6bekkur2011_2012

Page 1

6. bekkur Skipulag skólastarfs Í 6. árgangi eru 3 bekkir, hver með sinn umsjónarkennara. Hver bekkur hefur sína stofu en lögð er áhersla á samvinnu kennara og teymisvinnu.

Skólaárið 2011-2012 munu kennarar innleiða kennsluaðferð sem nefnist Orð af orði - lestur til náms í 4.-10. bekk. Markmiðið er að auka lesskilning nemenda og að þeir efli orðaforða og hæfni til að ráða í merkingu orða, nýti orðasöfn á fjölbreyttan hátt og efli þannig skilning. Ýmsar leiðir verða farnar til að vinna með orð og texta, t.d. hugtakakort, upplýsingatækni og yndislestur. Nemendum verða kenndar aðferðir til að læra orð og efla orðaforða, s.s. með aðferðum gagnvirks lestrar og kennt að tengja á milli þess sem þeir þekkja og vita fyrir og þess nýja sem þeir eru að fást við. Meðal verkefna verða orð dagsins, rím, krossglíma, orðaleit, orðtök og málshættir, yndislestur, hugtakakort og gagnvirkur lestur. Á haustönn verður markvisst unnið með orðaforða í 10 vikur a.m.k. þrisvar í viku í tveimur fögum. Á vorönn verður síðan lögð áhersla á markvissa vinnu í notkun hugtakakorta. Lesskilningspróf verða lögð fyrir þrisvar á skólaárinu í september, desember og maí til þess að mæla árangur. List- og verkgreinar í 4.-8. bekk eru kenndar í smiðjum sem eru lotuskiptar. Markmiðið með þessari skiptingu er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast betur innbyrðis og hefur það oftast jákvæð áhrif á náms- og félagsfærni þeirra. Í öllum smiðjum er kennd myndmennt, textílmennt, hönnun og smíði, heimilisfræði og upplýsingatækni. Aðrar greinar í smiðju geta m.a. verið leiklist, útivist, eðlisfræði, glíma og tónmennt. Þessar greinar eru þó ekki kenndar í öllum árgöngum. Hver smiðja er kennd 4-7 kennslustundir á viku. Tímabilin eru mislöng og fer lengd þeirra eftir fjölda nemenda í hverjum árgangi. Með þessu móti verður meiri samfella í listog verkgreinum og hægt er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt verkefni. Allur árgangurinn er í smiðju á sama tíma. Kennsla hefst alla daga kl. 8:10. Frímínútur eru í 20 mínútur milli 2. og 3. stundar. Nemendur fá u.þ.b. 10 mínútur af kennslutíma fyrir stuttan nestistíma milli kl. 9.0010.00 á morgnana. Mælst er til þess að nemendur hafi með sér ávexti eða grænmeti og komi með brúsa fyrir vatn. Slíkur millibiti á að nægja þar sem nemendur borða hádegismat í mötuneyti kl. 11:00.

Heimavinna Nemendur skila ákveðnu heimanámi til kennara einu sinni í viku og á hver nemandi sinn dag. Annað heimanám skrifa nemendur í dagbók ásamt því að kennarar setja það inn á mentor. Heimavinna er mjög mikilvægur þáttur í námi barnsins og er hún á ábyrgð foreldra!

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -1-


Íslenska Lestur og bókmenntir Markmið Að nemendur:  nái góðum lestrarhraða og byggi upp góðan lesskilning  geti lesið upphátt sögur, ljóð og margvíslega texta skýrt og með réttum áherslum  geti unnið með texta á fjölbreyttan hátt  geti gert útdrætti úr því sem þeir hafa lesið  temji sér að tala skýrt og áheyrilega við öll tækifæri  þjálfist m.a. í að hlusta á upplestur og umræður og taka þátt í þeim  þekki nokkra íslenska rithöfunda og ljóðskáld 20. aldar og helstu verk þeirra  kunni skil á þjóðsögum og ævintýrum  kynnist fornsögum og Íslendingasögum  þekki hugtökin aðal- og aukapersónur, umhverfi, boðskapur, söguhetja, söguþráður og sögulok  læri nokkrar þekktar vísur og ljóð og þjálfist í að semja ljóð  þekki nokkur íslensk skáld  þekki rím, ljóðstafi, líkingar og persónugervinga í ljóðum Leiðir að markmiðum Bókmenntakennsla. Fjölbreyttar kennsluaðferðir verðar nýttar þar sem leitast verður við að samþætta greinina öðrum námsgreinum í þemavinnu. Ljóðakennsla. Nemendur læra valin ljóð utanbókar, skrifa þau og myndskreyta. Unnið er með rím, ljóðstafi, líkingar og persónugervingar í ljóðum. Einnig eru nemendur látnir semja ljóð og vinna með þau út frá Orð af orði. Námsgögn Rauðkápa lestrarbók II, eftir Guðnýju Ýri Jónsdóttur og Silju Aðalsteinsdóttur. Njála eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, Lífið í Ásgarði og Æsir á fljúgandi ferð, eftir Iðunni Steinsdóttur Gásagáta eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Ævintýri H.C. Andersen. Ljóðspor, Kolbrún Sigurðardóttir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís Mósesdóttir tóku saman. Námsmat Símmat; kennara, jafningja og sjálfsmat á vinnu nemenda og ástundun. Lokapróf að vori. Ritun Ritun Markmið Að nemendur:  geti samið sögur með atburðarás Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -2-


 geti skráð frásagnir um atburði úr eigin lífi eða fjölskyldunnar  þjálfist í að taka við gagnrýni á eigin texta og vinna úr henni með því að endurrita textann  þekki hugtökin inngangur, meginmál og lokaorð og geti nýtt sér þau í eigin ritun Leiðir að markmiðum Fjölbreyttar kennsluaðferðir verðar nýttar þar sem leitast verður við að samþætta greinina öðrum námsgreinum í þemavinnu. Unnið verður með blaðagreinar og fjölbreytt verkefni, bæði í hópum og sem einstaklingsverkefni. Mikil áhersla verður lögð á vönduð vinnubrögð og virkni nemenda. Námsgögn Skræða, grunnbók eftir Gísla Ásgeirsson og Þórð Helgason. Ljósritað efni frá kennurum og valdar blaðagreinar. Námsmat Umsögn að vori. Stafsetning Markmið Að nemendur:  þjálfist í að stafsetja rétt og læri að fara eftir stafsetningarreglum  geti skrifað almennan texta rétt eftir upplestri  þjálfist í að nota orðabækur Leiðir að markmiðum Farið yfir helstu reglur í stafsetningu. Nemendur skrifa texta eftir upplestri. Læra orðalista og skrifa þá eftir upplestri. Námsgögn Mál í mótun verkefnabók, eftir Kolbrúnu Sigurðardóttur og Þóru Kristinsdóttur. Verkefni með Réttritunarorðabók 2. og 3. hefti, eftir Vénýju Lúðvíksdóttur. Stafsetning ritreglur og æfingar eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guðmundsson notuð sem ítarefni. Ljósritað efni frá kennara. Finnbjörg, eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur. Námsmat Próf tekin reglulega yfir veturinn. Skrift Markmið Að nemendur:  skrifi tengda skrift hratt og af öryggi  þrói með sér persónulega rithönd  skrifi skýrt og greinilega og vandi allan frágang

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -3-


Leiðir að markmiðum Áhersla lögð á vandaða skrift, uppsetningu og frágang. Nemendur skrifa eftir forskrift með penna. Námsgögn Góður – betri – bestur, eftir ýmsa höfunda. Skrift 6 og 7 eftir Björgvin Jósteinsson o.fl. Fjölritað efni. Námsmat Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda metin jafnóðum. Málfræði Markmið Að nemendur:  þekki no., lo. og so. og helstu einkenni þeirra  þekki mun samnafna og sérnafna  geti fallbeygt no. og lo. í et. og ft.  geti stigbreytt og greint kyn, tölu og fall lo.  geti greint nt., þt. og nh. sagnorða og geti breytt tíð þeirra  geti fundið stofn orða, búið til samsett orð og fundið samheiti og andheiti orða Leiðir að markmiðum Kennslan fer fram á hefðbundinn hátt í grunnnámsefni ásamt því að móðurmálskennslan veður samþætt sem flestum námsgreinum. Unnin verða fjölbreytt verkefni, bæði í hópum og sem einstaklingsverkefni. Unnið verður markvisst með Orð af orði og mikil áhersla verður lögð á vönduð vinnubrögð og virkni nemenda. Námsgögn Finnbjörg, handbók og Miðbjörg vefefni eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur. Málrækt 2, eftir Guðmund B. Kristmundsson o.fl. Ljósritað efni. Námsmat Símat yfir veturinn ásamt lokaprófi að vori.

Stærðfræði Markmið(þrep 11 í Mentor) Að nemendur:  hafi náð tökum á neikvæðum tölum í fjölbreyttu samhengi  geti valið á milli reikniaðgerða við einföld verkefni og nýtt sér þær  kunni að deila í fjögurra stafa tölu með eins stafs tölu og hefur vald á deilingu með afgangi

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -4-


 geti reiknað og táknað einföld almenn brot, samnefnd og ósamnefnd, með aðstoð hjálpartækja. Kann að skrá jafngild almenn brot  geti gert kostnaðaráætlun t.d. fyrir fjölskylduferð  þekki orðið hlutfall í samanburði og getur teiknað einfaldar myndir í ákveðnum hlutföllum  viti að hringur er 360°og hálfur hringur er 180°  geti teiknað og mælt horn með 5°nákvæmni  þekki 8 áttir áttavitans  þekki hugtökin rétthyrndur-, jafnarma og jafnhliða þríhyrningur  þekki samband flatarmáls þríhyrninga og rétthyrninga  geti teiknað þríhyrninga samkvæmt gefnum fyrirmælum um hornastærð og hliðarlengdir og þekkir hornasummu þeirra  geti búið til og nýtt sér töluleg gögn sett fram í línuriti, súluriti og skífuriti  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Markmið(þrep 12 í Mentor) Að nemendur:  skilji að samlagning og frádráttur og margföldun og deiling eru andhverfar aðgerðir og getur nýtt sér það  þekki mismunandi lausnaleiðir við reikniaðgerðirnar fjórar  geti lesið áætlanir um almenningssamgöngur og áætlað hve langan tíma tekur að fara á milli staða  geti raðað tugabrotum eftir stærð  skilji samband endanlegra tugabrota, almennra brota og prósentu. Getur breytt þar á milli  geti skeytt saman yrðingar með hugtökunum „annað hvort“, „og“, „eða“, „ekki“ þegar gögn eru valin úr gagnagrunni eða rökkubbar eru notaðir  geti dregið saman talnastæðumynstur í almenna reglu þar sem breytur eru táknaðar með bókstöfum eða öðrum táknum með aðstoð hjálpargagna eða mynda  geti leyst einfalda jöfnu með einni óþekktri stærð. Getur fundið lausnamengi út frá gefnu grunnmengi við lausn á einföldum ójöfnum  geti þakið flöt með reglulegum marghyrningum og þekkir hornasummu þeirra  geti teiknað og lýst einkennum marghyrninganna ferningur, ferhyrningur, rétthyrningur, samsíðungur og trapisa  þekki heiti og einkenni reglulegra margflötunga s.s. fjölda hliða, fjölda horna og fjölda brúna. Getur teiknað einföld þrívíð form frá ýmsum sjónarhornum  skilji uppbyggingu metrakerfisins og þekkir algengustu einingar þess og getur breytt á milli þeirra í einföldum dæmum Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -5-


 hafi náð tökum á hugtökum um tíðni, meðaltal, hæsta gildi og lægsta gildi og getur borið saman tvö myndrit  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Leiðir að markmiðum Í kennslustofunni fer fram kennsla, þar sem undirstöðuþættir stærðfræðinnar eru útskýrðir. Þar er kennslubókin lögð til grundvallar ásamt öðrum þjálfunarverkefnum. Nemendur fást við hlutbundna stærðfræði með aðstoð viðeigandi hjálpargagna (t.d. vasareikna, málbanda, kennslupeninga, spegla og mæliglasa). Vinnan fer fram sem tilraunir, leikir, þrautalausnir, heimildavinna, sköpun eða tölvuvinna. Þjálfuð eru bæði hópvinnubrögð og sjálfstæð vinnubrögð. Verkefnin reyna á skilning og sjálfstæða hugsun Námsgögn Geisli 2, grunnbók og Geisli 2A og 2B vinnubækur, eftir Guðbjörgu Pálsdóttur, Guðrúnu Angantýsdóttur og Jónínu Völu Kristinsdóttur. Ítarefni: Stjörnubækur, þemahefti og ljósritað efni.

Námsmat Símat, kannanir eftir hvern efnisþátt og lokapróf á hvorri önn. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Erlend tungumál Enska Markmið Að nemendur  skilji það sem fram fer í kennslustofunni á ensku, bæði í tali kennara og samnemenda  geti hlustað eftir aðalatriðum  hlusti á mismunandi efni, s.s ljóð, sögur og ævintýri frá enskumælandi löndum  þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða  að lesa og skilja mismunandi efni, s.s. ljóð, sögur og ævintýri frá enskumælandi löndum  að vera fær um að taka þátt í samskiptum við kennara og samnemendur  að geta sagt frá sjálfum sér, áhugmálum sínum og völdum atriðum úr umhverfinu  að geta skrifað skipulega, skiljanlega og viðeigandi, stutta, einfalda texta eftir fyrirmyndum  að fá þjálfun í réttri stafsetninu algengra orða sem koma fyrir í námsefni Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -6-


 geti sagt í stuttu máli á ensku um innihald fræðslumyndar Leiðir að markmiðum Áhersla lögð á hlustun, talæfingar og að nemendur geti lesið og skrifað léttan texta á ensku. Námsgögn Portfolio, Build up 1, eftir Ceciliu Nihlén og Laurie Gardenkrans. Enskar málfræðiæfingar A og B. Hljómbönd. Hickory,Dickory og Dock eftir Jan Sundström og Ann Robinson-Ahlgren. Léttlestrarbækur ásamt ljósrituðum verkefnum. Kvikmyndir eða stuttir þættir ásamt tónlist. Námsmat Símat yfir veturinn og lokapróf að vori.

Samfélagsgreinar Landafræði Markmið Að nemendur:  þekki Norðulöndin  kynnist landslagi, gróðurfari, loftslagi og auðlindum Norðurlandanna  þekki helstu atvinnuvegi, tungumál og ólíka lífshætti Norðurlandabúa  viti á hvaða sviðum Norðurlandaþjóðirnar eigi með sér samstarf og í hverju það felst Leiðir að markmiðum . Fjölbreyttar kennsluaðferðir verðar nýttar þar sem leitast verður við að samþætta greinina öðrum námsgreinum í þemavinnu. Nemendur vinna ýmis verkefni í vinnubók ásamt hópverkefnum. Námsgögn Norðurlönd, eftir Kristínu Snæland. Við Norðurlandabúar. Kortabók. Fræðslumyndbönd. Námsmat Símat; kennara, jafningja og sjálfsmat á vinnu nemenda og ástundun. Nemendur kynna verkefni sín. Námsmat í lok annar er í formi umsagnar.

Saga Markmið Að nemendur:  kynnist helstu atburðum í sögu landsins á tímabilinu 930-1262  kynnist hefðbundinni sögu af kristnitöku á Alþingi og velti fyrir sér þýðingu kristnitökunnar Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -7-


 þekki afrek Snorra Sturlusonar, ævi hans og endalok Leiðir að markmiðum Fjölbreyttar kennsluaðferðir verðar nýttar þar sem leitast verður við að samþætta greinina öðrum námsgreinum í þemavinnu. Námsgögn Snorra saga eftir Þórarinn Eldjárn.

Námsmat Símat; kennara, jafningja og sjálfsmat á vinnu nemenda og ástundun. Námsmat í lok annar er í formi umsagnar.

Náttúrufræði og umhverfismennt

Lífvísindi-Jarðvísindi Markmið Að nemendur  taki þátt í athugunum á lífríki í fersku vatni og kanni mismunandi þætti, s.s. fjölbreytni plantna og dýra, fæðukeðjur o.fl.  læri um mismunandi gróðurlendi landsins  geti skýrt hvað ljóstillífun er  geti nefnt fulltrúa fyrir íslenska stað- og farfugla  skoði mismunandi einkenni og eiginleika lífvera út frá því umhverfi sem lífverurnar búa í  þekki íslenskar trjátegundir Leiðir að markmiðum Fjölbreyttar kennsluaðferðir verðar nýttar þar sem leitast verður við að samþætta greinina öðrum námsgreinum í þemavinnu. Unnin verða fjölbreytt verkefni, bæði í hópum og sem einstaklingsverkefni. Útikennsla og farnar vettvangsferðir. Mikil áhersla verður lögð á vönduð vinnubrögð og virkni nemenda. Námsgögn Lífríkið í fersku vatni, eftir Eddu Eiríksdóttur o.fl. (valdir kaflar) Geitungar á Íslandi eftir Erling Ólafsson, Blikur á loft eftir Einar Sveinbjörnsson og Helga Grímsson. Kennslumyndbönd. Námsmat Símat, prófað verður eftir hvern efnisþátt. Námsmat í lok annar er í formi umsagnar.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -8-


Eðlisvísindi Markmið Að nemendur  geri athuganir með flotkraft hluta  kynnist núningskrafti á mismunandi yfirborði  vinni með hljóð og bylgjur á láði og legi, þ.á.m. hljóðstyrk, bylgjuhreyfingar, hljóðfæri o.fl.  vinni með stærðir og fjarlægðir jarðar og reikistjarnanna  geri sér grein fyrir mikilvægi lofthjúpsins fyrir lífríki jarðarinnar og þekki hugtökin ósonlag og gróðurhúsaáhrif  kynnist þeim öflum sem móta landið Leiðir að markmiðum Unnin verða fjölbreytt verkefni, bæði í hópum og sem einstaklingsverkefni. Mikil áhersla verður lögð á vönduð vinnubrögð og virkni nemenda. Námsgögn Auðvitað 2, eftir Helga Grímsson. Námsmat Fjórar kannanir, vinnubrögð, vinnubók og sjálfsmat. Einkunn er gefin á skalanum 110.

Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Markmið Að nemendur:  Nemendur kynnist hinum mismunandi trúarbrögðum heimsins hvað aðgreinir og hvað sameinar (helgistaðir, musteri, tákn, hátíðir og siðir) Leiðir að markmiðum Unnin verða fjölbreytt verkefni, bæði í hópum og sem einstaklingsverkefni. Trúarbragðafræði verður samþætt Orð af orði. Mikil áhersla verður lögð á vönduð vinnubrögð og virkni nemenda. Námsgögn Mismunandi trúarbragðarit, eftir Sigurð Inga Ásgeirsson Trúarbrögðin okkar, eftir Hrund Hlöðversdóttur. Kristinn trú eftir Sigrurð Inga Ásgeirsson. Myndbönd. Námsmat Símat; kennara, jafningja og sjálfsmat á vinnu nemenda og ástundun. Námsmat í lok annar er í formi umsagnar.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur -9-


Lífsleikni Markmið Að nemendur:  öðlist aukið sjálfstraust og sjálfsvitund  læri að taka tillit til skoðana annarra  þori að standa við eigin skoðanir  þjálfist í að sýna tillitsemi og ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum  auki færni sína í samskiptum Leiðir að markmiðum Unnið verður með einkunnarorð skólans SÁTT, samvinna, ábyrgð, traust og tillitsemi. Lífsleikni verður samþætt Orð af orði. Fjölbreyttar kennsluaðferðir verðar nýttar þar sem leitast verður við að samþætta greinina öðrum námsgreinum í þemavinnu. Unnið verður með þau mál sem eru í brennidepli hverju sinni, út frá heimspekilegum umræðum. Námsgögn Ég er bara ég, eftir Karl Ágúst Úlfsson og fl. Tilfinningar verkefni eftir Kristínu Gísladóttur. Ljósritað efni. Námsmat Umsögn að vori.

Upplýsinga- og tæknimennt Tölvunotkun Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að: 

  

öðlist grunnfærni á framsetningu efnis í forritunum PowerPoint með því að: ‐ búa til eigin bakgrunn á mismunandi vegu og nota form ‐ velja mismunandi glærugerð ‐ setja inn læsilegan texta á glærur ‐ setja inn mynd, hreyfimynd og hljóð úr Clip Art ‐ setja inn mynd af netinu ‐ setja inn hraða, ljóð og tíma fyrir glæru ‐ taka upp hljóð og setja inn á glæru geta nýtt sér flokkunar- og leitaraðferðir til að staðsetja og sækja upplýsingar á Netinu þekkja til höfundarétt geta vitnað í heimildir á Netinu

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur - 10 -


Leiðir að markmiðum: Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Kennsla í upplýsingamennt og tölvunotkun er f.f. sýnikennsla og verklegar æfingar. Námsgögn: Forritið PowerPoint PowerPoint verkefni á vef Námsgagnastofnunar: http://www.nams.is/uppltaekni/index.htm Kennsluvefur í upplýsingalæsi: http://www.upplysing.is/upplysingalaesi/ Netið Námsmat: Leiðsagnarmat þar sem kennari metur verkefni nemenda, vinnusemi og færni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Hönnun og smíði Markmið Að nemendur:  læri að stilla hefil  læri að nota hefilbekk  læri að rétta af, kanthefla og þykktarhefla  verði fær um að nota tölvu til að leita að hugmyndum og formum í verkefnavinnu  venjist á að leita sér þekkingar til að geta framkvæmt  temji sér vinnusemi og frumkvæði  temji sér vandvirkni  leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Leiðir að markmiðum Í 4.-8. bekk er lagt fyrir eitt “skylduverkefni”, þar sem lögð er áhersla á að kenna eina eða fleiri vinnuaðferðir, meðferð einhverra ákveðinna verkfæra eða smíðaefna. Þessi verkefni eru alltaf þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á gerð þeirra, útlit og jafnvel virkni, svo framarlega sem þekkingin sem verkefninu er ætlað að koma til skila glatist ekki. Reynt er að haga skylduverkefnum þannig að þau taki ekki nema um helming þess tíma sem hverjum nemanda er ætlaður. Þann tíma sem eftir er hefur nemandinn til að vinna að verkefnum að eigin vali. Í ”frjálsum verkefnum” er áhersla lögð á að gera nemandanum ljósa þá möguleika sem hann hefur til þess að hanna og smíða hluti þ. e. hvaða takmarkanir hann þarf að sætta sig við af völdum kostnaðar,rýmisaðstöðu,- véla og verkfæra og fleira í þeim dúr. Ennfremur að hann geri sér grein fyrir kunnáttu sinni og getu til að framkvæma hluti. Reynt er að hjálpa hverjum nemanda til að finna hvar áhugi hanns liggur og hvaða möguleika hann hefur til að nýta áhuga sinn á einhverju sviði til að velja sér smíðaverkefni innan þess ramma sem á undan er getið. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur - 11 -


Skylduverkefni Í 6. bekk felst skylduverkefnið í því að hefla til óunna furu 2,5 x 18,5 x 40 cm. að stærð. Fjölina má síðan nota til að smíða úr spegilramma, myndaramma, hillu eða snaga að eigin vali. Nemandinn velur sjálfur form hlutarins og yfirborðsmeðferð og teiknar, en nýtur aðstoðar við sögun Frjáls verkefni Í þessum verkefnum fær nemandinn tækifæri til að nýta sér eigin áhuga vilja og kunnáttu til að breyta hugmynd í veruleika og smíðaefni í fullunninn hlut. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að virkja vilja og áhuga hvers einstaklings til að afla sér þekkingar á því sviði sem hugurinn beinist að hverju sinni og gera hann jafnframt ábyrgan fyrir velgengni sinni. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Í 4.- 8. bekk er öllum skylt að vera í Hönnun og Smíði. Augljóslega er um að ræða nemendur með mismunandi styrkleika. Til að koma á móts við hvern nemanda í mati á hanns vinnuframlagi, er reynt að taka tillit til þessa. Það er gert með eftirfarandi hætti: Reynslan hefur sýnt að öll börn eiga möguleika á að standa sig vel í að minnsta kosti einum af eftirfarandi þremur þáttum þ. e.: Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er m. a. hve vel nemandinn heldur sig að verki og hvernig hann bregst við erfiðleikum, vandvirkni, þar sem metin er m. a. þrautseigja nemandans til að ná fram sem bestum árangri og frumleiki, þar sem metið er m.a. hvort nemandinn leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Vægi þessara þátta er látið vera 70%, 15% og 15%. Við mat á verkum hvers einstaks nemanda er hæsta vægið (70%) fært á þann þátt sem viðkomandi nemandi er sterkastur í. Þannig fæst ákveðinn jöfnuður umfram hefðbundið námsmat. Nemandinn er eftir því sem kostur er þátttakandi í námsmatinu, þannig að hann geti smám saman gert sér grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til hans hverjar eru hans sterku og veiku hliðar og hvar hann getur bætt sig. Tekið skal fram að matið er huglægt mat á verkum og framgöngu nemandans og birtist á einkunnaspjaldi sem töluleg einkunn á skalanum 1 – 10.

Listgreinar Myndmennt Markmið Að nemendur:  sýni vinnu og viðhorfum annarra virðingu  kunni skissugerð og öðlist skilning á mikilvægi hennar sem eðlilegs hluta af  vinnuferli  vinni með grunnliti,frumform,skörun og blöndun lita  viti að sólarljós og veðurfar hefur áhrif á liti umhverfisins  geti beitt litum til að fá fram áhrif í mynd Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur - 12 -


 þekki hugtakið heitir/kaldir litir  geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum  þekki tengsl hönnunar við eigin raunveruleika, þ.e.a.s. eigin fatnað, húsgögn, hjól,  merki, tölvuleiki o.s.frv. Leiðir að markmiðum Bein kennsla, samræðuaðferðir, samvinnunám, sköpun, spil, spurnaraðferðir, sýnikennsla, verklegar æfingar, viðfangsefni tengd daglegu lífi, vinna með ólíka miðla. Verkefni Verkefnamappa-leturgerð, litafræðiverkefni með grunnformum, fjarvíddarverkefni stórborg, leirverkefni sem er glerjað. Námsgögn Blýantar, strokleður, pennar, ýmsar tegundir lita, leir, glerungur, sandur, lím, pappír, skæri, o.fl. Námsmat Símat, sjálfsmat, frammistöðumat, markmiðssetning, verkefnamat, markvissar spurningar,mat á frammistöðu í tímum, persónumöppur, sjálfsmat, meta eigin verk. Einkunn, á skalanum 1-10, er gefin í lok annar.

Textílmennt Markmið Að nemendur:  læri að prjóna með hringprjóni  læri úrtöku í prjóni  læri nýja sporgerð á saumavél  teikni eigið mynstur eða mynd og yfirfæri á vefjarefni, í prjón eða krosssaum  þjálfist í útsaumi, þ. e. varpleggi og afturstingi

Leiðir að markmiðum Innlögn og sýnikennsla þar sem verkefnið er útskýrt, að öðru leyti einstaklingskennsla.

Námsgögn Hringprjónar, saumavél, skæri, nálar, títuprjónar, kalkipappír, blýantar og faldamælir. Námsmat Byggist á verkum nemenda, vinnubrögðum og virkni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur - 13 -


Tónmennt Markmið  flytji fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum og löndum sem gerir vaxandi kröfur um færni, einn og í hóp, undir eigin stjórn og annarra  semji spinni, útsetji og skrái tónverk sem sýni vaxandi skilning á tónlistarhugtökum eftir gefnum fyrirmælum með fjölbreyttum hljóðgjöfum  öðlist vaxandi færni í flutningi á tónlist, sönglögum og stefjum eftir minni, heyrn og nótnatáknum  semji eða flytji einfaldan dans eða hreyfingu við tónlist  nýti sér í auknum mæli hljóðritun og skráningu til að geyma eigin tónverk til flutnings síðar  þjálfist í að endurmeta og endurskoða tónsköpun sína  geti sýnt frammá þekkingu á tónlist sem hann hefur hlustað á útfrá mismunandi tímabilum og menningarsvæðum  geti heyrt, greint og sýnt þekkingu á ólíkum stíltegundum tónlistar sem unnið hefur verið með  geti sýnt frammá vaxandi skilning á efnisþáttum tónlistar og greint á milli notkunar þeirra í tónlist Leiðir að markmiðum Söngur í hóp, leikir og æfingar sem efla hópmeðvitund, samspil með skólahljóðfærum, hlustun á tónlist ólíkrar menningar. Námsgögn: Tónmennt, það er gaman að hlusta og hljóðspor. Litir, skriffæri, skólahljóðfæri og tölvur. Námsmat Frammistaða í tímum, viðmót, virkni, vinnusemi og samvinnuhæfni. Gefin er einkunn á skalanum 1-10 og umsögn.

Heimilisfræði Markmið

     

kynnst orkuefnum fæðunnar þjálfast í að vinna sjálfstætt eftir uppskriftum tileinkað sér einfalda vinnutækni í matreiðslu rifjað upp þekkingu sína á fæðuflokkunum kunnáttu til að leggja gagnrýnið mat á eigin frágang í eldhúsi rifjað upp hvað eru góðar lífsvenjur (næring, hreyfing, hvíld, svefn)

Leiðir að markmiðum Unnið er í lotum í Smiðjuhópum.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur - 14 -


Áhersla lögð á sjálfstæða vinnu, einfalda matreiðslu á fjölbreyttum og hollum mat úr algengu hráefni. Námsgögn Gott og gagnlegt 2 eftir Guðrúnu M. Jónsdóttur og Steinunni Þórhallsdóttur. Námsmat Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur:  öðlist aukna færni í helstu grófhreyfingum og samsettum hreyfingum auk þess að bæta samhæfingu þeirra  fái útrás fyrir hreyfiþörf og í leiðinni jákvæða upplifun af íþróttum  efli líkamsþol, kraft, hraða, viðbragð og liðleika  þjálfast í samvinnu og að sýna tillitssemi við arða nemendur  fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki Námsgögn: Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar. Námsmat: Þol, styrkur, liðleiki og hraði eru mæld tvisvar á vetri Virkni í tímum, samskipti við aðra nemendur og hvort farið er eftir fyrirmælum er í símati. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Sund Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Seljaskóli fær aðgang að sundlaug Ölduselsskóla eftir kl. 14 á daginn og eru námskeiðin því skipulögð eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmið Að nemendur þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta útfærslu hreyfinga í:  bringusundi  skriðsundi  baksundi  skólabaksundi Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur - 15 -


   

kafsundi þjálfist í stungu af bakka þjálfist í að synda 200m bringusund án hvíldar fari eftir fyrirmælum

6. marksmiðsstig: Að nemendur geti synt:  200m bringusund  50m skólabaksund  25m skriðsund  25m baksund  25m bringusund tímalágmörk  15m björgunarsund  8m kafsund

Leiðir að markmiðum Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsgögn Korkar. Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 6. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "6. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 6. bekkur - 16 -


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.