namsaaetlun_isl_vor2012_8bekkur

Page 1

Seljaskóli Íslenska Vor 2012 8. bekkur

Námsáætlun í íslensku

Nemendur í 8. bekk fá 6 kennslustundir í íslensku á viku.

a) Málfræði, stafsetning, hlustun, lesskilningur og ritun: Unnið verður með námsefnið Skerpa 1 e. Guðbjörgu Dóru Sverrisdóttur, Guðbjörgu Grímsdóttur og Kristjönu Hallgrímsdóttur. Unnið verður í u.þ.b. þriggja vikna lotum og próf tekið í lok hverrar lotu. Þá um leið skal skila vinnubók viðkomandi lotu. Dagsetningar lotuprófa: Lotupróf 5:

27. janúar

Lotupróf 6:

21. febrúar

Lotupróf 7:

28. mars

Lotupróf 8:

9. maí

Upprifjunarhefti auk ýmissa verkefna, s.s. í ljóðum, lesskilningi og ritun. Bókmenntir, lestur og ritun: Laxdæla í endursögn Gunnars Karlssonar. Lokið verður við söguna. Nemendur vinna verkefni, skila vinnubók og taka eitt kaflapróf. Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason verður lesin og verkefni unnin úr henni. Bókarumsögn: Nemendur lesa skáldsögu eftir íslenskan höfund og skila bókarumsögn 20. mars

Munið að námið verður leikur einn ef heimavinna er ávallt unnin samviskusamlega. Gangi ykkur vel, Jóhanna Gestsdóttir María Reynisdóttir Sigrún Á. Harðardóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.