Seljaskóli Haust 2012
Íslenska 8. bekkur
Vinnutilhögun í íslensku Nemendur í 8. bekk fá 6 kennslustundir á viku.
a) Málfræði, stafsetning, hlustun, lesskilningur, ritun: Unnið verður með námsefnið Skerpa 1 e. Guðbjörgu Dóru Sverrisdóttur, Guðbjörgu Grímsdóttur og Kristjönu Hallgrímsdóttur. Unnið verður í u.þ.b. þriggja til fjögurra vikna lotum, próf tekið í lok hverrar lotu og verkefnabók lotunnar skilað.
b) Bókmenntir: Laxdæla í endursögn Gunnars Karlssonar verður lesin. Nemendur vinna verkefni, skila þeim þegar bókinni er lokið og taka þrjú próf úr henni.
c) Lestur og ritun Kjörbók: Nemendur eiga að lesa eina skáldsögu eftir íslenskan höfund og skila bókarumsögn í síðasta lagi 19. október.
Nemendur fá afhentar bækurnar Málfinnur, Skriffinnur og Hugfinnur e. Svanhildi Kr. Sverrisdóttur. Þessar bækur eru til eignar og verða notaðar í 8., 9. og 10. bekk. Munið að námið verður leikur einn ef heimavinna er ávallt unnin samviskusamlega. Gangi ykkur vel! Emilía Magnúsdóttir Jóhanna Gestsdóttir María Reynisdóttir Sigrún Á. Harðardóttir