DVERGAFRÉTTIR JÚNÍ 2012 Komið þið sæl, Þann 2.maí fórum við öll saman í gönguferð yfir í leikskólann Hulduheima. Mjög gaman að fara á nýtt svæði til að leika sér á. Mikið hefur verið um gönguferðir í maí t.d. fórum við á skólalóðina í Engjaskóla, bátarólóinn, leiksvæðið í Breiðuvík o.fl. En eins og kom fram í maí fréttabréfinu fara börnin 2008 í fleiri ferðir en 2009+2010 börnin og fara einnig í strætóferðir. Útileikfangadagurinn var 11.maí og fannst þeim mjög spennandi að taka dótið með sér út. Útskrift elstu barna Hamra var þann 16.maí. Börnin á Dvergasteini og Álfabergi tóku þátt í útskriftinni. Þau voru búin að búa til blóm sem þau afhentu svo hverju útskriftarbarni í sal í útskriftinni. Þetta var virkilega hátíðlegt og gaman að fylgjast með börnunum okkar að afhenda blómin. Frábær börnin ykkar og stóðu sig mjög vel Framundan í júní: Sumarval í garði er á föstudögum milli kl.10-11. 6.júní: Börnin fædd 2009+2010 fara í gönguferð um hverfið. 7.júní: Börnin fædd 2008 fara í Árbæjarsafnið. Leggjum af stað kl.9. 8.júní: Snúðaskokk Hamra. Þá er hlaupin stuttur hringur í kringum leikskólann en eldri deildir hlaupa í kringum Víkurskóla. Svo þegar komið er í garðinn fá allir nýbakaða kanelsnúða. Hlaupið hefst stundvíslega kl.10 en smá upphitun er fyrir hlaupið. 12.júní: er hjóladagur á Dvergasteini. Börnin geta komið á þríhjóli, hlaupahjóli, tvíhjóli einhverju sem þau ráða auðveldlega við. Við förum svo á leikvöllinn í Víkurskóla og hjólum þar um morguninn. Að sjálfsögðu eiga allir að vera með hjálm. 14.júní: Júlíu- og Vigdísarhópur fara í gönguferð um hverfið. 15.júní: Þá er sumarhátíð Hamra frá kl.9:30-11. Boðið verður upp á andlitsmálun inni á deild fyrir þau sem vilja. Við byrjum svo á skrúðgöngu um hverfið. Þegar komið er í garðinn er leiksýning í garðinum kl.10 í boði foreldrafélagsins. Brúðubíllinn er svo kl.14. 21.júní: Þá förum við með strætó að Reynisvatni með börnin fædd 2008. Við leggjum af stað kl.8:50. Við verðum svo komin heim fyrir hádegismatinn. 27.júní: Hjóladagur fyrir börnin fædd 2008. Munið eftir hjálminum. 28.júní: Öll deildin ætlar að fara í fjöruferð með nesti. Við leggjum af stað ekki seinna en kl.9:15. Börnin mega koma með nesti að heiman t.d. brauð eða ávöxt, 1-2 kex, drykk svo eitthvað sé nefnt. Munið að bera sólarvörn á börnin áður en þau koma í leikskólann. Við berum svo á þau eftir hádegi. Þann 15.júní er síðasti dagurinn hennar Guðnýjar í Hömrum. Hún ætlar að fara í uppeldis- og menntunarfræði í Háskóla Íslands í haust. Við óskum henni góðs gengis á nýjum vettvangi og þökkum henni fyrir frábæra samveru á Dvergasteini
Sumarkveðjur, Vigdís, Anna Sif, Sædís, Júlía Dröfn og Guðný