Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Námsskrá Hamra Frá Menntasviði Reykjavíkur.........................................................................................1 Leikskólinn Hamrar.......................................................................................................2 Uppeldisstefna................................................................................................................2 Markmið leikskólans......................................................................................................3 Leikurinn........................................................................................................................4 Könnunarleikurinn.........................................................................................................5 Námskrá fimm ára barna................................................................................................5 Námsvið leikskólans.......................................................................................................6 Samstarf starfsfólks........................................................................................................9 Foreldrasamstarf...........................................................................................................10 Hefðir og hátíðir...........................................................................................................10 Matsaðferðir.................................................................................................................11
Frá Menntasviði Reykjavíkur Menntasvið Reykjavíkur starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá árinu 1994 og reglugerð við þau lög frá 1995. Lögin kveða á um að leikskólinn sé fyrsta skólastigið í skólakerfinu og í samræmi við það hefur verið gefin út aðalnámskrá leikskóla (1999)af Menntamálaráðuneytinu, sem er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldisstörf í leikskólum. Það er markmið og leiðarljós Menntasviðs Reykjavíkur að í leikskólum borgarinnar sé unnið metnaðarfullt fagstarf þar sem hverju barni er mætt á eigin forsendum, byggt upp gott foreldrasamstarf með virkri þátttöku foreldra og að í leikskólunum starfi vel menntað og áhugasamt starfsfólk. Menntasvið Reykjavíkur leggur áherslu á sjálfstæði hvers leikskóla til að móta sína uppeldisstefnu í samráði við foreldra og börn. Stefnan skal byggjast á sameiginlegri hugmyndafræði starfsfólks og ytri aðstæðum hvers leikskóla.
1
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Miðgarður er þjónustumiðstöð fyrir Grafarvog. Leikskólaráðgjafi, sálfræðingur, sérkennsluráðgjafi og innritunarfulltrúi leikskólans starfa þar.
Leikskólinn Hamrar Leikskólinn Hamrar stendur við Hamravík 12 í Reykjavík. Hann tók formlega til starfa 20. febrúar 2001. Í upphafi var leikskólinn fjögurra deilda en í ágúst 2002 var leikskólinn stækkaður og varð fimm deilda. Árið 2006 var svo sjöttu deildinni bætt við. Deildirnar heita: Álfaberg, Dvergasteinn, Hulduhóll, Tröllabjarg, Skessuhlíð og Hrafnaklettur, en nöfn deildanna eru fengin af verum sem búa í náttúrunni. Mikið er af opnum sameiginlegum rýmum í Hömrum sem skipt er niður á deildirnar í hverri viku. Símanúmer Hamra eru: 577-1240 hjá leikskólastjóra 577-1241 hjá deildarstjórum og öðru starfsfólki 557-8351 á Skessuhlíð 586-2606 á Hrafnakletti Netfang Hamra er: hamrar@leikskolar.is Heimasíða www.hamrarnir.is
Uppeldisstefna Uppelsisstefna og hugmyndafræði leikskólans Leikskólinn Hamrar starfar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Höfuðmarkmið leikskólans er leikurinn og jákvæðni. Í gegnum leikinn læra börnin. Börnin búa sjálf til leikinn en við sköpum þeim umhverfið, leikföngin og annan efnivið sem við á. Hugmyndir okkar um leikinn sækjum við til Olofsson, Birgitta Knutsdotter Lek för livet. En litteraturgenomgång av förskolebarns lek. Könnunarleikurinn er fyrir börn til 3 ára. Hugmyndina sækjum við til E.Goldschmied og S. Jackson sem eru höfundar bókarinnar People Under Three. Í tónlistinni er stuðst við hugmyndafræði Edgar Wilhelms. Hann lagði áherslu á forskólakennslu þar sem barnið er virkjað í að túlka, greina og skapa tónlist. Starfsfólk og börn í Hömrum temja sér jákvæðni í orði, hugsun og framkomu. Í því felst að hafa opinn huga og bjóða neikvæðni ekki heim. Þetta hefur áhrif á starfsandann og gleðina í húsinu. Við minnum hvort annað á og hlúum að þessu takmarki eins oft og þurfa þykir.
2
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Markmið leikskólans Móttaka barna Lögð er áhersla á að vel sé tekið á móti börnunum þegar þau koma í leikskólann. Börnunum er heilsað með nafni og þau boðin velkomin með brosi og hlýju. Að barnið finni sig velkomið og er því öruggt í umhverfinu. Dagskipulag 07:30-08:00 Húsið opnar 08:00-09:00 Morgunmatur, róleg stund 09:00-11:00 Samvera, leikur, Bassi/málrækt, tónlist, list, hópastarf, útivera, 11:00-12:00 Söngstund, róleg stund 12:00-12:30 Hádegismatur 12:30-13:00 Hvíld, vinnustund 13:00-14:00 Leikur, útivera 14:30-15:00 Nónhressing 15:00-16:00 Leikur 16:00-17:00 Ávaxtatími, rólegur leikur 17:30 Leikskólinn lokar. Matmálstími Börnunum eru kenndir góðir borðsiðir og þau hvött til þess að skammta sér sjálf á diskinn og nota hníf og gaffal. Í nónhressingu smyrja börnin sjálf brauðið sitt. Matartímar nýtast líka vel til málræktar þar sem mikið er spjallað um daginn og veginn. Hreinlætisvenjur Fyrir mat og útiveru fara öll börnin á salernið. Við kennum börnunum ákveðnar hreinlætisvenjur eins og að þvo sér um hendur eftir salernisferðir. Hvíldartími Eftir mat fara yngri börnin í hvíld. Börnunum er skipt niður innan deildar eftir því hvort þau sofi eða hvíli sig. Þar sem börnin hvíla sig er annaðhvort hlustað á sögu af segulbandi eða úr bók eða róleg verkefni unnin. Fataklefinn Í fataklefanum eru börnin hvött til að klæða sig sjálf. Þar eru notuð tækifæri til að fjalla um frágang, tillitssemi við aðra og heiti líkamans, um leið og gripin eru tækifæri til ýmiskonar fræðslu um málefni líðandi stundar. Útivera Börn hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig og í útiverunni skapast aðrar aðstæður en innandyra. Úti geta þau hreyft sig óhindrað og fengið útrás, hlaupið og hoppað. Börnin eru mikið í frjálsum leik í útiveru og þá nýta þau það sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Öll börnin fara út einu sinni á dag yfir vetrartímann en oftar yfir sumartímann. Yngri börnin fara út fyrir hádegi og eldri börnin fara út eftir hádegi yfir vetrartímann. Mikilvægt er að börnin takai þátt í útiverunni. Smunir foreldrar hafa tilhneigingu til að óska eftir inniveru fyrir börn sín í því skyni að verja þau gegn sýkingu og öðrum
3
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
veikindum. Það er ekkert sem bendir til þess að börn sýkist fremur útilofti en innandyra. Veikindi. Viljum við ráðleggja foreldrum að sjá barninu fyrir öruggum samastað utan leikskólans ef það skyldi veikjast. Veikist barn með hita, skal það dvelja heima, þar til það hefur verið hitalaust í a.m.k. 1-2 sólarhringa. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá. Er þetta nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi gagnvart öðrum börnum.
Leikurinn Markmið með leik: • Rannsaka og uppgötva • Gera tilraunir • Vinna saman, þ.e. deila með öðrum, taka tillit til annarra, hjálpast að og taka eigin ákvarðanir. Mikið er unnið út frá sjálfsprottnum leik barnanna í Hömrum, þ.e. þau búa sjálf til leikinn en við sköpum þeim umhverfið, leikföngin, leiktækin og allan efnivið sem við á. Að starfsfólk sjái hvernig nýta megi félagahópinn til þess að auðga leikinn, þ.e. samsetningu hans og að skrá niður hvað gerist í leiknum. Hlutverk hins fullorðna er að vera á staðnum með athyglina á börnunum. Í leiknum örvar barnið sköpunargáfu sína og byggir upp sjálfsmynd og samskiptahæfni. Leikurinn er sá vettvangur þar sem börnin fá tækifæri til að þroskast á sem flestum sviðum, þ.e. hreyfiþroska, málþroska, vitsmunaþroska og félagsþroska. Í gegnum leikinn læra börnin samskipti við jafnaldrana. Þau fara í hlutverk og leika sér í gegnum reynslu sína. Við það að leika við önnur börn lærir barnið ýmsar samskiptareglur eins og að skiptast á, gefa með sér, taka tillit til annarra og að virða skoðanir hinna barnanna. Þessi lærdómur skilar sér í því að barnið verður félagslega hæfari einstaklingur þ.e. býr yfir góðum félagsþroska. 4
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeim börnum sem líður vel og farnast best í grunnskóla, eru einmitt þau börn sem búa að góðum félagsþroska. Með þessa vitneskju í farteskinu viljum við leggja áherslu á leikinn sem aðalmarkmiðið í leikskólanum.
Könnunarleikurinn Könnunarleikurinn í Hömrum er fyrir yngri börnin en hann byggist upp á því að börnin nota hugmyndarflug sitt með óhefðbundnum leikföngum. Hugmyndina sækjum við til höfunda bókarinnar People under Three sem eru E. Goldschnied og S. Jackson. En lykilatriði í könnunarleikjastund er að hlutverk starfsfólks er að vera til staðar. Starfsmaður hefur vakandi áhuga og er til aðstoðar ef þarf. Starfsfólk nýtir tímann til að skrá og gera athuganir. Tiltekt er hluti af leiknum. Börnin læra notkun hugtaka og með því að nefna hlutina í tiltektinni læra þau að tengja orðin við hlutinn. Leikföngin sem notuð eru í könnunarleikinn eru ekki leikföng sem keypt eru út úr búð heldur hversdagslegir hlutir og ílát t.d. dúskar, lyklar, dósir, þvottaklemmur, pappa hólkar og ýmislegt fleira. Starfsfólk í Hömrum hefur að leiðarljósi kínverska máltækið: Segðu mér það ég gleymi því. Sýndu mér það ég man það. Leyfðu mér að fást við það þá skil ég það.
Námskrá fimm ára barna Markmið: • Að undirbúa elstu börnin fyrir skólagöngu þannig að þau fái að glíma við verkefni sem hæfa aldri og þroska þeirra. Starf elsta árgangsins í Hömrum byggist upp á því að undirbúa börnin fyrir skólagönguna, hvetja þau til sjálfshjálpar, staldra við verkefnavinnu, æfa sig í að hlusta og fara eftir fyrirmælum. Lögð er áhersla á leikinn, þar sem félagsþroski barna þjálfast að miklum hluta í gegn um leikinn. Vetrarstarfið byggist upp á Aðalnámskrá leikskólans, og unnið er með hana að leiðarljósi. Vinnustund hefst í byrjun september og er fyrir elsta árganginn í leikskólanum og er á hverjum degi. Markmiðið er að börnin fái að kynnast bæði bók- og tölustöfum. Þar eru unnin verkefni sem hæfa getu og þroska þessa aldurshóps. Einnig er lögð áhersa á að börnin læri að skrifa nafnið sitt, læri að hafa vinnufrið í hópum og að þau beri virðingu fyrir verkum hvers annars. Verkefnin hafa verið tekin upp úr bókunum, Gralli gormur, Stafirnir okkar eftir Bergljótu Arnalds og Þrautabók Gralla gorms og Það er leikur að læra, reikna, lesa og skrifa, einnig eftir Bergljótu Arnalds. Stærðfræðiverkefnin eru fengin úr Þrautalausnir sem er útgefið af útkskriftarnemum KHÍ.
5
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Bókasafnsferðir: Farið er reglulega með börnin þar sem þau hlusta á sögu og taka bækur með heim í leikskólann. Markmiðið með bókasafnsferðunum er að börnin fái að kynnast lestri bóka og að umgangast þær. Íþróttir: Börnin á elstu deildinni fara einu sinni í viku í salinn í Víkurskóla þar sem þau fara í búningsklefann. Þar fá þau þjálfun í að klæða sig og umgangast búningsklefann. Í salnum er unnið markvisst í einn klukkutíma við ýmsa hreyfileiki. Tónlist: Einu sinni í viku er tónlistastund þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Edgar Willems. Tónlistastundirnar byggjast upp á takti og taktþjálfun, hlustun og heyrnaþjálfun, söngi og hreyfingu við tónlist. Samstarf við Víkurskóla Markmið: Samstarfs leik og grunnskóla er að: • Stuðla að vellíðan barna við flutning milli skólastiga. • Samfella skapist í námi barnanna. • Efla samstarf leik og grunnskólakennara. Starfsfólk og börn í Hömrum hafa aðgang að íþróttahúsi Víkurskóla. Að hausti er okkur úthlutaður sá tími sem er laus í salnum, þannig að það er misjafnt eftir árum hversu mikinn tíma deildarnar í Hömrum fá í salnum. Í samstarfi við Víkurskóla er elstu börnunum boðið í skólaheimsókn tvisvar yfir veturinn þar sem þau fá að sitja kennslustundir og taka þátt í þeim. Þau hafa með sér nesti sem hópurinn borðar svo saman að loknum kennslustundunum. Þessar heimsóknir gefa börnunum mikið og veita þeim innsýn í það sem bíður þeirra næsta vetur. Veturinn 2008-2009 fara elstu börn leikskólans einu sinni í víku í forskóladeild í Víkuskóla. Þar eru unnin þemaverkefni undir umsjón leikskólakennara og grunnskólakennara. Einnig hitta börnin sérgreinakennara. Stuðst er við kennsluaðferð sem kennd er við Story-line eða söguaðferðina. Í gegnum leik undirbúum við ritun, stærðfræði og lestrarnám.
Námsvið leikskólans Hreyfing Markmið: • Að auka líkamsvitund barnanna. • Að auka þol og styrkja líkamann. • Að börnin læri að sýna þolinmæði. • Að hreyfiþörf barnanna njóti sín. • Að auka hugtakaskilning barnanna. • Að auka félagsfærni barnanna. Eldri deildar fá eina klukkustund í viku í leikfimisal Víkurskóla. Þar höfum við aðgang að fullkomlega vel útbúnum sal til að vinna að markmiðum. Málrækt Markmið: • Að styrkja almenna máltjáningu og samskiptaform 6
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Málörvun á sér stað allan daginn eins og t.d í sögustund, fataklefa og við matarborðið. Gott aðgengi er fyrir starfsfólk að vinnu- og hugmyndabanka með málörvunarefni, sem unnið er úr bókunum Markviss málörvun, Ljáðu mér eyra og Leggðu við hlustir. Inn á milli er bætt við allskonar efni s.s rími, andstæðum, takti orða og fleiru sem styrkir hljómvitund. Myndsköpun Markmið: • Efla áhuga á myndlist • Börnin fái að tjá sig á frjálsan og skapandi hátt Hver deild á einn dag í viku í listasmiðjunni og þangað kemur starfsfólk deildanna með börnin til listsköpunar.
Tölvur Markmið: • Að kynna börnunum tölvur, hugtök og stærðfræði. Tölvur eru á fjórum elstu deildunum. Tvö börn geta verið í tölvunni í einu. Lagt er upp með að börnin fari í leiki sem hæfa aldri þeirra og þroska.
Tónlist Markmið: • Hlustun og heyrnarþjálfun: Hér hlustum við á mismunandi hljóðfæri, fáum að handfjatla þau og prófa. Hlustum á mismunandi tónlist af geisladiskum. Við heyrum muninn á háum og lágum tónum, veikum og sterkum, hröðum og hægum. Auk þess fá börnin að kynnast helstu tónskáldum sögunnar svo sem Mozart, Beethoven og Bach. Einnig hlustað á Karnival dýranna og Pétur og úlfinn. • Taktur og þjálfun taktskyns: Hér leikum við okkur með taktinn. Líkami okkar er heil hljómsveit, sem dæmi þá syngjum við, klöppum, stöppum, smellum og trommum á okkur sjálf. Við klöppum nöfnin okkar, hvað við sjáum á myndum, hvað við gerum úti svo eitthvað sé nefnt. Við skráum hljóð á ýmsan hátt, lengd hljóða, lengd orða og atkvæði orða. Við göngum í takt, hægt, hratt. Við tölum eða syngjum hátt eða lágt. Spilað er á hljóðfæri og sungið með, þannig að útkoman verður eins og “alvöru hljómsveit”. • Söngur: Börnin fá að velja sjálf þau lög sem þau vilja syngja. Stundum syngjum við lagið á –la eða –lú. Stundum höldum við fyrir nefið og syngjum þannig, það er mjög skemmtilegt. Við höfum líka sungið inn á segulbandsspólu og hlustað á okkur sjálf. Börnin syngja einsöng ef þau vilja. • Hreyfing eftir tónlist: Hér förum við í leiki þar sem við syngjum og dönsum. Höfum “ball” þar sem við hlustum á geisladisk þar sem við ýmist ruggum, göngum, hoppum eða hlaupum.
7
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Hver deild er með sinn tónlistadag sem unnin er samkvæmt hugmyndafræði Edgar Willems. Hópstjóri sér um að stjórna tónlistinni. Hver tónlistastund er um 30 mínútur. Unnið er með 8-10 börn í hóp. Deildinni er skipt upp í hópa. Kennslan fer fram í innri stofu hverrar deildar fyrir sig. Börnin sitja ýmist á gólfinu, við borð eða hreyfa sig um herbergið, allt eftir verkefnum. Einn deildarstjóri hefur yfirumsjón með tónlistinni, hann sér um að hver vika sé skipulögð. Náttúra og umhverfi Við viljum að börnin beri virðingu fyrir umhverfi sínu. Við endurvinnum t.d pappír. Í göngutúrum er talað um umgengni í náttúrunni, dýr, plöntur o.fl. Einnig förum við í fjöruna og vinnum úr því sem við finnum þar. Einnig er farið með mjólkurfernur í grenndargáma. Menning og samfélag Menning og samfélag er það sem við lifum og hrærumst í dags daglega. Við viljum öll að börnin okkar verði virkir þátttakendur í samfélaginu og strax á leikskólaaldri leggjum við grunninn. Það gerum við m.a. með því að fara í vettvangsferðir á hina ýmsu vinnustaði og stofnanir. Elsti árgangurinn hverju sinni er boðinn á sinfóníutónleika einu sinni á ári. Leiksýningar eru að meðaltali tvær á ári hjá okkur en þá fáum við leiksýningarnar til okkar í boði foreldrafélagsins. Í hverri viku er farið með börnin, eldri en 4 ára, á bókasafnið. Þar er tekið á móti þeim með sögulestri og fræðslu um bókina eða eitthvað þema sem bókasafnið hefur ákveðið. Farið er með börnin í strætó. Farið er á Árbæjarsafn, útskriftaferð með elstu börnin, stuttar gönguferðir um nágrennið og fleiri óvæntar ferðir. Við förum líka í ýmsar skemmti- og gönguferðir um nánasta umhverfi og víðar. Nám án aðgreiningar Heildtæk skólastefna er stundum kallað nám án aðgreiningar, þar sem allir einstaklingar eru jafnir, ófatlaðir sem fatlaðir. Leikskólinn kemur til móts við þarfir barnanna með því að nota kennsluaðferðir sem henta hverju og einu barni. Mikilvægt er að inni í hópnum fái hver og einn notið sín sem einstaklingur og læri að bera virðingu fyrir öðrum. Einnig er mikilvægt að nota þekkingu annarra fagaðila sem tengjast barninu til að styrkja vinnuna innan leikskólans eins og t.d með gerð einstaklingsnámskrár. Helstu tenglar okkar eru Miðgarður, Ráðgjafa- og sálfræðideild menntasviðs, talmeinafræðingar, sjúkraþjálfarar, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra svo eitthvað sé nefnt. Fjölmenning Leikskólinn hefur komið sér upp fjölmenningarmöppu þar sem helstu upplýsingar til foreldra eru á hinum ýmsu tungumálum. Leitast er við að hafa sem mest myndrænt, s.s. dagskipulag og matseðla. Sérkennsla Markmið: • Að efla framburð og auka orðaforða. • Að efla úthald og einbeitingu. 8
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Einn starfsmaður sér um sérkennslu í Hömrum. Starfsmaðurinn vinnur í samráði við sérkennslufulltúa í Miðgarði þannig að misjafnt er hversu mörg börn eru í þessum hóp og einng er misjafn hvað er verið að leggja áherslu á hjá hverju barni. Þessi starfsmaður hjálpar til með að gera einstaklingsnámskrá ásamt deildarstjóra og sérkennslufulltrúa.
Stefna leikskólans varðandi börn af erlendum uppruna Menntasvið Reykjavíkur býður upp á þjónustu túlka þegar börn af erlendum uppruna hefja leikskólagöngu. Þessa þjónustu nýtum við okkur ef með þarf, einnig leggjum við mikla áherslu á gott foreldrasamstarf til þess að kynnast sem best menningu viðkomandi barns.
Vinafundur Markmið: • Að efla samvinnu milli deilda. Vinafundir eru einu sinni í mánuði. Þá koma allir saman í miðjurými skólans. Deildirnar skiptast á að sjá um fundina. Þar eru sungin lög, farið í leiki og ýmsar uppákomur.
Samstarf starfsfólks Markmiðið með góðri samvinnu starfsfólks er að viðhalda opnum samskiptum og sjá um að upplýsingastreymið sé öruggt og skilvirkt þannig að allir séu vel upplýstir . Morgunfundir eru á hverjum morgni í 10 mínútur. Þar hittast deildarstjórar og farið er yfir stöðuna í húsinu hverju sinni. Starfsmannafundir eru 7-8 yfir árið. Þar koma allir starfsmenn saman og fá upplýsingar og fræðslu um hin ýmsu málefni sem upp hafa komið, meta starfið, skiptast á skoðunum og komast að niðurstöðu. Fundirnir eru einnig notaðir til að samræma starfið. Deildarfundir eru einu sinni í mánuði. Þar er innra starf deildarinnar rætt af öllu starfsfólki deildarinnar. Deildastjórafundir eru einu sinni í viku klukkustund í senn. Hér eru ýmis málefni rædd sem upp hafa komið og skilaboðum er komið til deilda eftir þörfum og aðstæðum. (Fagfundir eru einu sinni í mánuði þrjá klukkutíma í senn.) Skipulagsdagar eru þrisvar á ári og þar er starfið metið og framhaldið ákveðið. Settar eru skýrar línur um starfið sem framundan er.
9
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Námskeiðsdagur er einu sinni á ári og þá eru haldin námskeið og fræðsluefni af ýmsum toga eftir áhuga og aðstæðum hverju sinni. Ýmist koma fyrirlesarar til okkar eða starfsfólk fer annað til að nálgast fræðsluna.
Foreldrasamstarf Markmið foreldrasamstarfs: • Hafa jákvæð tengsl við foreldra sem byggja á gagnkvæmu trausti. Leiðir: Að starfsfólk sýni hlýtt viðmót þegar foreldrar koma með og sækja börn sín, þannig að þeim finnist þau vera velkomin en ekki eins og þeir séu einhverjir utanaðkomandi sem eru að trufla starfsemina eða starfsfólkið. Foreldrar séu vel meðvitaðir og upplýstir um alla þætti starfsins í leikskólanum, þar með talið markmið leikskólans og daglegar venjur. Áður en barn byrjar í Hömrum eru foreldrarnir boðaðir á foreldrafund eða viðtal þar sem þeir eru kynntir fyrir starfsfólki deildarinnar og leikskólanum og deildarstjóri fær upplýsingar um barnið. Á fundinum er tími aðlögunar settur og aðlögun rædd. Í september ár hvert er foreldrafundur fyrir alla foreldra í Hömrum. Þar er starfið í húsinu rætt og svo á hverri deild fyrir sig. Tvenn foreldraviðtöl eru á ári. Fyrri viðtölin eru í október og nóvember og seinni viðtölin eru í febrúar og mars.
Hefðir og hátíðir • Þorrablót: á bóndadaginn. Börnin borða þorramat. • Öskudagur: börnin bregða á leik, dansa og horfa á myndband. • Opið hús: Börnin bjóða fjölskyldum sínum að skoða leikskólann og afrakstur vetrarins. • Prestur í heimsókn: Á aðventunni kemur prestur frá Grafarvogskirkju í heimsókn til okkar í Hamra. • Jólatrésskemmtun: dansað er í kringum jólatré með jólasveinum og hátíðarmatur borðaður. • Leikrit: aðkeyptar sýningar, ein eða tvær yfir veturinn. • Foreldrakaffi: er í desember eða janúar. Þá koma foreldrar að morgni og fá sér kakó/kaffi með börnunum og starfsfólki. • Uppákomudagur: er fyrsta föstudag í hverjum mánuði s.s. nestisdagur, boltadagur, bangsadagur, spiladagur og gleraugnadagur. 10
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
• Snúðahlaup: er einu sinni að vori. Þá taka allir í leikskólanum þátt í að hlaupa hringinn í kringum leikskólann. Eftir hlaupið er boðið upp á djús og nýbakaða snúða. • Hljómleikar: einu sinni á ári býður Sinfoníuhljómsveit Íslands elstu börnunum á tónleika. • Útskrift: elstu börnin fá afhent útskriftarskjal við hátíðlega athöfn. Einnig er farið í útskriftarferð maí.
Matsaðferðir Á hverju vori meta starfsmenn starf vetrarins á starfsmannafundi en þar er farið yfir hvað hverjum og einum starfsmanni fannst um starf síðasta árs í formi spurninga. Allt sem komið hefur vel út er notað til uppbyggingar og starfinu til framdráttar. Þau atriði sem ekki fá eins háa einkunn fá tíma og rúm í næstu ársáætlun og markvisst unnið að úrbótum. Starfsmanna- og foreldrakönnun er gerð á nokkra ára fresti á vegum Menntasviðs Reykjavíkur. Unnið er markvisst með niðurstöður þessara kannana. Einu sinni á ári tekur leikskólastjóri starfsviðtöl við starfsmenn þar sem ýtarlega er farið yfir starfið. Endurmat er liður í frekari þróun skólans.
11
Leikskólinn Hamrar – Námskrá
Námskráin er unnin af starfsfólki Hamra. Ábyrgðarmaður er : Erna Jónsdóttir, leikskólastjóri Gefin út í febrúar 2006 Leikskólinn Hamrar Hamravík 12 s: 577-1240 og 577-1241 hamrar@leikskolar.is
12