3. bekkur Skipulag skólastarfs Nemendum í 3. bekk er kennt í þremur hópum í opnu kennslurými. Umsjónarkennarar eru tveir. Í Seljaskóla er unnið eftir aðferðum „Byrjendalæsis‟ þar sem unnið er með tal, hlustun, lestur og ritun í einni heild ásamt því að sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði eru tengd inn í ferlið. Í stærðfræði hafa námsmarkmiðin verið sett inn í Mentor og geta foreldrar fylgst þar með framgangi námsins. Aðrar námsgreinar eru enska, samfélagsfræði, náttúrufræði, trúarbragðafræði, upplýsingamennt og tölvunotkun,útikennsla,smíði, textílmennt, heimilisfræði, tónlist íþróttir og sund. Kennsla í 3. bekk hefst kl. 8:30 á morgnana og lýkur kl. 13:50. Frímínútur eru í 20 mínútur milli 2. og 3. Stundar og 10 mínútur milli 4. og 5. stundar. Nestistími er á tímabilinu 9:20 til 9:50. Borðaður er hádegismatur í matsal kl.11:20. Heimavinna Heimavinna: Nemendur lesa upphátt alla daga í a.m.k. 15 mín. á dag. Heimanám fer heim á föstudögum og því á að skila á fimmtudögum. Foreldrar fá póst um heimanám og einnig eru upplýsingar inn á Mentor. Stuðst er við Byrjendalæsi í kennslu. Byrjendalæsi byggir á samvirkum kennsluaðferðum. Um er að ræða heildstæða móðurmálskennslu sem fléttar saman, lestur, ritun, málfræði, tal og hlustun. Unnið er með gæðatexta sem er lesinn og orðaforði nemenda styrktur með umræðum um hann. Fundið er lykilorð úr textanum og það notað til að skoða orðmyndun, letur, hljóðkerfisvitund, skrift, ritun og fleira. Orðaforði út textanum sem lesinn hefur verið, lykilorðið og ný orð sem hafa orðið til við vinnu með það eru nýtt áfram til umskráningar og endurtekins lesturs. Ritunarvinna byggir á orðaforða þess texta sem upphaflega var unnið með. Unnið er með lestrarkennsluna í lotum og skiptist vinna nemenda í fjóra þætti: sýnikennslu, þátttöku nemenda, virkni þeirra með stuðningi og sjálfstæð vinnubrögð. Notaðar eru margvíslegar kennsluaðferðir til að gera kennsluna skilvirka og fjölbreytta. Með því aukast líkurnar á því að kennarinn mæti þörfum allrra nemenda.
Íslenska Í Aðalnámskrá grunnskóla er námsgreinin íslenska skipulögð sem heildstæð námsgrein auk þess sem þjálfun í íslensku er felld inn í allar námsgreinar í grunnskóla. Lestur og bókmenntir Lestur Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -1-
Markmið Að nemendur: nái einkunninni 6 á hraðlestrarprófi að vori skilji það sem hann les lesi með skýrum framburði, noti þagnir á réttum stöðum og lesi með réttum áherslum og tjáningu Ritun Ritun Markmið A.m.k. 5 ritverk nemandans eru metin og þessir þættir skoðaðir og metnir. Skrift Markmið Að nemendur: dragi rétt til stafs hafi bil á milli orða láti stafi sitja rétt á línu hafi hlutfall stórra og lítilla stafa rétt Málfræði Markmið Að nemendur: þekki mun á sérnöfnum og samnöfnum þekki hugtökin samheiti og andheiti þekki mun á samhljóða og sérhljóða Leiðir að markmiðum Kennt er eftir hugmyndafræði byrjendalæsis. Námsgögn Valdar sögur, ljóð og fræðsluefni í samræmi við hugmyndafræði byrjendalæsis. Námsmat Gefin er einkunn í hraðlestri en umsögn fyrir aðra þætti.
Stærðfræði Markmið (þrep 5 í Mentor) Að nemendur: þekki mismunandi gerðir mælinga og skilur uppbyggingu metrakerfisins cm-m-km og mælieininganna gramms og kílógramms hafi öðlast færni í margföldunartöflunum frá 0-6 kunni stærðfræðihugtökin: samlagning, leggja saman, summa, samtals, plús, frádráttur, mínus, mismunur, faldheiti Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -2-
hafi náð tökum á samlagningu talna allt að 1000 geti notað spegla til að finna út samhverfar myndir / form og áttar sig hvað speglunarás er geti fundið út flatarmál óreglulegra og reglulegra flata með hjálp rúðunets þekki og geti lýst flatarmyndunum: hringur, þríhyrningur, sexhyrningur, ferningur, rétthyrningur geti merkt hnit heilla talna í hnitakerfi geti mælt og reiknað út ummál ferhyrninga geti unnið með talnamynstur geti notað vasareikni til að öðlast betri skilning á reikniaðgerðum og getur notað hann til að leggja saman, draga frá og margfalda geti dregið tveggja stafa tölu frá hærri tveggja stafa tölu geti tjáð sig um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum við aðra. Getur einnig skrifað niður skipulegar skilgreiningar á hugtökum Markmið (þrep 6 í Mentor) Að nemendur: geti notað fjölbreyttar aðferðir við frádrátt geti notað námundun að næsta tug kunni á íslenska peninga og gildi þeirra geti lesið og skráð raðtölur kunni margföldunartöflurnar allt upp í 6 og einnig 10 sinnum töfluna og geti nýtt sér þær geti margfaldað tveggja stafa tölu því að nýta sér dreifiregluna geti lesið úr gögnum og túlkað gögn sem sett eru fram í töflum og súluritum. skilji hugtökin stækkun og smækkun og getur stækkað og smækkað flatarmyndir geti leyst einföld dæmi þar sem eyður /bókstafur eru notaðar til að tákna óþekkta stærð hafi skilning á hvað er helmingur, þriðjungur og fjórðungur af heild geti fundið út flatarmál og ummál með hjálp rúðunets/punktanets geti notað fjölbreyttar aðferðir við samlagningu talna þar sem útkoman getur verið allt upp í fjögra stafa tala og hefur einnig skilning á tugakerfinu sem sætiskerfi geti lesið og skráð staðsetningu í hnitakerfi kunni á tölvuklukkur / klukkur með skífu og skrá tíma í klukkustundum og mínútum geti tjáð sig um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum við aðra. Getur einnig skrifað niður skipulegar skilgreiningar á hugtökum Leiðir að markmiðum Innlagnir fyrir hópa og/eða einstaklinga. Endurtekin innlögn fyrir þá sem þurfa, þjáfun aðgerða, vinna með kennslugögn s.s. kubba, klukkur, hlekki, vasareikna, talnagrindur og fleira.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -3-
Fyrirkomulag: Nemendum raðað í hópa eftir færni og fara innlagnir fram í þeim hópum, 15 nemendur í hóp. Þjálfun fer ýmist fram í 15 nem. hópum sem raðað er í eftir færni eða 20 nemenda blönduðum hópum. Námsgögn Sproti 3a, nemendahefti og æfingahefti og Sproti 3b, nemendahefti og æfingahefti, eftir Björn Alseth, Henrik Kirkegaard og Mona Rösseland. Viltu reyna - græn, blá, svört og hvít, eftir Peter Bollerslev ofl. Við stefnum á margföldun, eftir Carol Thornton og Cathy Noxon. Húrrahefti Æfingahefti. Í undirdjúpunum, samlagning, frádráttur og margföld, eftir Birna Hugrún Bjarnardóttir og María Ásmundsdóttir. Námsmat Símat, verkefni nemenda skoðuð og fylgst með hvort markmiðum hefur verið náð. Stærðfræðikannanir lagðar fyrir tvisvar á vetri.
Erlend tungumál Enska Markmið Að nemendur: geti tekið þátt í samskiptum í kennslustofu þ.e. kynnt sig, heilsað, kvatt og þakkað fyrir sig á ensku skilji fyrirmæli og leiðbeiningar kennara á ensku þjálfist við að vinna markvisst með orðaforða í tengslum við talað mál og hlustun geti haft eftir söngva, rím o.fl. sem unnið hefur verið með Leiðir að markmiðum Nemendur vinna áhugahvetjandi verkefni. Verkefni er unnin munn- og verklega. Mikið hlustað á söngva og farið í leiki. Kennari talar oftast ensku í kennslustundum og fær nemendur til að tjá sig á ensku. Miklar endurtekningar eru notaðar til að þjálfa tal og hlustun. Námsgögn Right on (Cecilia Nihlén /Ann Robinson Ahlgren) Adventure island of english words (Jenný Berglind Rúnarsdóttir) Námsmat Kennari metur virkni og þátttöku nemenda í tímum ásamt verkefnabókum og gefur umsögn.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -4-
Náttúrufræði og umhverfismennt - samfélagsfræði Samþætt við aðrar námsgreinar s.s. íslensku, stærðfræði og myndlist, kennt eftir aðferðum Byrjendalæsis og er hluti af þemavinnu Markmið Að nemendur: læri að hver maður er einstakur en jafnframt hluti af heild, fjölskyldu, skólasamfélagi, bæjarfélagi, þjóðfélagi og að því fylgir ábyrgð þekki nokkur örnefni, kennileiti, sögustaði og/eða sögulegar byggingar í nágrenni skólans þekki íslenska fánann og hvað litir hans tákna, skjaldarmerki Íslands, forseta Íslands og söguna af landvættunum kynnist Íslendingasögum og nokkrum persónum í þeim skilji tímahugtök tengd árstíðum og gangi himintungla, svo sem sólarhring, skammdegi og jafndægri þekki mun á virkum og óvirkum eldstöðvum geri athuganir þar sem fylgst er með einföldum lífsferlum, s.s. sáningu fræja og útungun eggja geri ýmsar athuganir á eigin líkama, s.s. hæð, stærð fótar og handar þekki að það tekur langan tíma fyrir sólarljósið að berast til jarðarinnar og að sá tími er mældur í ljósárum búi til líkan af sólkerfinu þekki að tunglið orsakar sjávarföll átti sig á hvað það er sem einkennir lifandi verur og greinir þær frá lífvana hlutum, s.s. hreyfing, næringarnám vöxtur og æxlun átti sig á að allar lífverur þurfa vatn, loft, fæðu og búsvæði til að lifa þekki höfuðáttirnar geri sér grein fyrir mismunandi litum á landakorti og hvað þeir tákna Leiðir að markmiðum Lykilorðin í kennslu eru forvitni, leit, leikur, upplifun, spurningar, umræður og vettvangskannanir. Leitast er við að nýta sér áhuga og forvitni nemenda á umhverfinu en jafnframt víkka sjóndeildarhring þeirra og kenna þeim ný vinnubrögð. Nám fer aðallega fram í gegnum þema og fjölbreyttum kennsluaðferðum beitt.
Námsgögn Komdu og skoðaðu landakort, Komdu og skoðaðu himingeiminn, Komdu og skoðaðu land og þjóð, Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og fleiri bækur sem tengjast þemavinnunni hverju sinni.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -5-
Námsmat Virkni nemenda og verkefni metin ýmist af þeim sjálfum (sjálfsmat), félögum (jafningjamat) eða kennarar benda á það sem vel hefur tekist og það sem betur má fara (leiðsagnarmat). Námsmati skilað á gátlistum og í umsögunum.
Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Markmið Að nemendur: auki við þekkingu sína á atburðum tengdum jólum þekki valdar sögur úr Nýja testamentinu þekki atburði pálmasunnudags, skírdags, föstudagsins langa og páskadags kynnist frásögum af atburðum sem áttu sér stað eftir upprisu Jesú fái þjálfun í að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum kynnist frásögum af ættfeðrunum Abraham, Ísaki og Jakobi og sögunni af Jósef kynnist öðrum trúarbrögðum en kristni kynnist kjörum landflótta barna og starfi þeim til hjálpar Leiðir að markmiðum Valdir kaflar úr námsefni lesnir. Umræður um efni þeirra. Myndræn úrvinnsla efnis og textavinna. Kennt eftir aðferðum Byrjendalæsis. Fyrirkomulag: kennt í 7 vikna lotum, 2 kennslustundir á viku í kynjaskiptum hópum, 12 nemendur í hóp. Auk þess sem atburðir líðandi stundar og hátíðir fléttaðir inn í þemu Byrjendalæsis. Námsgögn Stjarnan, eftir Iðunni Steinsdóttur og Sigurður Pálsson. Námsmat Kennari metur virkni og þátttöku nemenda í tímum og gefur umsögn.
Upplýsinga- og tæknimennt Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að: þjálfast í réttum vinnubrögðum og líkamsbeitingu við tölvu þjálfast í notkun Windows – stýrikerfisins o geta t.d.vistað skjöl og náð í vistuð skjöl á sameign og eigin svæði þjálfa fingrasetningu öðlast grunnfærni í notkun ritvinnsluforritsins Word
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -6-
kunna að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði, s.s. að eyða texta, leiðrétta texta og rita stóra stafi o kunna að breyta letri, stafagerð og stækka/minnka letur o setja inn mynd, geta nýtt sér efni af vef skólans og Neti gera greinarmun á kennsluforritum og leikjum geta framkvæmt einfalda leit tölvuorðabókum og á Netinu o
Leiðir að markmiðum Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Kennsla í upplýsingamennt og tölvunotkun er f.f. sýnikennsla og verklegar æfingar. Fyrirkomulag: kennt í 7 vikna lotum, 2 kennslustundir á viku í kynjaskiptum hópum, 12 nemendur í hóp. Námsgögn ritvinnsluforritið Word forritin Ritfinnur og Fingrafimi til að þjálfa fingrasetningu teikniforritin Paint og ArtRage ýmis kennsluforrit við hæfi nemenda vefskoðari og valdar vefsíður Námsmat Leiðsagnarmat þar sem kennari metur verkefni nemenda, vinnusemi og færni. Lokamat er í formi umsagnar.
Hönnun – smíði Markmið Að nemendur: læri að búa til snið eftir flókinni útlitsteikningu og teikna eftir sniði læri að saga hlut með útsögunarsög læri að nota klaufspýtu læri að nota liti til skreytingar temji sér vinnusemi og frumkvæði temji sér vandvirkni leggi vinnu í að koma sjálfir með hugmyndir um gerð og útlit hlut Leiðir að markmiðum Í 3. bekk er lagt fyrir eitt skylduverkefni, þar sem lögð er áhersla á að kenna eina eða fleiri vinnuaðferðir, meðferð einhverra ákveðinna verkfæra eða smíðaefna. Þessi verkefni eru alltaf þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á gerð þeirra, útlit og jafnvel virkni, svo framarlega sem þekkingin sem verkefninu er ætlað að koma til skila glatist ekki. Verkefnið er útskýrt fyrir allan hópinn en að öðru leyti er einstaklingskennsla.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -7-
Skylduverkefni Skylduverkefnið sem lagt er fyrir 3. Bekk er svokallaður klifurkall. Þetta verkefni er þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á gerð þess og útlit. Nemandi þarf að hanna og teikna fígúru sem má vera hvernig sem er nema hún þarf að hafa hendur sem beinast upp í loftið svo rétt virkni fáist. Fígúran er svo söguð út, röspuð og loks pússuð. Nemendur lita hana svo með trélitum. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er gefið í formi umsagnar.
Listgreinar Myndmennt Markmið Að nemendur: noti fjölbreytileg efni, verkfæri og aðferðir við eigin myndsköpun vinni myndverk á mismunandi pappír, s.s. þrykk og klippimyndir auk teiknunar og málunar blandi liti með áherslu á að lýsa og dekkja litatóna kynnist hlutföllum mannslíkamans geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum geri sér grein fyrir verðmæti þeirra efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni Leiðir að markmiðum Bein kennsla, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar og einstaklingskennsla. Kynntar eru fjölbreyttar aðferðir svo sem málun, teiknun, klippimyndir, þrykk og mótun. Byrjað er að vinna á markvissan hátt með litafræði. Einnig er nemendum kennt að ganga frá áhöldum og efnum. Námsgögn Blýantar, strokleður, ýmsar tegundir lita, leir, lím, pappír, skæri og fleira. Myndmennt I og II og fleiri bækur. Þau efni sem nemendur nota mest eru litir og pappír. Nemendur prófa sem flestar tegundir lita og alls konar pappír. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er í formi umsagnar.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -8-
Textílmennt Markmið Að nemendur: saumi mismunandi útsaumsspor þræði nál læri að ganga frá enda tileinki sér nokkur hugtök og heiti textílgreinarinnar fjalli um textílverk sem eru skreytt með útsaumi tjái sig um litaval Leiðir að markmiðum Bein kennsla, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar og einstaklingskennsla. Textílnám felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem færniþættina: sköpun, túlkun og tjáningu annarsvegar og skynjun, greiningu og mat hinsvegar. Með þessari flokkun er leitast við að tryggja það að þjálfaðir séu allir þættir greinarinnar en þeir eru: færni, þekking og skilningur. Námsgögn Garn, javi, nálar, skæri og fleiri verkfæri tengd greininni. Ýmsar handbækur. Námsmat: Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu og byggir á verkum nemanda, vinnubrögðum og virkni. Lokamat er gefið í formi umsagnar.
Tónmennt Markmið Að nemendur: þjálfist í að koma fram og flutja eigin verk og annarra bæði söngverk og hljóðfæratónlist. hafi vald á mismunandi spilamáta algengustu skólahljóðfæra. geti sungið einföld keðjusöngslög. semji og spinni einfalt tónverk sem sýni greinilegt form og vaxandi skilning á efnisþáttum tónlistar. geymi tónsmíðar sínar á hljóðriti eða með grafískum nótnatáknum. hlusti á tónlist frá ólíkum menningarsamfélögum og greini eiginleika og einkenni þeirri. geti greint á milli algengustu hljóðfærategunda, s.s. blásturs og strengjahljóðfæra, eftir heyrn, sjón og sum með nafni. sýni viðbrögð við og greini á milli notkunar efnisþátta í fjölbreyttri tónlist með mismunandi tjáningarformum, hreyfingu,teikningum og töluðu máli.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur -9-
Leiðir að markmiðum Söngur í hóp, leikir og æfingar sem efla hópmeðvitund, flóknari taktur æfður og aukin áhersla á samspil með skólahljóðfærum, tónlist ólíkrar menningar kynnt. Námsgögn Tónmennt, forskólinn, töfrakassinn, hring eftir hring, það var lagið ofl. Námsmat Frammistaða í tímum, viðmót, virkni, vinnusemi og samvinnuhæfni. Lokamat er í formi umsagnar.
Heimilisfræði Markmið Að nemendur hafi: lært að morgunverður er undirstaða vellíðunar og heilbrigðis lært af hverju sumar fæðutegundir eru hollar og aðrar óhollar og getur gert greinarmun á hollum og óhollum drykkjarvörum fengið þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum, fyrirmælum og getur unnið með öðrum lært um mikilvægi hreinlætis við heimilisstörf skoðað verðmismun á skólanesti með aðstoð kennara Leiðir að markmiðum Nemendur vinna einföld verkefni sem tengjast matargerð, hreinlæti, frágangi í eldhúsi, samvinnu og samskiptum. Námsgögn Hollt og gott 2 eftir Hjördísi Jónsdóttur og Halldóru Birnu Eggertsdóttur. Námsmat Leiðsagnarmat sem fer fram samhliða náminu. Lokamat er í formi umsagnar.
Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur: öðlist færni í helstu grófhreyfingum og samsettum hreyfingum auk þess að bæta samhæfingu þeirra fái útrás fyrir hreyfiþörf og í leiðinni jákvæða upplifun af íþróttum efli líkamsþol, kraft, hraða, viðbragð og liðleika þjálfist í samvinnu og að sýna tillitssemi við aðra nemendur Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur - 10 -
fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki. Lögð er áhersla á að hver og einn fái útrás fyrir hreyfiþörf sína og fái jákvæða upplifun af íþróttum. Námsgögn Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar Námsmat: Þolpróf er mælt tvisvar á vetri Virkni í tímum, samskipti við aðra nemendur og hvort farið er eftir fyrirmælum er í símati. Lokamat er í formi umsagnar.
Sund Markmið Haldið er áfram með bringusund og skólabaksund auk þess sem kennsla í skriðsundi, baksundi og köfun hefst. Kennslan höfð skemmtileg svo að nemandinn komi í sund á næsta ári með jákvæðu hugarfari. Í lok námskeiðs er tekið: 3. markmiðsstig Að nemendur: geti synt 12 metra bringusund. geti synt 12 metra skólabaksund með eða án hjálpartækja. geti tekið 6 metra skriðsundsfótatök með andlit í kafi og arma teygða fram. geti tekið 6 metra baksundsfótatök með eða án hjálpartækja. kafað eftir hlut á 1 - 1,5 metra dýpi.
Leiðir að markmiðum Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsgögn: Kútar og korkar. Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 3. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "3. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 3. bekkur - 11 -