frettab_mars12

Page 1

Tungumálaver, sími: 5887509, http://tungumalaver.reykjavik.is/

Fréttir úr Tungumálaveri

3. tölublað

Data is not information, information is not knowledge, knowledge is not understanding, understanding is not wisdom. Clifford Stoll

mars 2011

Velkomin í heimsókn Starfsmenn Tungumálavers senda bestu kveðjur til allra samstarfsaðila og þakka góða samvinnu á liðnum árum. Okkur langar að hitta ykkur og því bjóðum við ykkur að líta við þegar ykkur hentar. Þið getið kynnt ykkur aðstæður og spjallað við okkur. Þetta boð stendur einnig fyrir skóla og forsvarsmenn sveitarfélaga og skólaskrifstofa sem hafa hug á að ganga til samstarfs við Tungumálaver um nám og kennslu barna í norsku, sænsku og pólsku.

Fjármálin Sendir hafa verið út reikningar frá bókhaldi Reykjavíkurborgar. Gjald fyrir þjónustuna hefur verið óbreytt frá árinu 2007, en hækkar um 7% á næsta skólaári. Gjaldið fyrir netnám og staðnám fyrir skóla utan Reykjavíkur hækkar því úr 45.500 í 48.500 fyrir hvern nemanda. Stofngjald fyrir kennsluráðgjöf hækkar úr 27.500 í 29.500 fyrir hvern árgang og verður 2.950 fyrir hvern nemanda.

Ný námskrá

Sm

e

Með opnun svæðis á Tungumálatorgi gefst kennurum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum, lltu tillögum, athugasemdum, fyrirspurnum og ábendingum sem lúta að gerð nýrrar námskrár í erlendum tungumálum. Óskað er eftir þátttöku kennara í þessari vinnu. Þeir eru fólkið sem kemur til með að vinna eftir námskránni og þeirra hugmyndir og tillögur eru mikilvægar. Hér er slóð á vinnusvæðið.

Af vettvangi Aðalfundur STÍL 2. mars 2012

Sm

Úr verinu el ltu

Ráðstefna Félags dönskukennara 16. mars 2012 Ráðstefna FEKÍ: Making sense through writing An international conference for everyone in language education June 7 – 9, 2012. Skráning fyrir 15 apríl.

Íslenska fyrir börn erlendis Netskólinn býður upp á námskeið fyrir íslensk börn, sem eru búsett utan Íslands. Umsjón með námskeiðunum hafa Edda sem er búsett í Danmörku og kennir m.a. íslenskum börnum þar og Ásgerður í Bandaríkjunum.

Pólsku nemendurnir í 7. og 8. bekk eru byrjaðir á enn einum bókaorminum á pólsku. Á einum mánuði hafa nemendur í 7. og 8. bekk skrifað umsagnir um 30 bækur. Utvecklingssamtal með foreldrum og nemendum í sænsku verða í mars. Sjá: Vad gör ett utvecklingssamtal lyckat? Sm

Gagnleg tæki og tól

el ltu

Er textinn of þungur eða léttur aflestrar? Lix-reiknir og Vocabprofile Viltu að nemendur skili verkefnum munnlega? Mail-wu : videopóstur

Sænskur skiptinemi í vettvangsnámi Johanna Grönblad er skiptinemi við Mennatavísindasvið með áherslu á tungumál. Hún sat kennslustundir í sænsku hjá Eriku Frodell sem var leiðsagnarkennari hennar, Ástríði Guðmundsdóttur og Þórunni P. Sleight í ensku og tók virkan þátt í kennslunni. Henni var kynnt fyrirkomulag sérkennslu í skólanum, fékk upplýsingar um PISA niðurstöður og kynningu á lestrarverkefnum skólans. Auk þess voru henni veittar upplýsingar um hvernig ytra mati á skólastarfi er háttað hér á landi. Að okkar ósk hélt hún vettvangsdagbók á meðan á dvölinni stóð. Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.