Afgreiðsla leyfa og undanþága frá skólasókn: 1. Forráðamaður sækir skriflega um leyfi. 2. Umsjónarkennari afgreiðir leyfi í 1- 2 daga. 3. Umsjónarkennari ásamt stjórnanda undirrita leyfi í 3-5 daga. 4. Umsjónarkennari og skólastjórnandi funda með forráðamanni áður en undanþága frá skólasókn í 6 daga eða lengur er veitt. 5. Skóla er heimilt að hafna beiðni um leyfi af málefnalegum ástæðum.
Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar ákvörðunar um tímabundna undanþágu frá skólasókn eru: 1.
Ástundun nemanda síðustu þrjár annir. Þar er átt við mætingu og skil á verkefnum og heimanámi.
2.
Fyrri leyfi á síðustu tveimur önnum eða skólaárinu.
3.
Hvort forráðamaður hafi sinnt skyldu sinni vegna fyrri leyfisbeiðna, sbr. 8. gr. grunnskólalaga, þ.e. að sjá til þess að nemandi hafi unnið upp það sem hann kann að hafa misst úr námi meðan á undanþágu stóð.
Foreldrar eru beðnir að gæta hófs í umsóknum um leyfi. Þeir bera fulla ábyrgð á að ekki verði röskun á námi barna sinna vegna leyfa.
Afgreiðsla leyfa og undanþága bakhlið.doc