frettab_mars13

Page 1

Fréttir úr Tungumálaveri

Tungumálaver, sími: 5887509, www.tungumalaver.reykjavik.is 3. tölublað

If you talk to a man in a language he understands, that goes to his head. If you talk to him in his language, that goes to his heart. Nelson Mandela

mars 2013

Nemendamat í sænsku í Tungumálaveri Í lok hvors misseris er lögð könnun fyrir netnema í sænsku. Þeir eru beðnir um að nefna þrennt sem þeir hafa lært á misserinu, hvaða þema var áhugaverðast og hvað nemendur telja að gagnist þeim best í tungumálanáminu. Jafnframt eru þeir beðnir um tillögur að nýjum þemum og að meta hvað er gott og minna gott við netnámið. Niðurstöður eru kynntar foreldrum. Vad har jag lärt: väldigt många nya ord, hur man skal svara på frågor från texter och hur man skal skriva bra berättelser. Vad var bäst: Alt :-) Jag tyckte August Strindberg temat var bra; temat om olika brottstyper och rättsystemet i Sverige; att vi skulle skriva och ta intervjuver. Hur lär man sig språk: Läsa jätte mycket, prata och lyssna på andra. Med repetitioner tror jag. När jag lärde mig svenska behövde jag repetera hela tiden så att det skulle fastna i huvudet. Jag tycker att om man är tvungen att prata ett språk så att andra kan förstå så lär man sig det språket bäst på det sättet. Förslag till nya teman: Tema om äventyr från Sverige; att jobba med musik eller komedier; att läsa om en annan person som Strinberg; att ha ett tema om traditioner i Sverige. Positivt med distansundervisningen: Man kan organisera sin tid mycket bättre och koncentrera sig bättre när man gör läxan. Man kan skapa sin egen tid och man har mer ansvar för sin utbildning. Dem som bor inte i Reykjavík kan också lära svenskan. Att vi få gjöra massor av anorlunda projeckter varje vecka. Negativt: Jag tycker inget vara negativt, jag tycker det bara positivt och behaglig att vara i distansundervisning i svenskan. Att man inte lär känna de andra eleverna.

Meira um CLIL CLIL: Content and Language Integrated Learning. Í CLIL kennsluáætlun hafa grein og tungumál jafnt vægi. Skipulagið fylgir fjögurra þrepa ramma. Aðlaga textann sem vinna á með — útlit og framsetning Bestu textarnir hafa myndir, gröf eða annað sem hjálpar nemendum að skilja efnið. Nemendur þurfa millifyrirsagnir eða aðrar merkingar sem vegpósta til að átta sig á efninu.

Greining og skipulag á þekkingu og hæfni — fagið Ákveða þarf hvernig vinna á úr efni textans til að inntak og mál vinni saman. Úrvinnslan getur verið flokkun í einhverri mynd (classification, grouping, ranking), gerð flæðirita og tímalína til að skýra orsakasamhengi; gerð tafla til að lýsa fólki og stöðum og samþætting þessa. Framsetning textans á að auðvelda nám. Við val á viðfangsefnum á að leggja jafna áherslu á framfarir í málnotkun og lykilkunnáttu í greininni.

Val á málstoðum í textanum – tungumálið Nemendur þurfa að geta endursagt kjarna textans með eigin orðum. Nemendur þurfa að geta notað bæði einfalt og flókið tungumál. Með aðstoð kennara merkja nemendur gagnlegan orðaforða og flokka hann eftir því hvaða hlutverki hann gegnir. Nemendur gætu þurft orðaforða samanburðar og andstæðna, staðsetningar og til að lýsa þróun og ferli, en einnig þjálfun í formlegu málfari, atviks- og forsetningasamböndum.

Viðfangsefni náms — úrvinnslan Eini munurinn á viðfangsefnum náms í almennu tungumálanámi og CLIL er sá að viðfangsefni í samskiptum, frásögn/kynningum og ritun þurfa að vera tengd faginu til að bæði sé unnið með innihald og tungumál. En þar sem líklegt er að innihaldið verði í forgrunni, þarf hlutverk og mikilvægi tungumálsins að vera skýrt . Það þarf að gefa því vægi og vera sýnilegt í skipulagi, framkvæmd og mati.

Af vettvangi Ör-ráðstefna og aðalfundur STÍL samtaka tungumálakennara verður haldinn 1. mars kl. 15:00—18:00 í Háskólanum í Reykjavík. Ör-ráðstefnan hefur titilinn Stöðupróf - hvenær? fyrir hverja? og til hvers? Stöðupróf á mörkum grunn– og framhaldsskóla verða rædd frá ýmsum sjónarhornum í fjórum örfyrirlestrum. Kennarar eru hvattir til að skrá sig (vera@fsu.is)og blanda geði við tungumála-

Engelsk Eg lærer meg engelsk berre for at eg skal seie: “Hello, baby!” til deg når du kjem forbi på rulleskøytene dine. Ragnar Hovland

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.