FFH%20endursko%C3%B0unarsk%C3%BDrsla%202011

Page 1

Endurskoðunarskýrsla með ársreikningi Faxaflóahafna sf. 2011

Mars 2012



Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

1

9. mars 2012 Til stjórnar Faxaflóahafna sf. B.t. Hjálmars Sveinssonar, stjórnarformanns Hafnarhúsinu Reykjavík

Við höfum lokið endurskoðun okkar á ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2011, þ.e. skýrslu stjórnar, rekstrarreikningi, efnahagsreikningi 31. desember 2011, sjóðstreymi og skýringum. Ársreikningur 2011 var lagður fram og samþykktur þann 9. mars 2012.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

Efnisyfirlit

Endurskoðunaraðferð okkar ............................................................ 3 Rekstrarreikningur............................................................................... 5 Efnahagsreikningur ............................................................................. 8 Mikilvæg atriði ..................................................................................... 11 Niðurstaða ............................................................................................ 13

2


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

3

Endurskoðunaraðferð okkar

Markmið endurskoðunarinnar var að láta í ljós álit á ársreikningi Faxaflóahafna sf. Endurskoðun okkar var hagað í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Grundvallaratriði í endurskoðun er þekking á starfsemi viðskiptavinarins, þeirri viðskiptaáhættu sem í henni er fólgin og þeim eftirlitsaðferðum sem notaðar eru til að draga úr áhættunni. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessum atriðum, ekki aðeins fyrir markmið endurskoðunarinnar, heldur einnig til að geta greint frá og bent á atriði sem betur mættu fara í starfseminni. Við höfum lokið endurskoðun á ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2011 þ.e. skýrslu stjórnar, rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymi og skýringum. Endurskoðunin náði m.a. til eftirfarandi þátta: 1. Að meta innra eftirlit félagsins með tilliti til áhættu á að það komi ekki í veg fyrir verulegar villur í reikningsskilunum. 2. Að meta áhættuviðmið, þ.e. mikilvægismörk, eðlislæga áhættu og eftirlitsáhættu. 3. Að ganga úr skugga um að tekjur ásamt gjöldum félagsins komi réttilega fram í ársreikningi og séu í eðlilegu samræmi við eigna- og skuldaliði. 4. Að sannreyna að eignir félagsins séu til staðar og hæfilega metnar. 5. Að sannreyna að allar skuldir og skuldbindingar félagsins komi fram í ársreikningi og ganga úr skugga um að þær séu metnar í samræmi við viðurkenndar reikningshaldsreglur. 6. Að greina ýmsa liði í ársreikningi og bera saman við fjárhæðir fyrra árs. 7. Að kanna lotun reikningsliða og skoða framsetningu þeirra í ársreikningi. 8. Að tryggja að form ársreiknings og efnisinnihald sé í samræmi við ákvæði laga, reglna og samþykkta um meðferð fjármuna og viðteknar reikningsskilavenjur. Þar sem endurskoðunin byggist á úrtakskönnunum og öðrum aðferðum sem í eðli sínu eru takmarkaðar er óhjákvæmilega hætta á að einhverjir mikilvægir eða verulegir annmarkar komi ekki í ljós við endurskoðun.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

4

Ábyrgð stjórnenda Við viljum benda á að ársreikningurinn er lagður fram af stjórn Faxaflóahafna sf. og hafnarstjóra og er á ábyrgð þeirra í samræmi við starfsskyldur þeirra. Þetta felur í sér að allar upplýsingar sem þeim eru kunnar og skipta máli komi fram, að bókhald sé fært eftir viðteknum reglum, að innra eftirlit sé í fullnægjandi horfi og að nægjanlegt eftirlit sé með eignum hafnarinnar. Í samræmi við góða endurskoðunarvenju hafa stjórnendur félagsins undirritað sérstaka yfirlýsingu þar sem þeir staðfesta ábyrgð sína í þessum efnum. Reikningsskilaaðferðir Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2011 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga, reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga eftir því sem við á. Hann er í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

5

Rekstrarreikningur

Fjárhagsáætlun Stjórn samþykkti fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2011 á fundi þann 22. október 2010. Fjárhagsáætlunin var endurskoðuð á seinni hluta ársins 2011 og var hún samþykkt af stjórn á fundi þann 9. september 2011. Rekstrartekjur Rekstrartekjur ársins 2011 námu 2.451,0 millj.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að tekjurnar yrðu 2.362,7 millj.kr. Frávik frá áætlun nam 3,7% eða um 88,3 millj.kr. Til viðmiðunar voru rekstrartekjur vanáætlaðar um 82,7 millj.kr. árið 2010. Rekstrartekjur – Frávik frá áætlun: Ársreikningur

Fjárhagsáætlun

Frávik

Frávik %

Vörugjöld

782.139

793.391

-11.252

-1,4%

Aflagjöld

263.644

200.000

63.644

31,8%

Skipagjöld

203.519

184.418

19.101

10,4%

Eignatekjur

719.960

709.252

10.708

1,5%

Hafnarþjónusta

301.475

294.095

7.380

2,5%

Siglingavernd

177.548

181.554

-4.006

-2,2%

2.697

0

2.697

-

2.450.983

2.362.710

88.273

3,7%

(í þús. kr.)

Söluhagnaður eigna og aðrar tekjur Samtals

Í fjárhagsáætlun 2011 var gert ráð fyrir að tekjur af aflagjöldum yrðu 200,0 millj.kr. Rauntekjur aflagjalda námu hins vegar 263,6 millj.kr. og því voru tekjurnar vanáætlaðar um 31,8%. Helstu ástæður eru annars vegar raktar til hærra aflaverðmætis og hins vegar til þess að löndun afla hefur aukist í höfnum Faxaflóahafna sf. Aukning rekstrartekna nam 133,1 millj.kr. milli ára eða um 5,7%. Allir tekjuliðir félagsins hækkuðu á milli ára. Aflagjöld hækkuðu mest eða um 23,7%.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

6

Rekstrargjöld Rekstrargjöld ársins 2011 námu 2.098,2 millj.kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir að rekstrargjöld yrðu alls 2.109,0 millj.kr. Frávik frá áætlun nam 0,5% eða um 10,8 millj.kr. Til viðmiðunar var rekstrarkostnaðar árið 2010 vanáætlaður um 19,3 millj.kr. Rekstrargjöld – Frávik frá áætlun: Ársreikningur

Fjárhagsáætlun

Frávik

Frávik %

Hafnarvirki

368.069

340.510

27.559

8,1%

Eignagjöld

248.877

268.096

-19.219

-7,2%

Hafnarþjónusta

337.282

324.506

12.776

3,9%

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

246.928

257.322

-10.394

-4,0%

Siglingavernd

146.028

138.542

7.486

5,4%

Afskriftir

751.022

780.000

-28.978

-3,7%

2.098.206

2.108.976

(10.770)

-0,5%

(í þús. kr.)

Samtals

Raunkostnaður vegna hafnarvirkja var 8,1% hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Ástæður þess má einkum rekja til aukins kostnaðar við snjómokstur og endurnýjun á þybbum við Vogabakka. Við samanburð rekstrargjalda kemur í ljós að rekstrargjöld hækkuðu um 4,1% milli ára. Hækkunin stafar aðallega af auknum kostnaði vegna hafnarvirkja og hafa ástæður hennar verið raktar hér að ofan. Rekstrargjöld – Samanburður milli ára: Ársreikningur

Ársreikningur

Frávik

Frávik %

2011

2010

Hafnarvirki

368.069

285.290

82.780

29,0%

Eignagjöld

248.877

274.829

-25.952

-9,4%

Hafnarþjónusta

337.282

322.111

15.171

4,7%

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

246.928

262.616

-15.687

-6,0%

Siglingavernd

146.028

130.618

15.410

11,8%

Afskriftir

751.022

739.156

11.866

1,6%

2.098.206

2.014.619

83.587

4,1%

(í þús. kr.)

Samtals

Þrátt fyrir 4,1% aukningu rekstrargjalda milli ára þá lækka bæði skrifstofu- og stjórnunarkostnaður um 6% og eignagjöld um 9,4%. Ástæður fyrir lækkun skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar má annars vegar rekja til lægri útgjalda til ráðgjafar og markaðsmála og hins vegar til lækkunar á afskriftum kröfum. Lækkun eignagjalda stafar einkum af frestun viðhaldsverkefna.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

7

Fjármagnsliðir Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármagnstekjum árið 2011 námu 104,1 millj.kr. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir nettó gjöldum að fjárhæð 107,4 millj.kr. Fjármagnsliðir – samanburður milli ára: (í þús. kr.)

Ársreikningur

Ársreikningur

Breyting

Breyting

2011

2010

milli ára

milli ára %

Fjármagnstekjur:

Vaxtatekjur

22.223

Verðbætur eigna

27.104

-4.881

-18,0%

27.493

2.299

25.194

1095,9%

2.469

11.660

-9.192

-78,8%

52.184

41.063

11.121

27,1%

Vaxtagjöld

76.091

83.378

-7.288

-8,7%

Verðbætur skulda

71.766

36.821

34.944

94,9%

8.448

(45.702)

54.150

-118,5%

156.304

74.498

81.807

109,8%

Arðstekjur Samtals

Fjármagnsgjöld:

Gengismunur Samtals

Verðbætur peningalegra eigna árið 2011 námu 27,5 millj.kr. en árið áður námu þær 2,3 millj.kr. Langtímakröfur félagsins eru verðtryggðar og skýrast sveiflur í liðnum verðbætur eigna meðal annars af breytingum bygginga- og neysluverðsvísitölu. Ársverðbólga í janúar 2012 mældist 6,5% en hún var 1,8% í janúar 2011. Á árinu 2011 námu verðbætur skulda 71,8 millj.kr. en þær voru 36,8 millj.kr. árið áður. Verðbætur skulda eru tilkomnar vegna uppreiknings á verðtryggðum langtímalánum félagsins. Gengistap nam 8,5 millj.kr. árið 2011 en árið 2010 nam gengishagnaður 45,7 millj.kr. Gengisáhætta Faxaflóahafna sf. er bundin í EUR láni sem tekið var árið 2008. Á árinu 2011 veiktist krónan um 3,2% gagnvart evru en hún styrktist um 14,5% árið 2010.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

8

Efnahagsreikningur

Varanlegir rekstrarfjármunir Fjárfestingar ársins námu 882,7 millj.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 675,0 millj.kr. Frávik frá áætlun nam því 30,7%. Í fjárhagsáætlun var ekki gert ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu vegna samkomulags við ODR ehf. og Skeljung hf. á lóðaskilum við Hólmaslóð þar sem lóðaskilin voru háð samþykki deiliskipulags vegna breytinga á lóðamörkum. Fjárfesting ársins vegna lóðaskila ODR ehf. og Skeljungs hf. nam 264,9 millj.kr. Fjárfestingar Faxaflóahafna sf. árið 2011: (í þús. kr.)

Vestur- og Austurhöfn

Sundahöfn

Hafnarvirki

145.042

67.840

Húseignir

25.737

Grundartangahöfn Akraneshöfn 148.938

37.188

Samtals 399.008 25.737

Lóðir

304.582

31.953

53.657

390.192

Götur

6.934

14.694

46.113

67.742

482.294

114.488

248.709

Samtals

37.188

882.679

Helstu framkvæmdir í Gömlu höfninni (sbr. Vestur- og Austurhöfn í töflu hér að ofan) voru endurbygging trébryggju við Ingólfsgarð, gerð göngubryggju við Vesturbugt og fjárfestingar í flotbryggjum fyrir útgerðaraðila smábáta og ferðaþjónustuaðila. Í Sundahöfn var haldið áfram með landgerð utan Klepps og frágangi lóða á Klettasvæði. Hafinn var undirbúningur að 2. áfanga Skarfabakka á árinu og lokið var við frágang Skarfagarðs. Uppbygging á Grundartanga hélt áfarm á árinu 2011 með undirbúningi að lengingu Tangabakka, landþróun, lóða- og gatnagerð. Á Akranesi var fjárfest í nýrri flotbryggju fyrir smábáta. Eignarhlutir í öðrum félögum Á árinu 2011 hækkuðu eignarhlutir í öðrum félögum um 47,3 millj.kr. Hækkunin skýrist af hækkun hlutafjár í Halakoti ehf. að fjárhæð 45,0 millj.kr. Langtímakröfur Í lok árs 2011 námu langtímakröfur 217,9 millj.kr. en í lok árs 2010 námu þær 252,4 millj.kr. Langtímakröfur samanstanda af 9 skuldabréfum sem öll eru gefin út sem hluti af uppgjöri lóðagjalda. Afborganir langtímakrafna á árinu 2011 námu 153,2 millj.kr. Alls voru 9 skuldabréf greidd upp á árinu. Veitt voru 4 ný skuldabréfalán á árinu fyrir 93,4 millj.kr.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

9

Skammtímakröfur Viðskiptakröfur námu 254,0 millj.kr. í árslok 2011 og lækka þær um 7,8% milli ára. Flokkun viðskiptakrafna 31.12.2011: 2011

Hlutfall

2010

Hlutfall

Vörugjöld

152.818

51,1%

145.932

47,0%

Aflagjöld

66.838

22,4%

34.884

11,2%

Skipagjöld

6.329

2,1%

13.679

4,4%

Húsaleiga

8.903

3,0%

9.408

3,0%

Lóðaleiga

23.380

7,8%

13.581

4,4%

Lóðagjöld

0

0,0%

22.626

7,3%

5.598

1,9%

28.367

9,1%

Kröfur í lögheimtu

35.035

11,7%

42.153

13,6%

Viðskiptakröfur alls

298.901

100%

310.630

100%

Niðurfærsla krafna

(44.903)

-15,0%

(35.169)

-11,3%

Ýmsar kröfur

Samtals

253.998

275.461

Viðskiptakröfur eru færðar niður um 44,9 millj.kr. í efnahagsreikningi félagsins vegna óvissu um innheimtu. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða, heldur er myndaður mótreikningur, sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast. Niðurfærslan er reiknuð af viðskiptakröfum sem teljast í sérstakri áhættu og nemur sú niðurfærsla 33,8 millj.kr. en einnig er færð almenn varúðarniðurfærsla og nemur sú niðurfærsla 11,1 millj.kr. Eigið fé Eigið fé Faxaflóahafna sf. var 10.723,6 millj.kr. þann 31. desember 2011 en var 10.647,9 millj.kr. í ársbyrjun 2011. Á árinu 2011 greiddu Faxaflóahafnir sf. eigendum sínum arð að fjárhæð 173 millj.kr. Í fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð fyrir sömu arðgreiðslu. Eiginfjárhlutfall 31. desember 2011 var 82,7% en í ársbyrjun 2011 var hlutfallið 84,3%.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

10

Skuldir og skuldbindingar Skuldir og skuldbindingar skv. efnahagsreikningi Faxaflóahafna sf. voru í árslok 2.235,9 millj.kr. en árið áður námu þær 1.988,7 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar félagsins hafa því hækkað um 12,4% en árið áður höfðu þær lækkað um 7,8%. Ástæðu þess má einkum rekja til veikingar krónunnar, hækkunar á vísitölu til verðtryggingar og samkomulags við ODR ehf. og Skeljung hf. um greiðslu að fjárhæð 205,4 millj.kr. vegna lóðauppgjörs við Hólmaslóð. Í samkomulaginu fellst að Faxaflóahafnir sf. endurgreiði ODR ehf. og Skeljungi hf. á næstu 4 árum. Eftirstöðvar langtímalána þann 31. desember 2011 námu 1.847,6 millj.kr. og hafa þær hækkað um 11,7% milli ára. Sundurliðun á breytingu milli ára greinist á eftirfarandi hátt. Langtímalán - Sundurliðun á breytingu milli ára: (í þús. kr.)

Staða langtímalána 31.12.2010

1.654.215

Ný langtímalán

205.362

Afborganir langtímalána

(92.220)

Gengismunur

8.453

Verðbætur

71.766 Staða langtímalána 31.12.2011

1.847.576

Næsta árs afborganir langtímalána eru áætlaðar 226,7 millj.kr. Á árinu 2011 áttu að hefjast greiðslur af EUR láni sem tekið var árið 2008 vegna kaupa á hafnsögubát. Félagið samdi um frestun gjalddaga til ársins 2012 þar sem forsvarsmenn félagins telja að þróun gengisvísitölu muni verða félaginu hagstæðari á árinu 2012. Hlutfall lána í erlendri mynt í lánasafni félagsins nam 14,8%. Útreikningur tryggingastærðfræðings á lífeyrisskuldbindingu lá ekki fyrir við uppgjör og því byggist hún á áætlun. Áætluð lífeyrisskuldbinding í árslok nam 75,4 millj.kr. Í ársreikningi 2010 nam áætluð lífeyrisskuldbinding 79,2 millj.kr. Til samanburðar nam útreikningur tryggingastærðfræðings á lífeyrisskuldbindingu í lok árs 2010 um 68,5 millj.kr. Skuldbindingar utan efnahagsreiknings Eftirstöðvar útboðs- og verksamninga námu um 220,1 millj.kr. í árslok. Skuldbindingin er m.a. vegna útboða á hafnargæslu, hönnunar á hafnarmannvirkjum, gatna- og lagnagerðar og ýmissa annarra framkvæmda á Grundartanga. Veltufé frá rekstri, veltufjárhlutfall Sjóðstreymi fyrir árið 2011 sýnir að veltufé frá rekstri nam 1.052,4 millj.kr. á árinu. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri 1.131,5 millj.kr. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri næmi 971,4 millj.kr. í árslok. Frávik frá áætlun má aðallega rekja til betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagnaður ársins nam 248,7 millj.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 146,4 millj.kr. hagnaði. Veltufjárhlutfall þann 31. desember 2011 var 2,02 en var 2,3 þann 31. desember 2010.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

11

Mikilvæg atriði

Hér verða talin upp mikilvæg atriði sem upp komu við endurskoðun ársins 2011. Innheimta viðskiptakrafna Í ljósi þess efnahagsástands sem ríkt hefur á undanförnum árum hefur innheimta krafna almennt verið erfiðari hjá fyrirtækjum landsins og hefur niðurfærsla og afskriftir krafna aukist. Faxaflóahafnir sf. hafa fundið fyrir þessari þróun og því hefur félagið lagt áherslu á að efla innheimtuferilinn með góðum árangri. Á árinu lækkuðu viðskiptakröfu fyrir niðurfærslu milli ár um 3,8% á sama tíma og niðurfærsla hækkaði um 27,7%. Við teljum mikilvægt að félagið haldi áfram að efla innheimtuferilinn og komi á fastmótuðum reglum um hvenær kröfur eru sendar í lögfræðiinnheimtu og hvenær þær skuli endanlega afskrifaðar. Eftirlit með tekjum Í endurskoðunarskýrslu með ársreikningi 2010 bentum við á mikilvægi þess að efla innra eftirlit með skráningu tekna t.d. með því að útbúa skriflega verkferla. Bentum við á að þessi aðgerð væri ekki síður mikilvæg fyrir þær sakir að félagið reiðir sig að megninu til á utanaðkomandi upplýsingar við skráningu afla- og vörugjalda. Stjórnendur félagsins hafa útbúið drög að skriflegum verkferlum fyrir liði sem tengjast fjárhagsupplýsingum félagsins. Drögin innihalda lýsingu á ábyrgðasviði og starfsskyldum einstakra starfsmanna fyrir hvern feril fyrir sig. Þrátt fyrir að félagið hafi eflt innra eftirlit með skráningu tekna þá er eðli afla- og vörugjalda þannig að félagið þarft að reiða sig á utanaðkomandi upplýsingar. Mælum við með því að félagið leiti leiða til að efla enn frekar eftirlit með utanaðkomandi upplýsingum við tekjuskráningu. Í því sambandi gæti lausnin annars vegar falist í aukinni samvinnu við opinberar eftirlitsstofnanir eins og Fiskistofu og Tollstjóra og hins vegar með aukinni samvinnu og aðgengi að frumgögnum hjá skipa- og útgerðarfélögunum. Tengdir aðilar Samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum Faxaflóahafna sf. er ekki til staðar listi yfir tengda aðili sem samþykktur er af stjórn. Á listanum ættu að koma fram tengdir aðilar eins og þeir eru skilgreindir í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Við mælum með því að úr þessu verði bætt.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

12

Fjárfestingar - Innkaupaferillinn Á hverju ári fjárfesta Faxaflóahafnir sf. í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir hundruð millj.kr. Fjárfestingar Faxaflóahafnir sf. falla undir lög um opinber innkaup og opinber útboð auk þess sem innkaupa- og útboðsreglur Reykjavíkurborgar eru hafðar til viðmiðunar samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra. Faxaflóahafnir sf. kaupa ýmsa tilfallandi sérfræði- og viðhaldsþjónustu sem réttilega fellur undir almennan rekstrarkostnað. Vegna stærðar og eðli starfseminnar getur kostnaður til einstakra fyrirtækja á ársgrundvelli hlaupið á tugum milljóna. Mikilvægt er að til staðar séu reglur sem tryggja að Faxaflóahafnir sf. njóti ávallt viðunandi kjara vegna umfangsmikilla sérfræði- og viðhaldsþjónustu sem fellur undir almennan rekstrarkostnað. Slíkar reglur ættu að innihalda kröfu um reglulegan verðsamanburð og kröfu um mat á hagkvæmni þjónustusamnings. Langtímakröfur Langtímakröfur samanstanda af skuldabréfum vegna greiðslu lóðagjalda. Langtímakröfur hafa lækkað verulega á síðustu árum þar sem úthlutuðum lóðum hefur fækkað. Skuldabréfin eru yfirleitt gefin út til fimm ára og því er útlit fyrir að þessi þróun haldi áfram á meðan úthlutun lóða er í lágmarki. Á árinu 2011 voru 9 skuldabréf greidd upp og 4 ný skuldabréf gefin út. Skuldabréfin voru 9 talsins í árslok 2011. Af þeim voru 3 í innheimtu hjá lögfræðingi, 1 skuldabréf er uppgreitt og 5 bréf í skilum. Skuldabréfin eru ekki niðurfærð þar sem þau eru tryggð með 1. veðrétti í lóðunum sjálfum. Lóðaskil Á árinu 2011 gerði félagið samkomulag við ODR ehf. og Skeljung hf. sem fól m.a. í sér að ODR ehf. og Skeljungur hf. skiluðu lóðum við Hólmaslóð 1 og 3. Í samkomulaginu féllust Faxaflóahafnir sf. á að endurgreiða félögunum lóðagjöld að fjárhæð 273,8 millj.kr. Eftirstöðvar skuldarinnar í árslok voru 205,4 millj.kr. og greiðast með jöfnum afborgunum næstu 4 árin. Eignarhlutir í öðrum félögum Á árinu 2010 var félagið Halakot ehf. stofnað og lögðu Faxaflóahafnir sf. fram 6,0 millj.kr. stofnfé. Tilgangur þess er að sjá um byggingu beitningaskúra á Akranesi. Hafnarstjórn samþykkti á stjórnarfundi í byrjun árs 2011 að leggja 50,0 millj.kr. til verkefnisins. Hlutafé Halakots ehf. var aukið í 51 millj.kr. á árinu 2011. Staðfestingar lögmanna Samkvæmt Magnúsi Baldurssyni hrl., sem unnið hefur lögfræðistörf fyrir Faxaflóahafna sf. á árinu 2011, eru engin málaferli í gangi sem tengjast félaginu. Hann hefur hvorki vitneskju um kröfur sem hugsanlega gætu verið gerðar á hendur félaginu sem leitt gætu til málaferla né um kröfur sem félagið hyggst krefjast og gætu leitt til málaferla. Þann 30. júní 2011 stefndi Globus hf. Faxaflóahöfnum sf. og krafðist 10,0 millj.kr. til endurgreiðslu ofgreiddra þjónustugjalda. Þann 13. febrúar 2012 lauk málinu með sátt.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2011

13

Niðurstaða

Það er álit okkar að ársreikningurinn 2011 gefi glögga mynd af rekstri Faxaflóahafna sf. á árinu 2011, efnahag 31. desember 2011 og breytingu á handbæru fé á árinu 2011 í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.

Reykjavík, 9. mars 2012 Grant Thornton endurskoðun ehf.gu

r endurskoðand

Theodór S. Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.