FFH%20endursko%C3%B0unarsk%C3%BDrsla%202012

Page 1

Endurskoðunarskýrsla með ársreikningi Faxaflóahafna sf. 2012

Mars 2013


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

1

Reykjavík 8. mars 2013 Til stjórnar Faxaflóahafna sf. Bt. Hjálmars Sveinssonar, stjórnarformanns Hafnarhúsið Reykjavík

Við höfum lokið endurskoðun okkar á ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2012, þ.e. skýrslu stjórnar, rekstrarreikningi, efnahagsreikningi 31. desember 2012, sjóðstreymi og skýringum. Ársreikningur 2012 var lagður fram og samþykktur þann 8. mars 2013.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

Efnisyfirlit

Endurskoðunaraðferð okkar ............................................................ 3 Rekstrarreikningur............................................................................... 5 Efnahagsreikningur ............................................................................. 7 Mikilvæg atriði ..................................................................................... 9 Niðurstaða ............................................................................................ 11

2


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

3

Endurskoðunaraðferð okkar

Markmið endurskoðunarinnar var að láta í ljós álit á ársreikningi Faxaflóahafna sf. Endurskoðun okkar var hagað í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Grundvallaratriði í endurskoðun er þekking á starfsemi viðskiptavinarins, þeirri viðskiptaáhættu sem í henni er fólgin og þeim eftirlitsaðferðum sem notaðar eru til að draga úr áhættunni. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessum atriðum ekki aðeins fyrir markmið endurskoðunarinnar heldur einnig til að geta greint frá og bent á atriði sem betur mættu fara í starfseminni. Við höfum lokið endurskoðun á ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2012 þ.e. skýrslu stjórnar, rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymi og skýringum. Endurskoðunin náði m.a. til eftirfarandi þátta: 1. Að meta innra eftirlit félagsins með tilliti til áhættu á að það komi ekki í veg fyrir verulegar villur í reikningsskilunum. 2. Að meta áhættuviðmið, þ.e. mikilvægismörk, eðlislæga áhættu og eftirlitsáhættu. 3. Að ganga úr skugga um að tekjur ásamt gjöldum félagsins komi réttilega fram í ársreikningi og séu í eðlilegu samræmi við eigna- og skuldaliði. 4. Að sannreyna að eignir félagsins séu til staðar og hæfilega metnar. 5. Að sannreyna að allar skuldir og skuldbindingar félagsins komi fram í ársreikningi og ganga úr skugga um að þær séu metnar í samræmi við viðurkenndar reikningshaldsreglur. 6. Að greina ýmsa liði í ársreikningi og bera saman við fjárhæðir fyrra árs. 7. Að kanna lotun reikningsliða og skoða framsetningu þeirra í ársreikningi. 8. Að tryggja að form ársreiknings og efnisinnihald sé í samræmi við ákvæði laga, reglna og samþykkta um meðferð fjármuna og viðteknar reikningsskilavenjur. Þar sem endurskoðunin byggist á úrtakskönnunum og öðrum aðferðum sem í eðli sínu eru takmarkaðar er óhjákvæmilega hætta á að einhverjir mikilvægir eða verulegir annmarkar komi ekki í ljós við endurskoðun.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

4

Ábyrgð stjórnenda Við viljum benda á að ársreikningurinn er lagður fram af stjórn Faxaflóahafna sf. og hafnarstjóra og er á ábyrgð þeirra í samræmi við starfsskyldur þeirra. Þetta felur í sér að allar upplýsingar sem þeim eru kunnar og skipta máli komi fram, að bókhald sé fært eftir viðteknum reglum, að innra eftirlit sé í fullnægjandi horfi og að nægjanlegt eftirlit sé með eignum hafnarinnar. Í samræmi við góða endurskoðunarvenju hafa stjórnendur félagsins undirritað sérstaka yfirlýsingu þar sem þeir staðfesta ábyrgð sína í þessum efnum. Reikningsskilaaðferðir Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2012 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga, reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga eftir því sem við á. Hann er í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

5

Rekstrarreikningur

Fjárhagsáætlun Hafnarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2012 á fundi þann 14. október 2011. Í áætlun var gert ráð fyrir 3,5% hækkun verðlags sem félli jafnt á árinu. Á árinu 2012 hækkaði neysluverðsvísitalan um 4,2% og gengisvísitalan um 6,3%. Rekstrartekjur Rekstrartekjur ársins 2012 námu 2.731,1 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir að tekjurnar yrðu 2.484 millj. kr. Frávik frá áætlun nam 9,9% eða um 247,1 millj. kr. Til viðmiðunar voru rekstrartekjur vanáætlaðar um 88,2 millj. kr. árið 2011. Rekstrartekjur – Frávik frá áætlun: Ársreikningur

Fjárhagsáætlun

Frávik

Frávik %

Vörugjöld

867.981

831.820

36.161

4,3%

Aflagjöld

216.571

220.000

-3.429

-1,6%

Skipagjöld

252.517

192.717

59.800

31,0%

Eignatekjur

713.423

728.342

-14.919

-2,0%

Hafnarþjónusta

355.634

323.925

31.709

9,8%

Siglingavernd

207.468

187.200

20.268

10,8%

Söluhagnaður eigna og aðrar tekjur

117.505

0

117.505

-

2.731.097

2.484.004

247.093

9,9%

(í þús. kr.)

Samtals

Í fjárhagsáætlun var ekki gert ráð fyrir sölu á landi og lóðum norðan Mýrargötu en bókfærður söluhagnaður vegna sölunnar nam 115,7 millj. kr. Tekjur af skipagjöldum, hafnargjöldum og siglingavernd voru 111,8 millj. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir sem má að hluta til rekja til fjölgunar á komu stærri skemmtiferðaskipa. Á árinu 2012 varð 46,7% aukning farþega og 20,9% aukning á komu skemmtiferðaskipa.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

6

Rekstrargjöld Rekstrargjöld ársins 2012 námu 2.226,6 millj. kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir að rekstrargjöld yrðu alls 2.179,3 millj. kr. Frávik frá áætlun nam 2,2% eða um 47,3 millj. kr. Rekstrargjöld – Frávik frá áætlun: Ársreikningur Fjárhagsáætlun

(í þús. kr.)

Frávik

Frávik %

Hafnarvirki

388.554

347.408

41.146

11,8%

Eignagjöld

288.371

287.006

1.365

0,5%

Hafnarþjónusta

352.772

338.527

14.245

4,2%

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

272.151

275.051

-2.901

-1,1%

Siglingavernd

177.285

151.258

26.027

17,2%

Afskriftir

747.502

780.000

-32.498

-4,2%

2.226.634

2.179.250

47.384

2,2%

Samtals

Aukin útgjöld vegna hafnarvirkja má rekja til meiri viðgerða á Síldarbryggju en gert hafði verði ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Frávik frá áætlun siglingarverndar skýrist af hærri útgjöldum vegna viðhalds og endurbóta á skýlum og búnaði ásamt smíði á færanlegum skjólveggjum. Fjármagnsliðir Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármagnstekjum árið 2012 námu 137,1 millj. kr. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir nettó gjöldum að fjárhæð 99,2 millj. kr. Fjármagnsliðir – samanburður milli ára: (í þús. kr.)

Ársreikningur

Ársreikningur

Breyting

Breyting

2012

2011

milli ára

milli ára %

Fjármagnstekjur:

Vaxtatekjur Verðbætur eigna Arðstekjur Samtals

Fjármagnsgjöld: Vaxtagjöld Verðbætur skulda Gengismunur Samtals

28.246

22.223

6.023

27,1%

11.460

27.493

-16.032

-58,3%

7.904

2.469

5.436

220,2%

47.611

52.184

(4.573)

-8,8%

86.199

76.091

10.108

13,3%

72.258

71.766

492

0,7%

26.234

8.448

15.742

210,5%

184.690

156.304

28.386

18,2%

Fjármagnstekjur lækkuðu um 8,8% milli ára sem annars vegar kom til vegna þess að verðtryggðar eignir lækkuðu á árinu og hins vegar vegna verðbólguáhrifa. Fjármagnsgjöld hækkuðu um 18,2% milli ára sem skýrist að mestu af veikingu krónunnar gagnvart evru sem nam 2%. Gengisáhætta Faxaflóahafna sf. er bundin í EUR láni sem tekið var árið 2008. Lán í erlendri mynt sem hlutfall af heildarlánum félagsins var 18,5% í árslok.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

7

Efnahagsreikningur

Varanlegir rekstrarfjármunir Fjárfestingar ársins námu 1.079,9 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 800,0 millj. kr. Frávik frá áætlun nam því 35,0%. Fjárfestingar Faxaflóahafna sf. á árinu 2012 voru sem hér segir: (í þús. kr.)

Vestur- og Austurhöfn

Sundahöfn

Grundartangahöfn

Akranes- og Borgarneshöfn

Hafnarvirki

12.556

711.355

32.169

14.478

Húseignir

102.918

Annað

Samtals 770.558 102.918

Lóðir

15.281

35.110

12.021

62.412

Götur

3.550

4.392

123.789

131.732

Vélar og tæki Samtals

134.305

750.857

167.979

14.478

12.345

12.345

12.345

1.079.964

Á árinu 2012 hófust framkvæmdir annars áfanga við bakkagerð og dýpkun Skarfabakka. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting áfangans nemi 992,0 millj. kr. og að framkvæmdum ljúki árið 2014. Fjárfesting ársins nam 578,5 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 426,0 millj. kr. Þá myndaði verðlagsbreyting frávik frá áætlun auk þess sem framkvæmdir vegna úthlutaðra lóða urðu meiri en gert var ráð fyrir. Skammtímakröfur Viðskiptakröfur námu 226.381,4 millj. kr. í árslok 2012 og lækka þær um 10,9% milli ára. Viðskiptakröfur greinast þannig: 2012

Hlutfall

2011

Hlutfall

Vörugjöld

170.250

66,5%

152.818

51,1%

Aflagjöld

19.845

7,7%

66.838

22,4%

Skipagjöld

14.057

5,5%

6.329

2,1%

Húsaleiga

9.687

3,8%

8.903

3,0%

Lóðaleiga

27.063

10,6%

23.380

7,8%

79

0,0%

5.598

1,9%

Kröfur í lögheimtu

15.217

5,9%

35.035

11,7%

Viðskiptakröfur alls

256.199

100%

298.901

100%

Niðurfærsla krafna

(29.818)

-11,6%

(44.903)

-15,0%

Aðrar kröfur

Samtals

226.381

253.998


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

8

Viðskiptakröfur eru færðar niður um 29,8 millj. kr. í efnahagsreikningi félagsins vegna óvissu um innheimtu. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða, heldur er myndaður mótreikningur, sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast. Niðurfærslan er reiknuð af viðskiptakröfum sem teljast í sérstakri áhættu og nemur sú niðurfærsla 18,8 millj. kr. en einnig er færð almenn varúðarniðurfærsla og nemur hún 11,0 millj. kr. Viðskiptakröfur sem sannanlega töpuðust á árinu 2012 voru 26,5 millj. kr. en voru 0,7 millj. kr. ári áður. Langtímakröfur Í lok árs 2012 námu langtímakröfur 568,4 millj. kr. en í lok árs 2011 námu þær 217,9 millj. kr. Hækkunin milli ára skýrist að mestu leyti af kröfu á hendur Reykjavíkurborg að fjárhæð 390,4 millj. kr. vegna sölu lands við Mýrargötu. Gert er ráð fyrir að næsta árs greiðslur langtímakrafna nemi 79,1 millj. kr. Eigið fé Eigið fé Faxaflóahafna sf. var 10.917,9 millj. kr. þann 31. desember 2012 en var 10.723,6 millj. kr. í ársbyrjun 2012. Á árinu 2012 greiddu Faxaflóahafnir sf. eigendum sínum arð að fjárhæð 173,0 millj. kr. Eiginfjárhlutfall 31. desember 2012 var 84,8% en var 82,7% í ársbyrjun 2012. Skuldir og skuldbindingar Skuldir og skuldbindingar samkvæmt efnahagsreikningi Faxaflóahafna sf. voru í árslok 2012 1.956,7 millj. kr. en árið áður námu þær 2.235,9 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar félagsins hafa því lækkað um 12,5% milli ára sem skýrist af afborgun af langtímaskuldum félagsins og uppgreiðslu lífeyrisskuldbindingar til Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. Eftirstöðvar langtímalána þann 31. desember 2012 námu 1.660,9 millj. kr. og hafa þær lækkað um 186,7 millj. kr. á milli ára. Næsta árs afborganir langtímalána eru áætlaðar 269,0 millj. kr. samkvæmt lánaskilmálum. Á árinu 2013 hefjast greiðslur af EUR láni sem tekið var árið 2008 vegna kaupa á hafnsögubát. Veltufé frá rekstri, veltufjárhlutfall Sjóðstreymi fyrir árið 2012 sýnir að veltufé frá rekstri nam 1.087,9 millj. kr. á árinu. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri 1.083,7 millj. kr. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að handbært fé frá rekstri næmi 1.032,1 millj. kr. Frávik frá áætlun má aðallega rekja til betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagnaður ársins nam 367,4 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 205,6 millj. kr. hagnaði. Veltufjárhlutfall þann 31. desember 2012 var 2,27 en var 1,98 þann 31. desember 2011. Skuldbindingar utan efnahagsreiknings Eftirstöðvar útboðs- og verksamninga í árslok eru metnar á um 285,0 millj. kr. í árslok. Þar af er skuldbinding vegna annars áfanga við bakkagerð og dýpkun Skarfabakka metin á 202 millj. kr.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

9

Mikilvæg atriði

Hér verða talin upp mikilvæg atriði sem upp komu við endurskoðun ársins 2012. Eftirlit með tekjum Samkvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum ber endurskoðanda að meta innra eftirlit félagsins til að ákvarða eðli og umfang endurskoðunaraðgerða. Einnig ber honum að upplýsa félagið um mat hans á veikleikum innra eftirlits. Á síðustu árum höfum við bent á mikilvægi þess að efla innra eftirlit með skráningu tekna og þá sérstaklega með þeim tekjuliðum þar sem félagið þarf að reiða sig á utanaðkomandi upplýsingar við skráningu. Félagið hefur leitað leiða til að efla innra eftirlit, meðal annars með því að útbúa skriflega verkferla þar sem helstu innri ferlar eru raktir og verksvið starfsmanna skilgreint. Eins og fram kom í endurskoðunarskýrslu síðasta árs þá mælum við með að félagið leiti leiða til að efla enn frekar eftirlit með utanaðkomandi upplýsingum við tekjuskráningu. Í því sambandi gæti lausnin annars vegar falist í aukinni samvinnu við opinberar eftirlitsstofnanir eins og Fiskistofu og Tollstjóra og hins vegar með aukinni samvinnu og aðgengi að frumgögnum hjá skipa- og útgerðarfélögunum. Langtímakröfur Langtímakröfur samanstanda annars vegar af skuldabréfum vegna lóðagjalda og hins vegar af kröfu á hendur Reykjavíkurborg vegna sölu á landi við Mýrargötu á árinu 2012. Skuldabréfin voru níu talsins í árslok 2012 og nam virði þeirra 178,0 millj. kr. Þrjú ný skuldabréf voru gefin út á árinu og var eitt þeirra greitt upp skömmu eftir útgáfu. Skuldabréfaeign félagsins hefur lækkað verulega á síðustu árum þar sem úthlutuðum lóðum hefur fækkað. Veðskuldabréfin eru yfirleitt gefin út til fimm ára og því er útlit fyrir að þessi þróun haldi áfram á meðan úthlutun lóða er í lágmarki. Á árinu 2012 keypti Eignasjóður Reykjavíkurborgar land, lóðir og fasteign við Mýrargötu af Faxaflóahöfnum sf. Samkvæmt kaupsamningi verða eftirstöðvar kaupverðs inntar af hendi við samþykkt deiliskipulags, við ákvörðun um sölu byggingarréttar og við upphaf byggingaframkvæmda. Eftirstöðvar kaupverðsins verða þó í síðasta lagi greiddar að fullu þann 1. september 2015. Krafan er færð meðal langtímakrafna í ársreikningi félagsins og ber hún enga vexti. Eftirstöðvar kaupverðsins í árslok er núvirt miðað við 3,55% ávöxtunarkröfu og á gjalddaga þann 1. september 2015.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

10

Lífeyrisskuldbinding Á árinu 2012 var áfallin lífeyrisskuldbinding Faxaflóahafna sf. við Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar greidd upp. Vigfús Ásgeirsson, tryggingastærðfræðingur, var fenginn til að meta skuldbindinguna miðað við 1. júní 2012 og byggði uppgjörið á því mati. Skuldbindingin var greidd í júlí 2012 og nam heildargreiðsla 75,1 millj. kr. Tengdir aðilar Eins og fram hefur komið í endurskoðunarskýslum fyrri ára mælum við með að stjórn útbúi og samþykki lista yfir tengda aðila félagsins. Við viljum benda á að í leiðbeiningum um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Ísland og Samtökum atvinnulífsins árið 2008, kemur fram að stjórnarmenn ættu að upplýsa stjórn um alla mögulega og raunverulega hagsmunaárekstra. Fjárfestingar - Innkaupaferillinn Í endurskoðunarskýrslu síðasta árs bentum við á mikilvægi þess að til staðar væru reglur sem tryggðu að Faxaflóahafnir sf. nyti ávallt viðunandi kjara vegna umfangsmikilla sérfræði- og viðhaldsþjónustu sem fellur undir almennan rekstrarkostnað. Þann 20. júní 2012 samþykkti hafnarstjóri verklasreglur sem lúta að störfum á skrifstofu Faxaflóahafna sf. Markmið verklagsreglnanna er að skrá verklag, skilgreina ábyrgð og tryggja formfestu og gæði í störfum og þar með að tyggja virkt innra eftirlit. Verklagsreglurnar taka tillit til ábendingar okkar frá fyrra ári. Samkvæmt reglunum ber ábyrgðaraðila verkefnis að sjá til þess að innkaup á vöru og þjónustu séu í samræmi við lög og reglur um útboðsskyldu. Einnig er gerð krafa um framkvæmd verðkannana til að tryggja að Faxaflóahafnir sf. njóti hagkvæmra kjara. Innheimta lóðagjalda Á árinu 2012 úthlutaði Faxaflóahafnir sf. lóð og innheimti lóðagjald sem meðal annars felur í sér kostnað við gatnagerð í tengslum við lóðina. Við úthlutun lóðarinnar gerði Reykjavíkurborg kröfu um gatnagerðargjöld af lóðinni. Reykjavíkurborg féllst á að greiða umrætt gjald til Faxaflóahafna sf. með útgáfu reiknings. Þar sem Faxaflóahafnir sf. er virðisaukaskattskyldur aðili getur félagið ekki gefið út reikning á hendur Reykjavíkurborg án virðisaukaskatts en Reykjavíkurborg er ekki virðisaukaskattsskyldur aðili. Faxaflóahafnir sf. og Reykjavíkurborg vinna að lausn málsins með aðstoð lögfræðings. Þar sem málið gæti verið fordæmisgefandi þá mælum við með að stjórnin fylgist náði með framvindu málsins.


Endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2012

11

Niðurstaða

Það er álit okkar að ársreikningurinn 2012 gefi glögga mynd af rekstri Faxaflóahafna sf. á árinu 2012, efnahag 31. desember 2012 og breytingu á handbæru fé á árinu 2012 í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.

Reykjavík, 8. mars 2013 Grant Thornton endurskoðun ehf.gu

Theodór S. Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.