7bekkur2011_2012

Page 1

7. bekkur Skipulag skólastarfs Í 7. árgangi eru 3 bekkir, hver með sinn umsjónarkennara. Hver bekkur hefur sína stofu en lögð er áhersla á samvinnu kennara og teymisvinnu. Skólaárið 2011-2012 munu kennarar innleiða kennsluaðferð sem nefnist Orð af orði - lestur til náms í 4.-10. bekk. Markmiðið er að auka lesskilning nemenda og að þeir efli orðaforða og hæfni til að ráða í merkingu orða, nýti orðasöfn á fjölbreyttan hátt og efli þannig skilning. Ýmsar leiðir verða farnar til að vinna með orð og texta, t.d. hugtakakort, upplýsingatækni og yndislestur. Nemendum verða kenndar aðferðir til að læra orð og efla orðaforða, s.s. með aðferðum gagnvirks lestrar og kennt að tengja á milli þess sem þeir þekkja og vita fyrir og þess nýja sem þeir eru að fást við. Meðal verkefna verða orð dagsins, rím, krossglíma, orðaleit, orðtök og málshættir, yndislestur, hugtakakort og gagnvirkur lestur. Á haustönn verður markvisst unnið með orðaforða í 10 vikur a.m.k. þrisvar í viku í tveimur fögum. Á vorönn verður síðan lögð áhersla á markvissa vinnu í notkun hugtakakorta. Lesskilningspróf verða lögð fyrir þrisvar á skólaárinu í september, desember og maí til þess að mæla árangur. List- og verkgreinar í 4.-8. bekk eru kenndar í smiðjum sem eru lotuskiptar. Markmiðið með þessari skiptingu er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast betur innbyrðis og hefur það oftast jákvæð áhrif á náms- og félagsfærni þeirra. Í öllum smiðjum er kennd myndmennt, textílmennt, hönnun og smíði, heimilisfræði og upplýsingatækni. Aðrar greinar í smiðju geta m.a. verið leiklist, útivist, eðlisfræði, glíma og tónmennt. Þessar greinar eru þó ekki kenndar í öllum árgöngum. Hver smiðja er kennd 4-7 kennslustundir á viku. Tímabilin eru mislöng og fer lengd þeirra eftir fjölda nemenda í hverjum árgangi. Með þessu móti verður meiri samfella í listog verkgreinum og hægt er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt verkefni. Allur árgangurinn er í smiðju á sama tíma. Kennsla hefst alla daga kl. 8:10. Frímínútur eru í 20 mínútur milli 2. og 3. stundar. Nemendur fá u.þ.b. 10 mínútur af kennslutíma fyrir stuttan nestistíma milli kl. 9.0010.00 á morgnana. Mælst er til þess að nemendur hafi með sér ávexti eða grænmeti og komi með brúsa fyrir vatn. Slíkur millibiti á að nægja þar sem nemendur borða hádegismat í mötuneyti kl. 11:00.

Heimavinna Gert er ráð fyrir heimanámi flesta skóladaga og er því ætlað að undirbúa kennslustundir og/eða þjálfa nýja færni. Heimanámsáætlun birtist á heimasíðu Mentor sem og á töflu hjá kennara.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -1-


Íslenska Talað mál og hlustun Markmið Að nemendur  þjálfist í að flytja mál sitt skýrt, skipulega og áheyrilega við ýmis tækifæri  geri sér grein fyrir ólíkum kröfum til talaðs máls eftir aðstæðum  nái tökum á góðum upplestri  geti flutt ljóð utanbókar  geti svarað spurningum varðandi efni sem þeir hafa lesið eða hlustað á  tileinki sér þær reglur sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu  geti notið bókmennta- og afþreyingarefnis, upplestrar, leiksýninga og söngs  þjálfist í að hlusta á umræður og taka þátt í þeim  þjálfist í leikrænni tjáningu  beri virðingu fyrir móðurmáli sínu og annarra Leiðir að markmiðum Nemendur taka þátt í samræðum um einstök mál tengdum námsefninu hverju sinni. Haldnir verða reglulegir bekkjarfundir þar sem nemendum gefst tækifæri til að ræða málefni líðandi stundar, gera grein fyrir skoðunum sínum og rökstyðja þær. Á fundum sem þessum eða í öðrum umræðum þurfa nemendur að virða ákveðnar reglur. Á vorönn taka nemendur þátt í Upplestrarkeppni grunnskólanema. Þeir verða æfðir sérstaklega í töluðu máli og framsögn í bundnu og óbundnu máli með viðeigandi áherslum og túlkun. Nemendur eru hvattir til að ná valdi á viðeigandi framsögn og framkomu. Þar þjálfast nemendur einnig í því að hlusta með eftirtekt á upplestur. Nemendur hlusta einnig á hvern annan lesa upphátt úr námsbókunum eða spinna út frá efni annarra námsgreina s.s. trúabragðafræði, Íslandssögu, bókmenntum og lífsleikni. Myndbönd verða nýtt reglulega í nokkrum námsgreinum t.d. landafræði og líffræði. Hlustað verður reglulega á lesið efni, bæði sögur og leikrit. Námsgögn Efni talaðs máls og hlustunar verður fjölþætt og tengist nokkrum námsgreinum. Sumt efni velja nemendur sjálfur til flutnings, sem getur verið frumsamið, annað efni velja kennarar til flutnings. Námsmat Árangur nemenda verður metinn með tilliti til ofangreindra markmiða. Í tengslum við Upplestrarkeppnina verða allir nemendur metnir og fulltrúar skólans valdir til áframhaldandi keppni eftir undankeppni innan skólans. Í undankeppninni verða sérvaldir dómarar skipaðir fólki sem hefur reynslu á þessum vettvangi. Lestur og bókmenntir Markmið Að nemendur:  nái góðum leshraða og geti lesið af öryggi með viðunandi skilningi almenna texta  öðlist fjölbreyttan orðaforða og geti gert stuttan útdrátt úr lesnu efni  geti lesið sér til ánægju og gert grein fyrir þeim áhrifum sem tiltekinn texti hefur á þá Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -2-


 þjálfist í mismunandi lestraraðferðum, svo sem nákvæmnislestri, leitarlestri og    

yfirlitslestri geri sér grein fyrir aðalatriðum í texta og helstu efnisorðum geti aflað sér upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum s.s. úr bókum og af Netinu lesi fornar og nýjar íslenskar bókmenntir, þar á meðal þjóðsögur og goðsögur átti sig á hugtökunum tími og umhverfi og aðal- og aukapersónur í umfjöllun um skáldsögur

Leiðir að markmiðum Nemendur lesa mismunandi texta s.s. smásögur, þjóðsögur, goðsögur og fleira. Nemendur vinna svo með textana á fjölbreytilegan hátt skriflega, munnlega, og leikrænt. Sem dæmi má nefna að nemendur skrifa stuttan útdrátt, svara spurningum úr texta þar sem reynir á lesskilning þeirra, með umræðum og með leiklestri þannig að nemendur átti sig betur á tíma og umhverfi sögu, aðalpersónum og boðskap. Þá verður unnið með valin verkefni á skapandi hátt. Lögð verður áhersla á heimalestur að eigin ósk og til undirbúnings fyrir kennslustundir. Námsgögn Grænkápa, eftir Guðnýju Ýri Jónsdóttur og Silju Aðalsteinsdóttur,Lífið í Ásgarði, Galdrastafir og græn augu eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur, Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson frjálslestrarbækur og ítarefni frá kennurum. Námsmat Símat, sem, tekur til verkefnavinnu og ástundun ásamt lokaprófi í janúar og maí. Allir nemendur þreyta framsagnarpróf í lestri. Auk þess verða nemendur sem ekki hafa náð einkunninni 8 í hraðaprófi prófaðir reglulega þar til þeir hafa náð þeirri færni. Ljóð Markmið Að nemendur:  læri utanbókar valin ljóð og vísur  kynnist og vinni með valin ljóð og vísur  þekki hugtökin rím, stuðlar, braglína, persónugerving og líking og geti notað þau í umfjöllun um ljóð Leiðir að markmiðum Nemendur læra valin ljóð utanbókar. Þá verða ýmis ljóð lesin og fjallað um efni þeirra í kennslustundum. Ljóðin verða síðan skrifuð með penna í vinnubók og myndskreytt eða unnið með þau á skapandi hátt. Einnig semja nemendur ljóð. Námsgögn Ljóðspor, kennslubók í ljóðum. Ljósritað efni frá kennurum Námsmat Símmat, ástundun og vinnubók verður metin til einkunnar.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -3-


Ritun Markmið Að nemendur  skrifi stóran staf í upphafi setningar  læri uppbyggingu frjálsrar ritunar  geti lýst skriflega ýmsum hlutum eða athöfnum  þekki hugtökin upphaf, miðja, endir og geti nýtt sér þau í eigin ritun  geri spássíu og kunni greinaskil  þjálfist í uppsetningu og frágangi ritunarverkefna Leiðir að markmiðum Áhersla verður lögð á góðan frágang ritunarverkefna og nemendur tileinki sér ýmsa þætti góðrar ritunar s.s. spássíu, greinaskil, inngang, meginmál og lokaorð. Viðfangsefni Valin verkefni frá kennara samþætt öðrum námsgreinum. Námsgögn ,,Orð af orði“ Námsmat Símat, með leiðbeinandi umsögn frá kennara fyrir verkefni Stafsetning Markmið Að nemendur:  þjálfist í að stafsetja rétt og læri að fara eftir flestum stafsetningarreglum  geti skrifað almennan texta rétt eftir upplestri  þjálfist í að nota orðabækur og kennsluefni  nái nokkurri færni í greinamerkjasetningu Leiðir að markmiðum Kennslan fer fram með fjölbreyttum hætti og unnið verður eftir kennsluaðferðinni ,,Orð frá orði“ Námsgögn Mál er miðill vinnubók, orðalistar og verkefni frá kennurum, Finnbjörg og verkefni unnin samkvæmt orð af orði. Námsmat Símat, sem verður í formi reglulegra kannanna sem mynda lokaeinkunn í jan. og maí Skrift Markmið Að nemendur  þjálfist í að vanda skrift i allri ritun og nái góðum skriftarhraða

 þjálfist í að skrifa skýrt og greinilega og vanda frágang  þjálfist í að nota penna Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -4-


Leiðir að markmiðum Áhersla verður á vandaða skrift, uppsetningu og frágang í öllun námsgreinum. Nemendur skrifa sérstaklega eftir forskrift og nota penna. Námsgögn Valin verkefni frá kennara Námsmat Framfarir verða metnar hjá hverjum nemanda, þar sem áhersla verður lögð á vandaðan frágang í öllum greinum. Málfræði Markmið Að nemendur:  þekki mun á setningu, málsgrein og efnisgrein  geti sett greinamerki rétt við ritun eigin texta  þekki eftirfarandi málfræðihugtök og geti nýtt sér þau: nafnorð, lýsingarorð, sagnorð, fallbeyging, tala, kyn, persóna, stigbreyting, nútíð, þátíð, nafnháttur og stofn  þekki persónufornöfn og geti fallbeygt þau í eintölu og fleirtölu  kunni skil á öðrum flokkum fornafna og töluorðum  þekki og skilji nokkur orðtök og málshætti sem notuð eru í daglegu máli Leiðir að markmiðum Eldri efnisþættir verða rifjaðir upp samhliða innlögnum á nýjum efnisþáttum. Í kjölfarið vinna nemendur margskonar verkefni til að þjálfa og efla færni í þeim viðfangsefnum sem unnið er að hverju sinni Viðfangsefni Nafnorð, að greina kyn, tölu, fall og greini. Lýsingarorð, að stigbreyta, fallbeygja og greina kyn, tölu og fall. Sagnorð, að greina nafnhátt, nútíð, þátíð, persónu og tölu. Samtengingar. Fornöfn - persónufornöfn - spurnarfornöfn – afturbeygt fornafn. Töluorð. Setningarfræði – greinamerki - bein/óbein ræða. Frumlag - umsögn. Málshættir - orðtök. Námsgögn Málrækt 3, eftir Guðmund B. Kristmundsson o.fl., Finnbjörg, handbækur og ítarefni frá kennurum. Námsmat Símat þar sem nemendur taka m.a. kannanir eftir hvern efnisþátt. Lokapróf í janúar og maí.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -5-


Stærðfræði Markmið (þrep 13 í Mentor) Að nemendur:  geti valið aðgerðir við lausn dæma og sett upp dæmin  þekki uppbyggingu tugakerfisins og sætisgildi talna. Geti unnið með stórar tölur s.s. milljón og milljarð  geti raðað tugabrotum og almennum brotum, borið saman og parað samgild brot. Geti breytt á milli þeirra og prósentu  geti lagt saman 4 ósamnefnd brot og beitt frádrætti milli tveggja ósamnefndra brota. Hafi tök á að lengja og stytta einföld brot  geti margfaldað einstafs heila tölu og brot. Geti skipt einföldum almennum brotum og einföldum tugabrotum með einstafs heilli tölu  hafi náð tökum á að finna frumtölur undir 100 og þekkr notagildi þeirra. Þekki hugtakið „gengur uppí“ og átti sig á deilanleika talna með 2, 5, 9 og 10  geti fundið rúmmál með samanburði við einingateninga. Hafi tileinkað sér reglu um rúmmál réttstrendings og geti beitt henni  þekki samsvörun rúmmáls og mælieininga fyrir vökva. Viti að 1 lítri samsvarar 1 dl3 og 1ml samsvarar 1cm3  geti notað reglur til að reikna flatarmál og ummál reglulegra og óreglulegra ferhyrninga, þríhyrninga og samsíðunga  geti skilgreint hugtök fyrir reglulegar flatarmyndir þríhyrninga, ferninga, ferhyrninga, rétthyrninga, fimmhyrninga, sexhyrninga og átthyrninga. Þekki einkenni horna og hliða þeirra  hafi náð tökum á hugtökum um tíðni, tíðasta gildi, meðaltal, hæsta gildi og lægsta gildi. Geti fundið mun á meðaltali og tíðasta gildi og umreiknað tíðni í prósentur  þekki hugtakið „gengur uppí“ og áttar sig á deilanleika talna frá 1-10. Viti hvað hugtakið þversumma merkir  þekki hugtakið líkur og getur metið líkur atburða í einföldum gagnasöfnum með allt að tveimur gefnum skilyrðum  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Markmið (þrep 14 í Mentor) Að nemendur:  geti lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt með náttúrulegum tölum af öryggi án aðstoðar reiknitækis og með einföldum tugabrotstölum sem koma upp í samhengi við fyrri reynslu  þekki hugtakið ferningsrót. Geti fundið ferningsrót af lágum ferningstölum. Hafi kynnst hugtakinu veldi Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -6-


 þekki og geti nýtt sér tengsl prósentu við almenn brot og tugabrot og geti breytt þar á milli  hafi góðan skilning á hugtakinu hlutfall s.s. hlutfall lengdar og breiddar, hlutfall efna í uppskrift og hlutfallslegri skiptingu  Skilji prósentuhugtakið og geti reiknað einföld dæmi sem fjalla um prósentuhækkun og prósentulækkun  geti dregið saman talnastæður sem fylgja ákveðnu mynstri í almenna reglu þar sem breytur eru táknaðar með bókstöfum eða öðrum táknum  geti leyst einfalda jöfnu með einni óþekktri stærð. Geti fundið lausnamengi út frá gefnu grunnmengi við lausn á einföldum ójöfnum  geti skráð einföld orðadæmi sem jöfnur  Skilji merkingu hugtakanna „=“, „<“, „>“, „=“, „=“ og getur beitt þeim af öryggi  þekki undirstöðuhugtök í hnitakerfi og geti unnið með alla hluta þess  geti fundið staðsetningu á landakorti út frá lengdar- og breiddargráðum og út frá stefnu og fjarlægð frá punkti  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðilegt efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Leiðir að markmiðum Nemendur fá 5 kennslustundir á viku. Námsefnið verður sett fram með fjölbreyttum hætti og nemendur hvattir til hlutbundins stærðfræðináms með ýmsum hjálpargögnum. Lögð er áhersla á umræður og samvinnu nemenda, ásamt einstaklingsvinnu. Námsgögn Geisli 3 grunnbók Geisli 3A og 3B vinnubækur, eftir Guðbjörgu Pálsdóttur, Guðnýu Helgu Gunnarsdóttur og Jónínu Völu Kristinsdóttur. Hringur 3, eftir Guðrúnu Angantýsdóttur og Guðrúnu Gísladóttur. Ítarefni eftir þörfum hvers og eins. Námsmat Símat, kannanir eftir hvern efnisþátt og lokapróf að vori. Námsframvinda birt á Mentor í janúar og að vori.

Erlend tungumál Enska Markmið Að nemendur:  geti notað ensku til samskipta innan kennslustofu  skilji ensku talaða á eðlilegum hraða í viðfangsefnum sem unnið er með Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -7-


        

geti hlustað eftir aðalatriðum og nákvæmnisatriðum þálfist í að vinna markvisst með orðaforða geti lesið einfaldar smásögur geti lesið fræðsluefni og frásagnir um margvíslegt efni ætlað börnum séu færir um að beita nokkuð markvisst þeim orðaforða sem þeir hafa unnið með hafi vald á skýrum framburði kunni að beita nútíð algengra sagna, algengum fornöfnum, nafnorðum, lýsingarorðum, greini geti skrifað samfelldan texta eftir fyrirmyndum þjálfist í réttri stafsetningu algengra orða sem unnið hefur verið með

Leiðir að markmiðum Innlagnir á nýjum þáttum, hlustun, verkefnavinna og lestur léttlestrabóka í samræmi við áhuga og getu hvers nemanda. Viðfangsefni Málfræðiatriði sem kennd eru: Óákveðinn greinir, fleirtala, raðtölur, persónufornöfn, eignarfornöfn, spurnarfornöfn, 3.p. s., sagnorð, stigbreyting lýsingarorða, þátíð, eignarfall, ábendingarfornöfn, afturbeygt fornafn, kynning á óreglulegum sögnum, sagnirnar to be, to have, to do, í nt. og þt. lýsingarháttur þátíðar - nútíðar, framtíð, forsetningar. Léttlestrarabækurnar notaðar til að þjálfa orðaforða. Málfræðiatriði eru þjálfuð í Build up 2. Námsgögn Build up 2, Enskar málfræðiæfingar C, Action lestrarbók ásamt vinnubók, léttlestrarbækur og ítarefni frá kennara. Námsmat Símat, sem byggist á verkefnum og prófum. Lokapróf í janúnar og að vori.

Danska Markmið Að nemendur:  geti skilið þegar við þá er talað á skýru og einföldu máli um efni sem tengist daglegu lífi þeirra  geti skilið einfaldar leiðbeiningar og upplýsingar í tali kennara.  geti lesið og skilið innihald á stuttum texta með algengum, gagnsæjum orðaforða um efni sem þeir þekkja  hafi notað byrjendaorðabækur og myndaorðabækur  geti líkt eftir framburði kennara og bandtexta á algengum orðum,  orðasamböndum sem unnið hefur verið með til að tjá sig um afmörkuð efni

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -8-


 geti myndað einfaldar setningar og svarað einföldum spurningum út frá orðaforða sem unnið hefur verið með  geti heilsað, kynnt sig og þakkað fyrir sig með viðeigandi orðalagi  geti skrifað stuttan texta t.d. við myndir, út frá viðeigandi orðalagi Leiðir að markmiðum Nemendur vinna með texta út frá lesskilningi, orðskýringum og framburði. Nemendur æfa nákvæmis-, leitar- og skemmtilestur. Innlögn á málfræðiatriðum sem nemandi skráir í reglubók- þjálfað með verkefnaheftum. Valdir bókmenntatextar til hlustunar, með æfingum til skilnings. Nemendur vinna hópverkefni út frá mismunandi þemum, læra að afla sér upplýsinga á netinu og öðrum miðlum, æfður framburður og flutningur við skil. Æfðar helstu reglur varðandi ritsmíð og frágang, stafsetningu, greinamerki o.fl. Umræður um ýmis málefni á dönsku. Unnið með myndbönd og tónlistartexta . Viðfangsefni Danska stafrófið, stundataflan, námsgreinarnar, litir, tölur, vikudagar, mánuðir, fjölskyldan, máltíðir, gæludýr, líkaminn, fatnaður, áhugamál, Danmörk og Norðurlöndin. Námsgögn Námsefnið Klar Parat, eftir Arnbjörgu Eiðsdóttur, Bergþóru Kristjánsdóttur og Kristínu Jóhannesdóttur. Sådan eftir Annelise Larsen Kaasgaard og Guðlaugu Ósk Gunnarsdóttur. Kennslumyndbönd, hlustunarefni og tölvukennsluforrit. Námsmat Lagt er mat á kunnáttu og framfarir nemenda reglulega yfir veturinn. Leitast er við að meta alla færniþætti námsins eftir markmiðum námskrár og sem flest atriði í vinnu nemenda til skólaeinkunnar. Kannanir og kaflapróf miðast við þann orðaforða og málfræðiatriði sem unnið er með í tímum og æfð heima. Í námsmati skal einnig horft til vinnusemi og virkni nemenda. Skólaeinkunn: Kaflapróf úr námsefni eftir hverja lotu samkv.námsáætlun (50%) Stuttar kannanir úr ákveðnum efnisþáttum (15%) Ritunar- hlustunar- og munnleg próf (15%) Vinnubækur og önnur skil, vinnusemi og virkni (20%) Skólaeinkunn á haustönn gildir 50% ámóti skólaeinkunn á vorönn. Prófseinkunn: Vorpróf gildir 50% á móti skólaeinkunn. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur -9-


Samfélagsgreinar Landafræði Markmið Að nemendur:  þekki á Evrópukorti nöfn og legu ríkja í Evrópu auk stærstu áa, vatna, hafa og fjallgarða  átti sig á að hæðarmun í landslagi má m.a. sýna með hæðarlínum eða landslagsskyggingu  læri að lýsa megindráttum í loftslagi og gróðurfari allt frá norðurheimskauti að Miðjarðarhafi og áhrifum vinda og hafstrauma þar á  átti sig á margháttuðum menningarlegum og viðskiptalegum tengslum Íslendinga við aðrar Evrópuþjóðir, t.d. hvaða viðskiptabandalögum og sérsamningum við eigum aðild að  þekki einstök menningarsvæði í Evrópu, t.d. Norðurlönd, Eystrasaltssvæðið og Norður-Evrópu  afli sér upplýsinga um einstök lönd eða landsvæði eftir mismunandi leiðum, t.d. með bókum, dagblöðum, tölfræðigögnum, kortum, Netinu eða viðtölum  fjalli um hugtök eins og ríki, land, þjóð og landamæri  átti sig á hvað hefur áhrif á legu og vöxt einstakra búsetusvæða  þekki helstu gerðir orkulinda sem nýttar eru, hvar þær er að finna og hvernig þær hafa myndast Leiðir að markmiðum Verkefnablöð verða unnin í tengslum við námsefnið. Sérstakir fróðleiksmolar verða unnir um ákveðin lönd ásamt hópverkefnum. Viðfangsefni Helstu svæði og lönd í Evrópu. Landslag, gróðurfar, loftslag, dýralíf, atvinnulíf o.fl. Námsgögn Evrópa - álfan okkar, eftir Ragnar Gíslason. Kortabók, vinnubækur, myndbönd og ítarefni. Námsmat Símmat, vinnubók, verkefnavinna og ástundun

Saga Markmið Að nemendur:  viti hvernig kristni festi rætur á Íslandi  geti skoðað íslenskt miðaldasamfélag í ljósi kunnugra einstaklinga, t.d. Snorra Sturlusonar, Guðmundar biskups góða eða Guðríðar Þorbjarnardóttur.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 10 -


 hafi mynd af og þekkingu á nokkrum menningar og félagsþáttum íslensks samfélags á hámiðöldum, t.d. bernskuskilyrðum, stöðu kynja, heimilislífi og/eða stjórnskipun  hafi kannað valda menningarþætti á ólíkum stöðum í heiminum á miðöldum, einkum dæmi um tengsl milli fjarlægra menningarheilda  hafi kannað hvaða lönd og landsvæði Íslendingar hafa haft mest samskipti við á ýmsum tímum  hafi innsýn í kynni Íslendinga af öðrum hlutum heims fyrir 1800  kunni sögur af landnámi Íslands hafa nokkra þekkingu á gæðum lands við landnám, enn fremur trú og siðum, atvinnuháttum og stjórnskipan fyrstu aldir Íslandsbyggðar  hafi kannað valda menningarþætti á ólíkum stöðum í heiminum á miðöldum, einkum dæmi um tengsl milli fjarlægra menningarheilda Leiðir að markmiðum Kennsla fer fram með innlögnum og umræðum í tímum. Í framhaldinu verða verkefni unnin, bæði hóp og einstaklingsverkefni. Miðað er að því að verkefnin verði sem fjölbreytilegust og þau unnin á skapandi hátt. Viðfangsefni Valin tímabil Íslandssögunnar frá 1250-1850. Námsgögn Sögueyjan 1.hefti, kaflar8 – 11 og 2 hefti kaflar 1 – 5, eftir Leif Reynisson. Ýtarefni. Námsmat Símat, sem byggist á ástundun, verkefnavinnu og vinnubók.

Náttúrufræði og umhverfismennt Lífvísindi Markmið Að nemendur:  þekki einstök líffæri og líffærakerfi mannslíkamans og hlutverk þeirra  kynnist áhrifum nýrrar tækni á lækningar  þekki helstu varnir líkamans  kynnist hvernig hver og einn getur stuðlað að eigin heilbrigði  fái markvissa fræðslu um skaðsemi tóbaks, áfengis og fíkniefna  fræðist um breytingar unglingsáranna og ótímabærar þunganir Leiðir að markmiðum Farið er yfir mikilvægi þess að nemendur kynnist sem best líkama sínum og ábyrgð á eigin heilsu. Námsefnið verður unnið á fjölbreyttan hátt. Farið verður í Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 11 -


vettvangsferðir, fræðslumyndbönd skoðuð, unnin skapandi verkefni, þá verða skrifleg verkefni unnin svo og verklegar æfingar. Viðfangsefni Að eldast og þroskast, frumur, beinagrindin, vöðvarnir, blóð og hjarta, varnir líkamans, öndunin, lifrin og nýrun, húðin, matur og heilsa, heili og taugar, sjónin, heyrnin, lykt og bragð, hjálpartæki líkamans, að fullorðnast, vinir og óvinir, tóbak og áfengi. Námsgögn Maðurinn – hugur og heilsa, lesbók og vinnubók, eftir Lisu Bjarbo, glærur, myndbönd og ítarefni frá kennara Námsmat Símat, sem byggist á reglulegum efniskönnunum, sjálfsmati og kennaramati. Þá verður vinnubók metin til einkunnar. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Eðlisvísindi Markmið Að nemendur  átti sig á muninum á frumeind og sameind og muninum á frumefni og efnasambandi  skilji að sérhvert efni getur breytt um ham  átti sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika  skilji hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja  öðlist skilning á hugtökunum varmi og hitastig og geti tengt þau við daglegt líf  skilji hugtakið leysni  þekki þá orkugjafa sem mest eru notaðir á Íslandi  geti útskýrt hringrás vatns í náttúrunni út frá hamskiptum Leiðir að markmiðum Unnin verða fjölbreytt verkleg- og skrifleg verkefni. Mikil áhersla verður lögð á vönduð og skipulögð vinnubrögð. Flest verkefnin verða unnin í para- eða hópvinnu þar sem virkni allra nemenda er höfð að leiðarljósi. Námsgögn Auðvitað 3, eftir Helga Grímsson. Myndbönd og verkefni frá kennara. Námsmat Símat í formi reglulegra efniskannana, sjálfsmats og kennaramats. Þá verður vinnubók metin til einkunnar. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 12 -


Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Markmið Að nemendur:  þekki til nokkurra helstu trúarbragða heims  kynni sér nokkrar af sögum Matteusarguðspjalls  lesi og öðlist einhvern skilning á fjallræðunni  lesi og öðlist skilning á bæninni Faðir vor  kunni skil á siðbót Marteins Lúters og hvernig hún barst til Íslands  geri sér grein fyrir siðferðilegum gildum og siðferðilegum álitamálum er lúta að jafnrétti, mannréttindum, kjörum flóttamanna og misskiptingu lífsgæða í heiminum og þjálfist í að ræða þau Leiðir að markmiðum Nemendur lesa reglulega heima fyrir kennslustundir, þar sem farið verður yfir efnið og það rætt. Unnin verða fjölbreytt verkefni í tengslum við námsefnið þar sem nemendur velja sér m.a. verkefni sem unnin verða í hópum, sem þeir kynna síðan á margvíslegan hátt fyrir samnemendum sínum Námsgögn Kristin trú og Gyðingdómur eftir Sigurð Inga Ásgeirsson, fræðslumyndbönd tengd námsefninu. Námsmat Símat byggt á ástundun og verkefnum.

Lífsleikni Markmið Sjálfsþekking, tilfinningar, samskipti, sköpun og lífstíll: Að nemendur:  átti sig á líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og félagslegum breytingum sem verða í lífi einstaklings við það að breytast úr barni í ungling  öðlist jákvæða sjálfsmynd og hafi trú á sjálfum sér  skilji tilfinningar sínar og að þær hafa mikil áhrif á hugsanir okkar og hegðun  átti sig á að við höfum þörf fyrir að eiga samskipti við aðra og mikilvægi þess að eiga góð samskipti  sýni sjálfum sér og öðrum virðingu og sýni ábyrgð í samskiptum  öðlist styrk til að segja frá og bregðast rétt við misbeitingu og neikvæðu áreiti í samskiptum  geti nýtt sér skapandi vinnubrögð við að útfæra eigin hugmyndir og lausnir Samfélag, umhverfi, náttúra og menning: Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 13 -


 geri sér grein fyrir að mannréttindi eru leikreglur í samfélagi einstaklinga og þjóða til að tryggja jafnan rétt allra  standist neikvæðan þrýsting frá jafningjum og áróðri samfélagsins  öðlist aukna þekkingu og skining á þeirri hættu sem tóbaks- og vímuefnanotkun fylgir  geti greint jákvæðan áróður frá neikvæðum í auglýsingum og umhverfi  geti lagt mat á fréttaflutning um málefni barna og unglinga  viti hvað hugtökin umhverfisvænn og vistvænn þýða í fjölbreyttu samhengi Leiðir að markmiðum Lögð verður áhersla á fjölbreytta kennsluhætti s.s. umræður, leiki og margskonar verkefnavinnu. Þá verður mikil áhersla lögð á bekkjafundi. Lífsleiknin samþættist við aðrar námsgreinar eins og: líffræði, landafræði og trúabragðafræði. Námsgögn Verkefni úr: Ertu - vinnubók í lífsleikni, Valur heimsspekilegar smásögur, Reyklaus bekkur auk ítarefnis frá kennurum. Námsmat Umsögn er gefin að vori.

Upplýsinga- og tæknimennt Tölvunotkun Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að: 

öðlast grunnfærni á framsetningu efnis í forritunum Excel með því að: ‐ búa til formúlu ‐ leggja saman með Sum-fallinu ‐ setja inn þúsundaskilatákn og aukastafi ‐ breyta skjali og vista undir nýju heiti ‐ afrita formúlur ‐ bæta inn línum og dálkum ‐ útlitsmóta síðu með: grunnlínu, römmum, fyllingarlit á hólf, textaskriði, lit og leturgerð. ‐ nota prentskoðun ‐ útbúa myndrit

Leiðir að markmiðum: Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Nemendur vinna verkefni sem valið er í samstarfi kennara í upplýsingatækni og umsjónarkennara árgangsins. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 14 -


Námsgögn: Forritið Excel Excel verkefni á vef Námsgagnastofnunar: http://www.nams.is/uppltaekni/index.htm Netið Námsmat: Leiðsagnarmat þar sem kennari metur verkefni nemenda, vinnusemi og færni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Hönnun og smíði Markmið  að nemandi læri að beita holjárni rétt  að nemandi fylgi öryggisreglum varðandi notkun bitjárna  að nemandi skoði hvernig mismunandi form hafi áhrif á útlit  að nemandi kynnist möguleikum rennibekkjar  að nemandi venjist á að leita sér þekkingar til að geta framkvæmt  að nemandi temji sér vinnusemi og frumkvæði  að nemandi temji sér vandvirkni  að nemandi leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Leiðir að markmiðum Í 4.-8. bekk er lagt fyrir eitt “skylduverkefni”, þar sem lögð er áhersla á að kenna eina eða fleiri vinnuaðferðir, meðferð einhverra ákveðinna verkfæra eða smíðaefna. Þessi verkefni eru alltaf þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á gerð þeirra, útlit og jafnvel virkni, svo framarlega sem þekkingin sem verkefninu er ætlað að koma til skila glatist ekki. Reynt er að haga skylduverkefnum þannig að þau taki ekki nema um helming þess tíma sem hverjum nemanda er ætlaður. Þann tíma sem eftir er hefur nemandinn til að vinna að verkefnum að eigin vali. Í ”frjálsum verkefnum” er áhersla lögð á að gera nemandanum ljósa þá möguleika sem hann hefur til þess að hanna og smíða hluti þ. e. hvaða takmarkanir hann þarf að sætta sig við af völdum kostnaðar,rýmisaðstöðu,- véla og verkfæra og fleira í þeim dúr. Ennfremur að hann geri sér grein fyrir kunnáttu sinni og getu til að framkvæma hluti. Reynt er að hjálpa hverjum nemanda til að finna hvar áhugi hanns liggur og hvaða möguleika hann hefur til að nýta áhuga sinn á einhverju sviði til að velja sér smíðaverkefni innan þess ramma sem á undan er getið. Skylduverkefni Í 7. bekk er skylduverkefnið að búa til bakka með holjárni. Notuð er viðartegundin ”meranti” sem er afar hentugur viður til að skera í. Nemendur geta ráðið nokkru um form bakkans, eða eins og efnið leifir. Ætlast er til að yfirborðsmeðferð sé það fullkomin að allt mynstur sem í viðnum leynist sé greinilegtum Frjáls verkefni Í þessum verkefnum fær nemandinn tækifæri til að nýta sér eigin áhuga vilja og kunnáttu til að breyta hugmynd í veruleika og smíðaefni í fullunninn hlut. Með þessu Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 15 -


fyrirkomulagi er ætlunin að virkja vilja og áhuga hvers einstaklings til að afla sér þekkingar á því sviði sem hugurinn beinist að hverju sinni og gera hann jafnframt ábyrgan fyrir velgengni sinni. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Í 4.- 8. bekk er öllum skylt að vera í Hönnun og Smíði. Augljóslega er um að ræða nemendur með mismunandi styrkleika. Til að koma á móts við hvern nemanda í mati á hanns vinnuframlagi, er reynt að taka tillit til þessa. Það er gert með eftirfarandi hætti: Reynslan hefur sýnt að öll börn eiga möguleika á að standa sig vel í að minnsta kosti einum af eftirfarandi þremur þáttum þ. e.: Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er m. a. hve vel nemandinn heldur sig að verki og hvernig hann bregst við erfiðleikum, vandvirkni, þar sem metin er m. a. þrautseigja nemandans til að ná fram sem bestum árangri og frumleiki, þar sem metið er m.a. hvort nemandinn leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Vægi þessara þátta er látið vera 70%, 15% og 15%. Við mat á verkum hvers einstaks nemanda er hæsta vægið (70%) fært á þann þátt sem viðkomandi nemandi er sterkastur í. Þannig fæst ákveðinn jöfnuður umfram hefðbundið námsmat. Nemandinn er eftir því sem kostur er þátttakandi í námsmatinu, þannig að hann geti smám saman gert sér grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til hans hverjar eru hans sterku og veiku hliðar og hvar hann getur bætt sig. Tekið skal fram að matið er huglægt mat á verkum og framgöngu nemandans og birtist á einkunnaspjaldi sem töluleg einkunn á skalanum 1-10.

Listgreinar Myndmennt Markmið Að nemendur:  geti teiknað uppstillingu  geti málað uppstillingu með ljósi og skugga  þekki hugtakið 1 punkta fjarvídd  geti teiknað götumynd með a.m.k. 1 húsi í réttri fjarvídd.  geti mótað hlut að eigin vali úr leir  viti hver Salvador Dali var og þekki hugtakið surrealismi  geti lýst munnlega og skriflega skoðun sinni á mynd

Leiðir að markmiðum Bein kennsla, samræðuaðferðir, samvinnunám, sköpun, spil, spurnaraðferðir, sýnikennsla, söguaðferð, verklegar æfingar, viðfangsefni tengd daglegu lífi, vinna með ólíka miðla. Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 16 -


Verkefni Verkefnamappa-leturgerð,teiknuð og máluð uppstilling með a.m.k 3 hlutum, fjarvíddarverkefni, frjálst leirverkefni glerjað, mynd í surreslískum stíl , frjáls verkefni. Námsgögn Blýantar, strokleður, pennar, ýmsar tegundir lita, leir, glerungur, sandur, lím, pappír, skæri, gluggalitir o.fl. Námsmat: Metin öll skylduverkefni, mappa, frjáls verkefni, frumkvæði, sköpunarkraftur og vandvirkni. Sterku hliðar hvers og eins metnar. Einkunn gefin í lok annar á skalanum 1-10.

Textílmennt Markmið Að nemendur:  læri að nota stingplötu saumavélar  þjálfist í að raða saman litum og formum, t.d. með bútasaumi  læri að fella af í prjóni  læri að fara eftir skriflegum leiðbeiningum  teikni og útfæri prjónastykki

Leiðir að markmiðum Innlögn og sýnikennsla þar sem verkefnið er útskýrt, að öðru leyti einstaklingskennsla. Námsgögn Prjónar, saumavél, skæri, nálar, títuprjónar, málband og skriflegar leiðbeiningar. Námsmat Byggist á verkum nemenda, vinnubrögðum og virkni. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Tónmennt Markmið  flytji fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum og löndum sem gerir vaxandi kröfur um færni, einn og í hóp, undir eigin stjórn og annarra  semji spinni, útsetji og skrái tónverk sem sýni vaxandi skilning á tónlistarhugtökum eftir gefnum fyrirmælum með fjölbreyttum hljóðgjöfum  öðlist vaxandi færni í flutningi á tónlist, sönglögum og stefjum eftir minni, heyrn og nótnatáknum  semji eða flytji einfaldan dans eða hreyfingu við tónlist

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 17 -


 nýti sér í auknum mæli hljóðritun og skráningu til að geyma eigin tónverk til flutnings síðar  þjálfist í að endurmeta og endurskoða tónsköpun sína  geti sýnt frammá þekkingu á tónlist sem hann hefur hlustað á útfrá mismunandi tímabilum og menningarsvæðum  geti heyrt, greint og sýnt þekkingu á ólíkum stíltegundum tónlistar sem unnið hefur verið með  geti sýnt frammá vaxandi skilning á efnisþáttum tónlistar og greint á milli notkunar þeirra í tónlist Leiðir að markmiðum Söngur í hóp, leikir og æfingar sem efla hópmeðvitund, samspil með skólahljóðfærum, hlustun á tónlist ólíkrar menningar. Námsgögn Tónmennt, það er gaman að hlusta og hljóðspor. Litir, skriffæri, skólahljóðfæri og tölvur. Námsmat Frammistaða í tímum, viðmót, virkni, vinnusemi og samvinnuhæfni. Gefin er einkunn á skalanum 1-10 og umsögn.

Heimilisfræði Markmið Að nemendur:  rifji upp þekkingu sína á fæðuflokkunum  fái þjálfun í að velja hentug áhöld og tæki við matreiðslu  læri að nota af öryggi einföldustu aðferðir í matreiðslu (suða, steiking, bakstur)  öðlist færni í að þvo upp í höndunum og í uppþvottavél  temji sér að taka þátt í ánægjulegum samskiptum við borðhald Leiðir að markmiðum Unnið er í lotum í Smiðjuhópum. Áhersla lögð á sjálfstæða vinnu. Matreiða fjölbreyttan hollan mat úr algengu hráefni. Námsgögn Gott og gagnlegt 3 eftir Guðrúnu M. Jónsdóttur og Steinunni Þórhallsdóttur. Námsmat Einkunn er gefin á skalanum 1 – 10.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 18 -


Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur:  þjálfist í samsettum hreyfingum  þjálfist í nýjum og lærðum hóp –og einstaklingsíþróttum sem stundaðar eru hér á landi  efli líkamsþol, kraft, hraða, viðbragð og liðleika  þjálfist í samvinnu og að sýna tillitssemi við aðra nemendur  fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki Námsgögn: Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar. Námsmat: Þol, styrkur, liðleiki og hraði eru mæld tvisvar á vetri. Virkni í tímum, samskipti við aðra nemendur og hvort farið er eftir fyrirmælum er í símati. Einkunn gefin á skalanum 1-10.

Sund Markmið Að nemendur þjálfi þol, hraða, björgun, tækni/stílsund og fari eftir fyrirmælum 7. marksmiðsstig:  300m bringusund án hvíldar  50m skólabaksund  15m björgunarsund með jafningja  8m kafsund  50m bringusund á tíma  25m skriðsund á tíma Leiðir að markmiðum Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsgögn Korkar.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 19 -


Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 7. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "7. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn. Einnig er gefin skólaeinkunn á skalanum 1-10 sem byggir á hraða (tímatöku) og sundstíl.

Skólanámskrá Seljaskóla 2011-2012 7. bekkur - 20 -


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.