joljonina

Page 1

Jólakveðja fra Vógaskóla Nú er langt liðið á jólamánuðinn í skólanum og styttist í jólafrí. Nemendur hafa verið að gera ýmislegt sem tengist jólahátíðinni samhliða hefðbundnu námi s.s. skreyta stofuna sína, skrifa jólakort og fara í stuttar ferðir, þó mismunandi eftir árgöngum. Lúsían var sett upp og voru það nemendur í 5. og 6 .bekk sem sáu um söng og spiluðu. Var sýningin í skólanum fyrir alla árganga í gær en nemendur fóru í síðustu viku í heimsókn í Múlabæ og sýndu Lúsíuna. Var þeim vel tekið af eldri borgurum og þau ótrúlega hátíðleg og prúð. Mánudagurinn 19. desember er kirkjuferðin. Áralöng hefð hefur skapast fyrir heimsókn í Langholtskirkju fyrir jólin. Við leggjum af stað frá Vogaskóla fylktu liði kl. 9:00 með kyndla ef veður leyfir. Vinabekkir leiðast og eru það 10. bekkingar sem leiða fylkinguna. Þar mun séra Sigrún Óskarsdóttir taka á móti okkur og flytja hugvekju um frið og kærleika, kór Vogaskóla mun flytja nokkur lög, nemendur flytja tónlistaratriði, sungin verða jólalög og Jónína skólastjóri ávarpar nemendur. Þeir nemendur sem ekki sækja kirkju af trúarástæðum gefst kostur á að vera í skólanum við leik og störf meðan á kirkjuferð stendur. Foreldrar eru beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara ef nemandi fer ekki í kirkju. Mánudagurinn 19. desember Þá er sveigjanlegur dagur og skóla lýkur kl. 12:00. Vogasel tekur við þeim börnum sem þar eru skráð kl. 12 eða um leið og skóla lýkur. Jólaskemmtanir: Á unglingastiginu er jólaskemmtunin mánudagskvöldið 19. des. og hefst kl. 20:00 á Helgileiknum. Á eftir er svo dansað í kringum jólatréð í Salnum. Skemmtunin stendur til kl. 22 og hefst þá jólafrí hjá nemendum í 8.-10.bekk. Allir foreldrar eru hjartanlega velkomnir á Helgileikinn mánudagskvöldið 19.des. kl. 20:00 en vinsamlegast mætið tímanlega af virðingu fyrir listafólkinu sem flytur Helgileikinn. Þriðjudagurinn 20. desember Þriðjudaginn, 20. des. hefst jólaskemmtun kl. 9:00 hjá 1. 4. 5. og 7. bekk og lýkur kl. 10:00. Kennarar taka á móti nemendum sínum og fara með þá niður í Skálann þar sem Helgileikurinn er sýndur og svo er dansað í kringum jólatréð. Eftir að skemmtuninni lýkur eru nemendur komnir í jólafrí. Hjá 2. 3. og 6. bekk hefst jólaskemmtunin kl. 10:30 og lýkur kl. 11:30. Kennarar taka á móti nemendum sínum og fara með þá niður í Skálann þar sem Helgileikurinn er sýndur og svo er dansað í kringum jólatréð. Kennarar taka á móti nemendum sínum og fara með þá í Skálann þar sem Helgileikurinn er sýndur og svo er dansað í kringum jólatréð. Eftir að skemmtuninni lýkur eru nemendur komnir í jólafrí.


Frístundaheimilið Vogasel tekur á móti börnum sem þar eru skráð kl. 12:00 þann 20.des. Ef nemendur sem skráðir eru í Vogasel þurfa gæslu fyrir/eftir jólaskemmtunina vinsamlegast látið umsjónarkennara vita en skólinn mun brúa bilið þar til Vogasel tekur við kl. 12:00. Gætum öryggis um áramótin Aldrei er of varlega farið með flugelda um áramótin. Notum hlífðargleraugu og mætum heil í skólann á nýju ári. Meðferð flugelda í skólanum og á skólalóðinni er stranglega bönnuð. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 4. janúar skv. stundaskrá en þriðjudaginn 3. janúar er starfsdagur í Vogaskóla. Ég vona að þið eigið góð jól framundan, jól ljóss, vonar og friðar. Jólin er tími fjölskyldunnar og mikilvægt að treysta þau bönd sem best. Ræðum saman á uppbyggilegan hátt og reynum að horfa björtum augum á framtíðina. Fyrir hönd starfsfólks Vogaskóla þá sendi ég ykkur öllum og fjölskyldum ykkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári og þakka samstarfið á árinu sem er að líða. Jólakveðja, Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.