Fundagerðir Fundargerð umhverfisráðs Seljaskóla skólaárið 2010-2011
1. fundur í október 2010 Mættir voru fulltrúar starfsfólks ásamt aðstoðarskólastjóra Dregist hefur að kalla umhverfisráðið skólans saman en verkefnastjóri hefur verið að safna saman efni til kynningar og námsefni fyrir kennara. Farið var yfir markmiðin sem sett voru fyrir Grænfánann 2008 og menn sammála um að staðan væri nokkuð góð þó þyrfti að rifja þau upp með starfsmönnum og umsjónarkennarar ræddu þau síðan við nemendur. Erla kom með hugmynd að leyfa nemendum í 6. bekk að nýta moltuna sem væri í moltutunnunni. Tunnan væri nánast full og það gæti því verið góð fjáröflunarleið fyrir þá til þess að safna fyrir skólabúðaferð að ári. Rætt var um skipulag á vali nemenda í umhverfisráðið. Ákveðið var að Jóna Linda ræddi við nemendur á miðstigi og Erla við nemendur á unglingastigi. Eindreginn vilji er til þess að ná að flagga Grænfánanum í vor og því væri e.t.v best að ræða við einhverja af fyrri fulltrúum og jafnvel blanda saman reyndum og óreyndum. Guðrún Guðmundsdóttir 2.fundur í nóvember 2010 Mættir:Allir Fulltrúar nemenda voru boðnir velkomnir til starfa bæði nýir og gamlir. Erla upplýsti hvað búið væri að gera frá því skólastarf hófst. Við fórum saman yfir gátlistann frá Landvernd og vorum alsæl með hversu góðum árangri við höfum náð. Það var aðallega kaflinn um kynningu og menntun sem við höfðum áhyggjur að þyrfti að athuga betur. Umhverfisstefna skólans þarf að vera öllum skýr og upplýsa þarf alla nýja nemendur og starfsfólk um stefnuna. Einnig þarf skólinn að halda stefnunni á lofti við foreldra. Umhverfissáttmálinn var lesinn yfir og ákveðið að bæta aðeins orðalagið og bæta við einni reglu sem hljóðar svo: Við nýtum umhverfi skólans til útikennslu og útivistar og upplifum fjölbreytileika náttúrunnar. Nemendur lögðu til að umhverfissáttmálinn yrði hengdur upp í hverju húsi því hann þyrfti að vera sýnilegri. Árið 2007 tóku tveir nemendur í umhverfisráði að sér að útbúa miða til þess að við hlið allra slökkvara í skólanum til þess að minna fólk á að slökkva ljósin. Menn voru sammála um að endurnýja þyrfti miðana og ákveðið var að biðja hvern bekk að útbúa miða fyrir sína heimastofu og hengja við alla slökkvara í stofunni. Sólveig og Snorri ætluðu síðan að útbúa nýja miða til þess að setja við slökkvara á sameiginlegum svæðum.
Markmið sem ber að stefna til þess að geta sótt um Grænfánann að ný er að:
Rifja upp eldri markmið þar sem ekkert eftirlit hefði verið á síðasta skólaári Allur lífrænn úrgangur úr mötuneyti og eldhúsi verði fluttur á endurvinnslustöð Morgunnesti nemenda verði ávextir. Auka umhverfisvitund nemenda með því að upplýsa þá um umhverfismál með skipulögum hætti.
Erla lagði til að allir kennarar myndu á vorönn skipuleggja a.m.k. 5 kennslustundir til þess að fjalla um umhverfismál og skapa umræðu meðal nemenda um þau. Kennarar myndu síðan skila henni skýrslu um það efni sem tekið væri fyrir. Skýrslan yrði síðan notuð til þess að setja fram skipulag að fræðslu fyrir alla árganga og yrði á næsta skólaári að námskrá fyrir alla nemendur og samfella yrði í umfjöllum um umhverfismál. Guðrún Guðmundsdóttir
3. fundur í febrúar 2011 Mættir Verkefnastjóri og fulltrúar nemenda Ákveðið var að nemendur í umhverfisráði fari í allar stofur og kanni hvort minnismiðar séu ekki við alla slökkvara og endurvinnslukassar séu rétt notaðir. Einnig eiga þeir að kynna það sem þeir eru að gera á næsta starfsmannafundi. Erla hefur verið með innlegg á öllum starfsmannafundum og minnt starfmenn á verkefnið og bent á netslóðir þar sem fjallað er um umhverfismál Guðrún Guðmundsdóttir