6_bekkur

Page 1

NÁMSVÍSÍR 6. BEKKUR

20122013


Námsvísir 6. bekkur 2012-2013

Íslenska Markmið að nemendur                         

geti lesið upphátt, á viðunandi hraða nái tökum á því að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim geti gert munnlega og skriflega grein fyrir efni sem þeir hafa lesið þjálfist í að beita nákvæmnislestri, leitarlestri og yfirlitslestri geti tjáð sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum og stærri hópum geti lesið upp með réttum áherslum, hrynjanda og leikrænni tjáningu lesi sögur, ævintýri, þjóðsögur, goðsögur, dæmisögur, skopsögur og lengri bækur þekki íslenska höfunda 20. aldar lesi fjölbreytt efni sér til fróðleiks og skemmtunar þekki hugtökin aðal- og aukapersónur, umhverfi, boðskapur, ljóðstafir, persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok læri vísur og ljóð skrifi tengda skrift geti skrifað hratt og af öryggi skrifi skýrt og greinilega og vandi allan frágang geti samið sögur með atburðarás, ort ljóð og skrifað sjálfur þekki hugtökin upphaf, miðja og endir og noti í eigin skrifum noti helstu stafsetningarreglur í ritun þekki nafnorð, sagnorð og lýsingarorð geti sambeygt nafnorð og lýsingarorð í eintölu og fleirtölu þekki mun á eintölu og fleirtölu geri sér grein fyrir stigbreytingu og kynbeygingu lýsingarorða þekki mun á nútíð og þátíð sagna þekki mun á samnöfnum og sérnöfnum geti búið til samsett orð þekki kyn og stofn orða

Kennslufyrirkomulag Nemendur lesa sögur, bækur, ljóð og frásagnir bæði í skóla og heima og vinna með á ýmsan hátt t.d. með því að ræða saman, skrifa útdrátt, leik lesa o.s.frv. Áhersla er lögð á að nemendur lesi skýrt og áheyrilega ásamt því að efla lesskilning. Nemendur eru hvattir til að lesa á hverjum degi í bókum sem þeir hafa sjálfir velja sér til ánægju. Nemendur skrifa umfjöllun eftir hverja bók. Nemendur kynnast völdum bókahöfundum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í upplestri texta bæði undirbúnir og óundirbúnir. Nemendur eiga að geta gert munnlega og/eða skriflega grein fyrir efni sem þeir hafa lesið. Stuðst verður við kennsluaðferðina Orð af orði sem gengur m.a. út á að nemendur greina og vinna með valin orð og orðhluta. Kennari leggur inn hugtök og nemendur þjálfast í notkun þeirra. Nemendum er kennt að greina aðalatriði í texta og skrifa útdrætti. Mikið er lagt upp úr því að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð, vandvirkni og góðan frágang og noti þær stafsetningarreglur sem þeim hafa verið kenndar.

1


2

Námsvísir 6. bekkur

Námsefni Málrækt 2, Mál í mótun – grunnbók og verkefnabók, Skræða – grunnbók, Skræða, vinnubók I og II, Rauðkápa, Trunt, trunt og tröllin, Skrift 6, Ljóðspor, valin ljóð, Finnbjörg, Réttritunarorðabók handa grunnskólum, Verkefni við Réttritunarorðabók og ýmis verkefni valin af kennara.

Námsmat í íslensku Nemendur taka hraðlestrarpróf jafnt og þétt yfir veturinn. Framsagnarpróf í lestri er tvisvar á skólaárinu. Vinnueinkunn í lestri byggist á bókmenntaumfjöllunum. Prófseinkunn í janúar og að vori í bókmenntum, ljóðum, málfræði, ritun, stafsetningu og lestri. Vinnueinkunn byggist á vinnubrögðum, vinnusemi og heimavinnuskilum nemenda.

Stærðfræði Markmið að nemendur         

temji sér að prófa lausnir í samhengi við upphaflegt verkefni kynnist deilingu með afgangi kanni hlutföll milli hluta geti breytt tugabrotum í almenn brot og öfugt læri að mæla og teikna horn með a.m.k. 5°nákvæmni þekki samlagningu, frádrátt og margföldun með allt að fjögurra stafa útkomu vinni með hornasummur þríhyrninga vinni með ýmis talnamynstur þjálfist í að nota reiknivélar

Kennslufyrirkomulag Nemendur munu glíma við margskonar þrautir og dæmi og læra notkun ýmissa hjálpargagna.Kennari kynnir ný viðfangsefni en nemendur þurfa að geta rætt um stærðfræði, fundið sínar eigin leiðir að lausnum og gera grein fyrir hugsun sinni bæði skriflega og munnlega, þannig að aðrir nemendur læra að hlusta og kynnast ólíkum leiðum. Nemendur leysa fjölbreytt verkefni og þrautir og setja fram á marga vegu m.a. með því að teikna, búa til töflur og myndrit. Sú vinna mun fara fram bæði einstaklingslega og í hópum. Nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast m.a. daglegu lífi. Nemendur þjálfast í notkun vasareikna og hugarreiknings. Í lok hvers kafla verða lagðar fyrir kannanir.

Námsefni Stika 2a og Stika 2b nemendabók, Stika 2a og Stika 2b æfingahefti, Hringur, Reikistjörnubækur, þemahefti og annað ítarefni.

Námsmat Prófseinkunn í janúar og að vori. Vinnueinkunn byggð á kaflaprófum, heimavinnuskilum, vinnubrögðum og vinnusemi nemenda.


Námsvísir 6. bekkur 2012-2013

Enska Markmið að nemendur      

skilji það sem fram fer í kennslustofunni á ensku geti hlustað eftir aðalatriðum og nákvæmnisatriðum þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða geti sagt frá sjálfum sér, áhugamálum og umhverfi sínu á ensku geti skrifað einfalda texta eftir fyrirmynd fái þjálfun í stafsetningu algengra orða

Kennslufyrirkomulag Áhersla er lögð á að nemendur vinni með færniþættina fjóra; lestur, hlustun, tal og ritun. Nemendur lesa stutta texta og vinna verkefni. Þeir eru hvattir til að tjá sig sem mest á ensku í kennslustundum, ræða saman í pörum eða hópum, eru þjálfaðir í að skrifa texta eftir fyrirmyndum, vinna með orðaforða og einfalda málfræði. Horft verður á myndbönd, hlustað á tónlist, nemendur gera stutta leikþætti og fleira.

Námsefni Build up 2, Topic books ásamt verkefnahefti, námsvefurinn Raz-kids og ýmis verkefni valin af kennara.

Námsmat Prófseinkunn í janúar og vor. Vinnueinkunn byggist á vinnusemi nemenda, vinnubrögðum og verkefnaskilum.

Náttúrufræði Markmið að nemendur     

geri sér grein fyrir að reikistjörnurnar snúast í kringum sólina eftir sporbaug líkt og jörðin tengi sjávarföll við sólina og togkraft tunglsins geri athuganir á krafti, hljóði og tíma þekki mismunandi tegundir lands eins og valllendi, votlendi o.fl. kynnist völdum fuglum úr íslenskri náttúru

Kennslufyrirkomulag. Kennslan fer fram í formi innlagna frá kennara, umræðna og tilrauna. Nemendur vinna ýmis konar verkefni tengd námsefninu. Lögð er áhersla á að nemendur fái að prófa sig áfram með tilraunir. Nemendur velta fyrir sér hugtökum og ræða um þau og gera skriflegar æfingar. Farið verður í vettvangsferðir.

Námsefni Auðvitað 2, Lífríkið á landi, Maðurinn – Hugur og heilsa, myndbönd, handbækur, veraldarvefurinn og fleira sem kennari leggur til. Fuglarnir okkar (hrossagaukur, skógarþröstur, músarindill og dúfa)

3


4

Námsvísir 6. bekkur

Námsmat Prófseinkunn. Vinnueinkunn byggist á heimavinnuskilum, virkni og vinnu verkefna í tímum, þátttöku í hópverkefnum og frágangi.

Samfélagsgreinar Íslandssaga Markmið að nemendur     

kynnist í grófum dráttum stjórnkerfi landsins á landnámsöld og þjóðveldisöld, einkum siðum, trú, hugmyndastefnum, efnahag og félagslegum þáttum kynnist lífshlaupi Snorra Sturlusonar, einkum fóstri hans í æsku, konum hans, ríkidæmi, stjórnmálaafskiptum og ritstörfum kynni sér stöðu og hlutverk Snorra, ríkidæmi hans og valdi læri um siglingar norrænna manna og landafundi þeirra

Kennslufyrirkomulag Kennsla er í formi innlagna, umræðna, vinnubókarvinnu, einstaklings- og hópverkefna, þemavinnu, myndsköpunar, leikrænnar tjáningar og lesturs. Lögð er áhersla á skapandi kennsluaðferðir og sjálfstæða vinnu nemenda undir handleiðslu kennara. Notast verður við söguaðferð.

Námsefni Snorra saga, Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum og ýmsar handbækur.

Námsmat Prófseinkunn. Vinnueinkunn byggist á vinnusemi nemenda, vinnubrögðum og verkefnaskilum.

Landafræði Markmið að nemendur  kynnist landslagi, náttúrufari og auðlindum Norðurlandanna      

þekki megineinkenni gróðurfars og loftslags Norðurlanda kynnist dæmum um ólík lífsskilyrði fólks á Norðurlöndum. átti sig á hvað er líkt og ólíkt í atvinnulífi, búsetu og lífsháttum Norðurlandabúa þekki helstu menningareinkenni Norðurlandabúa eins og tungumál, trúarbrögð, lífskjör, menntamál og félagsmál þekki helstu atvinnuvegi Norðurlanda og framleiðslu þeirra kynni sér á hvaða sviðum Norðurlandaþjóðirnar eiga með sér samstarf og í hverju það felst

Kennslufyrirkomulag Kennsla er í formi innlagna, umræðna, vinnubókarvinnu, einstaklings- og hópverkefna,


Námsvísir 6. bekkur 2012-2013

þemavinnu,

myndsköpunar,

leikrænnar

tjáningar

og

lesturs.

Námsefni Norðurlönd, Kortabók handa grunnskólum og ýmsar handbækur.

Námsmat Prófseinkunn. Vinnueinkunn byggist á heimavinnuskilum, virkni og vinnu í tímum og ýmsum verkefnum.

Trúarbragðafræði Markmið að nemendur       

þekki grundvöll kristinnar sköpunartrúar og geri sér ljósa ábyrgð mannsins á sköpunarverkinu komist í kynni við jólaguðspjallið kynnist og geti dregið lærdóm af nokkrum af dæmisögum Jesú þekki atburði páskadags og geri sér grein fyrir hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin hefur fyrir kristna einstaklinga velti fyrir sér siðferðislegum efnum tengdum kristinni trú kynnist völdum þáttum úr hindúasið kynnist völdum þáttum úr gyðingatrú

Kennslufyrirkomulag Kennslan er í formi innlagnar, umræðna, vinnubókarvinnu, einstakling- og hópverkefna, þemavinnu, myndsköpunar, leikrænnar tjáningar. Námsefni verður tengt við daglegt líf, þar sem m.a. verður komið inn á ýmsa þætti siðfræðinnar.

Námsefni Ljós heimsins, Hindúatrú – Guð í mörgum myndum, Gyðingdómur – Sáttmáli þjóðar.

Námsmat Vinnueinkunn virkni, vinnu í tímum og frágangi verkefna.

Lífsleikni Markmið að nemendur     

viti að hver og einn hefur persónuleg og tilfinningaleg mörk sem hægt er að ganga of nærri með neikvæðum áreitum læri um tilfinningar sínar og geri sér grein fyrir því að taka tillit til tilfinninga annarra læri um samskipti við annað fólk geti í samvinnu komið sér saman um leikreglur þar sem réttlætis er gætt að nemendur geti sett sig í spor annarra

5


6

Námsvísir 6. bekkur

Kennslufyrirkomulag Nemendur vinna ýmis verkefni, einir og í hópum, velta fyrir sér ýmsum spurningum tengdum tilfinningum, líðan og samskiptum. Þeir æfa sig í að setja sig í spor annarra og sjá málin út frá þeirra sjónarhóli. Vinna nemenda byggist á umræðum, vinnu í persónulega vinnubók og heimanámi.

Námsefni Ég er bara ég og margvísleg verkefni valin af kennara.

Námsmat Umsögn byggð á virkni í tímum og vinnubók.

Heimilisfræði Markmið að nemendur  læri um hlutverk orkuefna og hvar þau er helst að finna  rifji upp og læri um fæðuflokkana  læri að skoða innihald matvæla á umbúðum  læri um helstu hættur á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir óhöpp  tileinki sér sjálfstæð ákveðin og einföld vinnubrögð við matreiðslustörf og frágang  geri sér grein fyrir því að neysluvenjur hafa áhrif á heilsuna  skilji tilgang sorpflokkunar og þekki helstu flokka  kynnist grunn- flokkunaraðferðum þvottar  tileinki sér kurteisi við borðhald og bragði á þeim fæðutegundum sem á boðstólnum eru

Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp.  bókleg verkefni unnin  munnleg og verkleg fræðsla um borðhald og borðsiði, matarræði, næringu, sorpog þvottaflokkun  nemendur baka og matreiða og áhersla á að ganga vel frá, á vinnusvæði  lögð er áhersla á samvinnu nemenda í kennslustundum

Námsefni Gott og gagnlegt 2, grunnbók og verkefnabók, ýmsar uppskriftir og fræðsluefni frá kennara.

Námsmat Símat þar sem: iðni og afköst, verkfærni, umgengni og framkoma er metin reglulega.


Námsvísir 6. bekkur 2012-2013

Hönnun og smíði Markmið Að nemendur  fái að kynnast ýmsum efnum sem nota má í smíði svo sem ólíkum viðartegundum, málmi, plasti og gleri.  liti, stimpli og saumi leður  þjálfi glerskurð og aðra glervinnslu.  læri yfirborðmeðferð málma og þjálfist í að beita verkfærum tengdum málmsmíði.  geti sett hugmyndir sínar á blað og yfirfært þær síðan á þann efnivið sem hentar hverju sinni. Þannig fær sköpunarþörf hvers og eins að njóta sín.  nemendur læri að umgangast smíðastofu  þjálfi samsetningar í trésmíði  kynnist ólíkum aðferðum við yfirborðsmeðferð á tré

Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum.

Námsefni Trékistill, málmhlutur, nemendur velja sér einnig leður og glerverkefni í samráði við kennara.

Námsmat Námsmat fer stöðugt fram á vinnu og verkefnum nemenda og er eftirfarandi haft í huga:  hugmyndaauðgi og hönnun  umgengni og hegðun  verkfærni og vandvirkni  iðni og afköst 

Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 6. bekk hafi:  nýtt sér undirstöðutækni í hreyfingum og yfirfært hana með þátttöku í leikjum, dansi, íþróttagreinum og útivist.  fengið kennslu í a.m.k. tveimur hóp- og einstaklingsíþróttagreinum sem stundaðar eru hér á landi.  tekið þátt í liðleikaæfingum (teygjuæfingum) og tileinkað sér rétta tækni.

7


8

Námsvísir 6. bekkur    

tekið þátt í fjölbreyttum leikfimiæfingum sem hafa mótandi áhrif á líkamsreisn, efla samhæfingu og styrkja stoðkerfi líkamans. öðlast reynslu í að taka meðábyrgð við framkvæmd leikja, ýmissa æfinga og útiveru. fengið reynslu í að vinna í misstórum hópum þar sem reynir á þolinmæði, tillitsemi og umburðarlyndi. fengið tækifæri til að taka þátt í umræðum um markvissa þolþjálfun á hjarta og blóðrásakerfi.

Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.

Námsefni / viðfangsefni: Nauðsynlegt er á þessum aldri að huga að sérstöðu kynjanna, áhugasviði þeirra og hæfileikum. Þó svo að leikræn nálgun undirstöðuatriða ýmissa íþrótta, styrkjandi og mótandi æfingar ásamt leiknum sé rauður þráður í kennslunni skal huga vel að verkefnum sem efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Einnig skal á markvissan hátt efla þekkingu nemenda á íþróttum og heilsurækt samhliða verklegri útfærslu.

Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Einkunn er vinnueinkunn sem gefin er í heilum og hálfum tölustöfum.

Skólasund Markmið að nemendur í 6. bekk hafi:  læri séreinkenni einstakra sundaðferða  þjálfist í ýmsum möguleikum sundiðkunar til heilsueflingar  þekki og tileinki sér öryggis- og skipulagsreglur sundstaða Kennslufyrirkomulag Leikir og markvissar hreyfingar sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.

Námsefni / viðfangsefni: Bringu-, bak-, skrið-, skólabak- og flugsund. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.

Námsmat: 6. sundstig

 200 m bringusund, viðstöðulaust.


Námsvísir 6. bekkur 2012-2013

 50 m skólabaksund.  25 m skriðsund.  25 m baksund.  25 m bringusund á tíma. Lágmark 35.0 sek.  15 m björgunarsund (skólabaksundsfótatök).  8 m kafsund.  Stunga af bakka Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Gefin er umsögn um frammistöðu nemanda og fá þeir afhent sundskírteini í lok vetrar.

Myndmennt Markmið Að nemendur:  sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu  temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð  sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu  byggia upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir  geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna  fái tækifæri til að örva skapandi hugsun í myndrænni vinnu  kynnist ólíkum aðferðum í túlkun og framsetningu á myndverkum  kynnist efni, áhöldum og hugtökum sem notuð eru í myndlist  fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín  vinni með stærðarhlutföll  viti að sólarljós og veðurfar hefur áhrif á liti umhverfisins  geti beitt litum til að fá fram áhrif í mynd  þekki einkenni impressjónismans og expressjónismans  kynnist ólíkum leiðum við vinnu teiknimynda  læri um mismunandi gerðir og áferðir teikniblýanta  kynnist einum íslenskum listamanni

Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í myndmennt eru unnin fjölbreytt verkefni sem kenna og þjálfa lögmál og frumþætti myndlistar og veita innsýn í listasöguna og list þekktra listamanna, innlendra sem erlendra. Hvert verkefni byrjar með innlögn. Í innlögninni er verkefnið kynnt, sýnd mynddæmi og aðferðir útskýrðar með sýnikennslu. Nemendur vinna svo verkefnin annað hvort ein eða í hópum og tekur

9


10

Námsvísir 6. bekkur

hvert verkefni u.þ.b. 2-8 kennslustundir eftir umfangi. Þegar nemendur hafa lokið verkefnum sínum eru þau stundum hengd upp og hópurinn ræðir saman um útkomuna.

Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir og verkefni frá kennara. Námsmat: Nemendur fá einkunn sem byggir m.a.á vinnusemi, vandvirkni og viðhorfi. Gefið er í heilum og hálfum tölum.

Textílmennt Markmiðið er að nemandi:           

öðlist færni í að sikksakka brúnir á efni læri að spóla og þjálfist í að þræða tvinna á saumavél læri að hekla loftlykkjur og fastahekl og/eða stuðlahekl vinni mynstur þar sem formum er raðað saman læri einfaldan bútasaum læri að telja út og sauma krosssaum sýni fram á skipulögð og vönduð vinnubrögð noti hugtök og heiti textílgreinarinnar geri sér grein fyrir mikilvægi vandaðra vinnubragða og góðrar umgengni upplifi sköpunargleði við útfærslu eigin hugmyndar noti útsaum til skreytinga

Kennslufyrirkomulag: Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp. Í textílmennt vinna nemendur verkefni sem kennari velur. Eftir skylduverkefni geta nemendur valið sér aukaverkefni. Í upphafi eru innlagnir og umræður fyrir allan hópinn um þau verkefni sem nemendur munu vinna þá önnina. Eftir það er einstaklingskennsla. Við hvetjum nemendur til að vera hjálpsöm hvort við annað við verkefnavinnuna.

Námsmat Kunnátta, færni, vinnusemi, vinnubrögð, sjálfstæði og hegðun nemenda eru metin.

Upplýsingamennt Markmið Markmið að nemendur  læri að sýna kurteisi, tillitsemi og góða framkomu  temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð  sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  læri góða umgengni í kennslustofunni


Námsvísir 6. bekkur 2012-2013

       

tileinki sér jákvæð viðhorf til tölvutækninnar vinni jafnt og þétt að því að ná tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborð, tileinki sér blindskrift og réttar vinnustellingar þekki helstu leitarmöguleika á Netinu og kunni að meta áreiðanleika mismunandi vefsíðna geti skráð sig inn í Mentor og fylgst með heimanámi og ástundun. dýpki þekkingu sína í umbrotsforritum, reikniforritum og ritvinnsluforritum vita að til eru lög um höfundarrétt og skilja þýðingu þeirra við vinnu með upplýsingar geti unnið sjálfstætt og markvisst að öflun og úrvinnslu upplýsinga með upplýsingatækni og miðlað þeirri þekkingu til annarra á sama hátt sýni skilning á siðferðislegri ábyrgð sinni við framsetningu efnis á vef og sambærilegum miðlum svo sem Facebook, spjallrásum og í tölvupósti

Kennslufyrirkomulag Unnin eru misstór verkefni sem tengjast námsmarkmiðum. Í byrjun hvers tíma er kennari með innlögn og nemendur vinna verkefni í framhaldi af því. Kennari gengur á milli nemenda og hjálpar til við lausn mála. Áhersla er lögð á að fá nemendur til að tileinka sér jákvæð viðhorf til tölva og fá þá til að líta á þær sem sjálfsagt verkfæri við nám, starf, tjáningu, sköpun og leik. Nemendur eru auk þess hvattir til að vera óhræddir við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækninni.

Námsefni Ritvinnslu-, reikni- og glærugerðarforrit auk annarra forrita sem skólinn hefur aðgang að. Verkefni af vef Námsgagnastofnunnar og námsefni sem kennari útbýr. Typing Master notað fyrir fingrasetningu. Námsefni frá SAFT, skólaskráningarkerfið Mentor, vefumsjónarkerfi s.s. Word Press o.fl. Námsefni verður samþætt við aðrar námsgreinar eftir því sem við á og verður lögð áhersla á að kennsla taki einnig mið af þróunarverkefninu Orð af orði.

Námsmat Námsmat byggist á virkni og vinnu í tímum.

11


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.