ritgerd

Page 1

Heimildaritgerรฐir

1


Undirbúningur • • • •

Efni valið Öflun heimilda Mat á heimildum Val á heimildum eftir því hversu traustar þær eru

2


Uppbygging ritgerðar 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Forsíða Efnisyfirlit Inngangur Meginmál Niðurlag Heimildaskrá

3


Uppbygging frh. Þrír meginhlutar ritgerðar

Forsíða Efnisyfirlits (ótölusettar síður)

Inngangur Meginmál Niðurlag (tölusettar síður)

Heimildaskrá (tölusettar síður)

4


1. Forsíða • Staðsetning texta á forsíðu er efst til vinstri, í miðjunni og neðst til hægri • Forsíða er venjulega gerð í lokin • Fosíða er alltaf ótölusett

Nafn skóla Kennari Námsgrein

Heiti ritgerðar

Dagsetning Ykkar nafn Bekkur

5


2. Efnisyfirlit • Efnisyfirlit kemur næst á eftir forsíðu og er ótölusett síða • Efnisyfirlit inniheldur kaflaheiti og blaðsíðutal ritgerðarinnar • Efnisyfirlit er alltaf gert í lokin • Dæmi: Inngangur ……………………bls. 1

Upphaf gossins …………..bls. 2 » o.s.frv.

6


3. Inngangur • Inngangur er kaflaheiti • Í inngangi er kynning á ritgerðarefninu • Byrjað er á víðri umfjöllun um efnið sem þrengist síðan • Spurningar sem leita á svara við eru kynntar • Inngangur verður markvissari ef hann er saminn eftir að drög hafa verið lögð að ritgerðinni

• Ekki byrja inngang á því að segja: „Í þessari ritgerð ætla ég að …..“

7


4. Meginmál • Meginmál er ekki kaflaheiti • Meginmál er stærsti kafli ritgerðarinnar og nákvæm umfjöllun um ritgerðarefnið • Meginmáli er skipt í efnisgreinar. Ein efnisgrein á að fjalla um eina hugmynd en saman mynda þær samfellu og samhengi í textanum • Upphaf efnisgreina er inndregin • Lengri ritgerðum er skipt í kafla sem oftast eru tölusettir og gott er að gefa þeim heiti sem fela í sér efnisinnihald. • Samræmi á að vera í kaflamerkingum

8


Tilvísanir • Með tilvísun er átt við vísun til heimildaskrár • Vísun getur verið í sviga inni í texta eða neðanmálsgrein sem kemur neðst á blaðsíðu • Í tölvu eru neðanmálsgreinar búnar til um leið og textinn er saminn. Tölustafur kemur þar sem tilvísunin ætti að koma og vísar til heimildar neðst á blaðsíðunni

9


Neðanmálsgreinar • Skipanir: Insert, Reference,

Footnote, OK

• Neðanmáls skráir maður heimild: Nafn höfundar:Heiti bókar, bls. Dæmi: Baldur Ragnarsson: Mál og málsaga, bls. 17

10


Bein tilvitnun • Þegar bein tilvitnun er þrjár línur eða styttri er hún felld inn í meginmál innan gæsalappa • Þegar bein tilvitnun er lengri en þrjár línur er hún höfð inndregin með styttra línubili og smærra letri

11


8. Niðurlag • Í niðurlagi eru dregin saman í stuttu máli helstu atriði sem komu fram í meginmáli ritgerðarinnar, ályktanir dregnar og mat lagt á niðurstöður • Engin ný atriði mega koma fram í niðurlagi • Ef settar eru fram spurningar í inngangi er rétt að svara þeim í niðurlagi og hér má einnig varpa fram spurningum, eigin hugmyndum og vangaveltum sem kviknað hafa við skriftirnar

12


Heimildaskráning • Bók eftir einn íslenskan höfund: Ásta Svavarsdóttir. 1986. Setningafræði. Mál og menning, Reykjavík.

• Bók eftir þrjá eða fleiri íslenska höfunda:

Einar Már Jónsson, Loftur Guttormsson og Skúli Þórðarson. 1981. Mannkynssaga. Tuttugasta öldin. Fyrra bindi (19141945). Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.

13


Heimildaskráning frh. • Bók eftir einn erlendan höfund: Aitchison, Jean. 1984. Language Change: Progress or Decay? Richard Clay (The Chaucer Press), Bungay, Suffolk

• Bók eftir þrjá eða fleiri erlenda höfunda: Berelson, Bernard R., Paul F. Lazarsfeld og William McPhee. 1954. Voting. University of Chicago Press, Chicago.

14


Heimildaskráning frh. • Höfundar ekki getið:

Laxdæla saga. 1984. Njörður P. Njarðvík annaðist útgáfuna. 3. útgáfa. Íslensk úrvalsrit 6. Iðunn, Reykjavík.

• Upplýsingar vantar:

Ársæll Sigurðsson. [Án árs]. Móðurmál 1. hefti. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík.

• Grein úr alfræðibók:

Íslenska alfræðiorðabókin A-G. 1990. ,,Búddatrú”, bls. 224-225.

Ritstj. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur, Reykjavík

15


Heimildaskráning frh. • Heimildir af netinu:

Nafn persónu eða hóps sem gefur upplýsingarnar. „Titill vefsíðunnar“. Veffang. Dagsetning sem síða var sett upp, uppfærð eða lesin. Dæmi: Bókasafn Garðabæjar. „Notkun netsins við upplýsingaleit fyrir ritgerðir“. http://www.gardabaer.is/bokasafn/ritgerd.htm. Dagurinn í dag.

• Heimildum af netinu er stundum haldið sér í heimildaskrá og raðað í stafrófsröð. 16


Frágangur • • • •

Letur: eða 14 punkta arial eða times new roman Línubil: Eitt eða eitt og hálft Greinaskil: Inndregin um tvö til fimm stafabil Blaðsíðutal: Blaðsíður ritgerðar eru tölusettar nema forsíða og efnisyfirlit • Kaflaheiti: Má hafa á fleiri en eina vegu en gæta samræmis innan ritgerðar • Nafn á ritgerð: Ávallt skal gefa ritgerð heiti 12

17


Við samningu þessa efnis var stuðst við: Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal. 2000. Handbók um ritun og frágang. 6. útgáfa. Iðunn, Reykjavík.

18


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.