NÁMSVÍSÍR 9. BEKKUR
20122013
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
Íslenska Markmið: Þrepamarkmið í íslensku fyrir 9. bekk
Lestur Nemandi: geti fundið afþreyingarefni við sitt hæfi á heimili sínu, bókasafni og á Netinu afli sér heimilda á bókasafni og á tölvutæku formi til frekari úrvinnslu lesi nokkrar skáldsögur að eigin vali geti gert nokkuð nákvæman útdrátt úr efni sem hann hefur lesið geti lesið á gagnrýninn hátt og myndað sér skoðun á því sem hann hefur lesið
Hlustun og áhorf Nemandi: geti hlustað á og fylgt töluvert flóknum fyrirmælum hlusti á úrval bókmenntaefnis, í bundnu og óbundnu máli þjálfist í að hlusta á vandaðan upplestur bókmenntaverka, t.d. af myndbandi eða hljóðbandi geti tekið saman aðalatriði þess sem hann hefur heyrt eða hlustað á geti nýtt sér fræðslu- og skemmtiefni á myndbandi til ýmiss konar úrvinnslu
Ritun Nemandi: kannist við allar stafsetningarreglur og reglur um greinarmerkjasetningu og geti stafsett rétt almennan texta og/eða leiðréttingarforrits öðlist góða tilfinningu fyrir setningaskipan og skiptingu texta í málsgreinar og efnisgreinar geti tekið glósur í námi sínu geti skrifað sögur og ljóð og notað myndmál, málshætti og orðtök þar sem við á geti skrifað stutta ritdóma eða greinar um lesna bókmenntatexta, leikrit eða kvikmyndir nái tökum á eðlilegri byggingu ritaðs máls sé vel meðvitaður um mun á töluðu máli og rituðu geti nýtt sér og metið upplýsingar á Netinu við ritunarverkefni
Bókmenntir Nemandi: kynnist heimi Íslendingasagna með því að lesa og ræða um stutta Íslendingasögu eða Íslendingaþátt lesi ítarlega og ræði um eina nútímaskáldsögu hraðlesi eina skáldsögur, þýddar eða frumsamdar, og geri grein fyrir þeim skriflega eða munnlega lesi og fjalli um fjölbreytt úrval ljóða eftir samtímahöfunda
1
2
Námsvísir 9. bekkur
þekki og geti útskýrt mun á mismunandi bókmenntaformi; smásögu, skáldsögu, leikriti, heimildasögu, þjóðsögu, ævintýri, þulu, bréfi, dagbók, ljóði, prósaljóði og stöku geri sér grein fyrir hugtökunum laust mál og bundið, hefðbundið og óhefðbundið ljóð geti fjallað um form og byggingu ljóða og notað til þess hugtökin rím, stuðlar, braglína, hrynjandi og endurtekning kannist við nokkra algenga bragarhætti geti fjallað um skáldsögur og notað til þess hugtökin tími, umhverfi, sjónarhorn, boðskapur, ris, persónusköpun og aðal- og aukapersónur þekki og geti fjallað um mismunandi gerðir myndmáls; beina mynd, líkingu, persónugervingu og myndhverfingu læri að umgangast heimildir og geri skýran greinarmun á milli eigin hugmynda og annarra í umfjöllun um bókmenntaverk
Málfræði Nemandi: skilji hvernig orðum er skipt eftir merkingarlegum og formlegum einkennum í fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð þekki alla orðflokka og flest beygingaratriði fallorða og sagnorða og geti nýtt sér þá þekkingu í tengslum við leiðbeiningar um málfar og stafsetningu geri sér grein fyrir í hverju munur á persónuháttum og fallháttum sagna felst þekki hugtökin aðal- og aukasetning, málsgrein og efnisgrein og geti nýtt sér þau í leiðbeiningum um frágang texta, við greinarmerkjasetningu og í umræðu um texta þekki algengar hljóðbreytingar íslensks máls og geti nýtt sér þá þekkingu í tengslum við stafsetningu og orðmyndun þekki helstu hugtök í tengslum við orðmyndun og orðhluta, s.s. stofn, forskeyti, viðskeyti, beygingarending og samsett orð, og geti nýtt sér þau við stafsetningu og í umræðu um texta þekki mun einhljóða og tvíhljóða og geti notfært sér þá þekkingu í leiðbeiningum um framburð og í umfjöllun um málfar og mállýskur fræðist um merkingartengsl orða, s.s. um yfirhugtak og undirhugtak, samheiti og andheiti þekki hugtök á borð við hlutstæður og óhlutstæður, gildishlaðinn og hlutlaus, sértækur og víðtækur og geti beitt þeim við lýsingu á texta eða í umræðu um texta geti útskýrt hugtökin gott mál og vont, viðeigandi og óviðeigandi, formlegt og óformlegt
Kennslufyrirkomulag: Sex kennslustundir á viku sem skiptast í málfræði, bókmenntir, stafsetningu, ritun og málnotkun. Bein kennsla; innlagnir á málfræði-, bókmennta- og ljóðahugtökum, utanbókarlærdómur, munnleg tjáning, námsleikir/spil, umræðuhópar, hópverkefni, heimildavinna, samvinnunám, orð af orði og ritun
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
Námsgögn: Bókmenntir: Gunnlaugs saga ormstungu, Korku saga eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, smásögur, Þjóðsögur ,,Ég átti að verða prestskona“, kjörbók Málfræði og bragfræði: Sagnorð eftir Magnús Jón Árnason, Smáorð eftir Magnús Jón Árnason, Finnur II höfundur Svanhildur Sverrisdóttir, Ljóðspeglar Stafsetning: Kennslubók í stafsetningu eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guðmundsson, ljósritað efni frá kennurum, geisladiskar með sögum, efni af Neti, glærur, hljóðbækur, námsspil, handbækur
Námsmat: Samræmt námsmat á unglingastigi: Haustönn: Vetrareinkunn (símat, verkefni, skyndipróf, ritgerðir …) Prófseinkunn (janúar) Miðsvetrareinkunn Vorönn: Vetrareinkunn (símat, verkefni, skyndipróf, ritgerðir …) Prófseinkunn (maí/júní) Voreinkunn/skólaeinkunn
50% 50% 100% 50% 50% 100%
Voreinkunn/skólaeinkunn skal reikna út á eftirfarandi hátt: Haust vetrareinkunn 25% Miðsvetrarpróf 25% Vor vetrareinkunn 25% Vorpróf 25% 100%
Stærðfræði Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist góða þekkingu og skilning á helstu atriðum stærðfræðinnar, þekki til helstu hugtaka og aðferða hennar og geti nýtt sér þekkinguna í daglegu lífi og framhaldsnámi.
Vinnulag og aðferðir Að nemendur: sýni aðferðir og vandi stafagerð og uppsetningu verkefna skilji og noti rétt stærðfræðileg hugtök glími við þrautir og verkefni úr hinu daglega lífi geti unnið sjálfstætt og í samvinnu við aðra
Tölur og reikniaðgerðir Að nemandi: kunni góð skil á náttúrulegum, heilum tölum og ræðum
3
4
Námsvísir 9. bekkur
vinni með veldi, staðalform, frumtölur, þáttun og tölugildi hafi fullt vald á forgangsröð aðgerða geti nýtt sér vasareikni til að leysa dæmi og þrautir öðlist leikni í reikniaðgerðum með ræðum tölum, viti hvenær finna þarf samnefnara og hvenær ekki og hvers vegna
Hlutföll og prósentur Að nemandi: kunni skil á hlutföllum milli stærða og geta notað þau við útreikninga hafi gott vald á prósentu hugtakinu og tileinki sér færni í prósentureikningi þjálfist í að breyta milli tugabrota, almennra brota og prósentu geti skipt stærðum í hlutföllum
Mynstur og algebra Að nemandi: geti einfaldað flóknari stæður geti notað algebru til að skrá samband stærða geti leyst fyrsta stigs jöfnur með einni óþekktri stærð og geti leyst orðadæmi með því að setja upp og leysa fyrsta stigs jöfnu geri skýran greinarmun á jöfnu og stæðu geti notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu til að einfalda táknasamstæður
Rúmfræði Að nemandi: þekki algeng hugtök sem tengjast rúmfræði s.s. hringur, þvermál, geisli, bogi og hringgeiri, samsíða, hornréttur, strendingur, teningur og sívalningur noti hringfara og reglustiku til að finna miðju striks, teikna horn og tvískipta horni reikni rúmmál og yfirborðsflatarmál réttra strendinga, þrístrendinga og sívalninga
Tölfræði og líkindafræði Að nemandi: geti sett fram og túlkað tíðnitöflur, súlurit, línurit, skífurit og aðrar einfaldar aðferðir við framsetningu og lýsingu tölulegra gagna noti hugtakið úrtak fáist við líkindafræðileg verkefni sem tengjast daglegu lífi og skilji hvað felst í hugtakinu líkindi
Kennslufyrirkomulag: Í upphafi hvers kafla fær nemandi í hendur lista með atriðum sem stefnt skal að í kaflanum. Kennsla er í formi innlagna þar sem kennari reiknar með nemendum og útskýrir á töflu, tíma þar sem nemendur reikna með aðstoð kennara og hópavinnu. Áhersla er á skipulögð og vönduð vinnubrögð og að nemendur fylgist vel með í tímum og taki þátt í umræðum um efnið. Einnig er lögð áhersla á sjálfstæði nemenda við lausnaleit og ábyrgð á eigin námi. Ætlast er til að nemendur vinni heima fyrir flesta tíma.
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
Námsefni: Átta-tíu bækur 3 og 4 eftir Guðbjörgu Pálsdóttur og Guðnýju H. Gunnarsdóttur, Almenn stærðfræði, auk annars efnis frá kennara. Svör við dæmum í Átta-tíu er að finna á vef námsgagnastofnunar. www.nams.is/stae_ungl_stig/index.htm
Námsmat: Á prófadögum í janúar verður prófað í námsefni haustannar. Niðurstöður birtast í Mentor og gilda 50% af miðsvetrareinkunn á prófblaði. Hin 50 % eru samsett úr eftirtöldum þáttum: Kaflapróf 6 x 4%..................................................24 % Æfingar ..................................................................6 % Heimavinna/Vinnubók .........................................10 % Vinnusemi í tímum................................................10 % Á prófadögum í maí verður prófað í námsefni vorannar. Niðurstöður virtast í Mentor og gilda 50% af vorvetrareinkunn sem er byggð upp á sama hátt og miðsvetrareinkunnin. Á prófablaði birtist voreinkunn/skólaeinkunn sem er meðaltal haustvetrareinkunnar og vorvetrareinkunnar.
Enska Markmið að nemendur: Geti skilið fyrirhafnarlítið þegar talað er um málefni sem hann þekkir og skilji meginefni og greini hver segir hvað þegar nokkrir tala saman. Geti skilið leiðbeiningar og nákvæm fyrirmæli, t.d. um ferðalög og skilji hlustunarefni sér til fróðleiks. Geti nýtt sér hlustunarefni til frekari vinnu svo sem í ritun eða endursögn. Þjálfist í að hlusta markvisst eftir ákveðnum orðaforða, smáatriðum eða aðalatriðum. Geti lesið og skilið megininntak úr völdu blaðaefni og átti sig á hvenær nauðsynlegt er að skilja lesefni til hlítar, s.s. leiðbeiningar, fyrirmæli o.s.frv. Geti leitað ákveðinna upplýsinga í texta auk þess að geta lesið úr súluritum, töflum og gröfum og nýtt sér við verkefnavinnu. Geti lesið bókmenntaefni við hæfi sér til ánægju og fræðsluefni eftir áhugasviðum. Þjálfist í að vinna með orðaforða í tengslum við texta bæði í ræðu og riti. Geti notað ensku til samskipta í skólastofunni á nokkuð lipran hátt og meðal annars tjáð skoðanir sínar og tilfinningar og brugðist við samsvarandi upplýsingum frá öðrum. Geti munnlega gert grein fyrir efni sem hann hefur lesið um, hlustað á eða horft á og geti flutt kynningu á undirbúnu efni. Geti skrifað samfellda texta á nokkuð réttu máli. Geti tjáð sig skriflega um efni sem hann hefur horft á, lesið um eða heyrt um á nokkuð lipru máli auk þess að tjá hugsanir sínar og skoðanir á persónulegum málefnum. Þjálfist í stafsetningu auk þess að beita málnotkunarreglum í ritun. Kunni nokkur skil á hvernig skrifað er í
5
6
Námsvísir 9. bekkur
mismunandi tilgangi svo sem formlegar fyrirspurnir og persónuleg bréf. Þjálfist í að vinna með orðaforða í ritunar-verkefnum og nýta sér orðabækur og önnur uppflettirit.
Kennslufyrirkomulag
Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni á mismunandi hraða við margvísleg verkefni og þannig leitast við að koma til móts við alla. Þess vegna eiga nemendur að skrifa sjálfir niður hjá sér hvað þeir ætla sér að vinna og einungis sett inn á Mentor fyrir skil á stærri verkefnum auk prófa. Ýmsar aðferðir verða notaðar við kennsluna, svo sem innlifunaraðferð, SDL, og leitaraðferð auk þulu og þjálfunaræfinga. Lögð verður áhersla á að nemendur vinni bæði í hópum og sjálfstætt, læri að afla sér upplýsinga af vefnum og úr ýmsum uppsláttarritum og geti tjáð niðurstöður sínar á ensku. Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni á mismunandi hraða við margvísleg verkefni og gera nemendur samkomulag við kennara og þannig leitast við að koma til móts við alla. Þess vegna eiga nemendur að skrifa sjálfir niður hjá sér hvað þeir ætla sér að vinna og einungis sett inn á Mentor fyrir skil á stærri verkefnum auk prófa. Allir nemendur eiga að vinna heimavinnu. Í Raz-Kids þarf að ljúka við (hlusta á, lesa og leysa verkefni) að minnsta kosti 3 sögur á viku og senda kennara einn upplestur á tveggja vikna fresti. Einnig þarf að vinna að minnsta kosti tvær blaðsíður í sínu námsefni fyrir hvern tíma sem er lágmark. Allir eru hvattir til að glósa vel og er slíkt að sjálfsögðu einnig talið með sem heimavinna.
Námsefni Námsefni verður mismunandi eftir bekkjum og fyrra námi. Spotlight 9 textabók og vinnubók og T´n´T lesskilningsbók. Stílabók sem nemendur gera sjálfir að mestu leyti auk ljósritaðra hefta og annars efnis frá kennara úr ýmsum áttum, s.s. myndbands-spólur, lestrarbækur, tónlist, stílar og málfræðiæfingar. Námsvefurinn Raz-Kids.com þar sem nemendur hafa aðgang að sögum til hlustunar, lesturs og upptöku á upplestri auk verkefna. Orðabækur, íslensk-enskar, ensk-íslenskar og ensk-enskar verða til reiðu fyrir nemendur og vonast er til að þeir hafi aðgang að orðabók heima.
Námsmat Prófseinkunn í janúar og maí skiptist í skriflegt próf 85% munnlegt próf (raz-kids) 15%. Vinnueinkunn byggist á kaflaprófum, munnlegum og skriflegum skilum á verkefnum, mati á vinnusemi nemenda, vinnubrögðum þ.á.m. á heimavinnu samanber eftirfarandi. kaflapróf 30%, vinnusemi tímum 10%, sjálfstæð verkefni (í samráði við kennara) 15% Raz-kids 15% þemavinna 30%
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
7
Skólaeinkunn samanstendur af janúarprófi 25%, vinnueinkunn haust 25%, vinnueinkunn vor 25% og vorprófs 25%.
Ábendingar Öll vinna til að ná settum markmiðum er mikils virði og ekki síst stuðningur að heiman. Það sem foreldrar geta gert til að stuðla að betri námsárangri barna sinna er að sýna því sem þau eru að gera áhuga og fylgjast vel með. Allt sem nemandi gerir til að auka orðaforða og skilning á enskri tungu er af hinu góða og kemur að notum í náminu. Á skólatorgi er síða sem tengist enskunámi. Þar má að auki finna ýmsar gagnlega tengla, slóðin er þessi: http://www.skolatorg.is/kerfi/engjaskoli/bekkir/default.asp?bk=41
Danska Hæfniviðmið Hlustun Nemandi getur: sýnt fram á að hann skilur allvel talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar framsetning er skýr og þekkir einfaldar aðferðir til að auka skilning sinn skilið í meginatriðum samtöl og viðtöl af ýmsum toga um efni tengt daglegu lífi og nýtt sér í ræðu og riti
fylgt þræði í aðgengilegu fjölmiðlaefni og efni dægurmenningar sem höfðar til hans og getur sagt frá og unnið úr því
hlustað eftir einstökum nákvæmum atriðum þegar þörf krefur, eins og t.d. tilkynningum og leiðbeiningum við kunnuglegar aðstæður og brugðist við með orðum eða athöfnum
Lesskilningur Nemandi getur: lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta af ýmsum gerðum um daglegt líf og áhugamál sem innihalda algengan orðaforða og beitt mismunandi lestraraðferð eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla og brugðist við og fjallað um efni þeirra
fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að nýta sér í verkefnavinnu
lesið sér til gagns og gamans auðlesnar bækur og tímarit ætluð ungu fólki og fjallað um efni þeirra
skilið leiðbeiningar og upplýsingar um það sem snertir daglegt líf, t.d. tómstundir og ferðalög
Samskipti Nemandi getur:
8
Námsvísir 9. bekkur
sýnt fram á að hann er nokkuð vel samræðuhæfur um efni sem hann þekkir vel, beitir máli, framburði, áherslum og ítónun af nokkru öryggi, skilur og notar algeng dagleg orðasambönd, viðeigandi kurteisivenjur og kann aðferðir til að gera sig skiljanlegan. tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf. bjargað sér við algengar aðstæður, t.d. í verslunum, veitingastöðum og á ferðalögum notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum undirbúið, tekið og veitt viðtal.
Frásögn Nemandi getur: tjáð sig um það sem viðkemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri á vel skiljanlegu máli hvað varðar málnotkun, framburð, áherslur og orðaval sagt frá reynslu, framtíðaráformum og eigin skoðunum á hnökralítinn hátt greint frá og lýst atburðum og athöfnum með stuðningi gátlista, tónlistar, mynda o.s.frv. flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra
Ritun Nemandi getur: skrifað stuttan samfelldan texta (100-200 orð) um efni sem hann þekkir, beitt meginreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt, sýnt fram á allgóð tök á almennum orðaforða, skapað samhengi í textanum og notað til þess algengustu tengiorð og greinarmerki skrifað texta af mismunandi gerðum, bæði formlega og óformlega með stuðningi, t.d. gátlista og fyrirmynda og hagað máli sínu í samræmi við inntak og viðtakanda sagt nokkuð lipurlega frá og brugðist við því sem hann hefur lesið, séð eða heyrt lýst atburðarás eða því sem hann hefur upplifað og notað orðaforða sem lýsir þróun, hraða, eftirvæntingu o.s.frv. samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín
Menningarlæsi Nemandi getur: sýnt fram á að hann þekkir til og skilur allvel ákveðin lykileinkenni í menningu viðkomandi mál- og menningarsvæðis sem snúa að daglegu lífi og aðstæðum íbúanna, einkum ungs fólks, getur sett sig í þeirra spor og auðsýnir umburðarlyndi gagnvart því sem er öðruvísi/frábrugðið sýnt fram á að hann þekkir til siða, hefða og viðhorfa viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu sýnt fram á að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
sýnt fram á að hann getur greint á milli algengustu afbrigða tungumálsins
Kennsluaðferðir Til þess að nemendur nái hæfnisviðmiðum verða þeir að þekkja þau og það verður að tryggja að starfshættir, viðfangsefni, skipulag og aðstæður laði fram sem bestan námsárangur. Leiðir til að ná settum markmiðum: Textar bókarinnar verða lesnir og verkefni sem tengjast þeim unnin. Leitast verður við að höfða til allra hæfnisviðmiðana. Ýmsar kennsluaðferðir verða notaðar og lögð áhersla á fjölbreytni t.d. leitaraðferð, spurnaraðferð,þulu og þjálfunaræfinga, utanbókarnám, skriflegar og munnlegar æfingar. Nemendur lesa texta og léttlestrarsögur og annað efni frá kennara. Áhersla verður lögð á að nemendur lesi texta með mismunandi lestraraðferðum. Nemendur svara spurningum í verkefnabók eða vinnubók skriflega en einnig vinna þeir önnur stutt ritunarverkefni. Nemendur vinna hlustunaræfingar sem fylgja með kennslubókinni og horfa á annað efni af mynddiskum frá kennara. Talæfingar eru einnig hluti af námsefninu og eru nemendur hvattir til þess að tala dönsku í tímum.
Heimavinna Nemendur fá 8 heimavinnuverkefni á önninni ásamt verkefnum úr Tænk. Námsefni Tænk lesbók, Tænk vinnubók B, Dejlige Danmark lesbók og vinnubók. Hlusturnarefni sem fylgja vinnubókunum, léttlestrarbækur, kvikmyndir, efni af netinu, fréttatengt efni og annað ítarefni frá kennara.
Námsmat Á haustönnin er gefin ein einkunn sem kallað er miðsvetraeinkunn. Hún samanstendur af vinnueinkunn haustönn og prófseinkunn janúar. Vinnueinkunn haustönn (virkni í tímum 20% + heimavinnuverkefni 20% + könnunarpróf 30% + hópverkefni 30%) = 100% Prófseinkunn janúar 100% Miðsvetrareinkunn: (vinnueinkunn haustönn: 50% + prófseinkunn janúar 50%) = 100% Á vorönn er gefin ein voreinkunn/skólaeinkunn. Hún samanstendur af vinnueinkunn haustönn, prófseinkunn janúar, vinnueinkunn vorönn og prófseinkunn maí/júní. Vinnueinkunn haust: (virkni í tímum 20% + heimavinnuverkefni 20% + könnunarpróf 30% + hópverkefni 30%) = 100% Prófseinkunn janúar 100% Vinnueinkunn vorönn (virkni í tímum 20% + heimavinnuverkefni 20% + könnunarpróf 30% + hópverkefni 30%) = 100% Prófseinkunn maí/júní 100%
9
10
Námsvísir 9. bekkur
Voreinkunn/skólaeinkunn: (vinnueinkunn haustönn 25% + prófseinkunn janúar 25% + vinnueinkunn vorönn 25% + prófseinkunn maí/júní 25%) = 100%
Samfélagsfræði Markmið: Að nemandi geti:
sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúru, trúar og lífsviðhorfa í tímans rás og í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf fjallað á upplýstan hátt um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins og breytilegrar menningar, trúar, lífsviðhorfa og stjórnarfars sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi rökrætt mikilvæg hugtök sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á tímabil, atburði, persónur, menningartengsl og þróunarferla á ýmsum tímum sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum séð hvernig sagan hefur mótast af umhverfisþáttum og samfélagsskipulagi, þjóðfélagshreyfingum og hugmyndastefnum, viljaverkum og tilviljunum gefið skýringar á og rökrætt gerð og þróun íslensks þjóðfélags í ljósi innlendra og alþjóðlegra áhrifaþátta greint afmarkaða efnisþætti stórrar eða smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar útskýrt með dæmum hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum gert sér grein fyrir hlutverki og margbreytileika fjölskyldna og gagnkvæmum áhrifum innan hennar á mismunandi tímum og menningarsvæðum sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum og tímum
Kennslufyrirkomulag: Kennslan verður í formi fyrirlestra og verkefnavinnu, bæði vinnubókavinnu og verkefni með framsögn. Einnig verður horft á alls kyns heimildarmyndir og fræðslumyndbönd.
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
Námsefni: Landafræði 2. hefti, kortabækur og ýmis verkefni. Styrjaldir og kreppa, Stríðsárin á Íslandi, ýmiskonar heimildarmyndir og efni af neti.
Námsmat: Prófseinkunn 50% Skriflegt próf Vetrareinkunn 50% 20% vinnubrögð 30 % vinnubók 20 % verkefnaskil 30 % kannanir
Lífsleikni Markmið Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll Nemandi styrkist í að vernda persónuleg og tilfinningaleg mörk sín gegn óæskilegu áreiti og misbeitingu læri að vega og meta hvort einhver samskipti og hegðun falli utan þess ramma sem lög og reglur setja öðlist færni í ópersónulegum samskiptum læri að íhuga á gagnrýninn hátt langanir sínar, væntingar og sérstöðu til að öðlast aukna sjálfsþekkingu verði meðvitaður um rétt sinn til að halda draumum sínum og skoðunum fyrir sjálfan sig og rækta lífsgildi á eigin forsendum skynji félagslegar aðstæður til að geta metið hvort og hvernig hann gerist þátttakandi í þeim, t.d. að standast þrýsting til að gera eitthvað gegn betri vitund Samfélag, umhverfi, náttúra og menning Nemandi þekki hættur samfara neyslu ávana- og fíkniefna viti hvaða valmöguleikar eru í boði í 10. bekk fái tækifæri til að kynnast þáttum í atvinnulífinu viti hverjir eru helstu áróðursmiðlar nútímans geti greint frá hlutverki löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds sé meðvitaður um gildi löggæslu til að halda uppi lögum og reglum þekki helstu stofnanir sem þjóna landsmönnum geti rætt um þætti sem kunna að stuðla að velferð þjóðarinnar geti metið hvaða skyldur og ábyrgð hann ber gagnvart samborgurum sínum geti gert kostnaðarreikning um fastar greiðslur heimila
11
12
Námsvísir 9. bekkur
Kennslufyrirkomulag Lífsleikni er kennd einu sinni í viku, eina stund í senn. Unnið verður í hópum, kennsla verður á töflu, einstaklingsvinna og umræður.
Námsefni Á leið þinni um lífið; Siðfræði fyrir ungt fólk, Valur; heimspekilegar smásögur, hugleiðingabók, greinar af neti, fræðslumyndir og fleira.
Námsmat Vinna í tímum gildir til einkunnar sem og verkefni og heimavinna. Vinna í tímum 50%, verkefni 40% heimavinna 10%
Náttúrufræði Náttúrufræði í 9. bekk samanstendur af efnafræði, erfða, þróunar og umhverfisfræði og stjörnufræði.
Efnafræði kennd á haustönn Nemandi á m.a. að geta lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum. geta unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess. geta skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd. geta beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur. geta notað frumeindakenninguna til að útskýra fyrirbæri, þar á meðal efnabreytingar og hamskipti. geta sagt frá lotukerfinu í ljósi eiginleika efna. skilja muninn á frumefni, efnasambandi og efnablöndu vita hvernig frumefni eru táknuð og hvað formúla efnis merkir vita úr hvaða öreindum frumeindin er gerð skilja hvernig frumeindir geta breyst í jónir átta sig á helstu sérkennum hreinna efna skilja að heildarmassi efna, sem taka þátt í efnabreytingu, helst óbreyttur skilja að frumeindir varðveitast þó að efni taki breytingum skilja hugtakið efnajafna skilja hvað stilling efnajafna felur í sér og geta stillt einfaldar efnajöfnur
Kennslufyrirkomulag Farið verður í efni bókarinnar og leitast við að tengja það daglegu lífi nemenda. Verklegar æfingar, skrifleg verkefni og sýnikennsla verður hluti af náminu. Útlistunarkennsla s.s. fyrirlestar, þulunám og þjálfunaræfingar s.s töflukennsla, yfirferð námsefnis, lesið, spurt og spjallað.
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
Leitaraðferðir s.s tilraunir, efnis og heimildakönnun, vettvangsathuganir. Upplýsingatækni s.s. vinna með gagnvirkt efni um ýmsa þætti efnafræðinnar.
Námsefni Efnisheimur e. Hafþór Guðjónsson
Námsmat Haustönn 50 % prófseinkunn (4 kaflapróf úr Efnisheimi og 1 lokapróf) 50 % vetrareinkunn (40% verklegar athuganir og virkni í þeim, skyndipróf, 10% almenn ástundun í tímum)
Stjörnufræði Markmið Nemandi á að: geta lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum. unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess. skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd. beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur. lesið og túlkað veðurspár fyrir almenning lýst völdum veðurfyrirbærum og orsökum þeirra kynnt dæmi um uppgötvanir í stjarnvísindum og hvaða áhrif þær hafa haft á líf manna geta útskýrt sól og tunglmyrkva gert grein fyrir ástæðum árstíða og dægraskipta lýst þróun og endalokum sólarinnar og stöðu hennar í vetrarbrautinni lýst upphafi og uppbyggingu alheimsins geta lýst sjónaukum sem stjörnufræðingar nota að lýsa alheiminum í heild og stærstu einingum hans, svo sem vetrabrautum geta lýst einkennum sólstjarna, þróun þeirra og flokkun geta lýst einkennum jarðarinnar og tunglsins
Kennslufyrirkomulag Útlistunarkennsla s.s. fyrirlestar, þulunám og þjálfunaræfingar s.s töflukennsla, yfirferð námsefnis, lesið, spurt og spjallað, vinnubókarkennsla. Leitaraðferðir s.s tilraunir, efnis og heimildakönnun, vettvangsathuganir. Upplýsingatækni s.s. vinna með gagnvirkt efni um ýmsa þætti stjörnufræðinnar.
Námsefni Sól, tungl og stjörnur eftir Dean Hurd o.fl. Stjörnufræðivefurinn
13
14
Námsvísir 9. bekkur
Námsmat Haustönn 50 % prófseinkunn (2 próf úr Sól, tungl og stjörnur) 50 % vetrareinkunn (30 % verkefni um sólkerfið, 10% almenn ástundun í tímum)
Erfða, þróunar og umhverfisfræði Markmið Nemandi á að geta lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum. geta unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess. geta skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd. geta beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur. geta skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif á hvert annað geta rökrætt einstakar aðgerðir sem skref í sjálfbærri þróun samfélagins. geta lýst hringrás efna og orku í náttúrunni og útskýrt ljóstillífun og bruna. geta rökrætt einstakar aðgerðir sem skref í sjálfbærri þróun samfélagsins. geta útskýrt að lífverur eru ýmist ein eða fjölfrumungar og að erfðir ráðist af genum sem eru í frumum. geta lýst með dæmum sérstöðu íslenskra lífvera og aðlögun þeirra að umhverfinu. geta borið saman neikvæð og jákvæð áhrif tæknibreytinga á samfélag og umhverfi okkar. geta útskýrt að lífverur eru ýmist ein eða fjölfrumungar og að erfðir ráðast af genum sem eru í frumum. geta sagt frá hugmyndum um uppruna og þróun lífs á jörðu geti unnið með hugtökin litningar, gen og DNA geti útskýrt hverning eiginleikar erfast á milli kynslóða
Kennslufyrirkomulag Útlistunarkennsla s.s. fyrirlestar, þulunám og þjálfunaræfingar s.s töflukennsla, yfirferð námsefnis, lesið, spurt og spjallað, vinnubókarkennsla. Verklegar æfingar, skrifleg verkefni og sýnikennsla verður hluti af náminu. Leitaraðferðir s.s tilraunir, efnis og heimildakönnun, vettvangsathuganir. Upplýsingatækni s.s. vinna með gagnvirkt efni um ýmsa þætti efnafræðinnar. Nemendur skrifa heimildaritgerð
Námsmat Vorönn 50 % prófseinkunn (2 próf úr Maður og náttúra (1-3. kafli og 4. – 5. kafli)) 50 % vetrareinkunn (40 % verkefnabók og verkleg vinna, 10% almenn ástundun í tímum)
Námsvísir 9. bekkur 2012-2013
Voreinkunn/skólaeinkunn Haust vetrareinkunn 25% Miðsvetrarprófseinkunn 25% Vor vetrareinkunn 25% Vorpróf 25%
Skólaíþróttir Markmið: Að nemendur í 9. bekk hafi: viðhaldið skyn- og hreyfifærni með tilliti til breyttrar líkamsbyggingar fengið fjölbreytta reynslu af íþróttum og heilsurækt utan- og innanhúss fengið alhliða þrekþjálfun þar sem unnið hefur verið með eigin líkamsþunga og létt áhöld fengið innsýn í tengsl markvissrar þjálfunar og árangurs í íþróttum og heilsurækt fengið tækifæri til að taka þátt í samstarfi á sviði íþrótta og hreyfingar, s.s. gönguferðum og ýmsum þrautum fræðst um reglur helstu íþróttagreina
Kennslufyrirkomulag: Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja grófog fínhreyfingar. Innlögn kennara, sýnikennsla, uppgötvun nemenda og frjáls leikur.
Námsefni / viðfangsefni: Nauðsynlegt er á þessum aldri að huga að sérstöðu kynjanna, áhugasviði þeirra og hæfileikum. Þó svo að leikræn nálgun undirstöðuatriða ýmissa íþrótta, styrkjandi og mótandi æfingar ásamt leiknum sé rauður þráður í kennslunni skal huga vel að verkefnum sem efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Einnig skal á markvissan hátt efla þekkingu nemenda á íþróttum og heilsurækt samhliða verklegri útfærslu.
Námsmat: Símat (60%); tekið er tillit til virkni nemenda í tímum, getu þeirra, hegðunar og framfara. Kannanir/próf(40%) sem tekin eru til þess að meta stöðu nemenda. Einkunn er vinnueinkunn sem gefin er í heilum og hálfum tölustöfum.
Skólasund Markmið að nemendur í 9. bekk hafi: öðlist þekkingu og reynslu til að nýta sér sundiðkun til líkams- og heilsuræktar þekki möguleika sundiðkunar sem almennrar frístundaiðju þekki og tileinki sér öryggis- og skipulagsreglur sundstaða
15
16
Námsvísir 9. bekkur
Þjálfa nemendur í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga.
Kennslufyrirkomulag Bæta tækni í sundaðferðum og auka sundþol.
Námsefni / viðfangsefni: Bringu-, bak-, skrið-, skólabak- og flugsund. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.
Námsmat: 9. sundstig
500 m þolsund. 75 m þrísund (bak/bringa/skrið) 8 m kafsund. Sund í fötum: Stunga af bakka, 50 m fatasund þar af 8-10 m. kafsund. Troða marvaða og afklæðast á sundi. Synt til baka sömu vegalengd. Tímataka: 100 m bringusund 50 m skriðsund 25 m baksund Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Vetrareinkunn og prófseinkunn í lok vetrar og sundstigi Lokið / Ólokið. Nemandi fær afhent sundskírteini í lok vetrar.