Skessuhlíð
september 2012
Skessufréttir Foreldrar/forráðamenn Við bjóðum nýja foreldra og börn velkomin á Skessuhlíð. Vetrarstarfið byrjar hjá okkur mánudaginn 10. september og stundaskráin er komin inn á heimasíðuna. Við erum í samstarfi við Kelduskóla og förum þangað einu sinni í viku í sex til átta vikur í senn. Í vetur munum við skipta hópnum í tvennt það fara fimm börn af Skessuhlíð og fimm af Tröllabjargi á þriðjudögum og á fimmtudögum fara tíu börn af Skessuhlíð. Þar vinnum við með Söguaðferðina en hún verður kynnt nánar á haustfundinum í september þegar vetrarstarfið verður kynnt og hvet ég alla eindregið til að mæta til að kynna sér skólastarfið og allt það skemmtilega sem við erum að fara vinna með í vetur. Vinnan úti í Kelduskóla byrjar 2. október. Kennarinn sem vinnur með okkur þar heitir María Haraldsdóttir og kennir hún 1. bekk.
Það sem er framundan :
Fimmtudaginn 6. september er nestisdagur. Þá mega allir koma með nesti að heiman. Föstudaginn 7. september ætlum við að fara í íþróttasalinn í Kelduskóla Vík kl. 10:00. Þriðjudaginn 11. september erum við að fara í sögustund í Kúluna. Við fáum að sjá ævintýrið um Búkollu. Við förum með strætó og leggjum af kl. 8:30. Þeir sem ætla að fá sér morgunmat á leikskólanum þurfa að mæta kl. 8:00. Sunnudaginn 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Í tilefni að þeim degi ætlum við að týna rusl og ræða um náttúruna föstudaginn 14. september. Þriðjudaginn 18. september kl. 8:30 verður kynning á vetrarstarfinu. Kynningin verður á Skessuhlíð og foreldrar elstu barnanna á Tröllabjargi verða líka á þeirri kynningu. Erla Dröfn ætlar að taka á móti börnunum í salnum og gefa þeim morgunmat og vera þar með þeim á meðan kynningin fer fram. Miðvikudaginn 26. september og fimmtudaginn 27. september verður leikskólinn lokaður vegna skipulagsdaga.
Við viljum minna foreldra á að kíkja endilega í kassana hjá börnunum það vantar aukaföt hjá mörgum. Hlökkum til samstarfsins í vetur. Kveðja Heiða, Inga Nanna og Ásta Björg.