graenfanaverkefnid

Page 1

Grænfánaverkefnið Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Sumarið 2001 bauðst Seljaskóla ásamt ellefu öðrum skólum að taka þátt í Grænfánaverkefni Landverndar. Sjá nánari upplýsingar á landvernd.is Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem hefur það að leiðarljósi að efla fræðslu um umhverfismál og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna Fee (Foundation for environmental education). Fánanum er ætlað að auka veg umhverfismenntar og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Hann er veittur þeim skólum sem hafa sett sér markmið í umhverfismálum og náð árangri. Skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár. Viðurkenningin fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.