mars 2012
Af gefnu tilefni Við viljum benda á að ef nemendur eru að taka þátt í tónlistaruppákomum eða íþróttamótum á skólatíma er nauðsynlegt að leyfisbeiðni til skólans vegna þess berist frá foreldrum. Það er auðvitað gott fyrir okkur að fá nafnalista frá tónlistarskólanum eða íþróttafélaginu en þessir aðilar geta ekki óskað leyfis úr skóla fyrir nemendur.
Umferðin enn og aftur Við viljum enn og aftur lýsa áhyggjum okkar af því umferðaröngþveiti sem skapast iðulega fyrir utan skólann á morgnana. Þar eru foreldrar sem aka börnum sínum til skóla og starfsfólk að koma til vinnu sem þarf að leggja bifreiðum sínum í stæði. Bílastæðið er þröngt og oft á tíðum margir stórir bílar þar á ferð á sama tíma og mörg gangandi börn. Nú hækkar sól á lofti og viljum við því hvetja sem flesta til að ganga til skóla. Þeir sem eiga þess ekki kost eru beðnir að gæta fyllstu varúðar og aka ekki inná bílastæðið nema nauðsyn beri til.
Páskaleyfi
Á ferð og flugi
Síðasti skóladagur fyrir páskafrí er föstudagurinn 30. mars. Þriðjudaginn 10. apríl er svo starfsdagur án nemenda og því fyrsti skóladagur eftir páska miðvikudagurinn 11. apríl.
Að undanförnu hafa nemendur skólans farið í margar skemmtilegar vettvangsferðir og áfram eru fyrirhugaðar nokkrar slíkar að loknu páskaleyfi. 1.-4. bekkur fór á tónleika í Hörpu í byrjun mánaðarins Nemendur í 5.-7. bekk fara á tónleika þar eftir páska. 3.,4. og 5. bekkur fóru í Stjörnuver í boði Frostaskjóls. 3. bekkur fór í Gerðuberg og 4. bekkur á Ásmundarsafn og á tónleika hjá Tónskólanum Do, re, mí. 5. bekkur heimsótti Landnámssýninguna 871 +/- 2 í miðbæ Reykjavíkur og fer á Þjóðminjasafnið í þessari viku. Og síðast en ekki síst fór 6. bekkur í vel heppnaða skíðaferð í Bláfjöll.
Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heilsa, hreyfing og útivist Hér var mikið líf og fjör þriðjudaginn 20.mars. Þann dag brutum við upp hefðbundna stundaskrá nemenda blönduðum öllum aldurshópum og unnum saman að fjölbreyttum verkefnum, flestum utandyra. Hér á heimasíðunni okkar má sjá fjölmargar myndir frá deginum auk annarra mynda úr skólastarfi undanfarinna vikna.
Lokahátíð upplestrarkeppninnar Næsta miðvikudag 28. mars kl. 16:30 tekur okkar fólk þátt í lokahátíð upplestrarkeppninnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Úr hópi margra góðra lesara í 7. bekkvoru valin sem fulltrúar okkar að þessu sinni þau, Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir og Baldur Stefánsson, og til vara Mist Þormóðsdóttir Grönvold. Við óskum þeim góðs gengis.
Fréttabréf Grandaskóla mars 2012