frettab_agust12

Page 1

Fréttir úr Tungumálaveri

Tungumálaver, sími: 5887509, http://tungumalaver.reykjavik.is

Writing (and reading) varies with context and cannot be distilled down to a set of abstract cognitive or technical abilities (Street, 1995).

7. tölublað ágúst 2012

Kynningarfundir fara fram í Laugalækjarskóla. Æskilegt er að foreldrar komi með börnum sínum á fundina.

Norska: 7. og 8.bekkur 23. ágúst kl. 16:00 Norska 9.og 10. bekkur 23. ágúst kl.17:00 Sænska: 7. og 8.bekkur 23. ágúst kl. 16:00 Sænska: 9.og 10. bekkur 23. ágúst kl.17:00 Pólska: 7. og 8. bekkur fundur 23. ágúst kl. 15:00—16:20 Pólska: 9. og 10. bekkur fundur 24. ágúst kl. 15:00—16:20 Vinsamlegast látið þessar upplýsingar berast til foreldra og nemenda.

SKRÁNING fer fram rafrænt á heimasíðu Tungumálvers. MIKILVÆGT: 

Skrá nýnema strax

Velja þjónustu sem hæfir hverjum nemanda  Kennsluráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land. Markmið með kennsluráðgjöf er að aðstoða þá kennara og leiðbeinendur sem annarst norsku og sænskukennslu í heimaskóla við að gera kennsluna betri og markvissari.  Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í grunnskólum Reykjavíkur (og nágrannasveitarfélögum sem þess óska).  Netnám er fyrir nemendur í norsku, pólsku og sænsku í 9. og 10. bekk af öllu landinu.

Umsóknir þurfa að koma frá skólum - ekki foreldrum.

Er einhver ávinningur fólginn í því að börn byrji snemma á formlegu námi í ensku? Kynnið ykkur niðurstöður úr rannsókn Ásrúnar Jóhannsdóttur, doktorsnema við Háskóla Íslands á Tungumálatorginu. Smelltu hér!

Farkennari verður í Reykjavík næsta vetur. Hún heitir Marie Lyndgaard Hansen og er 28 ára. Hún kennir við Vigerslev Alles skole í Valby. Þar eru 30 % nemenda tvítyngdir. Kjörsviðin hennar eru danska (sem móðurmál), enska og danska sem annað mál ásamt landafræði. "Jeg arbejder i et spændende og innovativt team. Vores funktion er at udvikle nye sprogprojekter med fokus på både elevernes mundtlighed og skriftlighed. Vi er optaget af at bevidstgøre eleverne om forskellen på hverdagssprog og fagsprog og arbejder fokuseret på at dygtiggøre eleverne i disse kompetencer." Ekki var hægt að koma til móts við alla skóla sem óskuðu eftir samstarfi viði farkennarann. Á tímabilinu september 2012 til maí 2013 mun danski farkennarinn starfa í níu skólum: Árbæjarskóla,Fellaskóla,Foldaskóla,Hagaskóla,Ingunnarskóla,Melaskóla,Tjarnarskóla,Vesturbæjarskóla.Fast aðsetur hefur hún í Tungumálaveri og byrjar því dvöl sína í Laugalækjarskóla.

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.