frettab_okt12

Page 1

Fréttir úr Tungumálaveri

Tungumálaver, sími: 5887509, http://tungumalaver.reykjavik.is

Can't underestimate how many times you need to share the vision and values Michael Fullan

9. tölublað október 2012

Þróun tekur tíma: Tungumálaver er 10 ára  

Árið 1988 heimilaði menntamálaráðherra að kenna mætti þeim nemendum grunnskóla norsku eða sænsku sem hefðu góða undirstöðukunnáttu í staðinn fyrir dönsku. Í § 29 laga um grunnskóla nr. 66/1995 er kveðið á um að gera eigi námskrár í no/sæ jafnt og dönsku og var fyrsta námskráin í norsku og sænsku gefin út 1999.

Við yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga árið 1996 skiptust fjármunir sem ríkið lagði áður til ráðgjafarþjónustu í norsku og sænsku milli sveitarfélaganna. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur réði til sín ráðgjafa í norsku og sænsku og ákvað að gefa öðrum sveitarfélögum kost á því að nýta sér þessa þjónustu með þátttöku í rekstrarkostnaði. 

1998 veitti Norræna ráðherraráðið styrk til að þróa fjarkennslu í norsku og sænsku á grunnskólastigi.

Laugalækjarskóli tók samkvæmt þjónustusamningi að starfrækja Tungumálaver frá 1. feb. 2002, samkvæmt samþykkt fræðsluráðs frá 7. maí 2001. Þar fer fram þróun og framkvæmd fjarkennslu í tungumálum auk kennsluráðgjafar í norsku og sænsku. 

Í § 16 laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir að grunnskólum sé heimilt að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli nemenda með annað móðurmál en íslensku sem hluta af skyldunámi er komi í stað skyldunáms í erlendu tungumáli.

Árið 2008 var tekin upp móðurmálskennsla í pólsku í Tungumálaveri og hún byggð upp eftir sama sniði og kennslan í norsku og sænsku. 

Upphaf kennslu í norsku, pólsku og sænsku helst í hendur við kennslu í dönsku. Að jafnaði hefst hún í 7. bekk. Kennsla í 7. og 8. bekk fer fram í staðnámi en í fjarnámi í 9. og 10. bekk. Kennsluráðgjöf er veitt til kennara á landsbyggðinni sem hafa umsjón með nemendum í norsku og sænsku.

Hvað er EALTA? EALTA eru evrópsk samtök fagfólks um námsmat í tungumálum. EALTA eru sjálfstæð samtök. Stefna Tilgangur EALTA er að auka skilning á fræðilegum forsendum námsmats í tungumálum og stuðla að umbótum og samvinnu um próf og námsmatsaðferðir í Evrópu. Rök Evrópa er fjöltyngd álfa,þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytni í tungumálum, menningu og hefðum. Hluti af slíkum margbreytileika er fjölbreytt menntakerfi, námsmatshefðir og gildi. Með slíkri fjölbreytni er mat á tungumálafærni mikilvægur þáttur tungumálastefnu sem hefur það að markmiði að virða fjölbreytta flóru tungumála og menningar og sem jafnframt er ætlað að tryggja að hámarksgæði mats á námsárangri í tungumálum og mats á færni í tungumálum. EALTA telur að auknum gæðum í námsmati tungumála verði best náð í alþjóðlegu samstarfi. EALTA starfar í þeirri trú að alþjóðlegt samstarf hjálpi einstaklingum, stofnunum og þjóðum við að læra hverjir af öðrum án þess að dregið sé úr menningarlegu sjálfstæði þeirra.

Og låsen sagde til nøglen Og låsen sagde til nøglen (der var blevet drejet om to gange): Du duer ikke uden mig! Nøglen svarede: I lige måde! Muniam Alfaker

Áhugaverður pilstill Hólmfríðar Garðarsdóttur

Ábm. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is

Á döfinni í október Námskeið í lestri með áherslu á lestraraðferðir annars máls fyrir kennara í norsku og sænsku. Tungumál kennara er norska. Etienne Wenger og Beverly Trayner halda sameiginlegan opinberan fyrirlestur 4.október kl. 11:05-12:05 í Hátíðarsal Háskóla Íslands um Social learning spaces in landscapes of practice. Smásagnakeppni í ensku fyrir grunn– og framhaldsskóla 26. sept.— 10. des. Bíófundur með nemendum í 9. og 10. bekk í pólsku 8. okt. kl. 15:10– 16:30 í Laugalækjarskóla.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.