Viðbrögð Háaleitisskóla við áföllum - byggja á trausti og samvinnu Í Reykjavík eiga allir skólar að hafa skilgreint áfallaráð og viðbragsáætlun sem starfað er eftir. Áfallaráð kemur árlega saman og fer yfir áætlunina en einnig ef upp koma stóráföll í hópi nemenda, aðstandenda þeirra eða starfsmanna. Í áfallaráði sitja; skólastjórnendur, skólaritari, námsog starfsráðgjafi, fulltrúi kennara, sálfræðingur og skólahjúkrunarfræðingur. Í viðbragðsáætlun Háaleitisskóla er fyrst og fremst horft til nemenda skólans og aðstandenda þeirra en jafnframt er komið inn á viðbrögð við áföllum í lífi starfsmanna eða ef starfsmaður fellur frá. Allt sem viðkemur aðkomu skólans þarf að byggja á trausti og trúnaði á milli skóla og heimilis. Áætlunin er að stórum hluta samvinnuverkefni og ekkert er sagt eða gert án samþykkis nemenda, foreldra, starfsmanna eða annarra sem hlut eiga að máli. Ýmsar aðstæður í lífi barna og unglinga getur kallað fram áfallatengd viðbrögð. Sem dæmi má nefna; aðskilnað frá foreldrum, langvarandi veikindi barnsins, foreldris, nákomins ættingja eða vinar, dauðsfall nákomins, skilnaður foreldra, verulegar breytingar á daglegum aðstæðum o.fl. Þegar börn og unglingar ganga í genum sorgarferli verður að hafa hugfast að engir tveir einstaklingar bregðast eins við. Sorgarferlið tekur mislangan tíma og jafnvel heilan vetur. Söknuður og tilfinningarót getur síðan auðveldlega skotið upp kollinum árum saman t.d. við ákveðin tímamót. Þeir sem vinna með börnum og unglingum verða að þekkja algeng sorgarviðbrögð en þau geta verið; depurð, kvíði, reiði eða hegðun sem kallar á athygli – jafnvel afturhvarf til fyrra þroskastigs. Einnig eru náms- og samskiptaerfiðleikar vel þekktir og ýmis líkamleg einkenni geta gert vart við sig s.s. magaverkur og höfuðverkur. Starfsfólk skólans verður að vera tilbúnir til að hlusta, vera til staðar, veita barninu öryggi og hlýju, leyfa því að gráta og sýna tilfinningar. Allir þeir sem ganga í gegnum sorgarferli verða að finna að þeir eigi athvarf hjá einhverjum sem þeir treysta. Áætlunin er hluti af skólanámsskrá Háaleitisskóla. Kafli 1 – Nemendur 1.1 Viðbrögð við slysum á nemanda. Skólastjórnandi greinir starfsfólki og nemendum frá því ef einhver úr hópi nemenda hefur lent í alvarlegu slysi og þarf að vera langdvölum burtu úr skólastarfi af þeim sökum. Slasist nemandi í skólanum á skólatíma á skólastjóri að hafa strax samband við aðstandendur. Verði alvarlegt slys á nemanda á skólatíma eða á leið í skóla sé þess gætt að halda viðkomandi bekk eða nemendahóp inni eða út af fyrir sig allan skóladaginn. Jafnfram skal hafa samband við foreldra þeirra nemenda svo að þeir verði sóttir í skólann. Skólastjórnendur gæta þess að enginn fari heim úr skóla með rangar eða misvísandi upplýsingar um neinn þátt málsins. Í því sambandi er mikilvægt að senda bréf með helstu upplýsingum heim með nemendum eða senda tölvupóst. Sýni fjölmiðlar áhuga, er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi allar upplýsingar. Næstu daga skal þess gætt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála, umsjónarkennari og skólastjórnendur eru lykilaðilar í upplýsingamiðlun.
Það þarf að fylgst með því hvort einhverjir nemendur eða starfsmenn þurfa sérstaka aðhlynningu. 1.2 Viðbrögð við erfiðum eða langvinnum sjúkdómi nemanda. Við hvetjum foreldra / fjölskyldu til að láta skólann vita sem fyrst. Viðbrögðin byggja fyrst og fremst á samvinnu við foreldra. Það er í þeirra höndum að ákveða hve miklar upplýsingar eru gefnar um eðli sjúkdómsins til starfsfólks,nemenda og fjölskyldna. Starfsfólki og nemendum er greint frá því ef einhver úr hópi nemenda þarf að vera langdvölum burtu frá skólastarfi vegna alvarlegra veikinda. Umsjónarkennari eða skólastjórnandi bera ábyrgð á að koma upplýsingum til skila til kennarar, stuðningsfulltrúa og skólaliða. Nýta starfsmannafundi, teymisfundi eða tölvupóst. Sérstök aðkoma skólans þegar um langveika nemendur er að ræða. Sérstakur tengiliður skólans við heimilið hefur gott samband við fjölskylduna – jafnvel daglega. Tengiliður þarf að koma öllum nauðsynlegum upplýsingum á framfæri. Deildarstjóri námsvers hefur, í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra, milligöngu um að aðlaga stundaskrá nemandans að hans þörfum s.s. létta álagi af nemandanum og minka kröfur um mætingar og heimanám. Ef nemandi sækir skóla getur hann hvenær sem er komið til náms- og starfsráðgjafa til að tala eða hvíla sig. Ef nemandi er heima eða á sjúkrahúsi er hægt að fylgjast með framvindu heimanáms á Mentor. Heimakennsla stendur til boða – sérstök áætlun og skipulag í höndum skólastjórnenda. o Skipuleggja heimsóknir bekkjarfélaga. Halda samráðsfundir með foreldrum, sérfræðingum, umsjónarkennara o.fl. innan skólans. 1.3 Viðbrögð við andláti nemanda. Skólastjórnandi fær andlátið staðfest og réttar upplýsingar um aðdraganda.
Tryggja skal að nánir aðstandendur hafi fengið fréttina áður en öðrum er tilkynnt andlátið.
Áframhaldandi aðgerðir með vilja og vitund foreldra – forráðamanna.
Kalla saman áfallaráð
Starfsmönnum tilkynnt um andlát í næstu frímínútum og með tölvupósti.
Skólastjórnandi tilkynnir andlátið strax í næsta tíma í viðkomandi bekk – árgangi.
Umsjónarkennarar tilkynna andlát í öðrum bekkjum skólans.
Bréfi / tölvupóstur frá skólastjóra sent heim til samnemenda / árgangs eða til allra nemenda skólans.
Flaggað í hálfa stöng en reynt að halda uppi eðlilegu skólastarfi. Gefa jafnframt nemendum tækifæri á að tala saman og tjá sig. Nemendur verða að finna að það er
alltaf einhver til staðar sem vill hlusta – og veita ráð ef eftir þeim er leitað. Náms- og starfsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi þjónustumiðstöðvar á staðnum.
Senda strax samúðarkveðjur til fjölskyldu – umsjónarkennari metur hvort hann fari heim til nemandans.
Nemendur færi aðstandendum blóm eða kort sem þeir hafa útbúið en aðkoma nemenda ræðst f alfarið af aldri þeirra. Foreldrar nemenda geta komið að þessari vinnu í samvinnu við umsjónarkennara. Í kjölfar tilkynningar er kveikt á kerti. Framkvæmd þarf hverju sinni taki mið af aðstæðum s.s. tildrögum andláts, aldri nemenda o.s.frv. Allir starfsmenn skólans verða að fylgjast vel með líðan nemenda og starfsmanna – hafa í huga hvort veita þurfi frekari aðhlynningu eða áfallahjálp. 1.4 Viðbrögð við andláti í skólanum. Eigi andlát sér stað í skólanum á skólatíma, þarf að kalla strax til lögreglu og prest sem sjá um að aðstandendur fái réttar fréttir um málið áður en fjölmiðlar fjalla um það. Sýni fjölmiðlar áhuga, er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi allar upplýsingar. Að öðru leyti skal fylgt leiðbeiningum viðbragðsáætlunar eftir því sem við á. Sérstök aðkoma skólans við útför nemanda. Skólastjórnendur eða umsjónarkennari skrifi minningargrein frá skólanum og mæti í jarðarförina sem fulltrúar skólans. Einnig er eðlilegt að nemendur færi aðstandendum blóm. Sjálfsagt vilja nemendur fylgja bekkjarfélaga til grafar. Í slíkum tilvikum er hægt að kalla til prest til þess að fræða bekkinn um útförina og búa nemendur undir stundina. Aðkoma nemenda er skipulögð í nánu samstarfi við foreldra þeirra og ræðst af aldri nemenda. Kafli 2 – Foreldrar og fjölskylda nemenda 2.1 Aðkoma skólans vegna langvarandi veikindi foreldra eða systkina : Foreldrar eða nákominn ættingi er hvattur til að hafa samband við skólann og tilkynna um veikindi. Í framhaldinu er æskilegt að afa reglulegt samband við skólastjórnendur, umsjónarkennara eða náms- og starfsráðgjafa. Allir þeir sem vinna með nemandann eru upplýstir um veikindin. Samnemendum er tilkynnt um veikindin ef fjölskyldan óskar þess. Nemendur verða að hafa góðan aðgang að umsjónarkennara, náms- og starfsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðingi til að tala um veikindin og breytingar á t.d. heimilislífi. Starfsmenn skólans verða að fylgjast vel með líðan nemandans og tilkynna umsjónarkennara eða skólastjórnendum ef þeir upplifa breytingu á líðan, skapi, námsárangri, einbeitingu, vinhóp Námsráðgjafi fylgist mjög vel með t.d. breyttri hegðun, skapi, námsárangri, einbeitingu, vinahóp og lífsstíl.
2.2 Viðbrögð við andláti aðstandenda nemenda. Starfsmönnum greint frá andláti og aðdragandi sannreyndur. Viðkomandi bekkjardeild / árgang tilkynnt það sérstaklega að nemanda fjarstöddum. Nemandanum skal tryggð aðstoð fagaðila innan skólans eftir því sem þörf krefur Umsjónarkennari metur það hvort hann fer heim til nemandans. Nemendur útbúa samúðarkort sem þeir afhenda nemanda Umsjónarkennari fer í útför – aðkoma nemenda mismunandi eftir aldri og tengslum. Samráð við viðkomandi fjölskyldu hvað varðar frekari viðbrögð og aðkomu skólans. Áframhaldandi aðkoma skólans ef nemandi hefur misst náinn ættingja. Fjölskylda nemandans þarf að vera í góðu sambandi við skólastjórnendur, umsjónarkennara eða náms- og starfsráðgjafa. Nemandi geti leitað til náms- og starfsráðgjafa og rætt um t.d. sorgina og dauðann. Náms- og starfsráðgjafi hefur milligöngu um aðkomu þjónustumiðstöðvar / sálfræðings og vísar á lesefni eða stuðningsfélög syrgjenda. Allt starfsfólk skólans þarf að fylgjast mjög vel með t.d. breyttri hegðun, skapbreytingum, námsárangri, einbeitingu, vinahóp og lífsstíl. Einnig vera meðvitað um breytileg birtingarform sorgar eftir aldri og einstaklingum. Kafli 3 – Starfsmenn skólans 3.1 Viðbrögð við slysi, veikindum eða andláti starfsmanns. Skólastjórnendur tilkynna samstarfsfólki, nemendum og foreldrum ef starfsmaður hefur orðið fyrir alvarlegu slysi eða vegna alvarlegra veikinda og verði af þeim völdum langdvöldum burtu úr skólanum. Skólastjórnendur fá andlátið staðfest og réttar upplýsingar um aðdraganda þess. Áfallaráð kallað saman. Gæta þarf þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám og störf innan skólans hafi fengið fréttina áður en öðrum er tilkynnt andlátið. Starfmönnum skólans tilkynnt um andlátið í næstu frímínútum og réttar upplýsingar gefnar um tildrög. Umsjónarkennarar flytja nemendum sínum fregnina í næsta tíma og dreifi til þeirra bréfi skólastjórnenda til forráðamanna eða tölvupóstur sendur til allra nemenda skólans. Sé starfsmaðurinn sérstaklega tengdur einhverjum hópi nemenda, t.d. ef um umsjónarkennara er að ræða, þurfa skólastjónendur og meðlimir áfallaráðs að annast tilkynninguna og vera reiðubúnir að mæta viðbrögðum bekkjarins. Flaggað skal í hálfa stöng en reynt að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og unnt er. Skólastjórnendur sendi strax samúðarkveðju til fjölskyldu hins látna. Næstu daga skal fylgst með því hvort einhverjir nemendur eða starfsmenn þurfa sérstaka aðhlynningu.
3.2 Viðbrögð í tengslum við útför starfsmanns. Skólastjórnendur skrifi minningargrein frá skólanum og mæti í jarðarförina sem fulltrúar skólans. Nemendur fái aðstoð við að skrifa minningargrein sé um umsjónarkennara að ræða. Einnig er eðlilegt að þeir færi aðstandendum blóm. Eðlilegt hlýtur að teljast að nemendur og aðstandendur þeirra vilji fylgja umsjónarkennara til grafar. Í slíkum tilvikum er hægt að kalla til prest til þess að fræða bekkinn um útförina og búa nemendur undir stundina. 3.3 Viðbrögð við áfalli sem starfsmaður verður fyrir í starfi. Kalla saman skólaráð og/eða áfallaráð. Fá sálfræðing frá þjónustumiðstöð, prest eða annan utanaðkomandi aðila t.d. frá Menntaráði til að ræða við þá sem verða fyrir áfalli – veita áfallahjálp, ekki bjóða upp á hana. Boða til fundar eins fljótt og hægt er og setja sem flesta starfsmenn inn í stöðu mála m.a. til að fá svigrúm til að vinna í málum. Ef við á - Biðja foreldra nemanda/nemenda um að hafa börn sín heima í ákveðinn tíma til að skapa svigrúm til að vinna í málum – ath. ekki það sama og að vísa nemanda úr skóla. Láta upplýsingar um stöðu mála berast fljótt til starfsfólks, nýta til þess stuttir fundi eða senda tölvupóst. 3.4 Viðbrögð við andláti í skólanum – nemendur eða starfsfólk. Eigi andlát sér stað í skólanum á skólatíma, þarf að kalla til lögreglu og prest sem sjá um að aðstandendur fái réttar fréttir um málið áður en fjölmiðlar fjalla um það. Sýni fjölmiðlar áhuga, er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi allar upplýsingar. Að öðru leyti skal fylgt leiðbeiningum viðbragðsáætlunar eftir því sem við á. Kafli 4 – Lokaorð 4.1 Starfsfólk Háaleitisskóla stendur vörð um nemendur og samstarfsfólk. Kennarar, einkum umsjónarkennari, búi sig undir að nemendur vilji ræða um ýmis áföll, sorgina og dauðann – mismunandi eftir aldri nemenda. Kennarar, einkum umsjónarkennarar, þurfa að búa sig undir að vinna verkefni um dauðann eða leyfa nemendum að fá útrás fyrir sorgina með öðrum hætti. Í þeirri vinnu er áfallaráð bakhjarl og kemur inn í bekkinn eftir þörfum. Nemendur verða að vita að þeir geta leitað til t.d. námsráðgjafa, sálfræðings og kennara. Reyna þarf að halda uppi eðlilegu skólastarfi og samskiptum. Mikilvægast er að starfsmenn skólans séu eðlilegir og hlýlegir en varist alla tilgerð. Tillitssemi og virðing felst m.a. í því að staldra ekki of lengi við áfallið og sorgina heldur halda áfram lífsgöngunni. Allir í skólanum verða að fylgjast vel með – hlusta og horfa.
4.2 Heimildir sem gott er að lesa - fróðleikur og leiðbeiningar: Ný Dögun www.sorg.is Rädda Barnen www.rb.se Hanna Skúladóttir: Sorg barna http://www.skemman.is/handle/1946/1854 Börn / Unglingar: http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=77&pid=18. Börn og sorg – Ekki tjaldar sorgin til einnar næstur”: http://sigurros.betra.is/kenno/glosur/4m-born/born_sorg.doc.