5bekkur2011_2012

Page 1

5. bekkur Skipulag skólastarfs Í 5. árgangi eru 3 bekkir, hver með sinn umsjónarkennara. Hægt er að opna á milli kennslustofa hjá 5. bekk og er mikið samstarf milli bekkja í árganginum. Lögð er áhersla á samvinnu kennara og teymisvinnu.

Skólaárið 2011-2012 munu kennarar innleiða kennsluaðferð sem nefnist Orð af orði - lestur til náms í 4.-10. bekk. Markmiðið er að auka lesskilning nemenda og að þeir efli orðaforða og hæfni til að ráða í merkingu orða, nýti orðasöfn á fjölbreyttan hátt og efli þannig skilning. Ýmsar leiðir verða farnar til að vinna með orð og texta, t.d. hugtakakort, upplýsingatækni og yndislestur. Nemendum verða kenndar aðferðir til að læra orð og efla orðaforða, s.s. með aðferðum gagnvirks lestrar og kennt að tengja á milli þess sem þeir þekkja og vita fyrir og þess nýja sem þeir eru að fást við. Meðal verkefna verða orð dagsins, rím, krossglíma, orðaleit, orðtök og málshættir, yndislestur, hugtakakort og gagnvirkur lestur. Á haustönn verður markvisst unnið með orðaforða í 10 vikur a.m.k. þrisvar í viku í tveimur fögum. Á vorönn verður síðan lögð áhersla á markvissa vinnu í notkun hugtakakorta. Lesskilningspróf verða lögð fyrir þrisvar á skólaárinu í september, desember og maí til þess að mæla árangur. List- og verkgreinar í 4.-8. bekk eru kenndar í smiðjum sem eru lotuskiptar, hver lota er 6 vikur. Markmiðið með þessari skiptingu er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast betur innbyrðis og hefur það oftast jákvæð áhrif á náms- og félagsfærni þeirra. Í öllum smiðjum er kennd myndmennt, textílmennt, hönnun og smíði, heimilisfræði og upplýsingatækni. Hver smiðja er kennd í 4 kennslustundir á viku. Með þessu móti verður meiri samfella í list- og verkgreinum og hægt er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt verkefni. Allur árgangurinn er í smiðju á sama tíma. Kennsla hefst alla daga kl. 8:10. Frímínútur eru í 20 mínútur milli 2. og 3. stundar og 10 mínútur milli 4. og 5. stundar.

Nemendur fá u.þ.b. 10 mínútur af kennslutíma fyrir stuttan nestistíma milli kl. 9.0010.00 á morgnana. Mælst er til þess að nemendur hafi með sér ávexti eða grænmeti og komi með brúsa fyrir vatn. Slíkur millibiti á að nægja þar sem nemendur borða hádegismat í mötuneyti kl. 12:00. Heimavinna Nemendur í 5.bekk fá heimavinnuverkefni sem inniheldur verkefni í íslensku, stærðfræði, ensku, lesskilningi og/eða samfélagsfræði hvern föstudag. Heimavinnuna skrá nemendur sjálfir í dagbók og eiga að skila á tilsettum dögum. Heimavinnan á að vera í rauðri teygjumöppu og á alltaf að vera í töskunni. Mikil áhersla er lögð á heimalestur. Nemendur eiga að lesa heima 5x í viku og foreldrar að skrá í lestrarheftið.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -1-


Íslenska Talað mál og hlustun Markmið Að nemendur:  þjálfist í að flytja mál sitt skýrt, skipulega og áheyrilega við ýmis tækifæri

    

geti svarað spurningum varðandi efni sem þeir hafa lesið eða hlustað á tileinki sér þær reglur sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu geti notið bókmennta- og afþreyingarefnis, upplestrar, leiksýninga og söngs þjálfist í að hlusta á umræður og taka þátt í þeim þjálfist í leikrænni tjáningu

Leiðir að markmiðum Framsögn er þjálfuð með upplestri á eigin verkefnum og annarra, sögum, ljóðum, fréttum og ýmsu öðru. Hlustun og framsögn þjálfast á bekkjarfundum, í samræðum og kynningum. Í skólanum er leitast við að nemendur læri að njóta flutnings af ýmsum toga.

Námsgögn Blákápa, eftir Guðný Ýr Jónsdóttir og Silju Aðalsteinsdóttir. Lesefni viðkomandi námsgreina, annar fjölbreyttur texti, mynddiskar, hljóðdiskar og eigið efni nemenda. Námsmat Framsagnarpróf í vor og símat. Lestur og bókmenntir Lestur Markmið Að nemendur:  öðlist góðan lesskilning, orðaforða og málskilning  þjálfist í að ná upp góðum lestrarhraða og lesi af öryggi  hafi þjálfast í mismunandi lestraraðferðum svo sem nákvæmnislestri, leitarlestri og yfirlitslestri  geti lesið sér til ánægju  geti greint aðalatriði frá aukaatriðum í lesnum texta með því að fást við margvíslegt lestrarefni  geti notið þess að hlusta á upplestur og frásagnir  þjálfist í að lesa margvíslega texta og vinna með þá á fjölbreyttan hátt  hafi lesið leikþætti og lært nokkur valin ljóð  kynnist að minnsta kosti einum íslenskum og/eða erlendum höfundi  geti aflað sér upplýsinga úr rituðum heimildum, bókum, margmiðlunarefni eða af netinu og unnið úr þeim Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -2-


 geti unnið úr einföldum tölulegum og myndrænum upplýsingum  geti lesið úr töflum og myndritum og greint aðalatriði frá aukaatriðum í slíkri framsetningu Leiðir að markmiðum Lesið er upphátt heima í lestrarbókum daglega. Auk þess eru nemendur hvattir til að lesa daglega heima í bókum að eigin vali. Nemendur sem geta velja sér sjálfir bækur á skólasafni. Nestislestur er daglega. Kennarar leitast við að velja vandaðar bækur og ræða við nemendur um efni bókanna. Samlestur fer fram í bókum sem tengjast hinum ýmsu námsgreinum t.d. í bókmenntum, kristinfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði. Lögð er áhersla á vandaðan upplestur og skýra framsögn í öllum greinum. Nemendur föndra bókahillu og búa til kjöl fyrir hverja lesna bók. Námsgögn Bækur valdar á bókasafni, ásamt efni frá kennara. Námsmat Hraðlestrarpróf eru fimm sinnum yfir veturinn. Lesskilningspróf eru í lok hvorrar annar. Prófað er í framsögn að vori. Bókmenntir Markmið Að nemendur:  öðlist góðan lesskilning, orðaforða og málskilning  nái góðum lestrarhraða og geti lesið upphátt sögur, ljóð og margvíslega texta skýrt og með réttum áherslum  geti unnið með texta á fjölbreyttan hátt  geti gert útdrætti úr því sem þeir hafa lesið  þekki hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok  þekki nokkur íslensk skáld  Þekki þjóðsögur og ævintýri, mun á þeim og uppbyggingu þeirra Leiðir að markmiðum Unnið með sögurnar og ljóðin munnlega, skriflega og/eða myndrænt. Lögð er áhersla lesskilning og orðaforða og skapandi vinnu nemenda. Nemendur eru þjálfaðir í upplestri og áhersla lögð á góða framsögn, m.a. með því að tala úr púlti og kynna verk sín fyrir samnemendum. Námsefni Blákápa. Guðný Ýr Jónsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir völdu efnið. Ljósritað efni og námsefni af vef. Námsmat Þrjár kannanir að hausti og þrjár að vori sem gilda sem lokaeinkunn. Ljóð Markmið Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -3-


Að nemendur:  þjálfist í að lesa upphátt ljóð með réttum áherslum  þjálfist í að hlusta á upplestur á ljóðum  þekki til höfunda  læri og skilji þekktar vísur og ljóð utanbókar til söngs og annars munnlegs flutnings  þekki hugtökin rím, ljóðstafir, taktur og líkingar  þekki muninn á hefðbundnum og óhefðbundnum ljóðum Leiðir að markmiðum Kennari og nemendur velja ljóð til að lesa, læra og flytja, ásamt því að semja ljóð. Farið verður í rím og ljóðstafi.Ýmsir höfundar verða kynntir.Vinnubók unnin og myndskreytt. Áhersla lögð á lifandi og sýnilega vinnu nemenda. Námsgögn Ljóðspor. Blákápa. Ljóð af vef. Námsmat Þrjár kannanir að hausti og þrjár að vori sem gilda sem lokaeinkunn.

Ritun Ritun Markmið Að nemendur:  skrifi stóran staf í upphafi setningar  læri uppbyggingu frjálsrar ritunar.  geti lýst skriflega ýmsum hlutum eða athöfnum  þekki hugtökin upphaf, miðja, endir og geti nýtt sér þau í eigin ritun  geri spássíu og kunna greinarskil  þjálfist í að skrifa skýrt og greinilega og vanda frágang

Leiðir að markmiðum Áhersla lögð á góðan frágang, spássíu, fyrsta orðið innar og forsíðu. Kynnt verða greinaskil, inngangur, meginmál og lokaorð. Myndasögur. Ritgerðir lesnar í ræðupúlti. Samdar verða sögur með atburðarrás, skráðar frásagnir um atburði úr eigin lífi og fjölskyldunnar. Ferilritun verður kynnt og unnin á einfaldan hátt. Námsgögn Beinagrindur, handbók um ritun og unnið eftir hugmyndafræði Orðs af orði. Regluleg dagbókarskrif, ferilritun og fleira. Námsmat Ritun nemenda metin hverju sinni og gefnar umsagnir.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -4-


Stafsetning Markmið Að nemendur:  þjálfist í að stafsetja rétt og læri að fara eftir flestum stafsetningarreglum  geti skrifað almennan texta rétt eftir upplestri og snældu  þjálfist í að nota orðabækur, kennsluefni á vefnum og ýmis kennsluforrit

Leiðir að markmiðum Farið yfir helstu reglur í stafsetningu. Nemendur skrifa texta eftir upplestri og vinna æfingar úr kennslubók og frá kennara, ásamt vefefni og kennsluforritum. Námsgögn Mál til komið, grunnbók og vinnubók eftir Kolbrúnu Sigurðardóttur og Kolbrúnu Kristinsdóttur. Stafsetning ritreglur og æfingar, eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guðmundsson. Réttritunarorðabók, verkefni 1 eftir Vénýju Lúðvíksdóttur. Ýmis önnur verkefni, unnin af kennurum. Námsmat Upplestrar metnir. Eitt heimapróf á haustönn og eitt heimapróf á vorönn. Próf í lok hvorrar annar. Heimapróf gilda 10% af lokaeinkunn hvorrar annar fyrir sig.

Skrift Markmið Að nemendur:  þjálfist í að skrifa tengda skrift í allri ritun og nái góðum skriftarhraða  þjálfist í að skrifa skýrt og greinilega og vanda frágang  þjálfist í að nota penna Leiðir að markmiðum Áhersla lögð á vandaða skrift, uppsetningu og frágang. Nemendur skrifa eftir forskrift með penna. Námsgögn Skrift 5 og 6, eftir Björgvin Jósteinsson og fl. ásamt ljósrituðu efni. Námsmat Skriftarbækur metnar og skriftarpróf í vor. Málfræði Markmið Að nemendur:  þekki orðflokkana no. so. og lo. og helstu einkenni þeirra  þekki eintölu og fleirtölu fallorða Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -5-


      

geri sér grein fyrir stigbreytingu og kynbeygingu lo. þekki nútíð og þátíð sagna þekki mun á sérnöfnum og samnöfnum þekki kyn orða leiki sér með orðtök og málshætti þekki stofn orða Þekki samheiti og andheiti

Leiðir að markmiðum Unnið verður markvisst að málörvun nemenda, þar sem markmiðin eru höfð að leiðarljósi, auk þess að málrækt verður samþætt öðrum námsgreinum og orði af orði. Námsgögn Málrækt 1 og leshefti, eftir Guðmund B. Kristmundsson o.fl. Skræða vinnubók, eftir Gísla Ásgeirsson og Þórð Helgason. Skinna verkefnabók 2, eftir Gísla Ásgeirsson og Þórð Helgason. Verkefni af Skólavefnum og fjölritað efni. Námsmat Tvö heimapróf á haustönn og tvö heimapróf á vorönn. Próf í lok hvorrar annar. Heimapróf gilda 20% af lokaeinkunn hvorrar annar fyrir sig.

Stærðfræði Markmið (þrep 9 og 10 í Mentor) Að nemendur:  kunni að leggja saman tvær eða fleiri fjögurra stafa tölur og draga tveggja stafa tölur frá þriggja stafa tölum. Hafi tök á plúsheitum stærri en 10  kunni að margfalda þriggja stafa tölu með eins stafs tölu og deila í tveggja stafa tölu með eins stafs tölu og deila með afgangi. Kunni 10 • 10 margföldunartöfluna  skilji að samlagning og frádráttur og margföldun og deiling eru andhverfar aðgerðir  geti nýtt sér vasareikni við allan algengan reikning  geti borið saman stærðir almennra brota, fundið hluta af heild og skipt heild á milli. Geti lagt saman og fundið mun tveggja einfaldra ósamnefndra brota með hjálpartækjum  kunni að vinna með mynstur og finna almenna reglu þess  hafi lært að nota bókstafi fyrir tölur og vinna með náttúrulegar tölur og lausnamengi  kunni að velja heppilegt mælitæki og einingar við  þekki lengdar- og þyngdarmælingar. Þekki metrakerfið og hafi tök á algengustu einingum þess

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -6-


          

þekki hugtökin teningur, réttstrendingur, kúla, sívanlingur, keila og píramídi úr þrívíðri rúmfræði þekki helstu hugtök hnitakerfis og getur unnið með hnit í fyrsta fjórðungi þess geti notað cm3 einingakubba til að ákvarða rúmmál geti nýtt sér töluleg gögn sett fram í línuriti, súluriti og skífuriti geti sagt fyrir um líkur út frá einföldu gefnu gagnasafni geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum um þau við aðra hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni hafi náð tökum á neikvæðum tölum í einföldum dæmum s.s. á hitamælum og með aðstoð vasareiknis geti unnið með rómverskar tölur og hefur kynnst gömlum talnaritunum þekki töluna núll sem hlutleysu í samlagningu og sérstöðu hennar í margöldun og frádrætti skilji tugakerfið sem sætiskerfi og gerir sér grein fyrir hvenær víxlreglan gildir. Viti hvað felst í margföldun og deilingu með 10 og 100

 geti breytt tugabrotum með einum aukastaf í almenn brot og einföldum almennum brotum í tugabrot. Geti lagt saman og dregið frá tugabrot með tveimur aukastöfum. geti reiknað einföld prósentudæmi  geti reiknað á milli algengra erlendra gjaldmiðla og íslenskrar krónu. Geti reiknað af öryggi á milli sekúndna, mínútna, klukkustunda, daga og ára. Geti lesið upplýsingar úr samgönguáætlunum  skilji mælikvarða á vinnuteikningum og landakortum  geti notað rökkubba við lausnir þrauta  kunni að teikna rétt horn, hvasst horn og gleitt horn  hafi náð tökum á einföldum hliðrunum, snúningi og speglunum um ás  þekki hugtökin geisli (radíus) og þvermál og veit að hringur er 360°  geti notað cm2 rúðunet til að ákvarða flatarmál og sannreynt þannig ágiskanir  hafi náð tökum á hugtökum um tíðni, meðaltal, hæsta gildi og lægsta gildi  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Leiðir að markmiðum Undirstöðuþættir stærðfræðinnar eru útskýrðir bæði einstaklingslega og yfir hóp nemenda. Þar er kennslubókin lögð til grundvallar ásamt öðrum þjálfunarverkefnum. Nemendur fást við hlutbundna stærðfræði með aðstoð viðeigandi hjálpargagna (t.d. vasareikna, málbanda, kennslupeninga, spegla, kubba og mæliglasa).

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -7-


Vinnan fer fram sem tilraunir, leikir, þrautalausnir, heimildavinna, sköpun eða tölvuvinna. Þjálfuð eru bæði hópvinnubrögð og sjálfstæð vinnubrögð. Verkefnin reyna á skilning og sjálfstæða hugsun. Ætlast er til heimanáms af nemendum. Námsgögn Stika 1a og 1b, nemendabók og æfingahefti. Höfundar Björnar Alseth, Gunnar Nordberg og Mona Rösseland. Stika 2a og 2b, nemendabók og æfingahefti. Höfundar Björnar Alseth, Gunnar Nordberg og Mona Rösseland. Stjörnubækurnar Venus .., eftir Henny Schultz og fl. Verkefni fyrir vasareikna. Ljósritað efni frá kennara. Námsmat Skólaeinkunn sem byggir á tveimur heimaprófum og tveimur könnunum á haustönn og tveimur heimaprófum og tveimur könnunum á vorönn. Prófseinkunn – prófað í janúar og í maí.

Erlend tungumál Enska Markmið Hlustun Að nemendur:  skilji efni á hljómböndum í tengslum við viðfangsefni sem unnið er með  þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða í tengslum við hlustun Lestur Að nemendur:  skilji einfalda texta og þjálfist í að vinna með orðaforða í textum  geti fylgt ýmsum barnatextum, svo sem þulum, rími og ljóðum.

Talmál Að nemendur:  geti tekið þátt í samskiptum á ensku  geti tjáð sig um afmarkaða þætti í viðfangsefnum sem unnið er með Ritun Að nemendur:  geti skrifað eftir fyrirmyndum léttan texta og þjálfist í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefninu  geti endursagt stuttar sögur á ensku Markmiðið er að nemendur: Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -8-


              

læri að kynna sig kunni tölur frá 1-100 þekki heiti hluta í kennslustofu og umhverfi þekki liti þekki föt kunni stafrófið þekki líkamshluta og sjúkdóma þekki fjölskylduna þekki daga, mánuði, árstíðir og hátíðir þekki veður þekki mat þekki dýr þekki tilfinningar kunni á klukku þekki heimilið

Leiðir að markmiðum Áhersla er lögð á hlustun, talæfingar, úttekt á einföldum sögum og að nemendur geti lesið og skrifað léttan texta. Námsgögn Portfolio, eftir Ceciliu Nihlén og Laurie Gardenkrans: Speak out, textabók. Work out, vinnubók. My Portfolio Collection, vinnublöð, ásamt öðrum vinnublöðum. Hljómbönd með Speak Out og Work Out (spiluð í kennslu). Ljósrituð vinnuhefti. Námsmat Reglulegar kannanir og próf í lok hvorrar annar. Kannanir og þátttaka í kennslustundum gilda 40% á móti lokaprófi.

Samfélagsgreinar Landafræði Markmið Að nemendur:  öðlist þekkingu á undirstöðuþáttum í landafræði Íslands þ.e. jarðfræði, veðurfræði, gróður- og náttúruvernd. Einnig fá nemendur yfirlitsmynd af landsháttum, lífi og starfi fólks á Íslandi  læri að vinna með landakortabók  þekki helstu tákn fyrir veðurkort  læri að tileinka sér ýmis kennsluforrit af vef Leiðir að markmiðum

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur -9-


Áhersla lögð á lifandi vinnu nemenda, bæði í hópum og einstaklingsvinnu. Unnin verða mismunandi verkefni . Samþætting við aðrar námsgreinar. Námsgögn Ísland veröld til að njóta, grunn - og vinnubók eftir Björn Hróarsson. Kortabók handa grunnskólum. Kennsluforrit af vef. Námsmat Kannanir verða úr hverri námslotu. Einnig verður þátttaka nemenda í kennslustundum metin ásamt verkefnum.

Saga Markmið Að nemendur:  að nemendur öðlist þekkingu á landnámi Íslands, siglingaleiðum víkinga, skipaog húsakosti, daglegu lífi og einstökum landnámsmönnum.  kynnist rótum okkar víkinga í norðri Leiðir að markmiðum Samþætt við trúarbragðafræði.Upphaf landnáms á Íslandi, siglingaleiðir víkinga, skipakostur, daglegt líf og einstakir landnámsmenn. Lögð er áhersla á lifandi vinnu nemenda sem vinna veggspjöld með tímaás. Myndbönd. Landnám Íslands. Umræður, ritun og verkefni. Námgögn Leifur Eiríksson - á ferð með Leifi heppna, grunnbók eftir Jóhönnu Karlsdóttur. Lítið eitt um byggð í Reykjavík. Höfundar Ragnheiður Hermannsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Óðinn og bræður hans,heimur verður til. Höfundur Iðunn Steinsdóttir. Lífið í Ásgarði, gullnar töflur í glasi. Höfundur Iðunn Steinsdóttir. Miðaldafólk á ferð. Höfundur Þorsteinn Helgason. Fræðslu – og vefefni af nams.is. Myndbönd. Námsmat Kannanir verða úr hverri námslotu. Einnig verður þátttaka nemenda í kennslustundum metin ásamt verkefnum.

Náttúrufræði og umhverfismennt Markmið Að nemendur:  taki þátt í athugunum á lífríki á landi og kanni mismunandi þætti, s.s. fjölbreytni plantna og dýra, fæðukeðjur ofl.  læri um mismunandi gróðurlendi landsins Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 10 -


 geti greint á milli þess sem er endurnýjanlegt í náttúrunni og einungis til í takmörkuðu mæli  geri sér grein fyrir mikilvægi heilnæms andrúmslofts, hvaðan loftmengun kemur, áhrifum hennar og hvað megi gera til að draga úr henni  beri virðingu fyrir lifandi verum, lifnaðarháttum þeirra og búsvæðum og skilja eðlilegar takmarkanir á nýtingu þeirra  geri sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma komandi kynslóða byggist á umgengni hans við náttúruna  sýna ábyrgð á íslenskri náttúru og gera sér grein fyrir sérstöðu hennar  geti nefnt fulltrúa fyrir íslenska staðfugla og farfugla  skoði mismunandi einkenni og eiginleika lífvera út frá því umhverfi sem lífverurnar búa í  þekki íslenskar trjátegundir  læri sparnað og endurnýtingu eftir því sem kostur er  framkvæmi einfaldar tilraunir  geri sér grein fyrir áhrifum andstæðra rafhleðslna (stöðurafmagn)  kynnist rafstraumi í einföldum rafrásum og flutningi raforku  geri sér grein fyrir að til að hlutir sjáist verður ljós að berast frá þeim  þekki uppbyggingu jarðar  geri sér grein fyrir hvernig jarðskorpan skiptist í fleka og hvernig landrek getur orsakað jarðskjálfta og eldgos  geti útskýrt sól- og tunglmyrkva og mismunandi útlit tungls séð frá jörðu

Leiðir að markmiðum Lögð er áhersla á að viðhalda og styrkja forvitni og áhuga nemenda á umhverfi sínu. Nemendur fá tækifæri til að skoða hluti og fyrirbæri og ræða reynslu sína og styrkja þannig orðaforða sinn og tjáningarhæfni. Athuganir verða gerðar og læra nemendur að vinna úr og túlka niðurstöður. Nemendur læra að skrá niður atburði og athuganir á ákveðinn og skýran hátt, hvort heldur það er með tölum orðum eða teikningum. Námsefni Ein jörð fyrir alla, um ókomna tíð. Höfundur: Margrét Júlía Rafnsdóttir Lífríkið á landi. Höfundar: Edda Eiríksdóttir, Jenný Karlsdóttir, Þórey Ketilsdóttir og Þorvaldur Örn Árnason. Auðvitað 1. Höfundur: Helga Grímsson. Verklegar æfingar í náttúrufræði 5.–7. bekkur. Höfundar: Ari Ólafsson, Kristjana Skúladóttir og María Sophusdóttir Myndbönd og verkefni frá kennara Námsmat Símat, þ.e. verkefni og þátttaka í umræðum metin með umsögn á haustönn og vorönn.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 11 -


Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Nám í kristnum fræðum og siðfræði er ætlað að stuðla að menntun og þroska nemenda og efla skilning þeirra. Nemendur fást við efni tengt sáttfýsi og fyrirgefningu og gildi þessa, bæði trúarlega og í samskiptum manna á milli. Komið verður inn á siðferðileg viðfangsefni s.s. að nemendur temji sér samskiptareglur sem byggja á kristilegum kærleika og sáttfýsi. Markmið Að nemendur:  fái vitneskju um hugtakið heilagur og mismunandi merkingar þess og temji sér virðingu fyrir því sem öðrum er heilagt  læri aðdragandann að handtöku Jesú og ástæður hennar  kunni skil á atburðum skírdags og föstudagsins langa  kynnist hinum mismunandi trúarbrögðum heims, hvað sameinar trúarbrögð manna og hvað skilur á milli Leiðir að markmiðum Áhersla lög á lifandi vinnu nemenda, bæði í hópum og einstaklingsvinnu. Unnin eru fjölbreytt verkefni og samþætt við aðrar námsgreinar. Nemendur styðjast einnig við kennsluforrit af vef. Námsgögn Brauð lífsins, eftir Iðunni Steinsdóttur og Sigurð Pálsson. Trúarbrögðin okkar, eftir Hrund Hlöðversdóttur. Búddhatrú, leiðin til Nirvana. Höfundur Sigurður Ingi Ásgeirsson. Bæklingar, myndbönd og kennsluefni af vef. Námsmat Verkefni metin.

Lífsleikni

Áhersla er lögð á að efla og bæta samvinnu, tillitsemi ,rökvísi og virðingu nemandans fyrir sjálfum sér og náunganum. Að skólinn sé vettvangur jákvæðra tjáskipta og samskipta. Markmið Að nemendur:  geri sér grein fyrir hvernig tilfinningar geti haft jákvæð/neikvæð áhrif á hegðun  og samskipti  geri sér grein fyrir mikilvægi jákvæðrar hegðunar í samskiptum Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 12 -


 geti staðist neikvæðan þrýsting frá jafningjum og gagnvart áróðri, áreiti og umhverfi  geti leyst ágreining á farsælan hátt  geti sett sameiginlegar leikreglur með öðrum í tengslum við ýmis viðfangsefni  geti tjáð og fært rök fyrir hugsunum, skoðunum, tilfinningum og væntingum og fylgt þeim eftir  geri sér grein fyrir því að enginn tveir eru eins og þannig eigi það að vera. Leiðir að markmiðum Áhersla lög á umræðuhópa og lifandi vinnu nemenda Námsgögn Ertu? Höfundur Aldís Yngvadóttir. Efni unnið af kennara Verkefni tengd PBS Námsmat Námsmat er í formi umsagnar.

Upplýsinga- og tæknimennt Tölvunotkun Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að:  leita kerfisbundið að efni á Netinu  nota forritið Movie Maker til að búa til myndasögu með því að: ‐ setja inn myndir ‐ setja inn skiptingar milli mynda ‐ setja inn titil, texta á og/eða milli mynda og lokaorð ‐ setja inn tónlist ‐ vista verkefni fyrir Media Player  taki upp stutt myndband og klipp í Movie Maker  (nota forritið Scratch til að búa til einfalda hreyfimynd)  þjálfa fingrasetningu Leiðir að markmiðum Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Nemendur byrja á að leysa verklega æfingu. Í framhaldi verður verkefni þar sem nemendur eiga að nota þau

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 13 -


verkfæri sem teljast til grunnfærni í forritinu. Verkefnið er samstarfsverkefni kennara í upplýsingatækni og umsjónarkennara árgangsins.

Námsgögn Forritið Movie Maker Forritið Ritfinnur (Forritið Scratch) Myndavél Netið Námsmat Leiðsagnarmat þar sem kennari metur verkefni nemenda, vinnusemi og færni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Hönnun og smíði Markmið Að nemendur:  læri að beita lóðbolta  læri að fylgja öryggisatriðum í meðferð lóðbolta  læri að útbúa rafrás með rofa  átti sig á hvernig rafhlaða virkar  þjálfist í að negla  temji sér vinnusemi og frumkvæði  temji sér vandvirkni  leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Leiðir að markmiðum Í 4.-8. bekk er lagt fyrir eitt “skylduverkefni”, þar sem lögð er áhersla á að kenna eina eða fleiri vinnuaðferðir, meðferð einhverra ákveðinna verkfæra eða smíðaefna. Þessi verkefni eru alltaf þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á gerð þeirra, útlit og jafnvel virkni, svo framarlega sem þekkingin sem verkefninu er ætlað að koma til skila glatist ekki. Reynt er að haga skylduverkefnum þannig að þau taki ekki nema um helming þess tíma sem hverjum nemanda er ætlaður. Þann tíma sem eftir er hefur nemandinn til að vinna að verkefnum að eigin vali. Í ”frjálsum verkefnum” er áhersla lögð á að gera nemandanum ljósa þá möguleika sem hann hefur til þess að hanna og smíða hluti þ. e. hvaða takmarkanir hann þarf að sætta sig við af völdum kostnaðar,rýmisaðstöðu,- véla og verkfæra og fleira í þeim dúr. Ennfremur að hann geri sér grein fyrir kunnáttu sinni og getu til að framkvæma hluti. Reynt er að hjálpa hverjum nemanda til að finna hvar áhugi hans liggur og hvaða möguleika hann hefur til að nýta áhuga sinn á einhverju sviði til að velja sér smíðaverkefni innan þess ramma sem á undan er getið. Skylduverkefni Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 14 -


Í 5. bekk er skylduverkefnið svokallað námsspil, Spilið gengur út á það að tengja spurningar og svör til að fá rétta útkomu. Í stað ritaðs máls geta eins verið myndir. Þegar rétt svar er tengt við spurningu kviknar ljós á spilinu. Nemendur fá spurningablöð með, en einnig geta þeir búið til eigin spurningablöð með aðstoð leiðbeininga sem finnast á heimasíðu skólans Smíðin felst í því að útbúa rafrásina sem til þarf. Frjáls verkefni Í þessum verkefnum fær nemandinn tækifæri til að nýta sér eigin áhuga vilja og kunnáttu til að breyta hugmynd í veruleika og smíðaefni í fullunninn hlut. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að virkja vilja og áhuga hvers einstaklings til að afla sér þekkingar á því sviði sem hugurinn beinist að hverju sinni og gera hann jafnframt ábyrgan fyrir velgengni sinni. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Í 4.- 8. bekk er öllum skylt að vera í Hönnun og Smíði. Augljóslega er um að ræða nemendur með mismunandi styrkleika. Til að koma á móts við hvern nemanda í mati á hans vinnuframlagi, er reynt að taka tillit til þessa. Það er gert með eftirfarandi hætti: Reynslan hefur sýnt að öll börn eiga möguleika á að standa sig vel í að minnsta kosti einum af eftirfarandi þremur þáttum þ. e.: Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er m. a. hve vel nemandinn heldur sig að verki og hvernig hann bregst við erfiðleikum, vandvirkni, þar sem metin er m. a. þrautseigja nemandans til að ná fram sem bestum árangri og frumleiki, þar sem metið er m.a. hvort nemandinn leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Vægi þessara þátta er látið vera 70%, 15% og 15%. Við mat á verkum hvers einstaks nemanda er hæsta vægið (70%) fært á þann þátt sem viðkomandi nemandi er sterkastur í. Þannig fæst ákveðinn jöfnuður umfram hefðbundið námsmat. Nemandinn er eftir því sem kostur er þátttakandi í námsmatinu, þannig að hann geti smám saman gert sér grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til hans hverjar eru hans sterku og veiku hliðar og hvar hann getur bætt sig. Tekið skal fram að matið er huglægt mat á verkum og framgöngu nemandans og birtist á einkunnaspjaldi sem töluleg einkunn á skalanum 1-10.

Listgreinar Myndmennt Markmið Að nemendur: • leggi sig fram við vinnu sína • þekki andstæða liti og geti blandað þá í mismunandi litatónum. • geti skapað hreyfingu og kyrrð með ólíkum útfærslum línunnar, t.d. láréttum og lóðréttum • geti myndað samfelld mynstur • þekki hugtakið sjónarhorn og geri kannanir og verkefni tengd því Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 15 -


• geti unnið með mismunandi sjónarhorn, t.d. séð ofan frá og frá hlið • geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum • þekki list víkingatímabils, s.s. trélist, goðamyndir og skart Leiðir að markmiðum Bein kennsla, samræðuaðferðir, samvinnunám, sköpun, spil, spurnaraðferðir, sýnikennsla, verklegar æfingar, viðfangsefni tengd daglegu lífi, vinna með ólíka miðla. Námsgögn Blýantar, strokleður, pennar, ýmsar tegundir lita, leir, glerungur, sandur, lím, pappír, skæri, gluggalitir o.fl. Verkefni: Verkefnamappa-leturgerð, frjálst leirverkefni ,glerjað og litafræðiverkefni með andstæðum litum,víkingaverkefni, felumynd, 2 sjónarhorn, frjáls verkefni. Námsmat: Metin öll skylduverkefni, mappa, frjáls verkefni, frumkvæði, sköpunarkraftur og vandvirkni. Sterku hliðar hvers og eins metnar. Einkunn, á skalanum 1-10, er gefin í lok anna.

Textílmennt Textílnám byggist á eðli efna og vinnuferla. Í nútímasamfélagi ver ður æ brýnna að koma í veg fyrir mengun og sóun efna með endurnýtingu og endurvinnslu efnislegra gæða. Með hannyrðum skapar fólk sér persónulegan stíl, setur svip á heimili sitt og nánasta umhverfi, gleður sína nánustu með því að skapa hluti sem hafa persónulegt gildi. Námsgreinin textílmennt felur bæði í sér þátt hönnunar og handverks. Handverk á sér djúpar rætur í menningu þjóðarinnar, heimilisiðnaðinum, þar sem unnið er út frá rótgróinni þekkingu á efnum og aðferðum. Þeim menningararfi ber að skila áfram, í takt við þá tíma er þjóðin lifir í hverju sinni. Markmið Að nemendur:  þjálfist í að prjóna garðaprjón  læri að skipta um lit í prjóni  læri nýja sporgerð á saumavél  þjálfist betur að sauma beinan saum í saumavél  þjálfist í útsaumi, þ. e. krosssaumi Leiðir að markmiðum Innlögn og sýnikennsla þar sem verkefnið er útskýrt, að öðru leyti einstaklingskennsla. Textílnám felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem færniþættina: sköpun, túlkun og tjáningu annarsvegar og skynjun, greiningu og mat hinsvegar. Með þessari flokkun er leitast við að tryggja það að þjálfaðir séu allir þættir greinarinnar en þeir eru: Færni, þekking og skilningur. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 16 -


Námsgögn Prjónar, saumavél, skæri, nálar og títuprjónar. Námsmat Byggist á verkum nemenda, vinnubrögðum og virkni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Tónmennt Markmið Að nemendur:  flytji fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum og löndum sem gerir vaxandi kröfur um færni, einn og í hóp, undir eigin stjórn og annarra  semji spinni, útsetji og skrái tónverk sem sýni vaxandi skilning á tónlistarhugtökum eftir gefnum fyrirmælum með fjölbreyttum hljóðgjöfum  öðlist vaxandi færni í flutningi á tónlist, sönglögum og stefjum eftir minni, heyrn og nótnatáknum  semji eða flytji einfaldan dans eða hreyfingu við tónlist  nýti sér í auknum mæli skráningu og hljóðritun til að geyma eigin tónverk til flutnings síðar  hlusti á tónlist frá ólíkum menningarsamfélögum og greini eiginleika og einkenni hennar  sýni vaxandi skilning á sögulegu og samfélagslegu hlutverki tónlistar sem unnið er með  geti sýnt viðbrögð við fjölbreyttri tónlist, notkun efnisþátta, eiginleikum einkennum og áhrifum þeirra með hreyfingu,dansi, teikningu, töluðum orðum eða öðrum tjáningarformum  geti heyrt, greint, og sýnt þekkingu á ólíkum tónlistarstíltegundum sem unnið hefur verið með

Leiðir að markmiðum Söngur í hóp, leikir og æfingar sem efla hópmeðvitund, samspil með skólahljóðfærum, hlustun á tónlist ólíkrar menningar. Námsgögn Tónmennt, það er gaman að hlusta, hljóðspor. Litir, skriffæri,skólahljóðfæri og tölvur. Námsmat Frammistaða í tímum, viðmót, virkni, vinnusemi og samvinnuhæfni. Gefin er einkunn á skalanum 1-10 og umsögn.

Heimilisfræði Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 17 -


Markmið

Að nemendur:  hafi fengið fræðslu um hversu mikilvægt vatn er fyrir líkamann  læri að nota rétt áhöld, mæliskeiðar (msk, tsk og ½ tsk), dl.-mál og lítramál og getur mælt ¼ og ¾  þjálfist í að matreiða grænmeti og ávexti  rifji upp þekkingu sína á fæðuflokkunum  fái kynningu á slysahættum í eldhúsinu  þjálfist í að leggja fallega á borð og tileinkað sér góða borðsiði Leiðir að markmiðum Unnið er í lotum í Smiðjuhópum. Áhersla lögð á sjálfstæða vinnu. Nemendur vinna einföld verkefni sem tengjast matargerð, hreinlæti, frágangi í eldhúsi, samvinnu og samskiptum. Námsgögn Gott og gagnlegt 1 eftir Guðrúnu M. Jónsdóttur og Steinunni Þórhallsdóttur. Námsmat Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur:  öðlist aukna færni í helstu grófhreyfingum og samsettum hreyfingum auk þess að bæta samhæfingu þeirra  fái útrás fyrir hreyfiþörf og í leiðinni jákvæða upplifun af íþróttum  efli líkamsþol, kraft, hraða, viðbragð og liðleika  þjálfast í samvinnu og að sýna tillitssemi við arða nemendur  fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki Námsgögn: Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar Námsmat: Þol, styrkur, liðleiki og hraði eru mæld tvisvar á vetri Virkni í tímum, samskipti við aðra nemendur og hvort farið er eftir fyrirmælum er í símati. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 18 -


Sund Markmið Að nemendur þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta útfærslu hreyfinga í  bringusundi, skriðsundi, baksundi, skólabaksundi og stungu af bakka  þjálfist í að synda amk. 75m bringusund án hvíldar  syndi í fötum  fari eftir fyrirmælum 5 marksmiðsstig: Að nemendur geti:  synt 75m bringusund  synt 25m skólabak  synt 25m skriðsund  synt 12m bakskrið  sótt hlut á 1-2m dýpi (eftir 3m kafsund)  stungið sér í af bakka

Leiðir að markmiðum Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 6. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "6. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 5. bekkur - 19 -


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.