7_bekkur

Page 1

NÁMSVÍSÍR 7. BEKKUR

20122013


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

Íslenska Lestur / bókmenntir / ljóð Markmið að nemendur          

geti lesið skýrt og áheyrilega og bæti leshraða sinn efli lesskilning sinn og orðaforða geti aflað sér heimilda og unnið verkefni úr þeim geti skynjað boðskap texta og myndað sér skoðun á lesefninu skilji hvað er: söguþráður, söguhetja, sögulok, boðskapur, tími, umhverfi, aðal- og aukapersóna kynnist einni fornsögu kynnist mismunandi ljóðum og ljóðagerð og æviágripum nokkurra eldri og yngri höfunda kynnist uppbyggingu ljóða, þekki m.a. stuðla, höfuðstafi, persónugervingu, rím, hrynjandi og líkingar þjálfist í að koma fram fyrir bekkinn þjálfist í að hlusta á samnemendur sína flytja verkefni

Kennslufyrirkomulag Nemendur lesa ýmsar sögur, ljóð og frásagnir, þ.á.m. eina fornsögu. Umræður fara fram um innihald textanna og fjölbreytt verkefni unnin í kjölfarið, m.a. skrifleg, myndræn og leikræn. Nemendur eru hvattir til að lesa á hverjum degi í bókum sem þeir hafa sjálfir valið sér til ánægju. Nemendur gera skriflega bókagagnrýni eftir hverja bók í frjálslestri. Nemendur lesa valin ljóð, sem þeir vinna með á margvíslegan hátt og kunna skil á ævi ljóðahöfunda. Farið verður í innihald ljóðanna, ýmsar tegundir ljóðforma og uppbygging þeirra kynnt. Nemendur æfa upplestur á ljóðum, sögum, fréttum og fleiru þar sem áhersla er lögð á skýra og góða framsögn, ásamt framkomu. Á miðjum vetri taka nemendur þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Stuðst verður við kennsluaðferðina Orð af orði sem gengur m.a. út á að nemendur greina og vinna með valin orð og orðhluta. Gagnvirkur lestur verður æfður þar sem tekið er á lesskilningi, lestri og orðskýringum.

Námsefni Grænkápa, Trunt, trunt og tröllin, Ljóðspor, Kjalnesingasaga og efni valið af kennara og nemendum.

Ritun Markmið að nemendur     

þjálfist í skapandi skrift, tjái hugmyndir sínar í texta, semji sögur, ljóð, ritgerðir o.fl. þjálfist í að byggja upp texta á viðeigandi hátt og vandi framsetningu hans þjálfist í að gera endursagnir nái valdi á helstu þáttum stafsetningar þjálfist í að skrifa upp eftir upplestri

1


2

Námsvísir 7. bekkur   

þjálfist í að nota orðabækur og önnur hjálpargögn þjálfi persónulega rithönd sína og skrifi skýrt og læsilega auki skriftarhraða sinn

Kennslufyrirkomulag Nemendur skrifa um margvísleg viðfangsefni, m.a. lýsa ákveðnum hlutum, skrifa um eitthvað sem tengist þeirra eigin reynsluheimi eða ímyndaðs, skrifa endursögn og útdrætti. Ýmis ritunarverkefni unnin sem tengjast öðrum námsgreinum. Lögð verður áhersla á að nemendur þjálfi rétta uppbyggingu á texta, skrifa stuttar og hnitmiðaðar málsgreinar og forðist endurtekningar og ofnotkun smáorða. Nemendur rifja upp og læra nýjar reglur í stafsetningu og nýta sér reglurnar í öllum skrifum sínum. Nemendur vinna stafsetningaæfingar á fjölbreyttan hátt, t.d. með sóknarskrift og eftir upplestri. Í skrift skrifa nemendur eftir forskrift og öðrum textum í skriftarbækur.

Námsefni Skrift 7, Skrudda og ýmis verkefni.

Málfræði Markmið að nemendur     

læri áfram um einkenni sagnorða, nafnorða og lýsingarorða og þjálfist í að nýta sér þekkinguna í stafsetningu, orðmyndun o.fl. t.d. með þekkingu á stofni orða þekkja helstu einkenni orðflokka og beygingarformdeildir þeirra, svo sem kyn, tölu, fall, stigbreytingu, nútíð, þátíð og nafnhátt. þekki muninn á setningu, málsgrein og efnisgrein kynnist orðtökum og málsháttum þjálfist í að nota viðeigandi greinarmerki rétt við ritun eigin texta

Kennslufyrirkomulag Kennslan fer fram með innlögnum kennara. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur þjálfist í að yfirfæra þá þekkingu sem þeir öðlast, í ritun og töluðu máli.

Námsefni Mál er miðill, grunn- og verkefnabók, Málrækt 3, Finnbjörg, Skrudda, grunnbók og verkefnabók I og II, Verkefni við Réttritunarorðabók og Fallorð.

Námsmat í íslensku Framsagnarpróf í lestri er tvisvar á skólaárinu. Hraðapróf fyrir þá sem ekki hafa náð 8 (200 atkvæðum) í hraðlestri jafnt og þétt yfir veturinn. Prófseinkunn í janúar og að vori í bókmenntum og ljóðum, málfræði, ritun, stafsetningu og lestri. Vinnueinkunn byggist á heimavinnuskilum, vinnusemi og vinnubrögðum.


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

Stærðfræði Markmið að nemendur    

beiti skipulegum aðferðum við lausnir verkefna og þrauta geti beitt einföldum röksemdarfærslum nái að auka færni sína í einföldum reikningi og verði færir um að velja reikniaðgerðir kunni undirstöðuatriði í tuga- og almennum brotum, prósentureikningi, metrakerfinu, algebru, rúmfræði, tölfræði og líkindareikningi

Kennslufyrirkomulag Nemendur munu glíma við margskonar þrautir og dæmi og læra notkun ýmissa hjálpargagna.Kennari kynnir ný viðfangsefni en nemendur þurfa að geta rætt um stærðfræði, fundið sínar eigin leiðir að lausnum og gera grein fyrir hugsun sinni bæði skriflega og munnlega, þannig að aðrir nemendur læra að hlusta og kynnast ólíkum leiðum. Nemendur leysa fjölbreytt verkefni og þrautir og setja fram á marga vegu m.a. með því að teikna, búa til töflur og myndrit. Sú vinna mun fara fram bæði einstaklingslega og í hópum. Nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast m.a. daglegu lífi. Nemendur þjálfast í notkun vasareikna og hugarreiknings. Í lok hvers kafla verða lagðar fyrir kannanir.

Námsefni Geisli 3A og 3B, Vinnubók 3A og Vinnubók 3B, Reikistjörnubækur, Hringur (ýmsar bækur), þemahefti og annað ítarefni.

Námsmat Prófseinkunn í janúar og að vori. Vinnueinkunn byggð á kaflaprófum, heimavinnuskilum, vinnubrögðum og vinnusemi nemenda í skólanum.

Enska Markmið að nemendur:  

Geti notað ensku til samskipta innan kennslustofu og skilji algengar upplýsingar, fyrirmæli og leiðbeiningar þegar talað er hægt og skýrt. Geti lesið einfaldar smásögur, fræðsluefni og frásagnir um margvíslegt efni ætlað börnum. Skilji megininntak í aðgengilegum stuttum frásögnum úr ýmsum áttum með myndum til stuðnings. Geti leitað að upplýsingum í texta og þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða. Geti tekið þátt í samskiptum innan kennslustofunnar, við kennara, við bekkjarfélaga, í samtalsæfingum, þ.m.t. geti notað umorðun, hik og þagnir í samtölum. Geti sagt á skýran og skipulegan hátt frá viðfangsefni í námi, undirbúið eða óundirbúið. Sé fær um að beita nokkuð markvisst þeim orðaforða sem hann hefur unnið með. Kunni að beita nútíð algengra sagna, algengum fornöfnum, nafnorðum, lýsingarorðum og greini.

3


4

Námsvísir 7. bekkur 

Geti skrifað skipulega og skiljanlega samfellda texta eftir fyrirmyndum af ýmsum toga. Réttritun er afar mikilvæg og aukin áhersla lögð á þjálfun í réttri stafsetningu.

Kennslufyrirkomulag Ýmsar aðferðir verða notaðar við kennsluna, svo sem innlifunaraðferð og leitaraðferð auk þulu og þjálfunaræfinga. Lögð verður áhersla á lestur og lesskilning til að efla orðaforða Einnig að nemendur vinni bæði í hópum og sjálfstætt og fái tækifæri til að læra að nota orðabækur. Nemendum verða einnig veitt tækifæri til að afla sér upplýsinga úr tímaritum og tjá niðurstöður sínar á ensku. Allir nemendur eiga að vinna heimavinnu. Í Raz-Kids þarf að ljúka við (hlusta á, lesa og leysa verkefni) að minnsta kosti 4-6 sögur á viku og senda kennara einn upplestur á tveggja vikna fresti. Einnig þarf að vinna að minnsta kosti tvær blaðsíður í sínu námsefni fyrir hvern tíma sem er lágmark. Allir eru hvattir til að glósa vel og er slíkt að sjálfsögðu einnig talið með sem heimavinna.

Námsefni Námsefni verður mismunandi eftir bekkjum og fyrra námi.  Action textbook, Action workbook A, Action workbook B, hlusturnarverkefni, Portfolio lesbækur og verkefni.  Stílabók sem nemendur gera sjálfir að mestu leyti auk ljósritaðra hefta og annars efnis frá kennara.  Námsvefurinn Raz-Kids.com þar sem nemendur hafa aðgang að sögum til hlustunar, lesturs og upptöku á upplestri auk verkefna.  Valið efni frá kennara úr ýmsum áttum, s.s. myndbands-spólur, lestrarbækur, tónlist, stílar og málfræðiæfingar.  Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni á mismunandi hraða við margvísleg verkefni og þannig leitast við að koma til móts við alla nemendur.  Orðabækur, íslensk-enskar, ensk-íslenskar og ensk-enskar verða til reiðu fyrir nemendur og vonast er til að þeir hafi aðgang að orðabók heima.

Námsmat Prófseinkunn í janúar og maí. Kaflapróf, munnleg og skrifleg skil á verkefnum. Vinnueinkunn byggist á vinnusemi nemenda, vinnubrögðum og verkefnaskilum þ.á.m. heimavinnu.

Danska Borgir Markmið að nemendur   

geti talað um efni sem unnið hefur verið með og þjálfist í framburði geti skilið einfalda texta í hlustunaræfingum námsefnisins geti lesið og skilið einfaldan texta


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

   

geti unnið með einfaldar setningar og svarað einföldum spurningum úr námsefninu. þekki mun á nútíð og þátíð Geti skrifað stök orð og stuttar setningar þjálfist í að glósa

Kennslufyrirkomulag Kennslan byggist á að hafa sem mesta fjölbreytni í lestri, hlustun, tali, ritun og leikjum. Framburðar- og hlustunarverkefni verða spiluð af geisladiski til að leggja áherslu á réttan framburð. Lögð verður áhersla á að námið fari eins mikið fram á dönsku eins og kostur er. Nemendur þurfa að lesa eina léttlestrarbók og gera grein fyrir innihaldi hennar. Horft verður á danskar myndir og hlustað á danska tónlist til að þjálfa nemendur enn frekar í hlustun og skilningi. Orðalistar verða lagðir fyrir með hverjum kafla, sem nemendur læra heima.

Námsefni Start lesbók, vinnubók og hlustunarefni. Ljósrituð aukaverkefni, leikir, myndbönd, tónlistarefni og léttlestrarbækur.

Námsmat Prófseinkunn í janúar og að vori. Vinnueinkunn byggist á heimavinnuskilum, vinnu í tímum og ýmsum verkefnum.

Danska- Engi Tungumál er eitt mikilvægasta tæki mannsins til að orða hugsun sína afla sér þekkingar og eiga samskipti við aðra. Danska er annað erlenda tungumálið sem nemendur læra í grunnskóla.Norðurlandamál eru kennd vegna samskipta og menningartengsla við norrænar þjóðir.Tilgangurinn með kennslu í norrænum tungumálum er að viðhalda og styrkja tengsl við Norðurlandaþjóðirnar. Megintilgangur tungumálanáms er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Aðalnámskrá grunnskóla, erlend tungumál drög 2012

Hæfniviðmið Hlustun Nemandi skilji flest venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í tali kennara, skilji aðalatriði í einföldu töluðu máli þegar fjallað er um málefni úr daglegu lífi hans og málaflokka og viðfangsefni sem unnið er með í öðrum þáttum dönskunámsins fylgist með einföldu efni í myndefni og dægurmenningu sem er honum kunnuglegt úr námsefninu

Lesskilningur Nemandi

5


Námsvísir 7. bekkur

6

-

geti lesið fyrirhafnarlítið texta á léttu máli, t.d. stuttar greinar, blaðagreinar og léttar smásögur geti skilið fyrirmæli, leiðbeiningar og aðra stutta texta þar sem hann þarf að finna afmarkaðar upplýsingar geti beitt ágiskunum við lestur texta geti lesið léttlestrarbækur fyrirhafnarlítið sér til gagns og ánægju

Samskipti Nemandi hafi réttan framburð á einföldum orðum geti sagt frá eða endursagt léttan texta geti notað einfaldan orðaforða,spurt og svarað spurningum um það sem fjallað er um í námsefninu geti notað grunnorðaforða í efnisflokkum, sem unnið hefur verið með, samkvæmt kennsluáætlun á eigin forsendum í nýju samhengi nemendur geti skipst á upplýsingum um efni tengt náminu

Frásögn -

Sagt frá og lýst sjálfum sér vinum og fjölskyldu á einfaldan hátt Endursagt eða lýst atburðum eða reynslu með stuðningi,hluta mynda tónlistar Flutt atriði eða sagt stutta sögu sem hann hefur æft

Ritun Nemandi geti skrifað stutta texta (30 orð) út frá lykilorðum og eða öðrum stuðningi geti skrifað mjög einfaldar ritunaræfingar, út frá efnisflokkum sem unnið er með úr nánasta umhverfi geti skrifað einföld skilaboð sms og sent einfaldan tölvupóst geti skrifað einfaldar endursagnir og stuttan texta frá eigin brjósti miðað við þemu sem unnið hefur verið með

Menningarlæsi Nemandi þekki landafræði og helstu svæði ,borgia og staða á Norðurlöndum Þekki til leikja ,söngva og ævintýra viti að mörg orð eru lík milli tungumála viti að tungumálið er lifandi og fjölbreytt

Námshæfni Nemandi geti beytt einföldum námsaðferðum til að auðvelda sér námið geti beytt heiðarlegu og rökstuddu sjálfsmati geti tekið mati annara og nýtt það í náminu geti tengt reynsu og þekkingu geti nýtt sér hjálpartæki s.s. orðabækur,orðasöfn,leiðréttingarforrit og leitarvélar


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

Kennsluhættir Til þess að nemendur nái hæfniviðmiðum verða þeir að þekkja þau og það verður að tryggja að starfshættir ,viðfangsefni,skipulag og aðstæður laði fram sem bestan námsárangur. Þetta verður reynt að gera á eftirfarandi hátt. Textar kennslubókarinnar verða lesnir og verkefni sem tengjast þeim unnin. Leitast verður við að höfða til allra færniþátta. Allir þættir verða þjálfaðir markvisst og nemendur hvattir til að tjá sig á dönsku í tímum. Unnið verður með fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast nemandanum og hans nánasta umhverfi. Ýmsar kennsluaðferðir verða notaðar og lögð áhersla á fjölbreytni t.d. leitaraðferð, spurnaraðferð, utanbókarnám, skriflegar og munnlegar æfingar, nemendur þjálfaðir í hópvinnu(hringekja) , auk þulu og þjálfunaræfinga og útikennslu og leikja.Einnig verða notuð kennsluforrit og gerð leiðarbók. Nemendur lesa texta og léttlestrarsögur og annað efni frá kennara. Áhersla verður lögð á að nemendur lesi texta með mismunandi lestraraðferðum. Nemendur svara spurningum í verkefnabók eða vinnubók skriflega en einnig vinna þeir önnur stutt ritunarverkefni. Nemendur vinna hlustunaræfingar sem fylgja með kennslubókinni og horfa á myndbandsefni úr danska sjónvarpinu auk tveggja til þriggja kvikmynda og framhaldsseríu úr danska sjónvarpinu DR. Nemendur eru hvattir til og æfðir í að tala dönsku í tímum og við ýmsar æfingar. Söngvar og leikir notaðir til þjálfunar. Talæfingar eru hluti af námsefninu og orðaforðinn markvisst þjálfaður. Nemendur vinna með ritun og texta sem tengist þeim viðfangsefnum sem unnið er með hverju sinni. Reynt er í byrjun að fá nemendum í hendur verkfæri sem þeir geta nýtt sér til að skrifa texta. Nemendur hvattir til að segja frá og æfa sig í að flytja stuttar frásagnir og verkefni. Heimavinna Ætlast er til að nemendur vinni heimavinnu og fylgst verður með því að heimanámi sé skilað. Dönsku má læra á marga vegu og því mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um að allt nám skilar árangri, hvort sem það er að horfa á danskt efni í sjónvarpi eða horfa á myndband, lesa bækur og tímarit af bókasafni, fara á spjallrásir á netinu eða eiga pennavin. Nemendur eru hvattir til að sýna ábyrgð á eigin námi og gæta þess að vinna vel allan veturinn. Kennslubækur Notuð verður kennslubókin Start ásamt vinnubók og hlustunarefni. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen. Ljósrit og annað efni frá kennara t.d. smásögur, verkefni og greinar úr fjölmörgum bókum og blöðum. Unnin verða margvísleg verkefni og nemendur munu t.d. nýta sér efni úr danska sjónvarpinu og kvikmyndir. Léttlestrarbækur, orðaforða æfinga,r talæfingar og ýmis verkefni því tengd frá kennara.

7


8

Námsvísir 7. bekkur

Tæki og hjálpargögn Myndbandstæki, DVD spilari , orðabækur,spil og geisladiskar/hljóðsnældur og tölvur veraldarvefurinn/internetið Nemendur eru hvattir til að lesa danskar léttlestrarbækur sem til eru á safni skólans, nota heimasíðu skólans/námsgreinar/ danska til frekari þjálfunar og skemmtunar og bókasafn hverfisins. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð Námsviðmið eftir 7.bekk. Nemandi verður að geta sýnt fram á að hann skilur einfalt mál úr sínu nánasta umhverfi geti lesið og skilið einfaldan texta haldið uppi einföldum samræðum sagt frá og notað orð og setnigar sem hann hefur tileinkað sér úr námsefninu skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega tengt hann saman og og stafsett rétt skilji mismun menningarsvæða og þekki helstu hátíðir Sett sér einföld markmið og metið eigin nám og stöðu með stuðningi kennara og foreldra og samnemenda. Námsmat Lagt verður mat á kunnáttu og framfarir nemenda reglulega yfir veturin með símati . Kennaramat,sjálfsmat og jafningamat verður notað til þess að gera nemendur hæfari í að meta nám sitt og nýta sér sér matið til þess að auka námsárangur og námshæfni. Kannanir miðast við ákveðinn orðaforða sem búið er að vinna með og nemendur eiga að hafa á valdi sínu eftir yfirferð í kennslustundum. Í námsmati verður tekið tillit til færniþáttanna fjögurra; lesturs, hlustunar, talaðs máls og ritunar. Miðvetrarpróf er 100% prófseinkunn. Vinnueinkunn er einkunn úr prófum og verkefnum á önninni 40%, símat á vinnu í tímum 30%, heimavinnuskil 30% Vorpróf , er munnlegt próf og þemaverkefni 100%. Vinnueinkunn er einkunn úr prófum og verkefnum unnum á önninni 40% ,símat á vinnu í tímum 30% og heimavinnuskil 30%

Samfélagsgreinar Íslandssaga Markmið að nemendur     

fái yfirsýn yfir sögu þjóðarinnar frá Gamla sáttmála og fram á 18. öld kynnist hvernig þjóðin missti sjálfstæði sitt og lifði undir stjórn erlendra konunga þekki sögu verslunar á 15., 16. og 17. öld kynnist sögu handritanna og myndun Reykjavíkur kynnist sögu Tyrkjaránsins og læri að skrifa heimildaritgerð.


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

Kennslufyrirkomulag Kennsla er í formi innlagna, umræðna, vinnubókarvinnu, einstaklings- og hópverkefna, þemavinnu, myndsköpunar, leikrænnar tjáningar og lesturs. Lögð er áhersla á skapandi kennsluaðferðir og sjálfstæða vinnu nemenda undir handleiðslu kennara.

Námsefni Sögueyjan 2. hefti (valdir kaflar) og ýmsar handbækur.

Námsmat Prófseinkunn. Vinnueinkunn byggist á virkni og vinnu í tímum, þátttöku í hópverkefnum og frágangi.

Landafræði Markmið að nemendur      

þekki á Evrópukorti nöfn og legu ríkja í Evrópu auk stærstu áa, vatna, hafa og fjallgarða átti sig á margháttuðum menningarlegum og viðskiptalegum tengslum Íslendinga við aðrar Evrópuþjóðir afli sér upplýsinga um einstök lönd eða landsvæði eftir mismunandi leiðum, t.d. með bókum, dagblöðum, kortum, netinu o.fl. fjalli um hugtök eins og ríki, land, þjóð og landamæri þekki helstu atvinnugreinar og hvernig þær skiptast í frumvinnslu-, úrvinnslu- og þjónustugreinar læri að lesa á landakort, hvað litirnir merkja o.fl. Lesa gróðurfar landshætti, veðurfar o.fl.

Kennslufyrirkomulag Kennsla er í formi innlagna, umræðna, vinnubókarvinnu, einstaklings- og hópverkefna, þemavinnu, myndsköpunar og lesturs. Nemendur fylgjast með fréttum í dagblöðum og sjónvarpi, koma með umbúðir utan af vörum sem framleiddar eru í Evrópu, minjagripi, póstkort o.fl., finna tónlist, vinna veggspjöld svo eitthvað sé nefnt.

Námsefni Evrópa lesbók og vinnubók, kortabækur, ýmsar handbækur, veraldarvefurinn, ljósrit o.fl.

Námsmat Prófseinkunn. Vinnueinkunn byggist á heimavinnuskilum, virki og vinnu í tímum, þátttöku í hópverkefnum og frágangi.

Trúarbragðafræði Markmið að nemendur  

kynnist kristin fræði bæði sem trúfræði og siðfræði læri að yfirfæra biblíusögur á daglegt líf

9


10

Námsvísir 7. bekkur  

efli þroska í mannlegum samskiptum og virðingu fyrir umhverfinu kynnist búddatrú

Kennslufyrirkomulag Kennslan fer einkum fram í formi innlagna frá kennara, umræðna og með fjölbreyttri verkefnavinnu, þar sem nemendur vinna m.a. í hópum og einstaklingslega, mynd- og leikrænt með efnið. Námsefnið verður mikið tengt við daglegt líf, þar sem m.a. verður komið inn á ýmsa þætti siðfræðinnar. Þá verður búdda trúin kynnt fyrir nemendum og verkefni unnin í tengslum við hana.

Námsefni Upprisan og lífið, Búddatrú leiðin til Nirvana, verkefnahefti og myndbönd.

Námsmat Vinnueinkunn byggist á heimavinnuskilum, virkni og vinnu verkefna í tímum og þátttöku í hópverkefnum.

Náttúrufræði Markmið að nemendur     

öðlist breiðan þekkingargrunn og skilning á helstu sviðum náttúruvísinda þjálfist í að beita vísindalegri hugsun og nákvæmum aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu, túlkun og framsetningu geri sér grein fyrir þætti náttúruvísinda í menningu þjóða og hvernig þekking á fyrirbærum og lögmálum náttúrunnar hafa þróast í gegnum aldirnar samhliða heimsmynd mannsins kynnist mannslíkamanum, uppbyggingu og starfsemi hans kynnist völdum fuglum úr íslenskri náttúru

Kennslufyrirkomulag Kennslan fer fram í formi innlagna frá kennara, umræðna og tilrauna. Nemendur vinna ýmis verkefni tengd námsefninu. Lögð er áhersla á að nemendur fái að prófa sig áfram með tilraunir. Nemendur velta fyrir sér hugtökum og ræða um þau og gera skriflegar æfingar. Farið verður í vettvangsferðir.

Námsefni Auðvitað 3, eðlis-, efna- og jarðfræði, Maðurinn – Hugur og heilsa, Lífríkið í sjó og ýmis hefti, handbækur og veraldarvefurinn. Fuglarnir okkar (Stelkur, kjói, sandlóa og maríuerla).

Námsmat Prófseinkunn. Vinnueinkunn byggist á heimavinnuskilum, virkni og vinnu verkefna í tímum og þátttöku í hópverkefnum.


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

Heimilisfræði Námsmarkmið Markmið að nemendur  læri um hlutverk orkuefna í líkamanum  læri að leita uppi orkurík og orkusnauð matvæli í næringarefnatöflu  læri um helstu hættur á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir óhöpp  tileinki sér að velja og nota rétt áhöld við matreiðslustörf  tileinki sér kurteisi og tillitsemi við borðhald og bragði á þeim fæðutegundum sem á boðstólnum eru  Kennslufyrirkomulag  Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp.  Í kennslustundum munum við:  kynnast orkueiningum og orkuefnum fæðunnar  þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og það að vinna sjálfstætt eftir uppskriftum  þjálfist í að stækka og minna uppskriftir  rifja upp þekkingu á fæðuflokkunum og vinna sérstaklega með kjöt-, fisk- og eggjaflokk  fá þjálfun í lestri fatamerkinga og flokkun þvottar  fá þjálfun í að gera verðsamanburð á tilbúnum og heimagerðum mat  fá þjálfun í hvaða sorp má endurnýta Lögð er áhersla á samvinnu nemenda.

Námsefni Gott og gagnlegt 3, ýmsar uppskriftir og fræðsluefni frá kennara.

Námsmat Símat þar sem: iðni og afköst, verkfærni, umgengni og framkoma er metin reglulega.

Hönnun og smíði Markmið Að nemendur  fái að kynnast ýmsum efnum sem hægt er að nota í smíði svo sem ólíkum  viðartegundum, málmi, plasti og gleri.  fái að nota tifsög, stingsög, borvél og juðara  nemendur tileinki sér ýmis vinnubrögð við að móta og forma í tré  nemendur læri yfirborðsmeðferð málma og þjálfist í að nota verkfæri í

11


12

Námsvísir 7. bekkur   

málmsmíði. læri að kveikja saman málma með gasi þjálfi vinnubrögð í rennibekk

Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum.

Námsefni Verkefni valin í samráði við kennara í málmi og tré

Námsmat Námsmat fer stöðugt fram á vinnu og verkefnum nemenda og er eftirfarandi haft í huga:  hugmyndaauðgi og hönnun  umgengni og hegðun  verkfærni og vandvirkni  iðni og afköst

Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 7. bekk geti:  mætt til kennslustundar á réttum tíma og fylgt skipunum kennara. Kunni góð skil á þeim skipulagsformum sem notuð eru.  hlaupið að lágmarki sjö þrep í MSFT þolprófi.  gert að lágmarki tekið sex láréttar upphífingar, sex dýfur á bekk og gert 6 armbeygjur og réttur. Stokkið langstökk án atrennu að lágmarki 1,60m og klifrað 4m í kaðli með höndum og fótum.  hlaupið 60m sprett og skilið skipanir ræsis í hlaupi.  samhæft einfaldar hreyfingar og tengt þær saman í stærri heild.  tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum. Skilið og greint frá stíganda í glímu og helstu hugtökum.  notað nánasta umhverfi sem vettvang til frekara hreyfináms og gleði, t.d. hjólaferðir, ratleikir, gönguferðir o.s.frv. Klæðst eftir veðri og kunnað skil á öryggisþáttum.  skýrt heilbrigðan lífsstíl og skaðsemi ávana- og fíkniefna.  sýnt jákvæð samskiptaform eins og samvinnu, gleði, hjálpsemi og jákvæða uppörvun til félaga. Sýnt háttvísi í leik og kann að taka sigri og ósigri.  útskýrt meginhlutverk hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu.  tjáð tilfinningar sínar og hughrif með líkamshreyfingum.


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.

Námsefni / viðfangsefni: Leikir, stöðvaþjálfun, frjálsar íþróttir og boltagreinar.

Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Einkunn er vinnueinkunn sem gefin er í heilum og hálfum tölustöfum.

Skólasund Markmið að nemendur í 7. bekk hafi:  upplifi ánægju af eigin framförum, s.s. að útfæra flóknar hreyfingar í vatni  læri séreinkenni einstakra sundaðferða  þekki og tileinki sér öryggis- og skipulagsreglur sundstaða

Kennslufyrirkomulag Bæta tækni í sundaðferðum og auka sundþol.

Námsefni / viðfangsefni: Bringu-, bak-, skrið-, skólabak- og flugsund. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.

Námsmat: 7. sundstig

     

300 m bringusund, tímamörk: synt á minna en 10 mínútum. 50 m skólabaksund, stílsund. 25 m baksund. 15 m björgunarsund með jafningja (skólabaksundsfótatök). 8 m kafsund, stílsund. Tímataka: 50 m bringusund og 25 m skriðsund

Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Vetrareinkunn og prófseinkunn í lok vetrar og sundstigi Lokið / Ólokið. Nemandi fær afhent sundskírteini í lok vetrar. Nemandi sem lýkur áfangamarkmiði í 7. bekk telst syndur.

13


14

Námsvísir 7. bekkur

Myndmennt Markmið Að nemendur:  sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu  temji sér vinnusemi og vönduð vinnubrögð  sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu  byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir  geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna  fái tækifæri til að örva skapandi hugsun í myndrænni vinnu  kynnist ólíkum aðferðum í túlkun og framsetningu á myndverkum  kynnist efni, áhöldum og hugtökum sem notuð eru í myndlist  fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín  kynnist og vinni verkefni í anda einhverra eftirfarandi listastefna: kúbisma, abstrakt, popplistar og súrrealisma  læri grunnhugtök og reglur varðandi fjarvídd og vinni verkefni í tengslum við það

Kennslufyrirkomulag Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í myndmennt eru unnin fjölbreytt verkefni sem kenna og þjálfa lögmál og frumþætti myndlistar og veita innsýn í listasöguna og list þekktra listamanna, innlendra sem erlendra. Hvert verkefni byrjar með innlögn. Í innlögninni er verkefnið kynnt, sýnd mynddæmi og aðferðir útskýrðar með sýnikennslu. Nemendur vinna svo verkefnin annað hvort ein eða í hópum og tekur hvert verkefni u.þ.b. 2-8 kennslustundir eftir umfangi. Þegar nemendur hafa lokið verkefnum sínum eru þau stundum hengd upp og hópurinn ræðir saman um útkomuna.

Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir og verkefni frá kennara.

Námsmat: Nemendur fá einkunn sem byggir m.a.á vinnusemi, vandvirkni og viðhorfi. Gefið er í heilum og hálfum tölum.

Textílmennt Markmiðið er að nemendur:   

þjálfist í notkun saumavélarinnar nýti vel efni og garn sem unnið er með öðlist aukna færni í prjóni svo sem brugðinni lykkju eða tvíbandaprjóni


Námsvísir 7. bekkur 2012-2013

      

læri vefjarefnafræði þjálfist í að sníða geri sér grein fyrir að föt eru í mismunandi stærðum geri sér grein fyrir mikilvægi vandaðra vinnubragða og góðrar umgengni sýni fram á sjálfstæði í litavali takist á við verkefni sem vekja áhuga og vinnugleði og koma til móts við smekk nemandans

Kennslufyrirkomulag: Kennsluárinu er skipt í tvær annir, haust- og vorönn. Hverjum bekk er skipt í tvo hópa sem koma hvor á sinni önn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvern hóp. Í textílmennt vinna nemendur verkefni sem kennari velur. Eftir skylduverkefni geta nemendur valið sér aukaverkefni. Í upphafi eru innlagnir og umræður fyrir allan hópinn um þau verkefni sem nemendur munu vinna þá önnina. Eftir það er einstaklingskennsla. Við hvetjum nemendur til að vera hjálpsöm hvort við annað við verkefnavinnuna.

Námsmat Kunnátta, færni, vinnusemi, vinnubrögð, sjálfstæði og hegðun nemenda eru metin.

Upplýsingamennt Námsmarkmið Markmið að nemendur:  vinni jafnt og þétt að því að ná tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborð, tileinki sér blindskrift og réttar vinnustellingar  kunni á alla sérlykla á lyklaborði  kunni að nota grunnaðgerðir í töflureikninum Excel til að setja fram tölulegar upplýsingar, s.s. töflur og gröf  hafi náð góðum tökum á ritvinnsluforritinu Word  geti notað tölvuorðabækur og yfirlestrarforrit á íslensku og öðrum tungumálum  kunni skil á póstforritum  hafi grunnþekkingu í myndvinnslu og hreifimyndagerð  sýni skilning á siðferðislegri ábyrgð sinni við framsetningu efnis á vef og sambærilegum miðlum svo sem Facebook, spjallrásum og í tölvupósti

Kennslufyrirkomulag Í byrjun hvers tíma/verkefnis er kennari með innlögn og nemendur vinna verkefni í framhaldi af því. Kennari gengur á milli nemenda og hjálpar til við lausn mála. Nemendur koma til með að bæta þekkingu í notkun á ritvinnsluforritum, töflureiknum og öðrum forritum sem við eiga hverju sinni. Áhersla er lögð á að fá nemendur til að tileinka sér jákvæð viðhorf til tölva og fá þá til að líta á þær sem sjálfsagt verkfæri við nám, starf, tjáningu, sköpun og leik. Nemendur eru

15


16

Námsvísir 7. bekkur

auk þess hvattir til að vera óhræddir við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækninni.

Námsefni Verkefni af vef Námsgagnastofnunnar, forrit úr Office-pakkanum, kvikmyndagerðaforrit, myndvinnsluforrit og námsefni sem kennari útbýr. Typing Master forritið verður aðallega notað til að bæta fingrasetningu nemenda. Námsefni verður samþætt við aðrar námsgreinar eftir því sem við á og verður lögð áhersla á að kennsla taki einnig mið af þróunarverkefninu Orð af orði.

Námsmat Námsmat byggist á virkni og vinnu í tímum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.