Nams_danska_10b_2012-2013

Page 1

Seljaskóli 2012-2013

Danska 10. bekkur

Námsáætlun í dönsku 

Námsefni: o Ekko, lesbók og vinnubók eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen. o Bókin tekur á hlustunarþáttum, lesskilningi, orðaforða, ritun og töluðu máli. o Grammatik eftir Arnbjörgu Eiðsdóttur og Kristínu Jóhannesdóttur, nemendabók og vinnuhefti. o Annað efni: Skáldsögur/smásögur, ljósritað efni frá kennurum og myndbönd.

Vinnutilhögun: o Innleiðing lesefnis þar sem megináhersla er lögð á „Orð af orði“ o Nemendur vinna námsefnið í vinnubókinni eins og það liggur fyrir, ýmist í hóp eða einstaklingslega. Töluverð áhersla er lögð á góðan undirbúning heima. o Nemendur læri 10 óreglulegar sagnir á viku. o Skáldsögur/smásögur til heimalesturs. o Nemendur skila nokkrum ritunum yfir veturinn.

Námsmat: o Símat. o Kaflapróf í lok hvers kafla þar sem tekið er á flestum þáttum námsefnisins. o Próf úr lesnum skáldsögum. o Óvænt skyndipróf í kennslustundum sem kanna undirbúning nemenda hverju sinni. o Undirbúin smápróf úr ýmsum þekkingaratriðum. o Ritanir metnar til einkunna. o Vinnubækur og tilfallandi verkefni metin til einkunna þar sem áhersla er lögð á virkni og frágang. o Skólaeinkunn samanstendur af ofangreindum þáttum. o Lokapróf að vori.

Munið að allt nám og árangur á prófum byggir á vel skipulögðu námi. Gangi ykkur vel, María Reynisdóttir og Rúna Berg Petersen


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.