namskra

Page 1

Leikskólinn Öldukot Skólanámskrá

Útgefandi: Leikskólinn Öldukot Öldugötu 19 101 Reykjavík Sími: 551-4881 / 551-4882 Netfang: oldukot@leikskolar.is

Rekstraraðili: Reykjavíkurborg - Leikskólasvið Fríkirkjuvegi 1 101 Reykjavík Sími: 411-7000


Efnisyfirlit 1. Inngangur og kynning 1.1. Leikskólinn Öldukot 1.2. Aðalnámskrá leikskóla – Skólanámskrá Öldukots 1.3. Hugmyndafræði leikskólans og áherslur 1.4. Ársáætlun

bls. bls. bls. bls. bls.

4 4 5 5 6

2. Nám án aðgreiningar 2.1. Sérkennsla 2.2. Fjölmenning 2.3. Leikurinn 2.4. Lífsleikni

bls. bls. bls. bls. bls.

7 7 7 8 8

3. DAGLEGT LÍF Í LEIKSKÓLA 3.1. Útivera 3.2. Samverustundir 3.3. Hópavinna 3.4. Starf elstu barnanna 3.5. Könnunarleikurinn 3.6. Val 3.7. Dagsskipulag 3.8. Að koma og fara 3.9. Að klæða sig í og úr 3.10. Borðhald 3.11. Svefn og hvíld 3.12. Hreinlæti 3.13. Frágangur og snyrtimennska

bls. 9 bls. 9 bls. 9 bls. 10 bls. 10 bls. 10 bls. 10 bls. 11 bls. 11 bls. 11 bls. 11 bls. 12 bls. 12 bls. 12

4. NÁMSSVIÐ LEIKSKÓLA 4.1. Málrækt 4.2. Hreyfing 4.3. Myndsköpun 4.4. Tónlist 4.5. Náttúra og umhverfi 4.6. Menning og samfélag

bls. 13 bls. 13 bls. 14 bls. 14 bls. 14 bls. 15 bls. 15

5. INNRA GÆÐAMAT – SJÁLFSMAT LEIKSKÓLA

bls. 16

6. FORELDRASAMSTARF – SAMVINNA 6.1. Velkomin í leikskóla 6.2. Aðlögun 6.3. Trúnaður – tilkynningarskylda 6.4. Foreldrafundir 6.5. Foreldrasamtöl 6.6. Foreldrafélag 6.7. Samstarfsaðilar

bls. 17 bls. 17 bls. 17 bls. 18 bls. 18 bls. 18 bls. 19 bls. 19

7. HEFÐIR OG HÁTÍÐIR 7.1. Afmæli barnanna

bls. 20 bls. 20

2


7.2. Afmæli leikskólans 7.3. Jólahefðir 7.4. Þorrablót 7.5. Bolludagur 7.6. Sprengidagur 7.7. Öskudagur 7.8. Dagur íslenskrar tungu 7.9. Útskrift elstu barnanna og vorsýning 7.10. Vorferð/sveitaferð 7.11. Vorhátíð 8. LOKAORÐ

bls. 20 bls. 20 bls. 21 bls. 21 bls. 21 bls. 21 bls. 22 bls. 22 bls. 22 bls. 22 bls. 23

Fylgiskjal 1 Námskrá elstu barnanna Fylgiskjal 2 Starfslýsingar

3


1. INNGANGUR OG KYNNING Leikskólar Reykjavíkurborgar starfa samkvæmt lögum um leikskóla frá árinu 1994 og reglugerð við þau lög frá 1995. Lögin kveða á um að leikskólinn sé fyrsta skólastigið í skólakerfinu og í samræmi við það hefur verið gefin út Aðalnámsskrá leikskóla (1999) sem er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldisstörf í leikskólum. Það er markmið og leiðarljós Leikskólasviðs Reykjavíkur að í leikskólum borgarinnar sé unnið metnaðarfullt fagstarf þar sem komið er til móts við þarfir hvers barns, byggt er upp gott foreldrasamstarf með virkri þátttöku foreldra og í leikskólanum starfi vel menntað og áhugasamt starfsfólk.

1.1 Leikskólinn Öldukot Leikskólinn Öldukot er til húsa að Öldugötu 19. Húsið er 308 fm að stærð, reist árið 1930 af Þorleifi Eyjólfssyni. Það er byggt sem einbýlishús en hefur verið aðlagað eftir kostum að starfsemi leikskólans. Húsið er þrjár hæðir og hýsir tvær leikskóladeildir. Eldri deildin, Melhús, er starfrækt á efstu hæðinni en yngri deildin, Miðhús á miðhæð ásamt eldhúsi og skrifstofu. Í kjallara eru fataherbergi fyrir báðar deildir, salur (Brunnur), undirbúningsherbergi kennara og geymslur. Útileiksvæði leikskólans er á bak við húsið auk þess nýtum við opin svæði í kringum leikskólann. Leikskólinn Öldukot var vígður 27. janúar 1989 og var einn af þremur leikskólum sem rekinn var af Landakotsspítala. Á þeim tíma þótti mikilvægt fyrir starfsemi spítala að reka leikskóla fyrir börn starfsmanna. Þann 1. september 1999 yfirtóku Leikskólar Reykjavíkur rekstur leikskólans. Nú heyrir leikskólinn undir Leikskólasvið Reykjavíkurborgar. Öldukot er í næsta nágrenni við miðbæ Reykjavíkur. Frá Öldukoti er stutt að fara á ýmis opin svæði fyrir almenning, s.s. Hljómskálagarð, Landakotstún, Tjörnina, höfnina og svo mætti lengi telja. Ýmis söfn og menningarhús eru í seilingarfjarlægð og leikskólinn er vel staðsettur með tilliti til almenningssamgangna. Í Öldukoti eru 43 heilsdagspláss. Á yngri deildinni, Miðhúsi, eru 20 pláss fyrir börn frá 18 mánaða til þriggja ára. Á eldri deildinni, Melhúsi, eru 23 pláss fyrir þriggja til sex ára börn. Leikskólinn er opinn frá kl. 7.30 árdegis til kl. 17.30 síðdegis.

4


1.2. Aðalnámskrá leikskóla – Skólanámskrá Öldukots Menntamálaráðuneytið gefur út Aðalnámskrá leikskóla. Hún er fagleg stefnumörkun og lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf. Hún inniheldur hugmyndafræði leikskóla, markmið og leiðir. Aðalnámskrá er ákveðinn rammi um leikskólastarfið og undirstaða frekari skólanámskrárgerðar. Í Aðalnámskrá leikskóla er lögð áhersla á að efla alhliða þroska barnsins, heilbrigða lífshætti og lífsviðhorf, lífsleikni og sjálfstraust þess. Í leikskóla skal barnið ávallt vera í brennidepli og gert er ráð fyrir að barnið sé hæfileikaríkur og getumikill einstaklingur sem kann, getur og vill. Lög um leikskóla, Reglugerð um starfsemi leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla er að finna á netinu: www/mrn.stjr.is Leikskólasvið Reykjavíkur leggur áherslu á sjálfstæði hvers leikskóla til þess að móta sína uppeldisstefnu í samráði við foreldra og börn. Stefnan skal byggjast á sameiginlegri hugmyndafræði starfsfólks og ytri aðstæðum hvers leikskóla. Tilgangur þessarar skólanámskrár er að setja fram hugmyndafræði og áherslur leikskólans. Markmið hennar er: •

Að skipuleggja uppeldi og nám barnanna.

Að stuðla að skilvirkara starfi.

Að gera leikskólastarfið sýnilegra.

1.3. Hugmyndafræði leikskólans og áherslur Leikskólinn Öldukot er fyrir öll börn. Mæta skal þörfum þeirra með faglegri umönnun og miða námið við þroskastig hvers og eins, svo allir fái notið sín. Leikskólinn hefur sett sér þau markmið að útskrifa hrausta, sjálfstæða, skapandi og tillitsama einstaklinga. Áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, hreyfingu, hollt mataræði, gleði og öryggi barnanna. Leiðir að markmiðum leikskólans: •

Að hafa leikefni aðgengilegt fyrir börnin svo að þau geti bjargað sér sem mest sjálf.

Að vera með skipulagða hreyfitíma og gönguferðir.

Að hafa hollt og gott mataræði.

Þemavinna og hópastarf.

Frjáls- og skipulagður leikur.

Tjáning.

5


Að baki markimiðanna liggja kenningar framfarasinnans John Dewey. Hann lagði höfuð áherslu á að virkja athafnaþörf og vekja áhugahvöt barnsins. Kennisetning Deweys “learnig by doing”, að læra með því að gera hlutina, urðu einkunnarorð framfarastefnu hans. Dewey lagði áherslu á að ekki er nóg að taka við fræðslu um hlutina heldur sé það reynslan af því að framkvæma sem leiði til dýpri skilnings. Hann sagði að umhverfið þyrfti að vera hvetjandi. Best væri að skapa það þannig að barnið finni löngun til þess að kanna það, rannsaka og handfjatla. Framfarasinnar telja að markmið uppeldis sé að örva stigbundna þróun frá þroskastigi til þroskastigs allt fram á fullorðinsár. Til þess að ná þessu markmiði þarf að skapa barninu uppeldisumhverfi sem örvar þróunina á virkan hátt með eðlilegum og hæfilega erfiðum viðfangsefnum.

1.4. Ársáætlun Ársáætlun er unnin fyrir hvert leikskólaár, frá 1. september til 1. september næsta árs. Í ársáætlun koma fram helstu niðurstöður innra mats í leikskólanum og umbótaáætlun fyrir næsta ár. Einnig eru settir fram þeir þættir sem unnið verður með á næsta leikskólaári, t.d. þemaáætlun, sérstök markmið eða áhersluþættir, foreldrafundir og starfsmannafundir. Ársáætlun er unnin eftir ákveðnu formi. Helstu atriði ársáætlunar eru færð inn á sérstakt eyðublað sem dreift er til foreldra.

6


2. NÁM ÁN AÐGREININGAR Leikskólinn er fyrir öll börn á leikskólaaldri. Í leikskóla eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Í Öldukoti er unnið skv. mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,( http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1122/1712_read-2428/ ) Leitast er við að hvert barn fái viðfangsefni við sitt hæfi. Mikilvægt er að félagsskapur og samskipti barnanna bindi þau vináttuböndum og styrki samkennd þeirra. Í leikskólanum er það talinn ávinningur fyrir alla að eiga þar saman fjölbreytt samfélag. Leikskólinn er í samstarfi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar ,Vesturgarð, en þar starfa m.a. sálfræðingur og leikskólaráðgjafi.

2.1. Sérkennsla Markmiðið er að styðja barnið þannig að það geti notið leikskóladvalar sinnar og að því sé sköpuð aðstaða til að þroskast sem best á eigin forsendum. Ef grunur leikur á fráviki hjá barni er í samráði við foreldra haft samband við sérfræðinga um frekari greiningu. Börn með fötlun og/eða frávik í þroska fá sérkennslu við hæfi í leikskólanum og gerðar eru einstaklingsnámskrár fyrir hvert barn. Meginreglan er að sérkennslan fari fram í hópnum með öðrum börnum. Leikskólastjóri og deildarstjóri bera ábyrgð á því að gerðar séu áætlanir vegna barnanna og þeim sé framfylgt.

2.2. Fjölmenning Markmið Öldukots er að stuðla að þekkingu, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæmri virðingu í samskiptum fólks af ólíkum uppruna. Einnig að börn, starfsfólk og foreldrar fái notið fjölbreyttni í mannlegum samskiptum og menningu. Leikskólinn Öldukot er þátttakandi í fjölmenningarlegu samfélagi og er það vilji leikskólans að leikskólastarfið endurspegli það. Tvítyngdum börnum hefur fjölgað í gegnum árin og hefur Öldukot sett sér það markmið að hafa leikskólastarfið fjölmenningarlegt. Foreldrar barna af erlendum uppruna fá afhenta orðalista þar sem leikskólinn óskar eftir upplýsingum um algeng orð og setningar í móðumáli barnanna. Einnig eru þjóðfánar allra barna í leikskólanum sýnilegir.

7


2.3. Leikurinn Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfi allra leikskóla. Leikurinn er mikilvægasta náms- og þroskaleið barnsins á fyrstu æviárum þess. Í gegnum leikinn öðlast barnið reynslu og þekkingu sem leggur grunninn að framtíð þess. Leikurinn er tjáningaform barnsins þar sem það tjáir tilfinningar sínar og viðhorf, þjálfar samskipti, tillitssemi og kunnáttu. Barnið yfirfærir reynslu úr eigin lífi inn í leikinn og miðlar þannig reynslu til annarra barna. Mikilvægt er að gefa börnum tíma til þess að leika sér á eigin forsendum og eftir eigin áhugasviðum. Boðið er upp á skapandi leikstundir þar sem barnið hefur frelsi til þess að velja sér viðfangsefni. Hlutverk kennarans er að fylgjast með leiknum án þess að vera beinn þátttakandi. Hann grípur inn í þegar þörf er á t.d. með því að aðstoða börnin við að leysa úr deilumálum sem þau ráða ekki við sjálf. Eins aðstoðar kennarinn þau börn sem erfitt eiga með að komast inn í leik. Kennarinn er tilbúinn að gerast þátttakandi í leiknum ef börnin óska þess. Hann kemur inn í leikinn á forsendum barnanna og gætir þess að taka ekki stjórnina.

2.4. Lífsleikni Með lífsleikni er átt við hæfni til að takast á við lífið sjálft. Hæfni til samskipta er grundvöllur þess að lifa, starfa og leika sér með öðrum í sátt og samlyndi. Segja má að leikskólanámið sé í raun samfellt lífsleikninám. Til að öðlast lífsleikni þarf barn að læra umburðarlyndi í samskiptum og í samneyti við aðra. Það þarf að læra að bera virðingu fyrir ólíku atgervi, skoðunum og menningu annarra. Vinátta og samkennd er dýrmætt veganesti og góður undirbúningur undir virka þátttöku í félagslegum samskiptum og samstarfi síðar í lífinu. Barn þarf að læra að tileinka sér lífsgildi, reglur, venjur og hefðir sem ríkja heima, í leikskólanum og samfélaginu í heild. Í leikskólanum er frumkvæði barna eflt og styrkt. Með því verða þau hæfari til að takast á við líf og starf í lýðræðissamfélagi. Þannig læra börnin að taka þátt í ákvörðunum sem varða líf þeirra og leik eftir því sem aldur og þroski leyfir. Þau fá jafnframt tækifæri til að læra að leysa deilur á jákvæðan og friðsaman hátt, gleðjast með öðrum og að lifa í sátt við sig sjálf og umhverfi sitt.

8


3. DAGLEGT LÍF Í LEIKSKÓLA Leikskólanám er samþætt nám þar sem barnið lærir allan tímann við mismunandi aðstæður. Markmiðið er að börnin verði sjálfstæð og sjálfbjarga. Notuð eru öll tækifæri sem gefast til að örva nám barnanna t.d. í matartímum, fataherbergi og á snyrtingu. Umönnun og daglegar venjur eru stór hluti af leikskólastarfinu. Þar gefst tækifæri til að annast börnin líkamlega og andlega af hlýju og ábyrgðarkennd. Þar gefst einnig tækifæri til að skapa tilfinningatengsl og trúnaðartraust. Í daglegu lífi og leik barnsins fléttast saman fjölbreytt námssvið og námsþættir. Í leikskólanum er barnið í brennidepli og starfshættir taka mið af þroska og þörfum hvers einstaklings. Til þess að svo megi verða er leikskólastarfinu skipt í leik-, námsog samverustundir bæði inni og úti. Lögð er áhersla á að drengir og stúlkur hafi sama rétt, fái sama viðmót og njóti sömu hvatningar og örvunar til að taka þátt í öllum þeim viðfangsefnum sem leikskólinn býður upp á.

3.1. Útivera Markmið með útiveru er að efla alhliða þroska, auka andlega og líkamlega heilsu, vellíðan, styrk og þol. Útivera býður upp á góða hreyfingu og er mikilvægur þáttur í leikskólauppeldi. Útivera er börnum holl, styrkir og eflir, eykur mótstöðuafl og matarlyst. Í útiverunni gefast ótal tækifæri til náms, t.d. um náttúruna og veðrið. Í útiverunni leika börnin sér mest frjáls, en einnig er boðið upp á skipulagða leiki, t.d. ýmsa hópleiki.

3.2. Samverustundir Í dagsskipulagi leikskólans er gert ráð fyrir ákveðnum tíma dags til samverustunda. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og hver hópur á sinn afmarkaða stað. Í samverustundum eru lesnar sögur, sungið, farið í leiki og rætt saman. Einnig er fjallað um ýmis þemaverkefni sem verið er að vinna að hverju sinni. Ýmis fræðsla tengd menningu og listum fer fram, fjallað er um heiti daganna og mánaðanna og einnig er veðráttan og tíðarfarið rætt í tengslum við árstíðirnar. Samverustundir gegna mikilvægu hlutverki fyrir félags- og málþroska barnanna, þau tjá sig og læra jafnframt að hlusta á aðra.

9


3.3. Hópavinna Markmið hópavinnu er að efla félagsfærni barnanna. Í hópavinnu læra börnin að þekkja hvert annað og treysta. Það er grundvöllur að góðu samstarfi og vináttu. Þau læra einnig að taka tillit til annarra, samkennd þeirra eflist og börnin læra að vinna sem heild að sameiginlegu markmiði. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og þroska og eru verkefnin/vinnan miðuð við hvern aldurshóp.

3.4. Starf elstu barnanna Í Öldukoti kallast elsti árgangur barnanna Stjörnur. Starf Stjarnanna er skipt niður í nokkur viðfangsefni og er unnið með hvert verkefni í 1-2 mánuði. Markmið með starfi elstu barnanna er að örva skapandi hugsun þeirra og að þau tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er samkvæmt námsskrá elstu barnanna (sjá fylgiskjal 1).

3.5. Könnunarleikurinn Könnunarleikur tengist könnunarnámi þar sem virkni barnsins er mikilvæg, möguleika og lausna er leitað og áherslan á ferlið fremur en staðreyndir, enginn niðurstaða er rétt eða röng. Markmið könnunarleiksins er að börnin læri á eigin forsendum án þess að hinn fullorðni skipti sér of mikið af þróuninni. Einnig að hverju barni gefst tækifæri á að rannsaka og komast að niðurstöðu um umhverfi sitt. Efniviður könnunarleiksins er fjölbreyttur og flokkast ekki sem hefðbundin leikföng. Þetta er mikið til verðlaust efni s.s. keðjur, ílát, gamlir lyklar, plast flöskur og fl. þess háttar. Þegar leiknum líkur leiðir starfsmaðurinn tiltektina með þátttöku barnanna þar sem efniviðurinn er flokkaður á sinn stað. Þannig er hægt að virkja börnin og gera þau ábyrg fyrir leikefninu. Í könnunarleik þjálfast bæði fín- og grófhreyfingar.

3.6. Val Val er rammi utan um frjálsa leikinn. Valstundir gefa börnunum kost á fjölbreyttum verkefnum. Húsnæði og búnaður leikskólans nýtast vel. Börnin æfast í að taka ákvarðanir sem snúa að þeim sjálfum og bera ábyrgð á þeim. Þau æfa sig í að velja á milli valkosta. Valsvæðin eru fimm til átta og fyrir hvert valsvæði eru þar til gerð spjöld. Börnin skiptast á að byrja valið. Með því er tryggt að allir hafi jafna möguleika á að velja sér það sem þeir helst vilja. 10


3.7. Dagsskipulag Leikskólinn fylgir ákveðnu dagsskipulagi sem þó er sveigjanlegt. Það er sniðið að þörfum barnahópsins hverju sinni, þroska þeirra og aldri.

3.8. Að koma og fara Lögð er áhersla á að taka vel á móti hverju barni svo það finni að það sé velkomið í leikskólann dag hvern og að þátttaka þess í leikskólastarfinu skipti máli. Kveðja í lok dags er líka mikilvæg, bæði þegar börnin fara heim og þegar starfsfólk lýkur sinni vinnu.

3.9. Að klæða sig í og úr Í fataherberginu fer fram mikið uppeldis- og fræðslustarf. Þar er m.a. rætt um veður og hvernig börnin þurfa að klæða sig með tilliti til þess. Börnin klæða sig að mestu sjálf í og úr, en fá þá hjálp sem þau þarfnast. Þau bera ákveðna ábyrgð á því að finna til fötin sín þegar farið er út og ganga frá þeim þegar þau koma inn. Þetta eykur sjálfstæði þeirra og styrkir sjálfsmynd. Foreldrar bera ábyrgð á að börnin hafi með þann fatnað sem til þarf dag hvern. Starfsfólk fylgist með að klæðnaður barnanna sé í samræmi við veður.

3.10. Borðhald Máltíðir eru stór hluti af menningu okkar. Í Öldukoti er lögð áhersla á fjölbreyttan, hollan og fallega fram borinn mat. Allt hráefni er ferskt og sem minnst forunnið. Miðað er við að hafa kjöt, fisk og grænmetisfæði í hverri viku. Með hádegismat er alltaf boðið upp á grænmeti. Sykri og salti er stillt í hóf í matargerð. Kökur og sætindi eru til hátíðabrigða. Leitast er við að öll matargerð samræmist manneldismarkmiðum (sjá einnig heimasíðu menntasviðs http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1505 ) Börnin borða sjálf og eru hvött til að smakka á öllum mat. Þau læra að tileinka sér góða borðsiði, þakka fyrir matinn og að rétta hinum við borðið ef svo ber undir o.s.frv. Börnin hafa sitt ákveðna sæti. Það skapar festu og ró á matmálstímum. Starfsfólk tekur þátt í borðhaldi með börnunum. Þar gefst gott tækifæri til samræðna. Á eldri deildinni skiptast börnin á að vera umsjónamenn / þjónar. Þá aðstoða þau við að leggja á borð og bjóða síðan hinum börnunum til borðs. Eldri börnin skammta sér sjálf og taka þannig ábyrgð á því sjálf hve mikið þau borða. 11


3.11. Svefn og hvíld Hvíld og nægur reglubundinn svefn er öllum börnum nauðsynlegur til að geta viðhaldið andlegri og líkamlegri heilsu. Hvíld stuðlar að vellíðan og auðveldar lífið og leikinn. Hvíldartími er eftir hádegismatinn. Börnin fara í hvíldarstund og þau börn sem þurfa að sofa fá gott næði til þess. Önnur eiga rólega stund í litlum hópum. Þar eru lesnar sögur, hlustað á tónlist, spjallað saman, farið í rólega leiki o.fl. Í hvíldartíma fær starfsfólk mjög gott tækifæri til að skapa tengsl við hvert einstakt barn svo og þann hóp sem er saman í hvíldarstundinni.

3.12. Hreinlæti Hreinlæti er mikilvægur þáttur í daglegu lífi barnanna. Lögð er áhersla á að börnin þvoi sér eftir útiveru og eftir að hafa notað salerni. Yngstu börnin í leikskólanum eru að læra að halda sér hreinum og þurrum. Mikilvægt er að gæta þess að sá ferill gangi vel og jákvætt fyrir sig. Reynt er að gæta hreinlætis í hvívetna, ekki síst með tilliti til smithættu.

3.13. Frágangur og snyrtimennska Einn liður í starfi leikskólans er að börnin læri að ganga frá því sem þau hafa verið að vinna með. Börnin eru þátttakendur í undirbúningi að ýmsum verkefnum, t.d. með því að sækja sér efnivið. Lögð er mikil áhersla á að þau gangi frá eftir sig að verkefni loknu, þannig stuðlum við að því að börnin temji sér góða umgengni.

12


4. NÁMSSVIÐ LEIKSKÓLA Að skynja, skilja og skapa er hæfni sem börn öðlast smám saman. Allt skipulag og búnaður í leikskólanum á að stuðla að því að vekja forvitni barnanna, frumkvæði, virkni, áhuga, gleði og efla sjálfstæði þeirra. Leikskólakennarar hvetja börnin til að spyrja spurninga og velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Þeir skapa einnig aðstæður til tjáningar og sköpunar í leik, máli, myndlist, tónlist, leiklist, hreyfingu og dansi. Þannig gefst börnunum tækifæri til að skynja umhverfi sitt frá mismunandi sjónarhorni, vinna með fjölbreyttan efnivið og öðlast margháttaða reynslu. Ákveðin námssvið eru undirstaða náms barnanna í leikskólanum. Þessi námssvið skarast öll að meira eða minna leyti og haldast í hendur við leik, daglegt líf og lífsleikni barnanna.

4.1. Málrækt Markmið Öldukots er að efla málnotkun og færni barnanna til að nota tungumálið. Að þau fái skilning á notkunarmöguleikum málsins og finni hvað það er frábær tjáningarmáti. Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Með því tjá börnin hugsanir sínar og tilfinningar, skoðanir og fyrirætlanir. Í frumbernsku og á leikskólaaldri er lagður grundvöllur að málþroska barna. Segja má að málörvun gangi eins og rauður þráður í gegnum allt leikskólastarfið. Mikilvægt er að mál og málörvun greinist ekki frá öðrum uppeldisþáttum. Á Öldukoti er lögð áhersla á málrækt á margvíslegan hátt t.a.m. eru tvær söngstundir og sögustundir á dag. Söngstund er skemmtileg og árangursrík leið til málörvunar. Börnin læra þar söngtexta, þulur og kvæði. Í sögustund er lögð áhersla á að velja lesefni og segja sögur sem hæfa aldri og þroska barnanna. Í gegnum leik er markvisst lögð áhersla á hverskyns málörvun t.d. með því að hvetja þau til að segja frá. Eftir því sem börnin eru eldri eru þau hvött til þess að færa rök fyrir máli sínu, þannig læra þau gagnrýna hugsun. Í leikskólanum er lögð áhersla á að börnin kynnist bókum sjálf með því að handfjatla þær og skoða myndir. Þegar þau eru orðin eldri, kynnist þau veröld bóka, með heimsókn á bókasafn. Þannig vekjum við áhuga barnanna á rituðu máli og seinna á skrift og lestri.

13


4.2. Hreyfing Markmið Öldukots er að efla hreyfiþroska barnanna, líkamsvitund, samhæfingu hreyfinga og örugga stjórn á líkamanum og stuðla þannig að vellíðan og aukinni hreyfigetu. Einnig er markmið að auka við hugtakaskilning þeirra. Börn hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Hreyfing stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði, snerpu og þoli. Í leikskólanum er hreyfiþörf virt og örvuð og börn læra að þekkja og skynja líkama sinn. Með útiveru alla daga er hreyfing barnanna efld og þau hvött til að nýta útisvæði, til þess. að hjóla, stunda boltaleiki, hlaupa og stunda ýmsa aðra leiki sem lúta að hreyfingu. Skipulagðar hreyfistundir eru í hópastarfi sem fram fer í sal leikskólans (Brunni). Þar er áhersla lögð á dýnuæfingar, boltaþjálfun, hreyfileiki og fl. Hugtök eins og fram - aftur, hratt – hægt, undir – yfir eru æfð markvisst. Frjálsa hreyfileiki fá börnin einnig notið í salnum þá oft tengda valstundum og öðrum tímum. Á sumrin eru skipulagðar gönguferðir einu sinni í viku. Farnar eru bæði lengri og styttri ferðir.

4.3. Myndsköpun Markmið Öldukots með myndsköpun er að gefa börnunum tækifæri til að skapa og fá útrás fyrir tilfinningar sínar og hugmyndaflug, þjálfa fínhreyfingar og að þau kynnist ýmis konar efnivið. Börn hafa ríka þörf til að skapa. Í leikskólanum er lögð mikil áhersla á skapandi starf barnanna. Í skapandi starfi fá börnin útrás fyrir tilfinningar sínar. Þau þjálfa fínhreyfingar, hugmyndaflugið eykst o.s.frv. Sköpun barnanna byggist á skynjun þeirra og reynslu. Áhersla er lögð á að börnin tjái sig frjálst og sköpunargleðin fái að njóta sín. Skapandi starf fer aðallega fram í hópastarfi, vali og í frjálsum leik. Notaður er fjölbreyttur efniviður og ýtt undir eigið frumkvæði. Efniviður er eins aðgengilegur börnunum og aðstæður leyfa. Sjálft sköpunarferlið skiptir meira máli en útkoman.

4.4. Tónlist Markmið Öldukots í tónlist er að efla samkennd barnanna og leyfa þeim að finna gleðina í því að syngja saman. Að þau læri texta, lög og hugtök. Einnig er markmið að miðla menningararfi til barnanna 14


Tónlist er ríkur þáttur í allri þjóðmenningu. Börn öðlast tónlistarþroska með því að fá fjölbreytta reynslu af tónlist og að kynnast hljóðum, tónum og hreyfingu í leik og starfi. Stór þáttur tónlistariðkunar í Öldukoti eru söngstundirnar. Þær eru daglega á báðum deildum og einu sinni í viku syngja öll börnin í leikskólanum saman. Samsöngurinn veitir gleði og eflir félagsvitund barnanna. Til viðbótar við söngstundirnar eru tónlistarstundir. Þar leika börnin sér með tónlist, hljóðfæri og ýmsa aðra hljóðgjafa. Þau læra að hlusta, læra takt, þjálfa samhæfingu. Þar er hægt að hvetja þau til frjálsrar túlkunar og skapandi hreyfinga.

4.5. Náttúra og umhverfi Markmið Öldukots er að kynna börnunum fjölbreytileika náttúrunnar og skapa umræður um árstíðir og þær breytingar sem verða í náttúrunni. Í Öldukoti er það umhverfi sem er næst skólanum nýtt með því að fara í gönguferðir. Þannig er hægt að vekja áhuga barnanna og víkkað sjóndeildarhring þeirra. Á hverju vori er farið í sveitaferð þar sem börnin kynnast lífi í sveit og fjöru. Um árabil hefur verið unnið með flokkun á umbúðum, t.d. mjólkurfernum og aflögu pappír. Verðlaust efni, sem börnin koma með sjálf að heiman er notað til föndurgerðar.

4.6. Menning og samfélag Markmið Öldukots er að gefa börnunum tækifæri til að njóta fjölbreyttrar menningar, öðlast skilning á að fólk er ólíkt, kynnast samfélagi okkar og ýmsum hefðum. Þannig öðlast þau þekkingu, víðsýni og gagnkvæma virðingu fyrir fólki. Öll erum við þátttakendur í því samfélagi sem við búum í. Börn koma úr ólíkum fjölskyldugerðum þar sem hefðir og gildi geta verið ólík. Okkur ber að taka tillit til þess í starfi. Í Öldukoti hafa með tímanum myndast ákveðnar hefðir sem eru hluti af menningu leikskólans.

15


5. INNRA GÆÐAMAT – SJÁLFSMAT LEIKSKÓLA Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla ber leikskólanum að móta aðferðir til þess að meta uppeldisstarfið svo og stjórnunarhætti, samskipti innan leikskólans og tengsl við aðila utan hans. Í Öldukoti eru einkum notaðar tvær aðferðir við endurmat, annars vegar formlegt mat og hins vegar óformlegt mat. Í formlega matinu notum við ECERS kvarðinn. ECERS, stendur fyrir Early Childhood Environment Rating Scale, og er kvarði til þess að meta í heild umhverfi leikskólans og starf leikskólakennara. Einnig er hægt að nota kvarðann til að meta einstaka þætti starfsins. Meginmarkmiðið með matinu er að auka gæði í starfinu með börnunum. Kvarðinn er notaður til að sjá hvernig starfið er, endurskipuleggja það, fá staðfestingu á vel unnu starfi, veita starfsmönnum fræðslu, greina hvað þarf að bæta og skapa umræður. Óformlega matið fer fram á deildarfundum, starfsmannafundum leikskólakennarafundum og á skipulagsdegi. Foreldrum gefst kostur á að leggja mat sitt á starfsemi leikskólans. Ytra mat á vegum Leikskólasviðs fer fram annað hvert ár þar sem spurningalisti er lagður fyrir foreldra. Niðurstöður gefa kennurum leikskólans góðar vísbendingar um hvað foreldrar eru ánægðir með og hvað mætti betur fara í starfinu. Umbótaáætlun er gerð í kjölfarið.

16


6. FORELDRASAMSTARF - SAMVINNA Markmið með foreldrasamstarfi er að rækta samvinnu og samskipti leikskólans og heimilanna og skapa vettvang fyrir skoðanaskipti um uppeldi barna. Leikskólinn er lögum samkvæmt fyrsta skólastigið í menntakerfinu og annast að ósk foreldra nám barna á leikskólaaldri. Í lögunum segir einnig að leikskólanum beri að stuðla að góðu samstarfi við foreldra. Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi barna sinna, en leikskólanám er viðbót við uppeldi foreldra, en er á engan hátt ætlað að koma í stað þess. Á þessum grundvallaratriðum byggist foreldrasamvinna. Mikilvægt er að foreldrar þekki kennara barnsins og annað starfsfólk leikskólans og að samskiptin byggi á gagnkvæmri virðingu og trausti.

6.1. Velkomin í leikskóla Samstarf milli heimilis og leikskóla hefst áður en barnið byrjar í leikskólanum. Foreldrar/forráðamenn eru boðaðir til kynningarfundar við leikskólastjóra og deildarstjóra. Yfirleitt er um sameiginlegan fund að ræða með nokkrum foreldrum í einu. Farið er yfir ýmsar upplýsingar um skólann, reglur skólans kynntar, starfsfólk kynnt og skólinn sýndur þar sem börn eru í leik og starfi. Á meðan barnið er í aðlögun er lagður grunnur að gagnkvæmum kynnum, trausti og virðingu á milli foreldra og leikskóla. Einstaklingsviðtöl fara fram við foreldra hvers barns þegar aðlögun er hafin. Foreldrar fá blað til útfyllingar um hagi barnsins. Þar er beðið um upplýsingar varðandi mataræði, óþol, svefn, heilsufar o.fl. Erlendir og heyrnaskertir foreldrar fá túlk sér til aðstoðar á fundum og í viðtölum.

6.2. Aðlögun Aðlögun barns er einn þáttur í uppeldisstarfinu og skiptir miklu máli fyrir líðan barnsins hvernig til tekst. Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið, allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að málum. Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni. Markmiðið er að efla öryggiskennd og vellíðan barnsins og foreldra þess í framandi aðstæðum og stuðla að gagnkvæmum kynnum á milli fjölskyldu barnsins og leikskólans. Æskilegt er að báðir foreldrar taki þátt í aðlöguninni. Reynsla okkar hefur sýnt að með því að gefa aðlögun góðan tíma öðlast barnið öryggi og ánægju sem varir á meðan það dvelur hjá okkur. Ákveðinn starfsmaður ber ábyrgð á aðlögun ásamt foreldrum/forráðamönnum barnsins.

17


Aðlögunartími er yfirleitt 8-10 dagar, en fer þó eftir þörfum barnsins hverju sinni. Fyrsta vika barnsins í aðlögun fer rólega af stað, byrjar á klukkustunda heimsókn og eru þá foreldrar með barninu. Síðan bætir barnið við sig dvalartímum frá degi til dags og foreldrar draga sig smá saman í hlé. Aðlögunarferli barna sem flytjast á milli deilda tekur skemmri tíma. Áður en til flutnings kemur eru foreldrar barnanna boðaðir á fund með leikskólastjóra og deildarstjóra. Foreldrar fá afhentar upplýsingar um hvernig að aðlögun verði staðið og hver sjái um hana, starfsemi deildarinnar kynnt og hvaða áhrif flutningurinn hefur í för með sér. Oftast er um hópaðlögun að ræða en þá geta 3-4 börn fylgst að. Með þess konar fyrirkomulagi fá þau styrk hvert af öðru og eru oftast vel tilbúin til flutnings. Ef barn á erfitt með að skilja við fyrri deild er tekið tillit til þess og barnið fær lengri tíma til að aðlagast. Leikskólakennarar vinna sameiginlega að því að auðvelda hverju barni þau skipti.

6.3. Trúnaður - tilkynningarskylda Leikskólinn leggur áherslu á að fullur trúnaður ríki um allar upplýsingar er varða börnin og foreldra þeirra. Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Allt starfsfólk leikskóla undirritar þagnarheit sem gildir þó látið sé af starfi. Ef leikskólakennarar telja að líkamlegum og/eða andlegum þörfum barns sé ekki sinnt ber að tilkynna það barnaverndaryfirvöldum, sbr. 13. gr. laga um málefni barna og ungmenna.

6.4. Foreldrafundir Foreldrafundir eru haldnir einu sinni á ári, yfirleitt í október. Á foreldrafundum eru gefnar margvíslegar upplýsingar um leikskólastarfið. Skólanámskrá leikskólans og aðrar áætlanir eru kynntar og ræddar. Skipst er á skoðunum um leikskólauppeldi og þátttöku foreldra í leikskólastarfinu. Starfsfólk leikskólans er kynnt. Foreldrar kynnast starfsfólkinu og hverjir öðrum og kosið er í nýtt foreldrafélag. Foreldrar og starfsfólk ræða saman og skiptast á skoðunum.

6.5. Foreldrasamtöl Deildarstjórar og/eða leikskólakennarar veita foreldrum einkasamtal einu sinni á ári. Viðtölin taka um 30 mínútur og eru yfirleitt í febrúar eða mars og á laugardegi.

18


Foreldrar geta óskað eftir fleiri viðtölum og ber þeim þá að snúa sér til deildarstjóra viðkomandi deildar og í sameiningu finnst tími sem hentar báðum aðilum. Leikskólakennari upplýsir foreldra um stöðu og líðan barnsins í leikskólanum, hann byggir upplýsingar sínar um barnið á athugunum á færni þess og þroska í leik og starfi. Í foreldraviðtölum gefst foreldrum tækifæri til að spyrja spurninga og veita upplýsingar um barnið. Farið er með allar upplýsingar um barnið sem trúnaðarmál.

6.6. Foreldrafélag Foreldrafélag er starfandi við leikskólann. Verkefni foreldrafélaga eru margvísleg og geta félögin stutt mjög vel við starfið í leikskólunum. Það er því hagur hvers leikskóla að hafa öflugt og virkt foreldrafélag. Báðir foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi foreldrafélagsins. Í stjórn félagsins eru fjórir foreldrar hverju sinni , tveir af hvorri deild og einn starfsmaður frá leikskólanum. Kosið er í stjórn á haustfundi leikskólans til eins árs í senn. Æskilegt er þó að einn fulltrúi starfi í tvö ár. Foreldrar borga ákveðna upphæð í sjóð sem innheimt er tvisvar á ári. Fyrir þessa peninga hefur foreldrafélagið haldið vorhátíðir, tekið þátt í kostnaði í sveitaferð og boðið upp á ýmis konar námskeið innan leikskólans fyrir börnin s.s. dans, tónlist o.fl. Einnig hefur stjórnin staðið fyrir sameiginlegum leikhúsferðum. Foreldrafélagið getur verið þrýstihópur út á við ef eitthvað sérstakt knýr á eða sem snýr að leikskólanum. Stjórn foreldrafélagsins fundar ca. einu sinni í mánuði.

6.7. Samstarfsaðilar Leikskólinn hefur samvinnu við ýmsa aðila. Mikilvægt er að þessi samvinna byggi á gagnkvæmri virðingu og trausti. Hér er t.d. átt við aðra skóla, heilsugæslu, ráðgjafaog sálfræðiþjónustu og barnaverndaryfirvöld. Samvinna við grunnskóla er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu. Samvinna á milli grunnskóla og leikskóla hefur það að markmiði að auðvelda barni að flytjast milli skólastiga og að samfella og stígandi skapist í námi og starfi barnsins. Samstarf er við grunnskólann í hverfinu. Upplýsingar um börn, sem hafa fengið sérkennslu í leikskóla, fara til grunnskóla í gegnum Vesturgarð, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Engar upplýsingar eru gefnar um börn nema með samþykki og vitund foreldra.

19


Vesturbæjarskóli er samstarfsskóli Öldukots. Á haustin fer einn fulltrúi af elstu deild leikskólans á fund með kennurum 1. bekkjar, fulltrúum frá leikskólum í hverfinu og leikskóla- og grunnskólaráðgjöfum frá Vesturgarði. Á haustönn eru gagnkvæmar heimsóknir milli skólastiga. Elsta árgangi Öldukots er boðið í íþróttatíma með 1. bekk Vesturbæjarskóla og 1. bekkingar heimsækja Öldukot í útiverutíma. Einnig eru skipulagðar heimsóknir á vorönn. Leikskólanum er frjálst að nýta bókasafn og íþróttahús Vesturbæjarskóla. Einnig er skólinn í göngufæri við leikskólann og er því oft komið við á skólalóðinni í göngutúrum.

7. HEFÐIR OG HÁTÍÐIR Í Öldukoti hafa ýmsar uppákomur skapað sér sess. Tilbreytingar í daglegu lífi eru fyrst og fremst hugsaðar til skemmtunar og gleði fyrir börnin, starfsfólkið og foreldrana, auk þess að halda að börnunum íslenskum siðum og venjum.

7.1. Afmæli barnanna Haldið er upp á afmæli barnanna í samvinnu við foreldra. Þeir foreldrar sem vilja koma með eitthvað til að gleðja börnin er bent á lista yfir æskilegar veitingar á heimasíðu menntasviðs. http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/skjol/svid/menntasvid/pdf_skjol/utgafur/leikskolar/ymislegt/vei tingar___leiksk_lum.pdf

7.2. Afmæli leikskólans Öldukot á afmæli 27. janúar. Sá dagur er haldinn hátíðlegur, leikskólinn skreyttur með íslenska fánanum, borð dekkuð upp og boðið er upp á heitt súkkulaði með rjóma og heimabakað góðgæti í kaffitíma fyrir bæði börn og starfsfólk.

7.3. Jólahefðir Jólaundirbúningur barnanna í Öldukoti hefst með piparkökubakstri og fylgir því mikil gleði. Mikil stemning skapast og börnin keppast við baksturinn. Allir taka þátt bæði stórir og smáir. Föndurdagur er haldin í byrjun aðventu. Þá eru foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum boðið að koma í leikskólann einn eftirmiðdag. Húsinu er skipt upp í

20


þrjú svæði. Boðið er upp á ýmsan efnivið sem tengist jólaundirbúningi í Melhúsi og Brunni. Kaffihús er starfrækt í Miðhúsi þar sem piparkökur barnanna eru á borðum ásamt jólaglögg og ávaxtasafa. Jólasöngdagatal er útbúið á báðum deildum með börnunum. Útfærslan er breytileg milli ára, en verkefnið gengur út á að setja miða með jólalögum á hvern dag fram að jólum og skiptast börnin á að draga lög sem síðan eru sungin í söngstundum. Börnin búa til jólagjafir handa foreldrum. Sá undirbúningur fer fram í mikilli leynd og pukri. Leiksýning er hluti af jólaundirbúningnum en áralöng hefð er fyrir leiksýningu í leikskólanum sem tengist jólahátíðinni. Jólaball Öldukots er haldið í sal leikskólans. Börnin koma í betri fötum, ganga í kringum jólatré, syngja saman og dansa. Jólasveinar koma í heimsókn og taka þátt í gleðinni. Þeir hafa jafnframt eitthvað með sér í poka sem gleður barnshjartað. Áhersla er lögð á að njóta aðventunnar sem best, en á rólegan hátt.

7.4. Þorrablót Að fornum sið er Þorrinn blótaður. Hefð er fyrir því að börnin búi sér til víkingahorn, þorraþræll sunginn af mikilli rausn og hádegisverður er framreiddur þar sem boðið er upp á þjóðlega rétti.

7.5. Bolludagur Bakaðar eru brauðbollur og vatnsdeigsbollur. Hefð er fyrir því að hafa fisk- eða kjötbollur í hádegismat.

7.6. Sprengidagur Öldukot heldur í gamlar hefðir á sprengidag með því að bjóða upp á saltkjöt og baunir.

7.7. Öskudagur Hefð er fyrir öskudagsskemmtun í Öldukoti. Börnin koma í búningum eða með þá með sér. Öskudagslög eru sungin og deildirnar skiptast á gjöfum. Öskudagsball er f.h. þar sem “kötturinn” er sleginn úr poka sem inniheldur glaðning fyrir börnin. Eftir það er dansað og farið í leiki. 21


7.8. Dagur íslenskrar tungu Börnunum er kennt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.

7.9. Útskrift elstu barnanna og vorsýning Hátíðleiki ríkir þennan dag. Börnin fá útskriftaskírteini þar sem fram kemur m.a. að þau hafi lokið 1. skólastiginu. Einnig fær hvert barn útskriftarhatt og blóm. Allur leikskólinn, ásamt foreldrum og öðrum gestum er boðið að taka þátt í þessari athöfn því hún tengist vorsýningu á verkum barnanna þar sem formlegri þemavinnu lýkur.

7.10. Vorferð/sveitaferð Hefð er fyrir sveitaferð á vorin. Foreldrum er boðið með í þessa ferð.

7.11. Vorhátíð Vorhátið leikskólans er oftast haldin í júní en foreldrafélag leikskólans sér um skipulagningu hennar. Fjölbreytileg dagskrá er hverju sinni.

22


8. Lokaorð Með gerð skólanámskrár er verið að kynna stefnu og strauma leikskólans Öldukots. Fyrir vikið verður starfið með börnunum markvissara og sýnilegra fyrir alla. Að gerð námskrárinnar komu starfsfólk leikskólans. Vinnan hófst með söfnun gagna, umræðum, skráningu, samlestri og lauk loks með úrvinnslu. Að vera þátttakandi í vinnu námskrár leiðir til ígrundunar á starfi og gefur aukna sýn á hversu mikilvægt og gott starf er unnið með börnunum. Skólanámskrá þarf að endurmeta ár hvert því áherslur og þarfir geta verið breytilegar ár frá ári. Það er ósk leikskólans að námskráin komi að góðum notum og sé jafnframt fræðileg kynning á uppeldisstarfi leikskólans.

23


Fylgiskjal 1

Námskrá elstu barnanna í Öldukoti

Stjörnuhópur. Það er löng hefð fyrir því að kalla elstu börnin í Öldukoti stjörnur og þau hafa stefnt að því leynt og ljóst að ná þeim áfanga. Frjáls leikur verður þó áfram hornsteinninn í leikskólastarfinu fyrir þau eins og önnur börn í leikskólanum. Verkefni sem hér er fjallað um verða unnin útfrá leik og skapandi starfi barnanna. Markmið með námskránni er:  Að örva skapandi hugsun barnanna.  Að þau tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð.  Að styrkja sjálfmynd barnanna og að þau finni hvers þau eru megnug, finni styrk sinn.  Að æfa þau að vinna í hóp og að þau geti unnið í nokkurn tíma að sama verkefninu Leiðir: •

Hópastarf. Tvisvar sinnum í viku er hópastarf. Þá vinnur hópurinn að ýmis konar verkefnum, sem geta verið hópverkefni eða einstaklingsverkefni. Það er gerð áætlun um verkefnin sem stefnt er að vinna með hópnum. Áætlunin er endurskoðuð reglulega og getur tekið breytingum ef áhugi barnanna leiðir vinnuna á aðrar brautir.

Barnafundir. Vikulega eru barnafundir með stjörnunum. Á barnafundunum læra börnin að tjá sig í hópi og að hlusta á aðra tjá sig. Á fundunum er orðið stundum frjálst og eða að það er tekið fyrir ákveðið málefni. Börnin skiptast á að vera fundarstjórar. Á barnafundum eru gerðar fundargerðir.

Samstarf við grunnskóla: Milli Vesturbæjarskóla og nokkurra leikskóla í vesturbænum hefur verið samið um skipulagðar heimsóknir yfir veturinn. Stjörnurnar fara í nokkrar heimsóknir í Vesturbæjarskóla yfir veturinn og fá að kynnast starfinu í grunnskóla. 1. bekkur í Vesturbæjarskóla kemur líka í heimsókn til okkar. 24


Fylgiskjal 2

Starfslýsingar Leikskólastjóri er yfirmaður leikskólans. Hann stjórnar daglegri starfsemi leikskólans, ber ábyrgð á gerð námskrár, ársáætlunar, ársskýrslu og mati á starfsemi leikskólans og skilar til rekstraraðila. Leikskólastjóri ber ábyrgð á faglegu starfi leikskólans, að unnið sé í samræmi við skólanámskrá og Aðalnámskrá leikskóla og að í leikskólanum séu til staðar nauðsynleg uppeldis- og kennslugögn. Hann er eftirlitsaðili með húsi, leiksvæði, áhöldum og leiktækjum, Leikskólastjóri ber ábyrgð á að rekstur skólans rýmist innan fjárhagsramma sem honum eru settar. Hann sér um mannaráðningar, miðlun upplýsinga til starfsmanna, foreldra og rekstararaðila. Boðar foreldra/forráðamenn nýrra barna í viðtal þar sem veittar eru upplýsingar um starfsemina og fær nauðsynlegar upplýsingar um barnið. Leikskólastjóri ber ábyrgð á samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna og skipuleggur og stjórnar foreldrafundum og ber ábyrgð á að þeir séu haldnir

Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill í fjarveru hans og starfar þá samkvæmt starfslýsingu leikskólastjóra. Aðstoðarleikskólastjóri vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins. Ef hann starfar jafnframt sem deildarstjóri fer hann þá eftir starfslýsingu hans (skil ekki). Aðstoðarleikskólastjóri ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir Aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans og að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram. Hann sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra og situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans. Deildarstjóri er yfirmaður deildarinnar og ber ábyrgð á því uppeldi og þeirri menntun sem þar fer fram. Hann sér um daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum. Deildarstjóri hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar. Hann ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni. Deildarstjóri tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum. Hann ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt. Deildarstjóri

25


ber ábyrgð á að foreldrar fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi sem fram fer á deildinni.

Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. Leikskólakennari tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra. Leiðbeinandi vinnur að uppeldi og menntun barnanna undir leiðsögn og í samráði við deildarstjóra/leikskólakennara. Matráður bera ábyrgð á matargerð í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra. Hann skipuleggur starfið í eldhúsinu sér um innkaup og bókhald í eldhúsi, annast gerð matseðla í samráði við leikskólastjóra. Matráður ber á byrgð á innra eftirliti. Ræstir sér um og ber ábyrgð á að leikskólinn sé þrifinn daglega.

26


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.