8_bekkur_2012-2013

Page 1

8. bekkur Skipulag skólastarfs Í 8. árgangi eru 3 bekkir, hver með sinn umsjónarkennara. Faggreinakennsla einkennir skipulagið í 8. bekk, hver kennari hefur sína stofu og nemendur fara á milli. Umsjónarkennari í unglingadeild kennir lífsleikni auk sinnar greinar eða greina. Lögð er áhersla á að umsjónarkennari kenni mikið í sínum bekk. Ennfremur er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, samvinnu nemenda og samvinnu kennara.

Í 4-10. bekk er unnið eftir kennsluaðferð sem nefnist Orð af orði - lestur til náms. Reynt er að tengja aðferðina við flestar námsgreinar. Markmiðið er að auka lesskilning nemenda og að þeir efli orðaforða og hæfni til að ráða í merkingu orða, nýti orðasöfn á fjölbreyttan hátt og efli þannig skilning. Nemendur læra að beita ákveðnum aðferðum til að læra orð og efla orðaforða, s.s. gagnvirkan lestur, notkun hugtakakorta og yndislestur og þeim er kennt að tengja á milli þess sem þeir þekkja og vita fyrir og þess nýja sem þeir eru að fást við. Meðal verkefna eru orð dagsins, rím, krossglíma, orðaleit, orðtök og málshættir. Lesskilningspróf verða lögð fyrir þrisvar á skólaárinu í september, desember og maí til þess að mæla árangur. List- og verkgreinar í 8. bekk eru kenndar í smiðjum sem eru lotuskiptar. Markmiðið með þessari skiptingu er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast betur innbyrðis og hefur það oftast jákvæð áhrif á náms- og félagsfærni þeirra. Í öllum smiðjum er kennd myndmennt, textílmennt, hönnun og smíði, heimilisfræði og upplýsingatækni. Aðrar greinar í smiðju geta m.a. verið leiklist, útivist, eðlisfræði, glíma og tónmennt. Þessar greinar eru þó ekki kenndar í öllum árgöngum. Hver smiðja er kennd 4-7 kennslustundir á viku. Tímabilin eru mislöng og fer lengd þeirra eftir fjölda nemenda í hverjum árgangi. Með þessu móti verður meiri samfella í list- og verkgreinum og hægt er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt verkefni. Allur árgangurinn er í smiðju á sama tíma. Kennsla hefst alla daga kl. 8:10. Nemendur borða morgunnesti í frímínútum kl. 9.309.50 og mælt er með því að að þeir komi með ávexti eða grænmeti og vatn í brúsa. Það verður þó að gera ráð fyrir að þessir nemendur þurfi meira en það þar sem hádegismatur fyrir þá er afgreiddur í mötuneyti kl. 12.40.

Heimanám Hver kennari setur upplýsingar um heimanám inn í Mentor upplýsingakerfið þar sem það er aðgengilegt nemendum og foreldrum.

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -1-


Íslenska Yfirmarkmið Áhersla er lögð á skilning á sögulegu, menningarlegu og félagslegu gildi íslenskrar tungu og bókmennta. Markmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir margbrotnu hlutverki móðurmálsins í daglegu lífi og notkun þess við ólíkar aðstæður og nái á þessu skólastigi valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Lestur og bókmenntir Markmið Að nemendur:  nái valdi á að lesa og skilja mismunandi texta og séu færir um að finna efni heima, á bókasafni og á vefsíðum  þjálfist í notkun orðabóka og annarra handbóka  auki orðaforða sinn og lesskilning  lesi áheyrilega fyrir aðra  geti farið eftir skriflegum fyrirmælum  þekki hugtök í bókmenntum  þekki mun á hefðbundnum og óhefðbundnum ljóðum Leiðir að markmiðum Nemendur: Lesa eina Íslendingasögu og vinna með hana í máli og myndum. Lesa úrval ljóða eftir íslenska höfunda. Lesa tvær skáldsögur eftir íslenska höfunda og skrifa umsögn um þær. Skrá í reglubók (hugtakakort, orðskýringar). Námsgögn Laxdæla, endursögn Gunnars Karlssonar. Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason. Skáldsögur að eigin vali. Ljóðabækur. Reglubók. Námsmat Vinnubækur nemenda eru metnar m.t.t. vinnubragða og að farið sé að fyrirmælum. Skrifleg próf eru með reglulegu millibili. Þátttaka í hópvinnu metin. Vægi hvers þáttar fer eftir þeim tíma sem varið er í hvern þátt og einkunn gefin á skalanum 1-10. Talað mál og framsögn - hlustun og áhorf Markmið Að nemendur:  geti tjáð sig á góðu máli í umræðum og frammi fyrir hópi  geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -2-


 öðlist sjálfsöryggi í framsögn og framkomu  geti farið að fyrirmælum  tileinki sér viðeigandi framkomu þegar hlustað er á upplestur eða umræður Leiðir að markmiðum Kennari les fyrir og með nemendum í bókmenntatímum. Nemendur tjá sig um ýmis málefni í pontu. Nemendur horfa á íslenskar kvikmyndir. Nemendur fjalla munnlega um persónur og atburði í bókmenntatextum. Skrá í reglubók. Námsgögn Skerpa I. Bókmenntatextar. Blaðagreinar. Að öðru leyti eru námsgögn þau sömu og í lestri og bókmenntum. Reglubók. Námsmat Sjálfsmat. Jafningjamat. Kennaramat. Vægi hvers þáttar fer eftir þeim tíma sem varið er í hvern þátt og einknunn gefin í tölum á skalanum 1-10, ásamt umsögn. Ritun Markmið Að nemendur:  þekki flestar stafsetningarreglur  öðlist nokkra færni í greinamerkjasetningu  þjálfist í uppsetningu og réttum frágangi eigin texta  æfist í að skrifa útdrætti og ritgerðir  geti tekið glósur í almennu námi  tileinki sér læsilega rithönd  vandi mál sitt  geti notað tölvur í ritvinnslu  skrifi tvær kjörbókarritgerðir Leiðir að markmiðum Innlögn kennara – bein kennsla. Skriflegar æfingar. Skrá í reglubók. Námsgögn Skerpa I. Skriffinnur. Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -3-


Réttritunarorðabók. Handbækur. Ljósrituð verkefni. Reglubók. Námsmat Skrifleg próf. Mat á vinnubókum. Mat á ritunarverkefnum. Vægi hvers þáttar fer eftir þeim tíma sem varið er í hvern þátt og einknunn gefin á skalanum 1-10. Málfræði og málnotkun Markmið Að nemendur:  kunni skil á orðflokkunum og einkennum þeirra  þekki sérhljóð og samhljóð, einhljóð og tvíhljóð  geti skipt orðum í atkvæði  þekki kenniföll nafnorða  geti fallbeygt og sambeygt fallorð  þekki mun á hlutstæðum og óhlutstæðum nafnorðum  geti fundið stofn nafnorða, lýsingarorða og sagnorða  þekki mun á veikum og sterkum sagnorðum, nafnorðum og lýsingarorðum  geti beygt sagnir í kennimyndum  þekki boðhátt og nafnhátt sagnorða  þekki reglulega og óreglulega stigbreytingu lýsingarorða  geti skipt einföldum orðum í orðhluta  geti greint orðtök frá málsháttum Leiðir að markmiðum Innlögn kennara – bein kennsla. Skriflegar æfingar. Vinna með ýmis orð, orðhluta og hugtök (hugtakakort). Skrá í reglubók. Námsgögn Skerpa 1. Málfinnur. Ljósritað málfræðikver. Ljósritað kver með hugtökum í málfræði og bókmenntum. Orðabækur. Textar úr ýmsum áttum. Reglubók. Námsmat Skrifleg próf. Mat á vinnubókum. Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -4-


Þátttaka í tímum þ.m.t. skráning í reglubók. Vægi hvers þáttar fer eftir þeim tíma sem varið er í hvern þátt og einknunn gefin á skalanum 1-10.

Stærðfræði Markmið (þrep 15 í Mentor) Að nemendur:  hafi náð tökum á að námunda tölur að heilum þúsundum, hundruðum, tugum, einingum, tíundu hlutum, hundraðshlutum og þúsundustu hlutum  hafi náð tökum á algengum prósentureikningi og getur reiknað út hækkun, lækkun, aukningu, minnkun í prósentum  kunni skil á lengdar og flatarmálseiningum í metrakerfi og þekkir samband þeirra innbyrðis  þekki hugtökin punktur, lína, línustrik, geisli og horn  þekki ýmsar gerðir marghyrninga og getur lýst þeim bæði munnlega, skriflega og með myndum.  hafi náð tökum á að reikna flatarmál marghyrninga og samsettra flatarmynda  hafi náð tökum á að reikna ummál marghyrninga og samsettra flatarmynda  þekki hornasummu þríhyrnings og getur nýtt sér hana til að reikna óþekktar stærðir horna í þríhyrningi  kunni skil á algengum tímaeiningum og hefur náð tökum á tímaútreikningum  þekki og skilur hugtökin tíðni, tíðnidreifing, meðaltal og tíðasta gildi  geti sett fram og túlkað tíðnitöflur, súlurit, línurit og skífurit  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðileg efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  hafi tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Markmið (þrep 16 í Mentor) Að nemendur:  hafi náð tökum á notkun sviga og forgangsröðun aðgerða  þekki hugtakið stæða og getur einfaldað stæður  hafi náð tökum á að vinna með bókstafi til að tákna stærðir  þekki hugtakið jafna og getur leyst fyrsta stigs jöfnur  hafi náð tökum á röðun almennra brota og getur metið hvenær tvö almenn brot eru jöfn og þekkir tengsl þeirra við tugabrot og prósentur  hafi náð tökum á styttingu og lengingu almennra brota og getur stytt almenn brot með því að leysa teljara og nefnara í frumþætti  þekki stærsta samdeili og minnsta samfeldi tveggja talna og kann skil á reglum um deilanleika talna með 2, 3, 4, 5, 6 og 10  hafi náð tökum á að leggja saman, draga frá, margfalda og deila með almennum brotum og blöndnum tölum Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -5-


 hafi náð tökum á þáttun talna í frumþætti og getur fundið hvort tölur eru frumtölur  geti teiknað inn punkta og skráð hnit í rétthyrndu hnitakerfi  hafi náð tökum á hliðrunum, snúningum og speglunum mynda í sléttum fleti  þekki hvernig má hanna mynstur og mynda flatarmyndir sem nota má til að þekja flöt  geti tjáð sig skilmerkilega um stærðfræðileg efni og skipst á skoðunum um þau við aðra  Hefur tamið sér að skrifa skipulega skilgreiningar á hugtökum og aðferðum ásamt sýnidæmum og skýringarmyndum um stærðfræðileg efni Leiðir að markmiðum Nemendur fá sex kennslust. á viku. Auka kennari kemur inn í árganginn fjóra tíma á viku. Lögð er áhersla á innlögn þar sem nemendur taka þátt með umræðum og skrái niður allar reglur, hugtök og útskýringar á þeim ásamt sýnidæmum í reglubók. Í kennslustundum er einstaklingsvinna með aðstoð kennara en sjálfstæð vinnubrögð, umræður og samvinna nemenda er einnig stór þáttur. Þjálfun er mikilvægur hluti stærðfræðináms og því mikil áhersla á að nemendur reikni heima daglega. Námsgögn Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla I, e. Lars-Eric Björk o.fl. Ýtarefni: Átta-tíu, e. Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir. Heimadæmi og annað þjálfunarefni. Námsmat Í janúar fá nemendur eina einkunn, skólaeinkunn sem byggir á: - Kaflaprófum - Stöðuprófi - Skyndiprófum - Heimadæmum - Reglubók Í lok skólaárs fá nemendur tvær einkunnir Skólaeinkunn sem byggir á: - Kaflaprófum - Stöðuprófum - Skyndiprófum - Heimadæmum - Reglubók og prófseinkunn úr lokaprófi sem tekið er í maí.

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -6-


Erlend tungumál Enska Áfangamarkmið Að nemendur hafi tileinkað sér: Í hlustun:   

að hlusta á mismunandi hátt eftir upplýsingum í töluðu máli að skilja leiðbeiningar og fyrirmæli að skilja þegar nokkrir tala saman

Í lestri:  

að geta lesið bókmenntir, fræðsluefni, blaða- og tímaritsefni að geta lesið í mismunandi tilgangi

Í töluðu máli:   umhverfi  hátt  Í ritun  

að geta tjáð sig skýrt og áheyrilega að geta gefið upplýsingar um sjálfa sig, íslenska menningu og að geta tekið þátt í samskiptum við enskumælandi fólk á eðlilegan að geta bjargað sér við óvæntar aðstæður að geta tjáð sig skipulega, skiljanlega og á viðeigandi hátt að kunna helstu málfræðireglur

Þrepamarkmið Að nemendur: Í hlustun:  geti skilið ensku í kennslustofunni, tal kennara og félaga í par- og hópæfingum  geti skilið ensku talaða á eðlilegum hraða í viðfangsefnum sem unnið er með Í lestri:  

geti lesið léttar smásögur, styttri skáldsögur og tímaritsefni. geti unnið markvisst með orðaforða.

Í töluðu máli:  hafi lært að beita réttum framburði, áherslum og hrynjandi  geti tjáð sig um umhverfi sitt og áhugamál og það efni sem unnið er með hverju sinni á skýran og skipulegan hátt Í ritun:  geti skrifað frá eigin brjósti stuttan texta  geti notað orðaforða markvisst  þjálfist markvisst í stafsetningu Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -7-


Leiðir að markmiðum Nemendur vinna með texta út frá lesskilningi, orðskýringum og framburði. Nemendur æfa nákvæmis-, leitar- og skemmtilestur. Nemendur fá þjálfun í málfræðiatriðum Valdir bókmenntatextar til hlustunar, með æfingum til skilnings Nemendur vinna hópverkefni út frá mismunandi þemum, læra að afla sér upplýsinga á netinu og öðrum miðlum, æfður framburður og flutningur við skil. Æfðar helstu reglur varðandi ritsmíð og frágang, stafsetningu, greinamerki o.fl. Umræður um ýmis málefni á ensku. Unnið með myndbönd og tónlistartexta. Námsgögn Spotlight 8 eftir Evy Robertse, Eva Olsson og Jennifer Haythorpe ásamt vinnubók, ljósrituð vinnuhefti og skáldsögur bæði til hlustunar og lestrar. Hjá kennurum er líka hægt að fá léttlestrarbækur og upplýsingar um annað efni. Námsmat Kaflapróf í lok hvers kafla: hlustunar-, lesskilnings-, málfræði og ritunarverkefnum. Skil á verkefnaheftum. Sagnapróf. Próf úr léttlestrarbókum. Hópvinna nemenda er metin með jafningja- og kennaramati þar sem tillit er tekið til efnistaka og flutnings.

Danska Markmið Að nemendur: Hlustun:    

Skilur flest venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í tali kennara og í þar til gerðu hlustunarefni. Getur greint lykilorð sem tengist orðaforða viðfangsefnisins. Skilur aðalatriði í tilkynningum, samtölum og stuttum frásögnum. Getur fylgst með og haldið þræðinum þegar fjallað er um efni sem hann þekkir vel og hefur grunnorðaforða í.

Þekkingaratriði:           

Kann skil á og getur notað spurnarorð. Kann skil á og getur notað persónufornöfn í 1. og 2. persónu, eintölu og fleirtölu. Þekkir helstu lýsingarorðin og getur notað þau. Kann allar tölur frá 1 upp í 100, samsetningu /eining á undan tug. Hefur tamið sér orðaforða tengdum mat og nesti. Kann skil á heitum helstu íþróttagreina og hljóðfæra. Kann skil á heitum flestra dýra. Kann öll fjölskylduorðin. Kann skil á heitum allra líkamshluta. Kann skil á heitum hinna ýmsu kennslugreina og hluta í kennslustofunni. Þekkir og getur notað flest staðsetningarorð, t.d. foran, bagved

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -8-


Lestur:     

Getur lesið einfalda texta sem tengist viðfangsefninu í þeim tilgangi að finna ákveðnar upplýsingar (leitarlestur). Getur lesið styttri texta og skilið aðalatriði hans (yfirlitslestur). Getur parað saman byrjun og enda setningar út frá innihaldi. Getur lesið og skilið til hlítar stutta einfalda texta sem tengjast námsefninu. Getur lesið og haldið þræðinum í lengri texta um efni sem hann þekkir og hefur grunnorðaforða í.

Ritun:   

Getur skrifað stuttan, einfaldan texta sem byggist á efni og orðaforða námsefnisins. Getur skrifað einföld skilaboð og kveðjur í nútíð. Getur skrifað stuttan texta út frá myndum og myndsögum.

Tal:  

Getur unnið stýrðar samtalsæfingar þar sem skiptast þarf á upplýsingum þar sem annar aðilinn hefur upplýsingar sem hinn hefur ekki og öfugt. Getur notað grunnorðaforða í efnisflokkum, sem fengist hefur verið við.

Aukamarkmið:  

Getur við lestur getið sér til um merkingu orða út frá samhengi textans og með því að nota eiginn bakgrunnsþekkingu. Hefur tileinkað sér allan orðaforða námsefnisins.

Leiðir að markmiðum Nemendur vinna með texta út frá lesskilningi, orðskýringum og framburði. Nemendur æfa nákvæmis-, leitar- og skemmtilestur. Innlögn á málfræðiatriðum sem nemandi skráir í reglubók- þjálfað með verkefnaheftum. Valdir bókmenntatextar til hlustunar, með æfingum til skilnings. Nemendur vinna hópverkefni út frá mismunandi þemum, læra að afla sér upplýsinga á netinu og öðrum miðlum, æfður framburður og flutningur við skil. Æfðar helstu reglur varðandi ritsmíð og frágang, stafsetningu, greinarmerki o.fl. Umræður um ýmis málefni á dönsku. Unnið með myndbönd og tónlistartexta . Viðfangsefni Dýr, matur, skólinn, áhugamál, leiðarlýsingar, mælieiningar, tölur, símanúmer, dagar, árstíðir, merkisdagar, fermingin, boðskort, heimili og húsbúnaður, vistarverur, skyldustörf, fatnaður, verð, stærðir, sumarið, sumarstörf, ferðalög, mataræði unglinga, skyndibitar og skyndibitastaðir, félagslíf og áhugamál, kvikmyndahús, skemmtigarðar, Tívolí, íþróttir, sjónvarp, persónu- og útlitslýsingar. Námsgögn Námsefnið Start lesbók, vinnubók og hlustunarefni, eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen. Tænk, lesbók, vinnubók og hlustunarefni eftir Ernu Jessen o.fl. Smásögur og ýmis verkefni sem unnin eru heima og/eða í tímum. Námsmat Símat. Lagt er mat á kunnáttu og framfarir nemenda reglulega yfir veturinn. Leitast er við að meta alla færniþætti námsins eftir markmiðum námskrár og sem flest atriði í vinnu Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur -9-


nemenda til skólaeinkunnar. Kannanir og kaflapróf miðast við þann orðaforða og málfræðiatriði sem unnið er með í tímum og æfð heima. Í námsmati skal einnig horft til vinnusemi og virkni nemenda. Skólaeinkunn: Kaflapróf úr námsefni eftir hverja lotu samkv.námsáætlun. Stuttar kannanir úr ákveðnum efnisþáttum. Ritunar- hlustunar- og munnleg próf. Vinnubækur og önnur skil, vinnusemi og virkni. Skólaeinkunn á haustönn gildir 50% ámóti skólaeinkunn á vorönn. Prófseinkunn: Vorpróf gildir 50% á móti skólaeinkunn. Einkunn er gefin á skalanum 1-10.

Samfélagsgreinar Nemendur í 8. bekk fá fjórar kennslustundir á viku í samfélagsfgreinum. Samfélagsgreinar skiptast í landafræði og sögu. Í upphafi fá allir nemendur námsáætlun þar sem tiltekin er yfirferð, námstilhögun og námsmat.

Landafræði Markmið Að nemendur  tengi náttúrufar, náttúrulegar auðlindir og lífsafkomu fólks við ákveðin svæði jarðar  kynnist hvernig menn nýta og/eða ofnýta auðlindir jarðar Leiðir að markmiðum Nemendur lesa kennslubókina og vinna með textann bæði í umræðuformi og skriflega. Kortavinna. Hópverkefni þar sem nemendur verða að afla sér upplýsinga og kynna verkefnið sitt fyrir samnemendum sínum. Myndbönd. Viðfangsefni Fólksfjöldi jarðar, nýju ríkin á landsvæði fyrrverandi Sovétríkjanna. Asía, sérstaklega Kína og Indland, Afríka og Ástralía. Námsgögn Landafræði handa unglingum 2. hefti eftir Göran Anderson og Arvid Joelsson. Kortabækur, blaða- og tímaritsgreinar, uppsláttarrit, myndbönd, netið og ýmis tölfræðigögn. Námsmat Vinnubækur nemenda eru metnar út frá vinnubrögðum og að farið sé að fyrirmælum. Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 10 -


Þrjú skrifleg lokapróf. Hópvinna nemenda er metin með jafningjamati og kennaramati þar sem tillit er tekið til efnistaka og flutnings.

Saga Markmið Að nemendur:  kynnist íslenskri stjórnmálasögu 19. og 20. aldar og tengslum hennar við hugmyndasögu tímabilsins  geri sér grein fyrir hvernig breytingar á stjórnkerfi tengjast breytingum á atvinnulífi, menntun og öðrum þjóðfélagslegum þáttum  íhugi hvernig sjálfstæði, lýðræði, tækni, menntun og framfarir hafa áhrif á þjóðfélagsgerðina Leiðir að markmiðum Nemendur lesa kennslubækurnar og vinna með textann bæði í umræðuformi og skriflega. Hópverkefni þar sem nemendur verða að afla sér upplýsinga og kynna verkefnið sitt fyrir samnemendum sínum. Myndbönd Viðfangsefni Jón Sigurðsson, ævi og störf, sjálfstæðisbarátta Íslendinga, byltingar í Evrópu, efnahags- og verslunarfrelsi, endalok bændasamfélagsins og staða kvenna á 19. öld. Námsgögn Sögueyjan 2. heftið eftir Leif Reynisson. Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar eftir Árna Daníel Júlíusson. Tímalínuverkefni á Skólavefnum Efni af neti og myndbönd

Námsmat Vinnubækur nemenda eru metnar út frá vinnubrögðum og að farið sé að fyrirmælum. Tvö skrifleg lokapróf. Hópvinna nemenda er metin með jafningjamati og kennaramati þar sem tillit er tekið til efnistaka og flutnings.

Náttúrufræði og umhverfismennt Lífvísindi Markmið Að nemendur þekki, skilji, geri sér grein fyrir og fjalli um :  að líffræðin fjalli um lífið og lífverurnar. Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 11 -


                

að allar lífverur séu gerðar úr frumum. að flestar bakteríur séu gagnlegar en sumar valdi sjúkdómum. að veirur fjölgi sér eingöngu í lifandi frumum. að þörungar séu mikilvægustu framleiðendur fæðu í vatni. að smáir þörungar myndi plöntusvifið. að sumir sveppir séu ætir en aðrir ekki. að að fléttur séu sveppir og þörungar sem lifi saman. að þekkja helstu plöntur. að þekkja hvernig við nýtum plöntur. að þekkja hvernig plöntur fjölga sér. að vita að plöntur geta búið til sína eigin fæðu. að dýr skiptast í hryggdýr og hryggleysingja. að dýr geti ekki búið til sína eigin fæðu. að dýr séu mis – og jafnheit. að maðurinn sé spendýr. að fræðin um hegðun dýra kallist atferlisfræði. að óðal dýra sé svæði sem þau helga sér og verji fyrir öðrum.

Leiðir að markmiðum Mámið fer fram í formi hóp-og einstaklingsvinnu, teymisvinnu, samþættingu námsgreina o.fl. Námsgögn. Lífheimurinn, Lifandi veröld o.fl. Námsmat. 50 % kaflapróf, 30 % virkni og vinnusemi í tímum og 20 % heimavinnuskil. Einkunnir eru á skalanum 1 – 10.

Eðlisvísindi Markmið Að nemendur:  skilji muninn á frumefni, efnasambandi og efnablöndu  viti hvernig frumefni eru táknuð og hvað formúla efnis merkir  átti sig á uppbyggingu lotukerfisins og geti notað það til að spá fyrir um eiginleika frumefna  viti úr hvaða öreindum frumeindin er gerð  skilji hvernig frumeindir geta breyst í jónir  átti sig á helstu sérkennum hreinna efna  skilji að heildarmassi efna, sem taka þátt í efnabreytingu, helst óbreyttur  skilji að frumeindir varðveitast þó að efni taki breytingum  skilji muninn á hamskiptum, leysingu og efnahvörfum  skilji hugtakið efnajafna Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 12 -


 skilji hvað stilling efnajafna felur í sér og geti stillt einfaldar efnajöfnur  geti unnið sjálfstætt og með öðrum að verklegum og skriflegum verkefnum  geti skráð upplýsingar og niðurstöður verkefna á skipulegan hátt Leiðir að markmiðum Eðlisfræði í 8. bekk er kennd í smiðju. Nemendur í 8. bekk eru í sex (3x2) kennslustundum í eðlisfræði á viku í sex vikur. Námsefnið verður sett fram með fjölbreyttum hætti með innlögn, verklegum verkefnum, skriflegum verkefnum og fræðslumyndböndum. Lögð er áhersla á umræður og samvinnu nemenda, ásamt einstaklingsvinnu. Námsgögn Efnisheimurinn e. Hafþór Guðjónsson. Ítarefni: fræðslumyndir og verkefni m.a. af netinu. Námsmat Nemendur fá skólaeinkunn sem samanstendur af: Kaflaprófum. Skýrslum. Vinnubók. Verkefnum.

Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði Markmið Að nemendur  læri að þekkja grunnþætti, hefðir og trúarrit helstu trúarbragða heims  kynnist sögu og menningu ólíkra trúarhóp og áhrifum trúarbragða á sögu og samfélag manna.  tileinki sér víðsýni gagnvart fjölbreytileika trúariðkunar  kynnist trúariðkun mismunandi hópa á Íslandi Leiðir að markmiðum Nemendur lesa kennslubókina og vinna með textann bæði í umræðuformi og skriflega. Unnið er með umræðu, þar sem mikil áhersla er lögð á eigið mat og gagnrýna hugsun. Hópverkefni þar sem nemendur verða að afla sér upplýsinga og kynna verkefnið sitt fyrir samnemendum sínum. Viðfangsefni Fjallað verður um helstu trúarbrögð heims, Búddisma, Gyðingdóm, Hindúasið, Íslam og Kristni. Ýmis önnur minna útbreidd trúarbrögð rædd. Fjallað um helgisiði, sögu, menningu, útbreiðslu og árekstra trúarbragða. Staða trúarbragða í nútíma samfélagi rædd ítarlega.

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 13 -


Námsgögn Lögð er til grundvallar bókin Maðurinn og trúin eftir Gunnar J.Gunnarsson, auk margvíslegs ítarefnis (t.d. efni af neti, myndbönd, ljósritað efni frá kennara og fleira).

Námsmat Vinnubækur nemenda eru metnar út frá vinnubrögðum og að farið sé að fyrirmælum. Þrjú skrifleg lokapróf. Hópvinna nemenda er metin með jafningjamati og kennaramati þar sem tillit er tekið til efnistaka og flutning

Lífsleikni Markmið Að byggja upp alhliða þroska nemandans til þess að hann geti betur tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Að nemendur:  öðlist skilning á að einstaklingar geti upplifað og túlkað áreiti í umhverfinu með ólíkum hætti  geri sér grein fyrir hlutverki laga og reglna t.d. í fjölskyldu og skóla  geti tjáð og fært rök fyrir hugsunum sínum og skoðunum  geti sett sér fyrir sjónir margvísleg vandamál og fundið lausnir á þeim  viti af hættum samfara neyslu vímuefna  temji sér gagnrýna hugsun við ákvarðanatöku Leiðir að markmiðum Kennari leiðir umræðu í bekknum og tengir við viðfangsefnin, sjálfsþekkingu, samskipti, sköpun og lífsstíll annars vegar og samfélagið, umhverfið, náttúruna og menninguna hins vegar. Námsgögn Að ná tökum á tilverunni. Vertu reyklaus frjáls. Í sátt og samlyndi. Myndbönd og ýmislegt efni sem kennari ljósritar. Námsmat Metin er frammistaða í tímum og undirbúningsvinna heima. Umsögn er gefin að vori.

Íþróttir - líkams- og heilsurækt Markmið Að nemendur:  þjálfist í samsettum hreyfingum  þjálfist í nýjum og lærðum hóp –og einstaklingsíþróttum sem stundaðar eru hér á landi Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 14 -


 efli líkamsþol, kraft, hraða, viðbragð og liðleika  þjálfist í samvinnu og að sýna tillitssemi við aðra nemendur  fari eftir fyrirmælum Leiðir að markmiðum Fjölbreyttir íþróttatímar sem innihalda m.a. leikfimiæfingar, þolæfingar, styrktaræfingar, boltaleiki sem og aðra leiki Styrkjandi æfingar með áherslu á aukið þol og styrk. Endurteknar útfærslur á flóknum æfingum þannig að þær verði sjálfvirkari Auknar tækniæfingar í íþróttagreinum sem nemendur velja að hluta til sjálfir Námsgögn: Stór og smá áhöld til íþróttaiðkunar. Námsmat: Þol, styrkur, liðleiki og hraði eru mæld tvisvar á vetri. Virkni í tímum, samskipti við aðra nemendur og hvort farið er eftir fyrirmælum er í símati. Nemendur fá skólaeinkunn á skalanum 1-10.

Sund Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Sundið er í námsskeiðsformi, nemendur eru því aðeins í sundi hluta af vetri. Seljaskóli fær aðgang að sundlaug Ölduselsskóla eftir kl. 14 á daginn og eru námskeiðin því skipulögð eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmið Að nemendur  auki þol  bæti tækni/stílsund  auki hraða  fari eftir fyrirmælum 8. markmiðsstig Að nemendur geti:  synt 400m sund, frjáls aðferð  synt 50m bringusund, tímataka  synt 50m skriðsund, tímataka  stílsund: - bringusund - skriðsund - kafsund - baksund Leiðir að markmiðum Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 15 -


Sundið er brotið niður í einstök tök og þau æfð sér og síðan saman með og án hjálpatækja. Námsgögn Korkar. Námsmat Í lok námsskeiðs er prófað í 8. markmiðsstigi. Standist nemandi prófið fær hann umsögnina "8. stigi lokið" , annars "þarfnast frekari þjálfunar" og er á næsta námskeiði veitt meiri tilsögn. Einnig er gefin skólaeinkunn á skalanum 1-10 sem byggir á hraða (tímatöku) og sundstíl.

Smiðja Heimilisfræði Markmið Að nemendur:  fái þjálfun í að tengja næringarfræði og matreiðslu í verki  læri helstu matreiðsluaðferðir (suða, steiking, bakstur) og lært að nota rétt hitastig á eldavél við matreiðslu og bakstur  læri að vinna sjálfstætt eftir uppskrift  fái kynningu á umbúðamerkingum matvæla  temji sér að nota hreinlætisvörur í hófi. Leiðir að markmiðum Unnið er í lotum í Smiðjuhópum. Áhersla lögð á sjálfstæða vinnu. Matreiða fjölbreyttan hollan mat úr algengu hráefni. Námsgögn Heimilisfræði II, gefin út af Námsgagnastofnun eftir ýmsa höfunda. Námsmat Gefið er fyrir á skalanum 1 – 10.

Hönnun og smíði Markmið Að nemendur:  læri að þekkja mismunandi málma og eiginleika þeirra  kynnist helstu aðferðum við að hluta sundur og forma málma  kynnist helstu aðferðum við að festa saman málma  geti sjálfir beitt silfurkveikingu og lóðun  venjist á að leita sér þekkingar til að geta framkvæmt Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 16 -


 temji sér vinnusemi og frumkvæði  temji sér vandvirkni  leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Leiðir að markmiðum Í 4.-8. bekk er lagt fyrir eitt “skylduverkefni”, þar sem lögð er áhersla á að kenna eina eða fleiri vinnuaðferðir, meðferð einhverra ákveðinna verkfæra eða smíðaefna. Þessi verkefni eru alltaf þess eðlis að nemandinn getur haft áhrif á gerð þeirra, útlit og jafnvel virkni, svo framarlega sem þekkingin sem verkefninu er ætlað að koma til skila glatist ekki. Reynt er að haga skylduverkefnum þannig að þau taki ekki nema um helming þess tíma sem hverjum nemanda er ætlaður. Þann tíma sem eftir er hefur nemandinn til að vinna að verkefnum að eigin vali. Í ”frjálsum verkefnum” er áhersla lögð á að gera nemandanum ljósa þá möguleika sem hann hefur til þess að hanna og smíða hluti þ. e. hvaða takmarkanir hann þarf að sætta sig við af völdum kostnaðar,rýmisaðstöðu,- véla og verkfæra og fleira í þeim dúr. Ennfremur að hann geri sér grein fyrir kunnáttu sinni og getu til að framkvæma hluti. Reynt er að hjálpa hverjum nemanda til að finna hvar áhugi hanns liggur og hvaða möguleika hann hefur til að nýta áhuga sinn á einhverju sviði til að velja sér smíðaverkefni innan þess ramma sem á undan er getið. Skylduverkefni Í 8. bekk er skylduverkefnið skóhorn úr járni. Þetta verkefni hefur haft þá skemmtilegu tilhneigingu að þróast út í annarskonar verkefni, enda býður járnið upp á marga möguleika. Frjáls verkefni Í þessum verkefnum fær nemandinn tækifæri til að nýta sér eigin áhuga vilja og kunnáttu til að breyta hugmynd í veruleika og smíðaefni í fullunninn hlut. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að virkja vilja og áhuga hvers einstaklings til að afla sér þekkingar á því sviði sem hugurinn beinist að hverju sinni og gera hann jafnframt ábyrgan fyrir velgengni sinni. Námsgögn Verkefnabanki sem byggir á myndum af smíðaverkefnum nemenda. Handbækur með smíðahugmyndum. Flettispjöld sem sýna smíðaaðferðir o.fl. Öll verkfæri sem nemandinn hefur aðgang að miðað við aldur Námsmat Í 4.- 8. bekk er öllum skylt að vera í Hönnun og Smíði. Augljóslega er um að ræða nemendur með mismunandi styrkleika. Til að koma á móts við hvern nemanda í mati á hanns vinnuframlagi, er reynt að taka tillit til þessa. Það er gert með eftirfarandi hætti: Reynslan hefur sýnt að öll börn eiga möguleika á að standa sig vel í að minnsta kosti einum af eftirfarandi þremur þáttum þ. e.: Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er m. a. hve vel nemandinn heldur sig að verki og hvernig hann bregst við erfiðleikum, vandvirkni, þar sem metin er m. a. þrautseigja nemandans til að ná fram sem bestum árangri og frumleiki, þar sem metið er m.a. hvort nemandinn leggi vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta Vægi þessara þátta er látið vera 70%, 15% og 15%. Við mat á verkum hvers einstaks nemanda er hæsta vægið (70%) fært á þann þátt sem viðkomandi nemandi er sterkastur í. Þannig fæst ákveðinn jöfnuður Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 17 -


umfram hefðbundið námsmat. Nemandinn er eftir því sem kostur er þátttakandi í námsmatinu, þannig að hann geti smám saman gert sér grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til hans hverjar eru hans sterku og veiku hliðar og hvar hann getur bætt sig. Tekið skal fram að matið er huglægt mat á verkum og framgöngu nemandans og birtist á einkunnaspjaldi sem töluleg einkunn á skalanum 1 – 10.

Listgreinar Myndmennt Markmið Að nemendur:  sýni skilning á góðri samvinnu  sýni aðgæslu í umgengni við verkfæri  geti teiknað eftirmynd af hendinni sinni með blýanti  geti tekið mót af hönd með gifsi  þekki hlutföllin í mannsandliti  þekki hlutföllin í mannslíkamanum  geti teiknað manneskju í réttum hlutföllum og sett í umhverfi  þekki tengsl hönnunar við eigin raunveruleika, þ.e.a.s. eigin fatnað, húsgögn, hjól, merki, tölvuleiki o.s.frv.  geti gert þokkalega auglýsingu

Leiðir að markmiðum Bein kennsla, samræðuaðferðir, samvinnunám, sköpun, spil, spurnaraðferðir, sýnikennsla, verklegar æfingar, viðfangsefni tengd daglegu lífi, vinna með ólíka miðla. Verkefni Verkefnamappa-leturgerð, gera hönd úr gifsi,teikna og skyggja mynd af höndinni á sér, teikna manneskju í réttum hlutföllum, teikna andlit í réttum hlutföllum, gera auglýsingu. Námsgögn Blýantar, strokleður, pennar, ýmsar tegundir lita, leir, glerungur, sandur, lím, pappír, skæri, gluggalitir ofl. Námsmat Símat, sjálfsmat, frammistöðumat, markmiðssetning, verkefnamat, markvissar spurningar,mat á frammistöðu í tímum. Einkunn gefin í lok annar á skalanum 1-10.

Textílmennt Markmið Að nemendur:  skilji orðtök tengd vélsaumi eins og fótbreidd frá efnisbrún o.fl. Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 18 -


 þjálfist betur í lit- og formfræði t.d. með krosssaumi  nýti það sem hann hefur lært í prjónaskap hingað til og prjóni stykki eftir eigin hugmynd Leiðir að markmiðum Unnið er í lotum í Smiðjuhópum. Innlögn og sýnikennsla þar sem verkefnið er útskýrt, að öðru leyti einstaklingskennsla. Námsgögn Prjónar, saumavél, skæri, nál, títuprjónar, málband og merkiblýantar. Námsmat Einkunn er gefin á skalanum 1-10 og er hún byggð á verkum nemenda, vinnubrögðum og virkni.

Upplýsinga- og tæknimennt Markmið Stefnt er að því að nemendur auki þekkingu sína og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, þeir eiga að:  -

öðlast grunnfærni á framsetningu efnis í forritunum Publisher með því að: búa til verkefnaforsíðu búa til kynningarbækling í A5 broti úr A4 blaði búa til nafnspjald búa til auglýsingu búa til dagatal annars vegar fyrir heilt ár einu blaði og hins vegar fyrir hvern mánuð í árinu - búa til fréttabréf  geta nýtt sér flokkunar- og leitaraðferðir til að staðsetja og sækja upplýsingar - einföld leit - samsett leit  geta nýtt sér efni af Netinu á markvissan hátt og lagt mat á gæði efnis með því að skoða - hversu áreiðanlegar virðast upplýsingarnar? - hver gefur út viðkomandi vefsíðu og hver er tilgangur hennar? fræðsla, skemmtun eða sala? - uppsetningu, viðhald og uppfærslu vefsíðunnar - hvernig síðan er fjármögnuð Leiðir að markmiðum: Upplýsingamennt og tölvunotkun er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 19 -


miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Kennsla í upplýsingamennt og tölvunotkun er f.f. sýnikennsla og verklegar æfingar. Námsgögn: Forritið Publisher. Publisher verkefni á vef Námsgagnastofnunar: http://www.nams.is/uppltaekni/index.htm Kennsluvefur í upplýsingalæsi: http://www.upplysing.is/upplysingalaesi/ Netið. Námsmat: Leiðsagnarmat þar sem kennari metur verkefni nemenda, vinnusemi og færni. Einkunn gefin á skalanum 1-10.

Útivist Fjallað er um áhrif hreyfingar á andlega og líkamlega heilsu. Farið er yfir ýmsa þætti varðandi klæðnað og næringu göngufólks og skokkara. Einnig er rætt um öryggi í umferðinni og að velja rétta leið með tilliti til þess. Stunduð er kraftganga í hvert sinn um 5 km leið í nærumhverfinu. Gengið er í öllum veðrum. Gerum okkur grein fyrir mikilvægi hreyfingar alla ævi.

Skólanámskrá Seljaskóla 2012-2013 8. bekkur - 20 -


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.