Tungumálaver, sími: 5887509, http://tungumalaver.reykjavik.is/
Fréttir úr Tungumálaveri
6. tölublað júní 2013
For the Present is the point at which time touches eternity. C.S. Lewis, The Screwtape Letters
Hafa pólsku nemendurnir aðgang að íslenskum skáldverkum? Yndislestur er góð sumarafþreying Pólskir nemendur lesa mikið og skrifa mikið eins og sést af löngum bókaormi Wężyk książkowy sem unninn var í vetur. Við mælum með að skólar haldi íslenskum skáldsögum að pólskum nemendum sínum og kaupi íslenskar bækur í pólskri þýðingu. Það styður við hæfni nemenda í lestri á öðrum tungum og kynnir þá fyrir ýmsu í íslenskri menningu.
Titill á pólsku
íslenska
Höfundur
Útgár
Wyspa diabla
Djöflaeyjan
Einar Kárason
1997
101 Reykjavík
101 Reykjavik
Hallgrímur Helgason 2001
Trzeci znak
Þriðja táknið
Yrsa Sigurðardóttir
2006
Wez moja dusze
Sér grefur gröf Yrsa Sigurðardóttir
2008
W proch sie obrócisz Aska
Yrsa Sigurðardóttir
2009
W bagnie
Mýrin
Arnaldur Indriðason
2009
Það má benda nemendum á að fá þessar bækur lánaðar á almenningsbókasöfnum.
Sztuka grzechu
Tími nornarinnar
Árni Þórarinsson
2009
Verð á bókum er hagstætt og hægt er að panta hjálagða titla beint frá Póllandi í gegn um þessa vefverslun: www.czytam.pl
Skugga Baldur, Opowiesc islandzka
Skugga Baldur Sjón
2009
Sommardröm
Af vettvangi Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir þátttöku um pólskunám fyrir pólska nemendur í skólum Hafnarfjarðar. Kynningarfundur með foreldrum barnanna var haldinn í Lækjarskóla 27. maí. Starfsmenn í Tungumálaveri hlakka til samstarfsins.
Njótið sumarsins
Rida gennom sommarens skogar över blommande ängar och langs fält av säd och blåklint på min älskingshäst i full galopp. Bertil Peterson
Úr verinu
Gry tók þátt í fyrsta fundi um nytt nordiskt nätverk för projekt och organisationer som främjar grannspråksundervisning i Norden! sem haldinn var á Hanaholmen í Helsinki í byrjun apríl. Erika kynnir starfsemi Tungumálavers á ráðstefnunni Nordand11, Den 11:e konferensen om Nordens språk som andra- och främmandespråk, 13–15 júni 2013 sem haldin er í Stokkhólmsháskóla. Anna fer á námskeið í að kenna pólsku sem erlent tungumál sem haldið er í Warsaw í Póllandi .
Styrkir
Sendiráð Lýðveldisins Póllands veitti Tungumálaveri styrk til námsbókakaupa.
Heimsóknir að utan
Kennaranemar við háskólann í Gautaborg leituðu fanga í En studie om grannspråksundervisning. Hópur kennaranema frá háskólanum í Þrándheimi kom í sína árlegu heimsókn. Heimsóknir menntaskólanema frá Ålesund í Noregi og Frederiksberg í Danmörku.
Minnt er á innritun Skólar eru beðnir um að skrá nemendur á þeirra vegum í norsku, pólsku og sænsku. Á myndbandi á skráningarsíðu Tungumálavers er sýnt hvernig hægt er að nýskrá nemendur og flytja upplýsingar um nemendur á milli ára. Í fyrsta sinn sem tengiliður skráir upplýsingar í kerfið þarf hann að skrá upplýsingar um skólann. Eftir að grunnupplýsingar hafa verið skráðar er valin þjónusta (kennsluráðgjöf, staðnám og netnám) og nemendur skráðir. Umsóknir þurfa að koma frá skólum - ekki foreldrum. Tengiliður og skólastjóri hafa aðgang að upplýsingum skráningar frá eigin skóla. Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is