Áfangalýsing valgreina Seljaskóla í 9. og 10. bekk skólaárið 2012-2013
Efnisyfirlit
Blak ............................................................................................................................................................. 3 Bókfærsla ......................................................................................................................................................... 3
Bókmenntir ............................................................................................................................................... 4 Danska talmál ................................................................................................................................................... 5 Enska 103 .......................................................................................................................................................... 6 Enska orð af orði ............................................................................................................................................. 7 Fornám ökunáms .............................................................................................................................................. 7 Förðun ................................................................................................................................................................ 8 Heimilisfræði ................................................................................................................................................... 9 Hönnun og hugmyndavinna .......................................................................................................................... 10 Hönnun og smíði ..............................................................................................................................................11 Íþróttafræði .................................................................................................................................................. 12 Knattspyrna .................................................................................................................................................... 13 Leiklist og tónlist. ......................................................................................................................................... 14 Myndmennt ..................................................................................................................................................... 14 Náms- og starfsfræðsla ............................................................................................................................. 15 Skólavinir......................................................................................................................................................... 16 Textíll ............................................................................................................................................................... 17 Tæknimennt og tölvur ................................................................................................................................. 17 Þrívíð hönnun .................................................................................................................................................. 18
2
Blak Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Kennari: Leifur Harðarson
Áfangalýsing Námið er að mestu leyti verklegt en með stuttum hagnýtum og/eða fræðilegum innlögnum. Lögð verður áhersla á tækniatriði og leikskilning. Mögulega verður farið á blakleik í 1.deild og hann leikgreindur.
Markmið -
Að nemendur Að nemendur Að nemendur Að nemendur
bæti fíntækni í blaki auki leikskilning sinn í blaki geti spilað gott blak læri leikreglur í blaki
Námsmat Um símat verður að ræða. Frammistaða í tímum, áhugi, virkni og hegðun.
∞ Bókfærsla Kennslustundir á viku: 2 Tvær annir Kennari: Rúna Berg Petersen
Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um grundvallaratriði bókhalds og nemendum kennt að færa einfaldar dagbókarfærslur. Rifjaðir verða upp vaxtareikningar. Leitast verður við að rauntengja námsefnið og skoðaðar verða t.d. skattaskýrslur, debet-og kreditkort, reikningsyfirlit, heimilisbókhald og annað úr daglegu lífi tengt bókhaldi. Undir lok áfangans, þegar nemendur hafa náð tökum á grundvallaratriðunum, verður tölvubókhald skoðað. Þetta er ekki framhaldsskólaáfangi en góður undirbúningur fyrir bókfærslunám á framhaldsskólastigi (t.d. á viðskiptabrautum eða í Verzlunarskóla Íslands). Mikilvægt era ð nemandi sem sækir þennan áfanga standi ekki höllum fæti í stærðfræði.
3
Markmið
að kynnast grundvallarhugtökum tvíhliða bókahalds að geta fært einfaldar dagbókarfærslur að skoða margvíslegar hliðar bókhalds að fá innsýn í færslu tölvubókhalds
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Aðalnámsefnið er: Kennslubók í bókhaldi fyrir grunnskóla eftir Sigurjón Gunnarsson. Aðallega verða dagbókarverkefni unnin í dagbók eða á blöðum og ýmis reiknings tengd verkefni. Lögð verður mikil áhersla á vönduð vinnubrögð, nákvæmni og frágang. Mest er um að ræða einstaklingsvinnu undir leiðsögn kennara en einnig umræður og stutta fyrirlestra.
Námsmat Heimavinna verður metin (vönduð vinnubrögð, nákvæmni og frágangur). Skriflegar kannanir verða með jöfnu millibili allan áfangann. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Bókmenntir Kennslustundir á viku Ein eða tvær annir Kennari: Jóhanna Gestsdóttir
Áfangalýsing Áfanginn er fyrir þá sem hafa áhuga á bókmenntum og kvikmyndum sem hafa verið gerðar eftir skáldsögum. Áfanginn er ekki eingöngu fyrir lestrarhesta heldur einnig þá sem hafa áhuga á bókmenntum og því hvernig bækur/sögur hafa orðið kveikjan að stórkostlegum meistaraverkum kvikmyndanna. Áfanginn er nk. leshringur þar sem nemendur og kennarar skiptast á skoðunum um bókmenntaverk/kvikmyndaverk, tilurð þeirra, boðskap, skemmtanagildi o.s.frv.
Markmið að opna augu unglinga fyrir heimi skáldsögunnar að stuðla að tjáskiptum um skoðanir og tilfinningar að þjálfa nemendur í að setja sig í spor annarra og virða skoðanir þeirra, tilfinningar og hugmyndir að virkja nemendur í tjáskiptum og skoðanamyndun 4
Leiðir Lesnar verða bækur sem kennari leggur fyrir ( 1 – 2 á önn) og bækur sem nemendahópurinn, ásamt kennara, kemur sér saman um. Í kennslustundum verður skipst á skoðunum um þá bók sem hópurinn fæst við hverju sinni og hugmyndir um nálgun höfundar ræddar. Hafi kvikmynd verið gerð eftir bókinni kemur hópurinn sér saman um hvort hún skuli skoðuð til samanburðar.
Námsmat Námsmat byggir á virkni og þátttöku í þeim verkefnum sem tekin eru fyrir. Matið er hvorttveggja í senn kennaramat og sjálfsmat. Ekki er gefin einkunn heldur er áfanganum annað hvort lokið eða ólokið.
∞ Danska talmál Kennslustundir á viku: 1 Eina eða tvær annir Kennari: Rúna Berg Petersen
Áfangalýsing Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í talaðri dönsku þannig að þeir geti hlustað á texta á dönsku og tjáð sig um þá. Geti bjargað sér erlendis við raunverulegar aðstæður eins og t.d. að spyrja til vegar, versla og koma sér á milli áfangastaða. Einnig verða nemendur þjálfaðir þannig að þeir geti tekið þátt í almennum umræðum um ýmis málefni.
Markmið
að þjálfa og auka öryggi í dönsku talmáli að auka sjálfstraust í samskiptum á dönsku að bæta framburð að auka virkan orðaforða á dönsku
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Unnið verður með texta og verkefni lögð fyrir til undirbúnings heimafyrir. Námsefni verður sniðið að þörfum hvers og eins. Nemendur vinna í umræðuhópum eða tveir og tveir saman og einnig verða þeir látnir tjá sig einstaklingslega um ákveðin mál.
5
Námsmat Mat á frammistöðu í tímum sem byggir á virkni í tímum og undirbúningsvinnu heima. Munnleg próf tekin tvisvar í áfanganum þar sem árangur nemandans er metinn út frá framburði, orðaforða og framsetningu. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Enska 103 Kennslustundir á viku: 2 Tvær annir Skilyrði: Lágmarkseinkunn 8 úr 9.bekk Kennari: Gauti Ástþórsson
Áfangalýsing Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði enskrar málfræði æfð. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Lögð er áhersla á rauntexta í áfanganum í kennslubók, auk þess sem nemendur fá mikla þjálfun í lestri skáldverka. Nemendur þurfa að vinna jafnt og þétt til þess að komast yfir efni áfangans og þurfa því að skipuleggja nám sitt vel.
Markmið
Að nemendur: geti skrifað einfaldan texta nái talsverðri færni í málfræðiatriðum geti lesið flesta aðgengilega texta sér til gagns geti tjáð sig munnlega um lesefni
Námsmat Kjörbók 10% Smásögur 10% Málfræðipróf 10% Lokapróf 70 %
∞ 6
Enska orð af orði Kennslustundir á viku: 1 Eina eða tvær annir Kennari:
Áfangalýsing: Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í ensku þannig að þeir geti hlustað á texta á ensku, ákveðin orð tekin fyrir í framburði og skilningi og geti aukið færni sína í stafsetningu ákveðinna orða. Einnig verða þeir þjálfaðir þannig að þeir geti tjáð sig um einfalda hlut á ensku.
Markmið:
Að þjálfa og auka orðaforða í ensku Að auka sjálfstraust í samskiptum á ensku Að bæta framburð
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum. Unnið verður með texta af ýmsu tagi eins og sögur, fréttir og málefni líðandi stundar. Námsefni verður sniðið að þörfum hvers og eins. Nemendur vinna gagnvirkar æfingar, fara í orðaleiki tveir og tveir eða vinna saman í stærri hópum.
Námsmat: Mat á frammistöðu í tímum sem byggir á virkni í tímum.
∞ Fornám ökunáms Kennslustundir á viku: 1 Tvær annir Kennari: Ólafur B. Lárusson
Áfangalýsing Nemendur fræðast um þætti sem tengjast ökunámi og akstri að því loknu. Þeir kynnast viðhorfum sem tengjast umferð og umferðarmenningu. Reynt verður að fara í vettvangsferðir og aðfengnir fyrirlesarar koma hugsanlega í skólann með fræðslu.
Markmið að nemendur kynnist búnaði ökutækis að nemendur kynnist og læri að þekkja umferðarmerkingar 7
að nemendur kynnist orsökum umferðarslysa og áhættuþáttum í umferð að nemendur fá heilstæða mynd af ökunámi
Verkefnalýsing Ýmis verkefni eru unnin sem tengjast námsmarkmiðum. Vinnan er einstaklings – og hópvinna. Notast er við mynd- og fræðsluefni af Netinu, myndböndum og –diskum o.fl.
Námsmat Símat þar sem verkefni nemenda og virkni í tímum eru metin. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Förðun Kennslustundir á viku: 2 Ein önn Kennari: Aðalheiður Kristjánsdóttir
Áfangalýsing Að hugsa vel um húðina skiptir miklu máli. Grunnurinn að fallegu útliti er lagður með góðri umhirðu húðar. Farið verður vel í þá þætti sem skipta máli við umhirðu húðarinnar og almenna undirstöðu förðunar. Einnig verða nemendur fræddir um ýmis skemmtileg ráð varðandi snyrtingu og förðun.
Markmið
að nemendur að nemendur að nemendur að nemendur að nemendur að nemendur að nemendur
læri um heilbrigt útlit læri að móta augabrúnir. kynnist og læri mismunandi förðun leggi áherslu á vandvirkni í förðun læri að nota eigin förðunarvörur geti nýtt sér förðun við ýmis tækifæri eins og árshátíð og fl. hafi gaman af
Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti a) b) c) d) e) f) g)
Heilbrigð húð, fallegt útlit. Mótun augabrúna og litun. Litablöndun. Náttúruleg förðun. Dagförðun. Skyggingar. Kvöldförðun. 8
h) Ljósmynda- og tískuförðun. i) Ýmis „fake.“ j) Stefnur og straumar. Í byrjun námskeiðsins verður sýnikennsla þar sem farið er yfir helstu þætti námskeiðsins. Eftir það verður stór hluti námskeiðsins verklegur þar sem nemendur fá að prófa sig áfram. Námskeiðið byggist á mikilli samvinnu þar sem nemendur nota hver annan sem módel til að æfa sig á.
Námsgögn Vinnubók til að punkta hjá sér hugmyndir, teikna í og safna gögnum. Förðunarvörur sem nemandi á og sem skólinn leggur til. Tölvur, bækur og blöð.
Námsmat Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er hve vel nemandi vinnur og sýnir frumkvæði. Á miðri önn er skriflegt verkefni lagt fyrir og einkunn gefin fyrir á kvarðanum 1-10 Í þessu verkefni er æskilegt að nemendur notist við vinnubók sem þeir vinna á önninni. Í lok námskeiðsins verður verklegt próf og verk nemendanna verða metin út frá því hvort þeir hafi tileinkað sér efni námskeiðsins og þau vinnubrögð sem áhersla hefur verið lögð á. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Heimilisfræði Kennslustundir á viku: 2 Ein önn Kennari: Ásrún Ólafsdóttir
Áfangalýsing Áfangi er ætlaður þeim nemendum sem hafa áhuga og vilja til að auka við færni í matreiðslu og bakstri. Í áfanganum verður lögð áhersla á matreiðsluhefðir mismunandi landa og heimshluta. Einnig verður lögð áhersla á mikilvægi heilbrigðis, réttrar næringar og hreinlætis.
Markmið að nemendur nái að tileinka sér réttar vinnuaðferðir að nemendur læri að vinna sjálfstætt eftir uppskrift 9
að nemendur læri að tileinka sér matarmenningu annarra landa að nemendur læri að þroska bragðskyn og leggja áherslu á útlit matar að nemendur læri um gildi hreinlætis
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Verkefni: Bakstur og matreiðsla frá mismunandi löndum. Hvernig er áfanginn unninn: Sýnikennsla, innlögn verkþátta. Kennsluaðferðir: Einstaklingsvinna, hópvinna og vettvangsferðir ef tækifæri gefast. Námsgögn: Gögn gefin út af Námsgagnastofnun auk annarra verkefna af Netinu eða annarsstaðar frá.
Námsmat Símat í lok hvers tíma, þar sem áhugi, vinnusemi og snyrtimennska eru lögð til grundvallar. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Hönnun og hugmyndavinna Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Kennari: Þórir Brjánn Ingvarsson
Áfangalýsing Þessi áfangi er ætlaður þeim nemendum sem hafa áhuga á að læra um hönnun og hvernig þróa á hugmyndir. Áhersla verður lögð á skissu- og hugmyndavinnu og fá nemendur innsýn inn í heim hönnuðarins og hvernig hann starfar. Þetta er mjög góður undirbúningur fyrir þá nemendur sem hyggja á frekara nám á hönnunar eða listabraut. Nemandi þarf ekki að vera snillingur í að teikna til að sitja þennan áfanga, hægt er að notast við úrklippur, prent af neti eða orð til að lýsa hugmyndum. Nemendur geta gert hugarkort í stað teikninga til að lýsa hugmyndinni. Aðalatriðið er að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og reyna nýja hluti. Þetta er mikil vinna sem nemendur þurfa að vinna á námskeiðinu, en skemmtileg og gefandi. Nemendur nota skissubók yfir veturinn, sem er gott að eiga, ef nemandi hyggur á frekara nám í greininni. Einnig er heimilt að notast við rafrænt form ef nemandi kýs, en þá í samráði við kennara. Nemendur fá einnig innsýn í heim hönnunar með fyrirlestrum frá kennara til stuðnings því sem þeir eru að fást við í námskeiðinu. Unnið verður í öllum helstu forritum tengt hönnunarvinnu, s.s. Illustrator, Photoshop, Flash, After effects og ProDesktop (þrívídd). 10
Markmið að nemendur læri að nýta sér ýmiskonar hugmyndavinnu og hvernig þróa á hugmynd frá upphafi til enda að nemendur noti tímann vel og skissi allar hugmyndir niður á blað (skissa er teikning, hugarkort, úrklippur o.fl.) að nemendur nái að búa til kynningu á hugmyndinni í hugbúnaði sem er sambærilegt því sem hönnuðir nota að nemendur læri að gagnrýna verk hver annars á uppbyggilegan hátt að nemendur séu opnir fyrir gagnrýni sem þætti í að bæta verkefnið sem þeir eru að vinna
Verkefnalýsing Ýmis verkefni verða lögð fyrir og fer það eftir vinnuhraða hvers og eins hversu mörg verkefni hver nemandi kemst yfir en m.a. verður farið í merkjagerð (logo), hönnun smíðagripa, hönnun út frá þekktri persónu eða þema, þróun teiknimyndapersónu, vöruhönnun, auglýsingagerð, vefborðar/teiknimynd, hönnun stóls eða hluta sem falla undir iðnhönnun o.fl.
Námsmat Verkefni nemenda eru metin til einkunnar jafnóðum en einnig er áhugi, frumkvæði og vinnusemi í kennslustundum metin jafnharðan. Nemendur eiga að skila skissubók í lok námskeiðs, hún er hluti af námsmati og gildir 20%.
∞ Hönnun og smíði Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Kennari: Guðvarður Halldórsson
Áfangalýsing Öll vinna í þessum áfanga er einstaklingsmiðuð. Nemendum stendur til boða að vinna með öll efni og öll verkfæri sem smíðastofan hefur uppá að bjóða, að svo miklu leyti sem kostnaður og öryggissjónarmið leyfa. Nemendur eru hvattir til að vinna út frá hugmyndum sem þeir koma sjálfir með og hanna út frá eigin þörfum og áhuga. Ef eigin hugmyndir skortir mun kennari leggja fyrir nemandann verkefni sem innihalda meðferð verkfæra eða smíðaefna sem tiltekinn nemandi hefur ekki kynnst áður og er þá stuðst við fyrirliggjandi ferilskrá.
Markmið að virkja vilja og áhuga til að koma verki í framkvæmd 11
að tengja þekkingu, sem nemandi býr yfir, við það verk sem hann ætlar að framkvæma að afla sjálfur nýrrar þekkingar til að geta komið hugmynd í framkvæmd að bæta við þá verkþekkingu sem fyrir er undir leiðsögn kennara
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Kennsla í þessum áfanga miðar fyrst og fremst að því að fara yfir leiðir til að nýta áhuga og þekkingu hvers og eins til að skapa og framkvæma. Farið er yfir notkun tölvu til að afla hugmynda bæði verkefnabanka skólans og netleitaraðferðir. Dæmi um verkefni sem hægt er að vinna eru t.d. smærri húsgögn úr mismunandi plötuefnum, renndir hlutir, smáhlutir úr tré, smærri hlutir úr járni, góðmálmum og skartgripir úr silfri sem og hlutir formaðir úr plasti, horni o.fl.
Námsmat Námsmatið er framkvæmt með símati og er nemandanum gerð grein fyrir því jafnóðum eftir því sem kostur er. Matsþættir eru þrír: 1. Vinnusemi og frumkvæði, þar sem metið er hve vel nemandi heldur sig að verki og hvernig hann bregst við erfiðleikum. Metið er eftir hvern tíma. Gildir 70 % 2. Vandvirkni, þar sem metin er þrautseigja við að ná sem bestum árangri. Verkefni skoðuð og metin. Gildir 15 % 3. Frumleiki, þar sem metið er hvort nemandi leggur vinnu í að koma sjálfur með hugmyndir um gerð og útlit hluta. Gildir 15 % Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Íþróttafræði Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir. kennari: Ólafur B.Lárusson
Áfangalýsing Námið er að verulegu leyti verklegt og ætlað fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Reynt verður að fá utanaðkomandi fræðslu og að fara í vettvangsferð/ir. Bóklegir tímar verða 3 - 4.
12
Markmið
að nemendur að nemendur að nemendur að nemendur
geti gert kennsluáætlun fyrir 60 mínútna tímaeiningu kynnist mismunandi íþróttagreinum geti stjórnað tímum sem leiðbeinendur kunni að búa til skammtíma og langtíma áætlanir
Verkefnalýsing Verklegar kennslustundir í Íþróttahúsi Seljaskóla. Farið verður í ýmsar greinar íþrótta. Bóklegir tímar eru í stofu 36.
Námsmat Símat, þar sem metin eru verkefni nemenda og virkni í tímum. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1-10.
∞ Knattspyrna Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Kennari:
Áfangalýsing Námið er að mestu leyti verklegt (knattspyrna iðkuð) en með stuttum hagnýtum og/eða fræðilegum innlögnum. Nemendur fá að kynnast hvernig afreksmenn í knattspyrnu æfa og reynt verður að líkja eftir þeim allra bestu. Æfingar verða í takt við það besta sem þekkist hér á landi. Töluverð áhersla verður lögð á spil en alltaf með þeim áherslum að leikmenn séu að bæta sig.
Markmið
að leikmenn bæti fíntækni og snerpu að leikmenn bæti sendingar og móttöku að leikmenn auki leikskilning að Seljaskóli geti teflt fram góðu skólaliði
Verkefnalýsing Knattspyrna verður iðkuð í íþróttahúsi Seljaskóla og utanhúss ef færi gefst. Áfanganum er skipt upp í mislangar lotur. Fíntækni, sendingar, varnarleikur (markvarsla), sóknarleikur og leikskilningur verða tekin fyrir og unnið að því að bæta þessa þætti hjá leikmönnum.
13
Námsmat Nemendur er metnir samkvæmt mætingu, frammistöðu og áhuga í tímum. Umsögn er gefin í lok áfanga.
∞ Leiklist og tónlist. Ein önn Kennslustundir á viku: 2 Kennarar: Sigríður Sif Grímsdóttir og Vilborg Þórhallsdóttir
Áfangalýsing Áhersla er lögð á grunnaðferðir og grunntækni leiklistar. Unnið verður með fjölbreytta gerð hlutverkaleikja, innlifun, látbragð og líkamstjáningu. Einnig er unnið með tónlist og hljóð, rafræna og lifandi þar sem nemendur læra að nýta þekkingu sína við uppsetningu leikrits.
Markmið Að nemendur kynnist grunnatriðum í leiklist og tónlist. að nemendur taki þátt í uppsetningu á leiksýningu með tónlist, þar sem ekki er síður lögð áhersla á að læra í gegnum ferlið en endanlega útkomu í sýningunni.
Verkefnalýsing Unnið verður með fjölbreytt skapandi ferli þar sem nemendur verða settir í mismunandi aðstæður þar sem þeir verða að byggja á eigin reynslu við ákvarðanatöku. Aðaláherslan verður með uppsetningu leikrits í lok annar.
Námsmat Skyldumæting er í áfangann og byggist námsmatið aðallega upp á ástundun, virkni í tímum, framlagi til hópsins, hlustun og einbeitingu.
∞ Myndmennt Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Kennari: Dagný Sif Einarsdóttir
14
Áfangalýsing Farið er í alla grunnþætti myndlistar. Teikningu, málun, þrykk og mótun. Listasagan er lauslega skoðuð og helstu listastefnur kynntar. Á vorönn er það áhugasvið nemandans sem stjórnar því hvað er gert hjá þeim sem eru allan veturinn.
Markmið að nemendur öðlist þekkingu á helstu aðferðum myndlistar að nemendur öðlist færni til að beita þeim aðferðum að nemendur þjálfi skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Það eru nokkur skylduverkefni sem nemendur þurfa að ljúka. Þar er verið að þjálfa færni í vinnubrögðum. Námið er einstaklingsmiðað og vinnur hver og einn á sínum hraða. Reynt er að ýta undir allt frumkvæði hjá nemendum og þeir hvattir til að framkvæma þær hugmyndir sem þeir fá, innan ákveðins ramma.
Námsmat Námsmat fer fram að hluta sem símat en þá er verið að meta frumkvæði og vinnugleði. Að lokinni önn er farið yfir möppu nemandans og skoðað hvort hann hefur lokið skylduverkefnum sínum og hvað hann gerði í frjálsu vali. Þá er bæði verið að meta færni, vandvirkni og afköst. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1-10.
∞ Náms- og starfsfræðsla Kennslustundir á viku: 1 Ein önn. Kennari: Guðný Þ. Pálsdóttir náms- og starfsráðgjafi
Áfangalýsing Nemendur fá fræðslu um framhaldsskólanám. Fjallað verður um atvinnulíf og ýmis störf skoðuð. Réttindi starfsmanna og skyldur verða kynntar. Nemendur gera ferilskrá sem hjálpar þeim að undirbúa sig sem best undir að taka ákvarðanir um nám og störf. Áhugasvið og færni nemenda með tilliti til náms og starfs verða skoðuð.
Markmið að nemendur kunni skil á mismunandi námsleiðum að loknum grunnskóla að nemendum fái innsýn inn í fjölbreytt störf atvinnulífsins 15
að þjálfa nemendur í að gera ferilskrá til að undirbúa ákvarðanatöku um nám og starf að nemendur þekki áhugasvið sín og tengi við nám og störf.
Námsmat Mat á frammistöðu byggir á virkni og verkefnavinnu í tímum. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Skólavinir Kennslustundir á viku: 1eða 2 Ein eða tvær annir. Kennarar: Umsjónarkennarar yngstu bekkja
Áfangalýsing Nemandinn fær að taka þátt í starfi yngstu bekkja skólans undir stjórn umsjónarkennara viðkomandi bekkja. Nemandinn fær að aðstoða börnin við ýmis verkefni sem þau þurfa að inna af hendi í skólanum. Engin bókleg fræðsla fylgir þessum áfanga en nemandinn fær leiðsögn og handleiðslu frá umsjónarkennurum og öðru starfsfólki sem hann kann að þurfa að vinna með.
Markmið að veita nemendum 10. bekkjar innsýn í störf uppeldisstétta að auðvelda þeim að velja nám eða störf á slíkum vettvangi að loknu grunnskólanámi að gefa þeim tækifæri til að taka þátt í skapandi starfi og skapa tilbreytingu frá hefðbundnu bóknámi að þjálfa nemendur í mannlegum samskiptum
Námsmat Símat/frammistöðumat. Umsjónarkennari metur frammistöðu nemandans í starfi þar sem viðvera, samstarfshæfni, áhugi og framtakssemi verða lögð til grundvallar.
∞ 16
Textíll Kennslustundir á viku: 2 Ein eða tvær annir Kennari: Emilía Magnúsdóttir
Áfangalýsing Farið er í ýmsa þætti greinarinnar.. Höfuðáhersla er lögð á prjón. Einnig er kennt að hekla. Unnið með þæfingu, tauþrykk útsaum og vefnað.
Markmið að nemandi öðlist þekkingu í helstu aðferðum í textílmennt að nemandi nái færni í að beita þeim aðferðum að nemandi þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun við eigin útfærslur á viðfangsefnum
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðum Námið er einstaklingsmiðað og hver og einn vinnur á sínum hraða en nokkur skylduverkefni eru lögð fyrir til að þjálfa færni í vinnubrögðum. Reynt er að ýta undir frumkvæði hjá nemendum og þeir eru hvattir til að útfæra eigin hugmyndir innan ákveðins ramma.
Námsmat Námsmat er að hluta til símat. Mat er lagt á vinnugleði, færni, vandvirkni, frumkvæði og afköst. Í lokin er ferilmappa nemandans skoðuð og metin. Einkunn er gefin í tölustöfum á kvarðanum 1 – 10.
∞ Tæknimennt og tölvur Kennslustundir á viku: 2 Ein önn. Kennari: Þórir Brjánn Ingvarsson
Áfangalýsing Í þessum áfanga verður kafað nokkuð djúpt í notkun tölva með margvíslegum forritum og nemendur þjálfaðir í að nýta sér upplýsingatæknina í leik og skólastarfi. Á námskeiðinu notum við Adobe forritapakkann sem inniheldur m.a. Photoshop, Illustrator og InDesign.
17
Markmið að nemendur læri að nota Netið til upplýsingaöflunar og kunni að nota helstu leitarvélarnar sér til aðstoðar að nemendur nái færni í ritvinnslu að nemendur læri umbrot í InDesign forritinu að nemendur geti nýtt sér möguleika Powerpoint í verkefnavinnu að nemendur læri myndvinnslu í Photoshop forritinu að nemendur öðlist færni og þekkingu í tölvu- og myndvinnslu og að eftir önnina hafi þeir aukið sjálfstraust til að vinna sjálfstætt að sköpun og hafi haldgóða tækniþekkingu í farteskinu Nemendur fá stuttlega kynningu á Adobe Flash sem er forrit til að búa til efni fyrir vefinn.
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Farið verður í leturgerð, uppsetningu og samhengið milli leturgerðar og innihalds texta skoðað. Nemendur vinna verkefni tengt upplýsingaöflun á Netinu. Nemendur vinna bækling (fréttablað) í InDesign forritinu og auglýsingu og plakat í Illustrator. Teknar verða stafrænar ljósmyndir, hlaðið inn í tölvu og unnið með þær á margan hátt í Photoshop forritinu. Einnig verður hreyfiborði unninn til að setja á heimasíðu í forritinu Flash.
Kennsluaðferðir Í áfanganum verður bæði einstaklingsvinna og hópvinna. Námsgögn: Tölvur, skanni, myndavél, kennslubækur og efni á netinu.
Námsmat Námsmat verður annars vegar símat þar sem sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi og frumleg hugsun, efnistök, frágangur, frammistaða í tímum og framfarir verða metin. Lokaverkefni verður metið út frá efnistökum, skapandi og frumlegri hugsun, frágangi og framförum.
∞
Þrívíð hönnun Kennslustundir á viku: 2 18
Ein önn Kennari: Dagný Sif Einarsdóttir
Áfangalýsing Nemendur fá tækifæri til að vinna skúlptúra úr mismunandi efnum s.s. leir, pappír, timbri, gifsi og hvað sem okkur dettur í hug.
Markmið að öðlast þekkingu á helstu aðferðum þrívíðrar hönnunar að öðlast færni til að beita þeim að þjálfa skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
Verkefnalýsing – leiðir að markmiðunum Það eru nokkur skylduverkefni sem nemendur þurfa að klára. Þar er verið að þjálfa færni í vinnubrögðum. Námið er einstaklingsmiðað og vinnur hver og einn á sínum hraða. Reynt er að ýta undir allt frumkvæði hjá nemendum og þeir hvattir til að framkvæma þær hugmyndir sem þeir fá, innan ákveðins ramma.
Námsmat Námsmat fer fram að hluta sem símat en þá er verið að meta frumkvæði og vinnugleði. Að lokinni önn er farið yfir verk nemandans og skoðað hvort nemandi hefur klárað skylduverkefni sín og hvað hann gerði í frjálsu vali. Þá er bæði verið að meta færni, vandvirkni og afköst. Einkunn er gefin í tölustöfum á skalanum 1-10.
∞
19