4_bekkur

Page 1

NÁMSVÍSÍR 4. BEKKUR

20122013


Námsvísir 4 bekkur 2012-2013

Íslenska Lestur og bókmenntir Markmið að nemendur  auki lestrargetu sína, hraða og skilning  geti lesið einfalda texta sér til gagns og gamans hátt og í hljóði  þjálfist í að lesa skýrt og áheyrilega  lesi bækur eftir a.m.k. tvo íslenska barnabókahöfunda  taki þátt í hóp- og paralestri  geti rýnt í og spáð fyrir um atburði í textum  þekki hugtökin söguþráð, sögupersónur og boðskap  þekki nokkur hugtök í bragfræði  læri að semja einföld ljóð  lesi og læri vísur og ljóð

Kennslufyrirkomulag Unnið er að mestu eftir aðferðum Byrjendalæsis og Orða af orði. Daglega lesa nemendur bækur að eigin vali í skólanum og eiga að lesa daglega heima. Nemendur lesa sameiginlegt lesefni og vinna með textann á fjölbreytilegan hátt. Nemendur semja eigin ljóð og vísur og vinna með ýmis ljóð eftir íslenska höfunda.

Námsefni Lestrar- og vinnubækur valdar af kennurum og nemendum. Ljóð úr ýmsum áttum, ævintýri, þjóðsögur og frásagnir. Sögusteinn, Lesum meira saman. Samþætting við aðrar námsgreinar eftir kostum.

Ritun Markmið að nemendur  þjálfist í að rita eigin frásagnir, sögur og ljóð  geti sett fram texta á skipulegan og læsilegan hátt  geri sér grein fyrir hugtökum eins og inngangur, meginmál og lokaorð  geti skrifað einfaldan texta um margvíslegt efni  æfi tengiskrift  haldi rétt á skriffærum  vandi ávallt skrift og frágang  læri að stafsetja rétt  þjálfist í að skrifa eftir upplestri  læri nokkrar stafsetningarreglur s.s. ng/nk, n/nn um einfaldan og tvöfaldan samhljóða, stóran og lítinn staf

1


2

Námsvísir 4. bekkur

Kennslufyrirkomulag Nemendur vinna margs kyns verkefni og skrifa réttan texta eftir ýmsum leiðum.. Nemendur vinna ýmist einir eða í pörum að ýmsum fjölbreyttum skriftarverkefnum. Nemendur semja sögur og skrifa frásagnir bæði heima og í skólanum. Aðferðir Byrjendalæsis og Orða af orði eru nýttar í kennsluskipulaginu.

Námsefni Skrift 4, Góður-betri–bestur 4A, verkefni sem tengjast samþættingu við aðrar greinar.

Talað mál og hlustun Markmið er að nemendur  tali skýrt og áheyrilega  þjálfist í að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum  þjálfist í að taka þátt í umræðum  taki þátt í leikrænni tjáningu  geti notað viðeigandi raddhæð og látbragð  lesi, leiki eða syngi texta  hlusti á upplestur, sögur, leikrit, ljóð, þulur og þjóðsögur  tileinki sér þær reglur sem gilda í samræðum

Kennslufyrirkomulag Í kennslustundum fá nemendur tækifæri til þess að segja frá, lýsa hlutum og flytja eigið efni og annarra. Í para- og hópalesri hlýða þeir á, lesa og endursegja hver fyrir annan. Á árshátíð koma nemendur fram fyrir stóran hóp fólks.

Málfræði Markmið að nemendur  læri að þekkja nafnorð, sagnorð og lýsingarorð  kunni eintölu og fleirtölu, kyn nafnorða  þekki mun á sérnöfnum og samnöfnum  þekki hugtökin samheiti og andheiti  þekki muninn á sérhljóðum og samhljóðum  læri að fallbeygja nafnorð í eintölu og fleirtölu  vinni með fallbeygingu sérnafna  geri sér grein fyrir nútíð og þátíð sagna  geti búið til samsett orð  vinni með algeng orðtök og málshætti  geta raðað í stafrófsröð

Kennslufyrirkomulag Samþætting íslensku við aðrar námsgreinar eftir kostum þar sem t.d. unnið er út frá aðferðum Byrjendalæsis og Orða af orði.


Námsvísir 4 bekkur 2012-2013

Námsefni Ritrún 3, Skinna námsbók í móðurmáli valin verkefni, Skinna verkefnabók 1, tvistur og efni af ýmsum toga.

Námsmat Símat yfir önnina þar sem lagðar eru fyrir kannanir. Próf í lestri, lesskilningi, stafsetningu, málfræði og skrift eru lögð fyrir í annalok. Virkni og frágangur nemenda er metinn allan veturinn. Að auki eru nemendur lestrarprófaðir a.m.k. 3 sinnum yfir veturinn.

Stærðfræði Markmið Að nemendur:  geti leyst verkefni þar sem þarf að leggja saman, draga frá, margfalda eða deila til að finna lausn  geti skrifað og unnið með tölur allt að 10.000  kunni að geyma í samlagningu og margföldun  kunni að taka til láns í frádrætti  læri margföldunartöfluna 0-10 og geti deilt með sambærilegum tölum  geti lesið dæmi, sett upp og reiknað á skipulegan hátt  kynnist hnitakerfi  þekki almenn brot og tugabrot  þjálfist í að tengja saman stærðfræði og daglegt líf, t.d. með orðadæmum  geti námundað  þekki helstu hugtök stærðfræðinnar (t.d. summa, mismunur, margfeldi o.s.frv.)  þekki helstu mælieiningar  geti speglað  geti lesið og túlkað niðurstöður í einföldum töflum og súluritum, geti einnig sett eigin gögn upp með sama hætti  geti notað mynt og seðla, áætlað, talið og skráð peningaupphæðir og gefið til baka  skilji grundvallaratriði tímatals, kunni að lesa úr dagatali og kunni á klukku (skífu og tölvu)  þekki og geti flokkað horn í – hvöss, gleið eða rétt horn  þekki og geta lýst nokkrum flatarmyndum og flokkað þær, s.s. hring, þríhyrning, sexhyrning, ferning, rétthyrning og samsíðung  þekki rúmmál og flatarmál  kynnist þrautalausnum

3


4

Námsvísir 4. bekkur

Kennslufyrirkomulag Nemendur vinna að sameiginlegum markmiðum í tímum en til viðbótar fá þeir viðbótarefni við hæfi, með tilliti til hraða og getu. Kennari útskýrir viðfangsefni og nemendur vinna verkefni þeim tengdum. Notaðar verða verkefnabækur, spil, áþreifanleg verkefni, hugarreikningur, útiverkefni o.fl.

Námsefn            

Sproti 3b æfingahefti Sproti 4a og b nemendabók Sproti 4a og b æfingahefti Verkefni frá kennara Við stefnum á deilingu Við stefnum á margföldun Aukabækur - einstaklingsmiðað Eining 7 og 8 Línan 7 og 8 Merkúríus Viltu reyna Vasareiknir 2 og 3

Námsmat Símat á vinnu nemenda allan veturinn, matið byggir á könnunum, virkni og vinnusemi auk prófs í lok annar.

Samfélagsfræði Markmið Að nemendur:  kynnist sögu mannkyns  fái umfjöllun um upphaf og þróun mannsins  vita hvað fornleifar og fornminjar eru og hvernig þær veita upplýsingar um  sögu mannsins  kannast við og hafa kynnt sér valda atburði úr sögu fornaldar  hafa hlustað á og/eða lesið og unnið með þjóðsögur, hetjusögur og goðsagnir frá mismunandi stöðum í heiminum  kynnist ímynduðu samfélagi „Bláa hnattarins“  velti fyrir sér hvað þarf til að mynda góð samfélög  fái innsýn í daglegt líf fyrri kynslóða, fjölskyldugerð, híbýlahætti og verkaskiptingu, atvinnuvegi og tímatal.  geta nefnt dæmi um það sem er líkt og ólíkt í húsnæði, klæðaburði,  mataræði, heimilislífi, menntun, siðum og venjum nú og á öðru tímaskeiði


Námsvísir 4 bekkur 2012-2013

skilja mikilvægi umhverfisþátta fyrir búsetu og lífsafkomu þjóðarinnar nú og áður fyrr

Kennslufyrirkomulag Námsefninu verður skipt í nokkur þemaverkefni, þar vinna nemendur ýmist einstaklings eða hópaverkefni. Samfélagsfræðin verður samþætt öðrum námsgreinum t.d. með byrjendalæsi og útikennslu.

Námsefni Komdu og skoðaðu sögu mannkyns, Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti (Engi), Blái hnötturinn. Námsmat Áhugi, þátttaka, virkni, frumkvæði og vinnuframlag í kennslustundum metið ásamt verkefnum.. Nemendur fá umsögn fyrir vinnu sína að hausti og vori.

Náttúrufræði og umhverfismennt Markmið Að nemendur:  kynnist völdum fuglum úr íslenskri náttúru  læri um sólkerfið: sólina, jörðina, tunglið, reikistjörnurnar  þekki að jörðin er byggð upp af:- kjarna- möttli- jarðskorpu- hafi- lofthjúp  þekkja hvað veldur árstíðaskiptum og áhrifum þeirra og veðurs á daglegt líf fólks eftir staðsetningu á jörðinni  þekkja mánaðafjölda í ári, dagafjölda í mánuði og klukkustundir í sólarhring  fá yfirsýn yfir hreyfingu sólar, jarðar og tungls um himingeiminn  þekki að tunglið orsakar sjávarföll  noti endurvinnslu og flokkun sorps, læri um mikilvægi þess að umgangast auðlindir jarðar af virðingu  hringrásir í náttúrunni s.s. vatns, fæðuhringrás  kynnist árstíðum íslenskrar náttúru  kynnist íslenskum fjöllum, myndun og sögu þeirra  kynnist samspili mannins og móður jarðar  þjálfist í samvinnu

Kennslufyrirkomulag Námsefninu verður skipt í nokkur þemaverkefni, þar vinna nemendur ýmist einstaklings eða hópverkefni. Náttúrufræðin verður samþætt öðrum námsgreinum t.d. með byrjendalæsi og útikennslu.

Námsefni Fuglarnir okkar (lundi, spói og stokkönd)

5


6

Námsvísir 4. bekkur

Náttúran allan ársins hring Komdu og skoðaðu hringrásir (Engi) Komdu og skoðaði fjöllin (Borgir) Komdu og skoðaðu himingeiminn (Borgir) Blái hnötturinn

Námsmat Símat þar sem virkni, áhugi, vinnuframlag og verkefnaskil verða metin. Nemendur fá umsögn fyrir vinnu sína að hausti og vori.

Trúarbragðafræði Markmið Að nemendur:  fái kynni af trúarbrögðunum: kristni, gyðingdómi, islam,  búddadómi og hindúasið, lífsviðhorfum og menningu, m.a. með frásögnum af jafnöldrum  kynnist helgihaldi, siðum og nokkrum hátíðum helstu trúarbragða  heims  að nemendur læri að virða trúarbrögð annarra

Kennslufyrirkomulag Samlestur, umræður og vinna í anda Byrjendalæsis og Orða af orði.

Námsefni Trúarbrögðin okkar.

Lífsleikni Markmið Að nemendur:  styrki félagslega hæfni sína  læri að bera virðingu fyrir skoðunum annarra  öðlist betri skilning á sjálfum sér og öðrum sem tilfinninga- og félagsverum

Kennslufyrirkomulag Bekkjarfundir þar sem málefni í dagsins önn eru tekin fyrir, unnið er út frá Olweusaráætlun.


Námsvísir 4 bekkur 2012-2013

Enska Kennslufyrirkomulag Hlustun, lestur, söngur, leikir og ýmis verkefni tengd kennslubókunum.

Námsefni Right on og Portfolio – speak out (lesbók) og Work out (vinnubók).

Námsmat Virkni og áhugi í tímum metin en að auki verða lögð fyrir 2 próf yfir veturinn um jól og vor.

List- og verkgreinar Heimilisfræði Markmið að nemendur:  geri sér grein fyrir mikilvægi holls matarræðis.  læri um hvaða næringarefni fást úr fæðuflokkunum  læri um helstu hættur á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir óhöpp  þjálfist í notkun helstu mælitækja og rafmagnstækja í eldhúsi og viti hvað beri helst að varast  vinni einföld matreiðsluverkefni  þjálfist í að halda röð og reglu og hreinlæti á vinnusvæði sínu  læri um flokkun sorps frá heimilum

Kennslufyrirkomulag    

bókleg verkefni unnin munnleg og verkleg fræðsla um borðhald og borðsiði, matarræði, næringu og flokkun nemendur þjálfast í matreiðslu og frágangi á vinnusvæði lögð er áhersla á samvinnu nemenda í kennslustundum.

Námsefni Hollt og gott, heimilisfræði fyrir 4. bekk. Ýmsar uppskriftir og fræðsluefni frá kennara .

Námsmat Símat þar sem: iðni og afköst, verkfærni, umgengni og framkoma er metin reglulega.

7


8

Námsvísir 4. bekkur

Hönnun og smíði Markmið Markmið að nemendur  læri að nota mælitæki, saga, hefla, raspa, negla, líma, bora og pússa  læri að umgangast smíðastofuna og þau verkfæri sem að þar eru, kynnist fjölbreyttum efnum og viðartegundum sem hægt er að nota í smíði  læri að vinna við hefilbekk og nota algengustu handverkfæri  geti sett hugmyndir sínar á blað og yfirfært þær síðan á þann efnivið sem hentar hverju sinni. Þannig fær sköpunarþörf hvers og eins að njóta sín  læri að ganga snyrtilega um smíðastofuna

Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum.

Námsefni Kista, körfuboltastandur, flugvél, brúðuhaus, álþynna, dagatal

Námsmat Námsmat fer stöðugt fram á vinnu og verkefnum nemenda og er eftirfarandi haft í huga:  hugmyndaauðgi og hönnun  umgengni og hegðun  verkfærni og vandvirkni  iðni og afköst

Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 4. bekk geti:  fylkt helstu skipulagsformum í skólaíþróttum, s.s. stöðvaþjálfun, hringþjálfun, röðum og einstaklingsvinnu.  hlaupið að lágmarki fjögur þrep í MSFT þolprófi.  gert að lágmarki fjórar fótlyftur hangandi í rimlum og gert 5 armbeygjur og réttur.  hlaupið 60m sprett og tekið þátt í algengustu hlaupaleikjum.  steypt sér stuttan og langan kollhnís, farið í öfughöngu og höfuðstöðu.  framkvæmt einfaldar æfingar og tekið þátt í leikjum sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga.  tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum, s.s. að reisa horgemling og flá kött.  sýnt jákvæð samskiptaform eins og samvinnu, gleði, hjálpsemi og jákvæða uppörvun til félaga.


Námsvísir 4 bekkur 2012-2013

 

nefnt helstu líkamshluta og magn- og afstöðuhugtök og hreyfingar í skólaíþróttum. Tjáð tilfinningar sínar í orðum og túlkað þær í formi hreyfinga.

Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.

Námsefni / viðfangsefni: Leikir, stöðvaþjálfun, frjálsar íþróttir og boltagreinar.

Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Einkunn er vinnueinkunn sem gefin er í heilum og hálfum tölustöfum.

Skólasund Markmið að nemendur í 4. bekk hafi:   

þjálfi með sér og öðlist jákvætt viðhorf til æfinga og leikja í vatni skilji helstu markmið æfinga og leikja í sundi þekki og tileinki sér öryggis- og skipulagsreglur sundstaða

Kennslufyrirkomulag Leikir og markvissar hreyfingar sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.

Námsefni / viðfangsefni: Bringu-, bak-, skrið-, skólabak- og flugsund. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.

Námsmat: 4. sundstig      

25 m bringusund. 15 m skólabaksund. 12 m skriðsund með eða án hjálpartækja. 12 m baksund með eða án hjálpartækja. Flugsundsfótatök með eða án hjálpartækja Stunga úr kropstöðu af bakka eða stiga

Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda og fá þeir afhent sundskírteini í lok vetrar.

9


10

Námsvísir 4. bekkur

Myndmennt Markmið:

Að nemendur:  sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu  temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð  sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu  byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir  geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna  fái tækifæri til að örva skapandi hugsun í myndrænni vinnu  kynnist ólíkum aðferðum í túlkun og framsetningu á myndverkum  kynnist efni, áhöldum og hugtökum sem notuð eru í myndlist  fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín  þekki möguleika línunnar og geti unnið með hana á markvissan hátt  geti myndað og útfært samfelld mynstur  þekki virkni ljóss og skugga í umhverfinu  þekki hugtökin jákvætt og neikvætt rými Kennslufyrirkomulag

Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í myndmennt eru unnin fjölbreytt verkefni sem kenna og þjálfa lögmál og frumþætti myndlistar og veita innsýn í listasöguna og list þekktra listamanna, innlendra sem erlendra. Hvert verkefni byrjar með innlögn. Í innlögninni er verkefnið kynnt, sýnd mynddæmi og aðferðir útskýrðar með sýnikennslu. Nemendur vinna svo verkefnin annað hvort ein eða í hópum og tekur hvert verkefni u.þ.b. 2-8 kennslustundir eftir umfangi. Þegar nemendur hafa lokið verkefnum sínum eru þau stundum hengd upp og hópurinn ræðir saman um útkomuna. Námsefni

Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir og verkefni frá kennara.


Námsvísir 4 bekkur 2012-2013

Námsmat Nemendur fá umsögn/einkunn sem byggir m.a. á vinnusemi, vandvirkni og viðhorfi – ath. Þarf að samræma milli húsa ( nemendur í 4. bekk Engjum fá einkunn en umsögn í Borgum )

Textílmennt Markmiðið er að nemandi:      

læri að fitja upp í prjóni prjóni garðaprjón læri að fella af í prjóni læri að sauma saman prjónles og ganga frá endum í prjónlesi þjálfist í að sauma á saumavél tileinki sér nokkur hugtök textílgreinarinnar

Kennslufyrirkomulag: Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp. Í textílmennt vinna nemendur verkefni sem kennari velur. Eftir skylduverkefni geta nemendur valið sér aukaverkefni. Í upphafi eru innlagnir og umræður fyrir allan hópinn um þau verkefni sem nemendur munu vinna þá önnina. Eftir það er einstaklingskennsla. Við hvetjum nemendur til að vera hjálpsöm hvort við annað við verkefnavinnuna.

Námsefni: Hannyrðir í 3. – 6. Bekk, Á Prjónunum.

Námsmat: Vinnusemi, vandvirkni og jákvætt viðhorf er metið ásamt verkefnum nemenda.

Upplýsingamennt Markmið Markmið að nemendur:  læri að sýna kurteisi, tillitsemi og góða framkomu  temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð  sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  læri góða umgengni í kennslustofunni  tileinki sér jákvæð viðhorf til tölvutækninnar  geti notað margmiðlunarefni og Netið á sjálfstæðan hátt til að afla sér upplýsinga, til þjálfunar eða sér til skemmtunar  viti hvernig tölvan vinnur og þekki nöfn og virkni á flestum einingum hennar s.s. harður diskur, geisladrif og minni

11


12

Námsvísir 4. bekkur       

kunni að búa til og nota möppur í tölvum og geyma skjöl með skipulegum hætti geti hljóðritað efni með hjálp tölvu kunni grunnatriði í fingrasetningu á tölvu geti notað grunnaðgerðir í ritvinnsluforritinu Word, glæruforritinu Power Point og umbrotsforritinu Publisher geti lesið texta á skjá með sama árangri og af blaði kunni að sækja myndir frá mismunandi stöðum s.s. af neti, myndavél og myndlesara auki færni sína í íslensku, stærðfræði og öðrum námsgreinum

Kennslufyrirkomulag Unnin eru misstór verkefni sem tengjast námsmarkmiðum. Í byrjun hvers tíma/verkefnis er kennari með innlögn og nemendur vinna verkefni í framhaldi af því. Kennari gengur á milli nemenda og hjálpar til við lausn vandamála. Áhersla er lögð á að fá nemendur til að tileinka sér jákvæð viðhorf til tölva og fá þá til að líta á þær sem sjálfsagt verkfæri við nám, starf, tjáningu, sköpun og leik. Nemendur eru auk þess hvattir til að vera óhræddir við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækninni.

Námsefni Námsefni kemur af netinu auk forrita sem skólinn hefur yfir að ráða eins og ritvinnslu- og glærugerðarforrit. Auk þess útbýr kennari kennsluefni við hæfi aldurshópsins. Ritfinnur, Typing Master og æfingar fyrir Ritþjálfa verða notaðar til að læra rétta fingrasetningu. Námsefni verður samþætt við aðrar námsgreinar eftir því sem við á og verður lögð áhersla á að kennsla taki einnig mið af þróunarverkefninu Orð af orði.

Námsmat Námsmat byggist á virkni og vinnu í tímum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.