frettab_nov12

Page 1

Fréttir úr Tungumálaveri

Tungumálaver, sími: 5887509, http://tungumalaver.reykjavik.is 10. tölublað

Everything that can be counted does not necessarily count; everything that counts cannot necessarily be counted. Albert Einstein

nóvember 2012

Lilja Margrét Möller, kennari í Vesturbæjarskóla sendi eftirfarandi fyrirspurn út á samfélagssíðu Félags enskukennara:

Hvernig mætið þið nemendum sem hafa lært ensku erlendis og koma inn á miðstig grunnskólans? Reynsla starfsmanna Tungumálavers er sú að þegar barn flyst að utan hefur það oft mikla færni í hlustun og munnlegri málnotkun miðað við sinn aldur. Þessari færni hrakar hratt þegar komið er í nýtt málumhverfi, ef ekki er við haldið. Búseta erlendis er ekki samnefnari með að nemendur hafi mikla hæfni í öllum færniþáttum. Börn eru börn. Nemendur þurfa að vita hver hæfni þeirra er í hverjum færniþætti svo að þeir geti meðvitað valið viðfangsefni sem tosa þau áfram í stað þess að hjakka í sama farinu og gera bara það sem þeir eru góðir í. Hæfniviðmiðin í nýju námskrárdrögunum eiga að geta hjálpað kennurum og nemendum við að átta sig á raunstöðu nemenda í tungumálinu. Nemendur í 7. bekk í Tungumálaveri hafa á valdi sínu hæfni fyrsta stigs þegar þeir hefja nám. Þeir byrja því í sænsku og norsku á öðru stigi skv. námskrárdrögunum. Ef í bekk er nemandi sem er vel mæltur á einhverja tungu verður eðlilegra að nota markmálið inni í kennslustund, auk þess sem hann getur verið öðrum góð fyrirmynd um málnotkun, framburð og hrynjandi í máli ungs fólks. Þessi nemandi getur einnig verið svo dásamlegur hvati sem drífur samnemendur áfram til að gera betur, ef viðfangsefnin eru skipulögð með fjölþrepa þarfir í huga. Allt of oft er lausnin fólgin í að setja fyrir þessa nemendur meiri lestur og ritun eða eitthvert framhaldsskólaefni sem ekki hæfir aldri þeirra. Í umræðunum kom fram hjá Kristínu Pétursdóttur að ekki má gleyma að þessir nemendur eru líka mjög misjafnlega í stakk búnir að vinna "sjálfstætt" og lesa sér fyrirmæli til gagns. Þetta telur Árný Helga Reynisdóttir að eigi einnig við nemendur á framhaldsskólastigi.

Når solen endelig skinner i november Når solen endelig skinner i november skinner den så stærkt at selv de blinde farer semmen når de hører deres skyggers drøn. Henrik Nordbrandt

Á döfinni í nóvember Inspirationsmøde i HR, d. 2. november kl. 15:00—17:00 Norræna bókasafnsvikan, Kura skymning hefst 12. nóvember í Norræna húsinu.

Halloween is October 31. 2012 Thanks Giving is November 22. 2012 Kaffifundur FEKI 13. nóvember. Smásagnakeppni í ensku

Úr Verinu PolskiAbc á Tungumálatorgi er námsefni í pólsku fyrir Íslendinga. Efnið er samið af Anna Krzanowska, kennsluráðgjafa í Tungumálaveri fyrir styrk frá Innanríkisráðuneyti. Vefsvæðið opnar í desember.

Nyt om mundtlighed fra rejselærerne

Fundur með foreldrum pólskra nemenda í 7. og 8. bekk. 6. nóvember í Fellaskóla og 8. í Laugalækjarskóla.

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is

Viðmið EALTA um gott verklag við námsmat á færni í tungumálum miðast fyrst og fremst við þá sem vinna við

  

að mennta kennara í að prófa og leggja mat á færni í tungumáli að prófa og leggja mat á færni nemenda í tungumáli í námsaðstæðum skólans eða vinnustaðarins að semja og þróa próf fyrir ákveðin skólastig, ákveðin svæði, þjónustu eða stofnanir.

Ákveðin lögmál gilda fyrir alla þessa hópa: Virðing fyrir nemendum/próftakendum, ábyrgð, sanngirni og réttsýni, áreiðanleiki, réttmæti og samvinna hagsmunaaðila. Þessi almennu lögmál einkenna góða starfshætti, og félagar í EALTA eru hvattir til að kynna sér þau til að styrkja frekar fagmennsku sína og gæði eigin starfshátta.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.