylgja öryggisreglum sundstaða öðlist öryggistilfinningu í vatni
Kennslufyrirkomulag Leikir og markvissar hreyfingar sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Einnig er mikil áhersla lögð á öndunar- og flotæfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.
7
8
Námsvísir 3. bekkur
Námsefni / viðfangsefni: Áfram unnið með bringu- bak og skriðsund og flugsund lagt inn. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.
Námsmat: 3. sundstig
12 m bringusund. 12 m skólabaksund með eða án hjálpartækja. 8 m skriðsundsfótatök með andlit í kafi og arma teygða fram. 6 m baksund með eða án hjálpartækja. Kafað eftir hlut á 1 - 1,5 m dýpi.
Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda og fá þeir afhent sundskírteini í lok vetrar.
Myndmennt Markmið Að nemendur: sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna fái tækifæri til að örva skapandi hugsun í myndrænni vinnu kynnist ólíkum aðferðum í túlkun og framsetningu á myndverkum kynnist efni, áhöldum og hugtökum sem notuð eru í myndlist fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín geti blandað liti og litatóna úr frumlitum geri sér grein fyrir að litir hafa mismunandi áhrif, eru t.d. heitir og kaldir þekki grunnformin og verkun þeirra í umhverfinu þekki einfalda myndbyggingu og mun á forgrunni, bakgrunni og miðrými kynnist þrykkaðferð með lími
Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í myndmennt eru unnin fjölbreytt verkefni sem kenna og þjálfa lögmál og frumþætti myndlistar og veita innsýn í listasöguna og list þekktra listamanna, innlendra sem erlendra. Hvert verkefni byrjar með innlögn. Í innlögninni er verkefnið kynnt, sýnd mynddæmi og aðferðir útskýrðar með sýnikennslu. Nemendur vinna svo verkefnin annað hvort ein eða í hópum og tekur
Námsvísir 3. bekkur 2012-2013
hvert verkefni u.þ.b. 2-8 kennslustundir eftir umfangi. Þegar nemendur hafa lokið verkefnum sínum eru þau stundum hengd upp og hópurinn ræðir saman um útkomuna.
Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir og verkefni frá kennara.
Námsmat Nemendur fá umsögn sem byggir m.a. á vinnusemi, vandvirkni og viðhorfi.
Textílmennt Markmiðið er að nemandi:
læri að þræða nál og ganga frá enda kynnist möguleikum ullarinnar í þæfingu fari yfir helstu hluta saumavélarinnar læri að þræða saumavélar saumi einfaldar línur á saumavél fái að kynnast hvernig á að fitja upp á prjón og prjóni garðaprjón vinna með tvöfalt efni, klippi og saumi saman noti útsaum til skreytingar tileinki sér nokkur hugtök textílgreinarinnar
Kennslufyrirkomulag: Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp. Í textílmennt vinna nemendur verkefni sem kennari velur. Eftir skylduverkefni geta nemendur valið sér aukaverkefni. Í upphafi eru innlagnir og umræður fyrir allan hópinn um þau verkefni sem nemendur munu vinna þá önnina. Eftir það er einstaklingskennsla. Við hvetjum nemendur til að vera hjálpsöm hvort við annað við verkefnavinnuna.
Námsmat: Vinnusemi, vandvirkni og jákvætt viðhorf er metið.
3. bekkur Upplýsingamennt Almenn markmið Markmið að nemendur: læri að sýna kurteisi, tillitsemi og góða framkomu temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð læri góða umgengni í kennslustofunni tileinki sér jákvæð viðhorf til tölvutækninnar
9
10
Námsvísir 3. bekkur
Námsmarkmið Markmið að nemendur: kynnist fingrasetningu á tölvu geti notað tölvu til listsköpunar t.d. teikniforrit geti leitað eftir efnisorðum og sótt efni af Netinu geri greinarmun á kennsluforritum og leikjum geti notað ritvinnsluforrit til að skrifa eigin texta kunni að klippa, afrita og líma texta og myndir í skjali kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði sem notaðir eru í staðin fyrir mús, s.s. færsluhnapp (Enter) og örvalykla auki færni í íslensku og stærðfræði með hjálp tölvutækninnar.
Kennslufyrirkomulag Unnin eru misstór verkefni sem tengjast námsmarkmiðum. Í byrjun hvers tíma/verkefnis er kennari með innlögn og nemendur vinna verkefni í framhaldi af því. Kennari gengur á milli nemenda og hjálpar til við lausn mála. Áhersla er lögð á að fá nemendur til að tileinka sér jákvæð viðhorf til tölva og fá þá til að líta á þær sem sjálfsagt verkfæri við nám, starf, tjáningu, sköpun og leik. Nemendur eru auk þess hvattir til að vera óhræddir við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækninni.
Námsefni Námsefni í íslensku og stærðfræði kemur af vef Námsgagnastofnunar auk annarra kennsluvefja. Byrjað verður að kynna ritvinnslu- og glæruforrit fyrir nemendum. Námsefni verður samþætt við aðrar námsgreinar eftir því sem við á og verður lögð áhersla á að kennsla taki einnig mið af þróunarverkefninu Byrjendalæsi.
Námsmat Námsmat byggist á virkni og vinnu í tímum.