4. bekkur Skipulag skólastarfs Í 4. árgangi eru 3 bekkir, hver með sinn umsjónarkennara. Hægt er að opna á milli kennslustofa hjá 4. bekk og er mikið samstarf milli bekkja í árganginum. Lögð er áhersla á samvinnu kennara og teymisvinnu þannig að kennarar bera sameiginlega ábyrgð á kennslu í árgangnum.
Skólaárið 2011-2012 munu kennarar innleiða kennsluaðferð sem nefnist Orð af orði - lestur til náms í 4.-10. bekk. Markmiðið er að auka lesskilning nemenda og að þeir efli orðaforða og hæfni til að ráða í merkingu orða, nýti orðasöfn á fjölbreyttan hátt og efli þannig skilning. Ýmsar leiðir verða farnar til að vinna með orð og texta, t.d. hugtakakort, upplýsingatækni og yndislestur. Nemendum verða kenndar aðferðir til að læra orð og efla orðaforða, s.s. með aðferðum gagnvirks lestrar og kennt að tengja á milli þess sem þeir þekkja og vita fyrir og þess nýja sem þeir eru að fást við. Meðal verkefna verða orð dagsins, rím, krossglíma, orðaleit, orðtök og málshættir, yndislestur, hugtakakort og gagnvirkur lestur. Á haustönn verður markvisst unnið með orðaforða í 10 vikur a.m.k. þrisvar í viku í tveimur fögum. Á vorönn verður síðan lögð áhersla á markvissa vinnu í notkun hugtakakorta. Lesskilningspróf verða lögð fyrir þrisvar á skólaárinu í september, desember og maí til þess að mæla árangur. List- og verkgreinar í 4.-8. bekk eru kenndar í smiðjum sem eru lotuskiptar. Markmiðið með þessari skiptingu er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast betur innbyrðis og hefur það oftast jákvæð áhrif á náms- og félagsfærni þeirra. Í öllum smiðjum er kennd myndmennt, textílmennt, hönnun og smíði, heimilisfræði og upplýsingatækni. Aðrar greinar í smiðju geta m.a. verið leiklist, útivist, eðlisfræði, glíma og tónmennt. Þessar greinar eru þó ekki kenndar í öllum árgöngum. Hver smiðja er kennd 4-7 kennslustundir á viku. Tímabilin eru mislöng og fer lengd þeirra eftir fjölda nemenda í hverjum árgangi. Með þessu móti verður meiri samfella í listog verkgreinum og hægt er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt verkefni. Allur árgangurinn er í smiðju á sama tíma. Kennsla hefst alla daga kl. 8:10. Frímínútur eru í 20 mínútur milli 2. og 3. stundar og 10 mínútur milli 4. og 5. stundar.
Nemendur fá u.þ.b. 10 mínútur af kennslutíma fyrir stuttan nestistíma milli kl. 9.0010.00 á morgnana. Mælst er til þess að nemendur hafi með sér ávexti eða grænmeti og komi með brúsa fyrir vatn. Slíkur millibiti á að nægja þar sem nemendur borða hádegismat í mötuneyti kl. 11:20. Heimavinna. Heimanám er sent heim í möppu á föstudögum og skil eru á miðvikudögum.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 1 ‐
Íslenska Í Aðalnámskrá grunnskóla er námsgreinin íslenska skipulögð sem heildstæð námsgrein auk þess sem þjálfun í íslensku er felld inn í allar námsgreinar í grunnskóla.
Lestur og bókmenntir Markmið Að nemendur: nái einkunninni 8 á hraðlestrarprófi að vori skilji það sem þeir lesa lesi með skýrum framburði, noti þagnir á réttum stöðum og lesi með réttum áherslur og tjáningu Leiðir að markmiðum Nemendur fá bækur við hæfi í skólanum, bæði hjá kennara og á bókasafni. Mikil áhersla er lögð á heimalestur og einnig lesa börnin fyrir kennara og aðra nemendur. Unnið verður markvisst með texta úr dagblöðum. Í bókmenntum verður unnið með margvíslegan texta. Stuðst verður við nýja og eldri texta til þess að auka lesskilning. Ýmis ljóð eru valin í samráði við kennara og unnið með þau á margvíslegan hátt. Framsögn er þjálfuð með upplestri frá kennara, samnemendum og af geisladiskum. Nemendur æfa sig í að koma fram og segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið eða lesa upp úr sögubókum. Áhersla er lögð á að tala skýrt og skilmerkilega. Nemendur æfa sig í að hlusta á aðra og biðja um orðið á réttan hátt, hlutsta á fyrirmæli og fara eftir þeim. Námsgögn Lestrarbækur eftir getu hvers og eins.Ýmsar sögubækur, þjóðsögur , ævintýri og ljóð. Sögubækur af bókasafni. Námsmat Hraðlestrarpróf mælt í atkvæðum eða einkunn. Próf lagt fyrir í ágúst, október, desember, mars og maí. Lesskilningspróf lagt fyrir í október, desember, mars og maí. Framsagnarpróf verður lagt fyrir að vori.
Ritun Markmið Að nemendur: geti skrifað tengda skrift eftir forskrift geti dregið rétt til stafs og hafi bil á milli orða láti stafi sitja rétt á línu og hlutfall stórra og lítilla stafa sé rétt geri sér grein fyrir hugtökum eins og upphaf, miðja og endir í frásögnum geti lýst hlutum, athöfnum og atburðum í rituðu máli geti skráð framvindu og niðurstöðu í verkefnum sem þeir hafa unnið læri að greina aðalatriði í texta geti skrifað einfaldan texta eftir upplestri læri að fara eftir stafsetningarreglum Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 2 ‐
leggi sig fram um að skrifa skýrt og greinilega og vandi allan frágang þjálfist í að stafsetja rétt semji sögur með atburðarás og yrki ljóð þjálfist í að gera útdrætti og skrá efni munnlegra og/eða skriflegra frásagna þjálfist í að nota orðabækur og önnur hjálpargögn við ritun kynnist ritvinnslu sem hjálpartæki við ritun og átti sig á íslenska stafrófinu á lyklaborði
Leiðir að markmiðum Nemendur læri tengiskrift, æfi sig í að hafa bil á milli orða og stærðarhlutföll stafa rétt. Þjálfunin felst í því að skrifa í skriftarbækur, stílabækur og laus blöð. Nemendur vinna fjölbreytt ritunarverkefni. Þau eru ýmist frjáls eða fyrirfram ákveðinaf kennara. Nemendur eru þjálfaðir að lýsa hlutum og athöfnum í nánasta umhverfi. Þeir skrá frásagnir um atburði úr eigin lífi og semja sögur. Í stafsetningu fá nemendur þjálfun í að skrifa eftir upplestri. Þeir eru æfðir í að fara eftir nokkrum stafsetningarreglum eins og að nota lágstfi, hafa bil á milli orða, nota stóran staf á eftir punkti og í sérnöfnum. Sóknarskrift verður markvisst notuð. Námsgögn Góður-betri-bestur 3B, 4A og 4B ásamt öðrum verkefnabókum. Ýmis ritunarverkefni. Námsmat Skriftarpróf í desember og maí. Leiðsagnarmat er notað þar sem vinna nemenda í tímum er metin.
Málfræði og málnotkun Markmið Að nemendur: þekki hlutverk nafnorða, sagnorða og lýsingarorða kunni að fallbeygja nafnorð kunni að stigbreyta lýsingarorð kunni nútíð og þátíð sagnorða Leiðir að markmiðum Nemendur vinna sjálfstætt í vinnubókum þar sem ofangreindir námsþættir eru þjálfaðir eftir innlögn. Lögð áhersla á að örva málþroska og máltilfinningu nemenda með auknum lestri og hlustun. Námsgögn Skinna 1, eftir Gísla Ásgeirsson og Þórð Helgason. Ritrún 3, eftir Kolbrún Sigurðardóttir og Þóra Kristinsdóttir Ljósrituð verkefni. Námsmat Leiðsagnarmat er notað þar sem vinna nemenda í tímum er metin. Lokapróf í lok hvorrar annar. Nemendur fá upprifjunarhefti heim til að æfa sig fyrir prófin
Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 3 ‐
Stærðfræði Markmið (þrep 7 í Mentor) Að nemendur: þekki mælieiningarnar m og cm, l og dl og g og kg þekki speglunarás, getur notað speglun til að búa til samhverfar myndir, getur hliðrað og snúið flatarmyndum geti notað vasareikni til að leggja saman safn af háum tölum ásamt því að draga frá og margfalda kunni margföldun upp í 10x10 og getur nýtt sér dreifireglu margföldunar til að reikna hærri tölur skilji reikniaðgerðina deilingu, þar sem unnið er með tölur undir 50 og er skipt í 10 hluta eða færri geti fundið summu þriggja og fjögurra stafa talna geti notað fjölbreyttar aðferðir við frádrátt. Unnið með allt að þriggja stafa tölur og tölur sem dregnar eru frá hlaupa á hálfum og heilum tug geti lesið úr tölulegum upplýsingumm, nýtt sér upplýsingarnar við útreikning og sett tölulegar upplýsingar fram á myndrænan hátt kunni einföld almenn brot og getur búið til einn heilan úr ólíkum brotabútum geti reiknað dæmi þar sem bókstafur er notaður sem staðgengill tölustafa fyrir óþekkta stærð geti merkt hnit heilla talna inn á hnitakerfi og teiknað flatarmyndir inn á rúðunet þekki hugtakið líkur og geti borið saman líkur á að eitthvað gerist með því að nota hugtökin jafnmiklar líkur, meiri líkur, minni líkur kunni stærðfræðihugtökin: samlagning, leggja saman, summa, samtals, plús, frádráttur, mínus, mismunur, faldheiti, metrakerfi, flatarmál, ummál, speglun, flutningur og margfeldi geti notað stærðfræðitáknin > < = til að gera yrðingar sannar geti tjáð sig um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum við aðra. Getur einnig skrifað niður skipulegar skilgreiningar á hugtökum Markmið (þrep 8 í Mentor) Að nemendur: kunni góð skil á samlagningu og getur beitt mismunandi aðferðum við samlagningu þar sem allt að fjögra stafa tölur eru lagðar saman kunni góð skil á frádrætti og getur beitt mismunandi aðferðum við frádrátt þar sem allt að þriggja stafa tölur dregnar frá þriggja stafa tölum kunni margföldun þar sem allt að þriggja stafa tala er margfölduð með einni kunni deilingu þar sem einni tölu er deilt í tveggja stafa tölu geti sett upplýsingar upp í súlurit, ásamt því að geta lesið/ skráð og ályktað út frá tölfræðilegum upplýsingum geti námundað að tug og hundraði þekki hugtakið tugabrot, notkun og skráningu geti flokkað horn út frá því hvort þau eru rétt, gleið eða hvöss geti greint hvaða reikniaðgerðir á að nota við einföld orðadæmi skilji grundvallaratriði tímatalsins (ár, vikur, dagar), kann á klukku og gerir sér grein fyrir tímamismun Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 4 ‐
geti notað einfaldar mælieiningar fyrir hitastig, mál, vog og þekki mælieiningarnar m og cm, l og dl, g og kg þekki mynt og seðla, geti áætlað talið og skráð peningaupphæðir og gefið til baka þekki neikvæðar tölur upp í 50 átti sig á fjölbreyttu talnamynstri og getur haldið áfram með þau geti tjáð sig um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum við aðra. Getur einnig skrifað niður skipulegar skilgreiningar á hugtökum geti fundið út flatarmál og ummál óreglulegra flata með hjálp rúðunets/punktanets Leiðir að markmiðum Í stærðfræði verða 5-6 kennslustundir á viku. 3-4 þeirra verða í Einingu 7-8. Lögð er áhersla á að allur hópurinn fylgist að í Einingu, sameiginleg innlögn fer fram í byrjun tímans og unnin verður 1-2 bls. í hverjum tíma. Ef nemendur ná ekki að klára efni vikunnar eiga þeir að ljúka því heima. Efninu er skipt niður í 12 þætti eftir þrepamarkmiðum í stærðfræði. Eining 7 verða kláruð í desember og Eining 8 í maí. Einn tími í viku verður nýttur í umræður og verklega vinnu. Einn tími í viku verður dæmatími. Báðir þessir tímar tengjast því efni sem unnið er með í Einingu þá vikuna. Námsgögn Sproti, eftir Bjornar Alseth, Henrik Kirkegaard, Gunnar Nordberg, Mona Rossland. Stefnum á deilingu, eftir Carol A. Thornton og Cathy Noxon. Verkefni fyrir vasareikna, eftir Ingibjörgu Þorkelsdóttur. Viltu reyna, Stjörnubækur (s.s. Merkúríus) eftir erlenda höfunda. Í undurdjúpnum, eftir Birna Hugrún Bjarnardóttir og María Ásmundsdóttir. Ýmis verkefni. Námsmat Merkt verður við þá nemendur sem ekki skila heimavinnu. Í janúar fá nemendur eina einkunn, skólaeinkunn sem byggir á:
4 könnunum á haustönn = 60% lokaprófi á haustönn= 40%
Í lok skólaárs fá nemendur tvær einkunnir, skólaeinkunn sem byggir á 4 könnunum á vorönn og prófseinkunn úr lokaprófi sem tekið er í maí.
Erlend tungumál Enska Markmið Að nemendur: geti heilsað á ensku þekki einföld orð kunni tölur og liti þekki einföld fjölskylduheiti þekki einfalda líkamsparta þekki nokkur dýr Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 5 ‐
þori að tjá sig á ensku Leiðir að markmiðum Að nemendur vinni áhugahvetjandi verkefni. Verkefni er unnin munn- og verklega. Mikið hlustað og söngva og farið í leiki. Kennari reynir að tala alltaf eitthvað ensku í kennslustundum og fá nemendur til að tjá sig á ensku. Námsgögn Speak out, ýmislegt ljósritað ítarefni og verkefni eru unnin á ýmiskonar pappír til að gera vinnuna fjölbreytta og spennandi. Námsmat Símat, þ.e. ástundun og vinna nemenda er metin jafnt og þétt yfir skólaárið. Lokaeinkunn er í formi umsagnar.
Samfélagsgreinar Landafræði Komdu og skoðaðu fjöllin Markmið Að nemendur: geti nafngreint nokkur íslensk fjöll átti sig á hvernig fjöll eru sýnd á landakorti þjálfist í að skoða landakort og finna staði á því velti fyrir sér hvað séu fjöll og læri ýmis heiti á hólum, hæðum og fjöllum auki orðaforða sinn og þjálfist í að fletta upp lykilorðum skilji að fjöll eru mikilvægur hluti af íslenskri náttúru átti sig á að öll eru fjöllin ólík og hafa orðið til á ýmsa vegu fái að vita að það eru bæði innræn öfl (eldvirkni) og útræn öfl (rof) sem móta landið og skapa fjöllin skilji að saga þjóðarinnar er samofin landinu, brot af þjóðarsögunni er tengt hverju fjalli fólki sem þar hefur búið, farið þar um, hræðst fjallið eða notið þess velti fyrir sér hvernig umhverfið hefur haft áhrif á fólk, mótað líf þess og veitt innblástur til listsköpunar fái áhuga á eigin umhverfi og að hjá þeim kvikni löngun til að afla sér upplýsinga um fjöllin sem eru hluti af þeirra eigin umhverfi Komdu og skoðaðu landakort Markmið Að nemendur: átti sig á umhverfi sínu bæði úti og inni, rati um það, læri að fara eftir leiðbeiningum og geti vísað öðrum til vegar kynnist loftmyndum og gildi þeirra við landkönnun og kortagerð átti sig á hvernig kort eru unnin eftir loftmyndum og að bera saman ljósmynd, loftmynd og kort af sama stað skilji stærðarkvarða loftmynda og korta læri að þekkja áttirnar og viti hvers vegna sú þekking er mikilvæg Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 6 ‐
læri að lesa landakort, viti hvernig þau snúa og þekkji helstu tákn þeirra og liti kynnist aðferðum við að rata og hvernig kort hjálpa til læri að lesa ákveðna staðsetningu af korti (rúðustrikuðu) læri að mæla fjarlægðir á landakorti sjái hvernig landslag er túlkað á kortum á fleiri en einn veg skoði hnattlíkan, vita hvernig það snýr og að þekkja pólana og baugana læri að finna ákveðna staði á korti og lönd og höf á hnattlíkani átti sig á að kort geta verið ónákvæm af ýmsum ástæðum kynnist mikilvægi korta í daglegu lífi
Saga Komdu og skoðaðu sögu mannkyns Markmið Að nemendur: læri að saga jarðarinnar og lífs á jörðu er miklu lengri en saga mannsins þekki til upphafs og þróunar mannsins þjálfist í umfjöllun um tímann og tímatal átti sig á að til hafa verið fjölmörg mismunandi menningarsvæði í heiminum hvert með sína siði og venjur og ólíka stjórnunarhætti fái örlítið að vita um ólík menningarsvæði á nokkrum stöðum og á mismunandi tíma hafi heyrt af nokkrum sögufrægum persónum svo sem þjóðarleiðtogum, fornspekingum og landkönnuðum þekki til nokkurra sögulegra fornminja átti sig á þróun sögunnar allt frá frumstæðum, einangruðum samfélögum manna til nútíma tæknisamfélaga Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera Markmið Að nemendur: átti sig á mismunandi hegðun dýra geri sér grein fyrir að mismunandi atferli skiptir miklu máli í lífi dýra og getur haft úrslitaáhrif um velgengni þeirra átti sig á að atferli manna er oft af sama meiði og dýranna fái hvatningu til þess að fylgjast vel með hegðun dýra í umhverfi sínu sýni dýrum aukna virðingu með aukinni þekkingu á þeim og tengslum við þau fái hvatningu til náms úti í náttúrunni Leiðir að markmiðum Samfélagsfræðin verður kennd í þemum. Hvert þema er tekið fyrir í 6-8 vikur eða eftir því hvað þemað höfðar til nemendanna og hversu langan tíma tekur að vinna úr þeim hugmyndum sem nemendur fá á tímabilinu. Nemendur vinna bæði einstaklingslega og í hópum. Umræðutímar, bóklegir verkefnatímar og stærri verkefni. Námsgögn Komdu og skoðaðu fjöllin, Komdu og skoðaðu sögu mannkyns, komdu og skoðaðu hvað dýrin gera og komdu og skoðaðu landakort eftir Jóhönnu Karlsdóttur Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 7 ‐
og Sigrúnu Helgadóttur. Kostuleg kort og gröf, eftir Ginger Wentrcek. Kortabækur. Námsmat Leiðsagnarmat er notað þar sem vinna nemenda í tímum er metin. Lokamat er í formi umsagnar.
Náttúrufræði og umhverfismennt Eðlisvísindi Markmið Bygging og eiginleikar efnis Nemandi á að: kynnast ólíkum efnum í nánasta umhverfi átta sig á því að andrúmsloftið er efniskennt átta sig á því að sum efni leysast upp í vatni en önnur ekki Efnabreytingar Nemandi á að: skilja að vatn getur skipt um ham skilja að efni breytast gjarnan þegar þau eru hituð Kraftur og hreyfing Nemandi á að: kynnast kröftum í daglegu lífi, svo sem togkrafti, þyngdarkrafti, núningskrafti, segulkrafti, rafkrafti og vöðvakrafti gera sér grein fyrir að það þarf kraft til að draga hluti, ýta og snúa þeim og breyta lögun þeirra kynnast því hvernig má nota verkfæri til að spara krafta Orka og orkuform Nemandi á að: vinna með heita og kalda hluti átta sig á algengustu orkugjöfum í umhverfinu geta nefnt dæmi um hvernig hægt er að spara orku Bylgjur og rafmagn Nemandi á að: geta lýst hvernig sýnilegar bylgjur á vatni og streng verða til og hegða sér þekkja að ljós er samsett úr ýmsum litum geta lýst á einfaldan hátt hvernig ljós hreyfist og skuggar myndast kynnast því að það má rafmagna hluti með núningi kynnast því að sumir hlutir leiða rafmagn en aðrir ekki kynnast eiginleikum segla Að búa á jörðinni Nemandi á að: gera sér grein fyrir hvernig hægt er að spara orku á heimilum geta fjallað um kalda vatnið, svo sem uppsprettur, nýtingu og hreinleika
Lífvísindi Frumur Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 8 ‐
Nemandi á að: gera sér grein fyrir að allar lífverur eru úr frumum Mannslíkaminn Nemandi á að: geta nafngreint flesta sjáanlega líkamshluta mannsins gera sér grein fyrir að líkaminn er gerður úr líffærum sem gegna ákveðnum hlutverkum, svo sem beinum, vöðvum, hjarta, blóðrás, lungum, meltingarfærum, heila og skynfærum gera sér grein fyrir mikilvægi ákveðinna þátta fyrir heilbrigði og líðan, svo sem heilsu, hreinlætis, fæðu, tannverndar, hreyfingar og svefns gera sér grein fyrir áhrifum fæðu á líkamann gera sér grein fyrir að ýmis utanaðkomandi efni eru skaðleg líkamanum gera sér grein fyrir að ýmsir sjúkdómar og sníklar eru smitandi en oft eru til ráð til að koma í veg fyrir þá eða lækna Lífverur Nemandi á að: kynnast helstu lífverum í nánasta umhverfi, þar á meðal íslensku húsdýrunum átta sig á að lífverur þarfnast vatns, lofts, fæðu og búsvæðis til að lifa geta borið saman plöntur og dýr geta lýst nokkrum einföldum en ólíkum lífsferlum lífvera, svo sem fræ verður að plöntu, lirfa verður að fiðrildi, úr eggi kemur ungi, barn verður til gera sér grein fyrir að afkvæmi erfa eiginleika frá foreldrum sínum kynnast og fylgjast með hegðun dýra, svo sem æxlun, félagslífi, umönnun, fari, óðalshegðun og leikjum Vistkerfi Nemandi á að: gera sér grein fyrir að dýr nærast á öðrum lífverum átta sig á áhrifum árstíðabundinna breytinga á íslenskt lífríki Að búa á jörðinni Nemandi á að: sýna áhuga og ábyrgð á nánasta umhverfi og velferð lífvera gera sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana kunna að flokka úrgang sem fellur til á heimilum og skilja tilganginn með flokkuninni
Jarðvísindi Uppbygging jarðar Nemandi á að: gera sér grein fyrir því að yfirborð jarðar er mismunandi Orka jarðar Nemandi á að: þekkja hringrás vatnsins í tengslum við ólík birtingarform þess í náttúrunni kynnast því að á Íslandi er jarðvarmi og hvernig hann er nýttur í daglegu lífi geta lýst áhrifum sólarljóss á jörðina Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 9 ‐
Mótun jarðar Nemandi á að: gera sér grein fyrir því að jörðin er í stöðugri þróun og hefur tekið miklum breytingum á löngum tíma gera sér grein fyrir því að vatn, í hvaða formi sem er, hefur áhrif á yfirborð jarðar Jörðin í alheimi Nemandi á að: átta sig á að jörðin er hnöttótt skilja hvers vegna við dettum ekki af jörðinni (þyngdarkrafturinn)
gera sér grein fyrir að jörðin er hluti af stóru sólkerfi
geta lýst á einfaldan hátt hvernig hreyfingar jarðar orsaka dag og nótt Að búa á jörðinni Nemandi á að gera einfaldar veðurathuganir gera sér grein fyrir mismunandi veðurfari
þekkja rétt viðbrögð við mögulegum náttúruhamförum í heimabyggð, svo sem jarðskjálfta, flóði, snjóflóði eða eldgosi
Leiðir að markmiðum Unnið er að 2-3 ofangreindum markmiðum í hverri kennslustund. Fyrst eru innlögn og umræður, svo verkleg tilraun og tíminn endar á að nemendur gera vinnublað. Námsgögn Ýmis áhöld til tilrauna. Vinnublöð frá kennara. Námsefni af vef. Námsmat Vinnubók annarinnar er metin. Einkunn er gefin í formi umsagnar.
Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði
Markmið Að nemendur: átti sig á fjölbreyttum trúarbrögðum kynnist öðrum trúarbrögðum lítilllega t.d. gyðingdómur, Islam, búddhatrú og hindúatrú. þekki aðdragandann að fæðingu Jesú þekki helstu hátíðir kristinna manna þroski með sér tillitssemi og nærgætni í samskiptum við aðra læri að meta það sem vel er gert og öðlist hæfni til að hrósa og uppörva aðra Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 10 ‐
Viðfangsefni Nemendur heimsækja kirkjuna okkar, Seljakirkju. Leiðir að markmiðum Umræðu og vinnutímar. Námsgögn Bækurnar Gyðingdómur, Islam, Búddhatrú og Hindúatrú, kennari vinnur úrdrætti úr bókunum sem nemendur lesa. Verkefni útbúin af kennara. Námsmat Námsmat er í formi umsagnar.
Lífsleikni Markmið Að nemendur: séu færir um að túlka mismunandi tilfinningar virði leikreglur geti bent á og nefnt ýmsa þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan þeirra geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða geti sett sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim séu færir um að setja sér markmið að eigin frumkvæði þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt læri að lesa leiðbeiningar og skilaboð af skiltum læri að afla upplýsinga um símanúmer Leiðir að markmiðum Bekkjartími einu sinni í viku, umræður og verkleg vinna. Námsgögn Stuðst er við einkunnarorð skólans, SÁTT. Námsmat Námsmat er í formi umsagnar.
Upplýsinga- og tæknimennt Tölvunotkun Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að:
öðlast grunnfærni í notkun ritvinnsluforritsins Word, með því að: o búa til nýtt skjal og vista það o breyta stafagerð (Font) og stafastærð (Size), feitletra, skáletra og undirstrika Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 11 ‐
o klippa, líma og afrita (Cut, Paste, Copy) o nota : teiknistikuna tab-lykillinn prentskoðun skrautskrift og ramma merki og númer textajöfnun áherslupenna o setja inn teiknimyndir (Clip Art) myndir skrautrammar (Borders and Shadings) form (Auto Shapes) töflur blaðsíðutal, haus og fót þjálfa fingrasetningu geti nýtt sér efni af vef skólans og Neti
Leiðir að markmiðum: Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Nemendur byrja á að leysa verklega æfingu. Í framhaldi verður verkefni þar sem nemendur eiga að nota þau verkfæri sem teljast til grunnfærni í forritinu. Verkefnið er samstarfsverkefni kennara í upplýsingatækni og umsjónarkennara árgangsins. Námsgögn: ritvinnsluforritið Word Word verkefni á vef Námsgagnastofnunar http://www.nams.is/uppltaekni/index.htm forritið Ritfinnur valdar vefsíður á Netinu Námsmat: Leiðsagnarmat þar sem kennari metur verkefni nemenda, vinnusemi og færni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.
Hönnun og smíði Smíði Markmið Að nemendur: læri að búa til snið eftir útlitsteikningu og teikna eftir sniði læri að saga með útsögunarsög læri að nota klaufspýtu læri að saga hornrétt með bakkasög þjálfist í að festa saman með lími Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 12 ‐
temji sér vinnusemi og frumkvæði temji sér vandvirkni leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Leiðir að markmiðum Í 4. – 8. bekk er lagt fyrir eitt “skylduverkefni”, þar sem lögð er áhersla á að kenna eina eða fleiri vinnuaðferðir, meðferð einhverra ákveðinna verkfæra eða smíðaefna. Þessi verkefni eru alltaf þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á gerð þeirra, útlit og jafnvel virkni, svo framarlega sem þekkingin sem verkefninu er ætlað að koma til skila glatist ekki. Reynt er að haga skylduverkefnum þannig að þau taki ekki nema um helming þess tíma sem hverjum nemanda er ætlaður. Þann tíma sem eftir er hefur nemandinn til að vinna að verkefnum að eigin vali. Í ”frjálsum verkefnum” er áhersla lögð á að gera nemandanum ljósa þá möguleika sem hann hefur til þess að hanna og smíða hluti þ. e. hvaða takmarkanir hann þarf að sætta sig við af völdum kostnaðar,rýmisaðstöðu,- véla og verkfæra og fleira í þeim dúr. Ennfremur að hann geri sér grein fyrir kunnáttu sinni og getu til að framkvæma hluti. Reynt er að hjálpa hverjum nemanda til að finna hvar áhugi hanns liggur og hvaða möguleika hann hefur til að nýta áhuga sinn á einhverju sviði til að velja sér smíðaverkefni innan þess ramma sem á undan er getið. Skylduverkefni Í 4. bekk er skylduverkefnið svokallað tímaritabox, kassi úr birkikrossviði sem hentar til geimslu á A-4 blöðum, stílabókum, tímaritum og öðru þessháttar. Þeir kennsluþættir sem hafa mesta þýðingu í þessu verkefni eru: að búa til snið eftir útlitsteikningu og teikna eftir sniði að saga með útsögunarsög að saga með bakkasög að festa saman með lími að nota brennipenna að fylgja öryggisatriðum sem tengjast ofantöldu Frjáls verkefni Í þessum verkefnum fær nemandinn tækifæri til að nýta sér eigin áhuga vilja og kunnáttu til að breyta hugmynd í veruleika og smíðaefni í fullunninn hlut. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að virkja vilja og áhuga hvers einstaklings til að afla sér þekkingar á því sviði sem hugurinn beinist að hverju sinni og gera hann jafnframt ábyrgan fyrir velgengni sinni. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Í 4.- 8. bekk er öllum skylt að vera í Hönnun og Smíði. Augljóslega er um að ræða nemendur með mismunandi styrkleika. Til að koma á móts við hvern nemanda í mati á hanns vinnuframlagi, er reynt að taka tillit til þessa. Það er gert með eftirfarandi hætti: Reynslan hefur sýnt að öll börn eiga möguleika á að standa sig vel í að minnsta kosti einum af eftirfarandi þremur þáttum þ. e.: Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er m. a. hve vel nemandinn heldur sig að verki og hvernig hann bregst við Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 13 ‐
erfiðleikum, vandvirkni, þar sem metin er m. a. þrautseigja nemandans til að ná fram sem bestum árangri og frumleiki, þar sem metið er m.a. hvort nemandinn leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Vægi þessara þátta er látið vera 70%, 15% og 15%. Við mat á verkum hvers einstaks nemanda er hæsta vægið (70%) fært á þann þátt sem viðkomandi nemandi er sterkastur í. Þannig fæst ákveðinn jöfnuður umfram hefðbundið námsmat. Nemandinn er eftir því sem kostur er þátttakandi í námsmatinu, þannig að hann geti smám saman gert sér grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til hans hverjar eru hans sterku og veiku hliðar og hvar hann getur bætt sig. Tekið skal fram að matið er huglægt mat á verkum og framgöngu nemandans og birtist á einkunnaspjaldi sem töluleg einkunn á skalanum 1 – 10.
Nýsköpun Veturinn 2011-2012 er kennd nýsköpunarmennt í fjórða bekk. Þetta er tilraunaverkefni og er kennt í smiðjuhópum í stað smíði. Kennsla fer fram í smíðastofu og tölvustofu til skiptis, tvo tíma í senn. Markmið: Að nemandi gefi gaum að umhverfi sínu noti orð og hugtök til að koma af stað skapandi hugsun skoði hlut og átti sig á virkni hans geti gert líkan geti komið hugmynd sinni á framfæri Leiðri að markmiðum Nemendur byrja á því að skoða hluti og gera sér grein fyrir hvernig þeir virka. Þá er unnið með hugmyndakveikjur í því formi að nemendur draga tvö orð og reyna að tengja þau saman. Þetta vinna nemendur saman í pörum. Dæmi: Taka til - ílát. Nemandi þarf að átta sig á merkingu orðanna og tengja þau saman til að hefja hugsanaferli. Útkoman gæti leitt til uppfinningar sem tengist orðunum á einhver hátt. Eftir að hugmynd kemur fram þarf nemandinn að gera teikningu og eftir atvikum líkan eða frumgerð. Þau kynna hugmyndina fyrir samnemendum. Kynningin er tekin upp á myndband. Nemendum gefst kostur á að vera þátttakendur í nýsköpunarkeppni 4. bekkjar Seljaskóla þar sem hugmyndirnar verða metnar af óhlutdrægum aðilum. Þar verður veitt viðurkenning fyrir bestu hugmyndirnar. Einnig er nemendum hjálpað við að senda hugmyndina inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Námsgögn Upplýsinga er leitað í tölvu og ýmsir nytjahlutir skoðaðir. Námsmat Námsmat er í formi umsagnar og byggist á virkni í tímum.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 14 ‐
Listgreinar
Myndmennt Markmið Að nemandi: kynnist andstæðum litum og beiti litafræði til að kalla fram ákveðin áhrif í mynd þekki grunnformin í tvívíðu og þrívíðu formi þekki og ræði mynddæmi úr íslenskri listasögu með áherslu á hugtök sem unnið er með geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum geri sér grein fyrir verðmæti þeirra efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni Leiðir að markmiðum Bein kennsla, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar og einstaklingskennsla. Námsgögn Blýantar, strokleður, ýmsar tegundir lita, leir, lím, pappír, skæri og fleira. Myndmennt I og II og fleiri bækur. Námsmat Metin eru verk nemanda, vinnubrögð og virkni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.
Textílmennt Markmið Að nemendur :
læri garðaprjón læri að sauma saman prjónles og ganga frá endum læri um helstu hluti saumavélar læri að sauma beinan saum og beygja á saumavél læri að snúa band eða hnýta Leiðir að markmiðum Innlögn og sýnikennsla þar sem verkefnið er útskýrt, að öðru leyti einstaklingskennsla. Textílnám felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem færniþættina: sköpun, túlkun og tjáningu annarsvegar og skynjun, greiningu og mat hinsvegar. Með þessari flokkun er leitast við að tryggja það að þjálfaðir séu allir þættir greinarinnar en þeir eru: færni, þekking og skilningur. Námsgögn Prjónar, saumavél, skæri, nálar og títuprjónar. Námsmat Byggist á verkum nemenda, vinnubrögðum og virkni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10. Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 15 ‐
Tónmennt Markmið Að nemendur: flytji á viðeigandi hátt fjölbreytta tónlist í söng og hljóðfæraleik, einn eða í hóp, undir eigin stjórn eða annarra semji spinni og útsetji einföld tónverk eftir gefnum fyrirmælum með mismunandi hljóðgjöfum öðlist vaxandi færni í flutningi á tónlist, sönglögum og stefjum eftir minni, heyrn og nótnatáknum semji eða flytji einfaldan dans eða hreyfingu við tónlist meti eigin tónlistarflutning, hreyfingu og tónsköpun og nýti sér hljóðritun myndupptökur til þess þekki og geti greint hugtök s.s.háir tónar og djúpir tónar, hratt og hægt, bjart og dimmt,langt og stutt, púls og hrynur, sterkt og veikt, endurtekning og andstæður, hljóð og þögn, einn tónn eða fleiri og hendingar geti tjáð sið um sögulegt og samfélagslegt samhengi tónlistar sem hann hefur flutt eða heyrt þekki og geti greint helstu hljóðfæraflokka og raddgerðir geti sýnt viðbrögð við fjölbreyttri tónlist, notkun efnisþátta, eiginleikum ,einkennum og áhrifum þeirra með hreyfingu ,dansi, teikningu,töluðum orðum eða öðrum tjáningarformum Leiðir að markmiðum Söngur í hóp, leikir og æfingar sem efla hópmeðvitund, samspil með skólahljóðfærum, hlustun á tónlist ólíkrar menningar. Námsgögn Tónmennt, forskólinn, það var lagið ofl. Litir, skriffæri og skólahljóðfæri. Námsmat Frammistaða í tímum, viðmót, virkni, vinnusemi og samvinnuhæfni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10 auk umsagnar.
Heimilisfræði Markmið Að nemandi hafi: lært að reglubundnar máltíðir eru mikilvægar og aukið þekkingu sína á góðum matarvenjum og veit að þær skipta máli í leik og starfi þjálfast í að nota rétt mælitæki og að taka til hráefni í uppskrift þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum við einföld verkefni rifjað upp hvers vegna hreinlæti er nauðsynlegt rifjað upp þekkingu sína á fæðuflokkunum gert sér grein fyrir því hvað eru góðar lífsvenjur (næring, hreyfing, hvíld, svefn) Leiðir að markmiðum Nemendur vinna einföld verkefni sem tengjast matargerð, hreinlæti, frágangi í eldhúsi, samvinnu og samskiptum. Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 16 ‐
Námsgögn Hollt og gott 3, eftir Halldóru Birnu Eggertsdóttur og Hjördísi Jónsdóttur. Námsmat Einkunn er gefin á skalanum 1-10.
Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur: öðlist aukna færni í helstu grófhreyfingum og samsettum hreyfingum auk þess að bæta samhæfingu þeirra fái útrás fyrir hreyfiþörf og í leiðinni jákvæða upplifun af íþróttum efli líkamsþol, hraða, viðbragð og liðleika þjálfist í samvinnu og að sýna tillitssemi við aðra nemendur fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki. Lögð er áhersla á að hver og einn fái útrás fyrir hreyfiþörf sína og fái jákvæða upplifun af íþróttum. Námsgögn: Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar Námsmat: Þol, liðleiki og hraði eru mæld tvisvar á vetri Virkni í tímum, samskipti við aðra nemendur og hvort farið er eftir fyrirmælum er í símati. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.
Sund Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Seljaskóli fær aðgang að sundlaug Ölduselsskóla eftir kl. 14 á daginn og eru námskeiðin því skipulögð eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmið Nú ættu nemendur að geta synt lengri vegalengdir, án hjálpartækja í bringusundi og skólabaksundi. Haldið verður áfram með skriðsund, baksund og flugsundsæfingum bætt við. Tekið er samræmt próf og nemendur fá afhent sundskírteini í lok námskeiðs. Þetta er gert til þess að nemendur og foreldrar fái sem fyrst markvissar upplýsingar um sundgetu nemenda. Lögð er áhersla á að nemendur hlýði flautu og sýni góða framkomu. 4 marksmiðsstig: Að nemendur Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 17 ‐
geti synt 25 metra bringusund geti synt 15 metra skólabaksund geti synt 12 metra skriðsund með eða án hjálpartækja geti 12 metra baksund með eða án hjálpartækja geri flugsundsfótatök með eða án hjálpartækja Geti stungið sér úr kropstöðu af bakka eða stiga
Leiðir að markmiðum Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsgögn: Kútar og korkar. Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 4. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "4. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn.
Skólanámskrá Seljaskóla 2011‐2012 4. bekkur ‐ 18 ‐