Víkurskóli [LOKASKÝRSLA VETURINN 2011 - 2012 1. Skólaárið 2011 - 2012 Nemendur voru 35 talsins og var hópnum skipt í tvennt. Skólaárinu var skipt upp í tvö þemu eitt fyrir áramót og annað eftir áramót. Fyrri ramminn heitir: Hlini Kóngsson. Þar veltu nemendur fyrir sér vináttu, tilfinningum og möguleikum ævintýrsins. Ramminn tók 8 víkur og kom hver hópur einu sinni í viku. Seinni ramminn heitir: Að byrja í skóla hann var tekinn eftir áramót og tók hann 10 vikur. Þar var umfjöllunarefnið vinátta, tilfinningar og aðlögun að því að skipta um skólaumhverfi. Í fyrstu heimsókn að hausti fóru allir nemendur forskólans í könnunarferð um skólann. Eftir áramót fóru nemendur í heimsóknir í allar verk- og listgreinar og hittu kennara og nemendur þar og tóku þátt í tíma og unnu jafnframt verkefni sem féllu að sögurammanum: Að byrja í skóla. Báðum römmunum lauk með sérstakri viðhöfn. Í fyrra skiptið var sett upp leikrit á gangi skólans og nemendum í 2. og 3. bekk boðið á leiksýningu. Í seinna skiptið kynntu nemendur vinnu sína á sal skólans og sýning var á verkum þeirra og foreldrum boðið.
2. Kennslurammar / þemu Vetrinum 2011 – 2012 var skipt í tvö þematímabil fyrir og eftir áramót. Kennslurammarnir eða þemun voru: Hlini Kóngsson og Að byrja í skóla.
2.1 Hlini Kóngsson Fyrra þema vetrarins var fyrir áramót og fjallar um Hlina Kóngsson. Yfirmarkmið með sögurammanum um Hlina Kóngsson voru: Að börnin efli orðaforða sinn (læri ný orð og einnig samheiti) Að börnin efli tjáningu og framkomu. Vinna með bókstafi/orð, samvinnu og sköpun. Unnið með íslenska ævintýrið um Hlina Kóngsson, útbúin leikmynd og leikrit. Unnið með orðaforða sögunnar og samheiti. Orðum safnað í orðakistu. Unnið var með samkennd, tilfinningar og ímyndunaraflið. Lesið var fyrir nemendur ævintýrið um Hlina Kóngsson. Eftir hvern kafla var rætt um það sem fram fór í sögunni. Hvernig leið t.d. sögupersónunum, hvar áttu þær heima ofl. Erfið og ný orð skoðuð, fundin samheiti orða eins og hryggur og sorgmæddur. Nemendur bjuggu til orðakistu sem geymdi þessi orð. Persónur sögunnar voru skoðaðar og þær ásamt umhverfi búnar ti . Nemendur æfðu leikrit eftir sögunni og ýmist búið til leikmunir eða þeir útvegaðir og nemendur klæddu sig í búninga. Leikritið var sýnt á gangi skólans og leikhúsgestir komu úr 2. og 3. bekk. Kennslurammann í heild má finna á sameign Kelduskóla-Vík 2.2. Að byrja í skóla Seinna þema vetrarins eftir áramót var söguramminn: Að byrja í skóla.
Víkurskóli
1
Víkurskóli [LOKASKÝRSLA VETURINN 2011 - 2012 Yfirmarkmið með: Að byrja í skóla vour : Að börnin deili sameiginlegum væntingum sínum. Að börnin taki þátt í markvissri málörvun Að börnin efli sjálfsvitund sína Að börnin efli tjáningu sína Að börnin efli samvinnu og samskipti. Þegar byrjað var á þessum söguramma kom til okkar gestur sem heitir Palli hann var líka að fara byrja í grunnskóla eins og börnin. Palli leiddi umræðuna og það sem gæti verið í væntum þegar maður fer af einu skólastigi yfir á annað. Palli kom nær alltaf í heimsókn í hvert skipti sem börnin komu í Kelduskóla -Vík, fékk reyndar flensu einu sinni og lét nátturulega vita í skólann. Börnin ræddu hvað maður gerir í skóla, hvað þarf að hafa með sér og mikilvægi skólatöskunnar og allt sem á að vera þar og að ganga vel um. Börnin gerðu skólatöskur og var það unnið í samvinnu við textíl- og myndmenntakennara. Rætt var um nesti og var farið í heimilisfræði og einnig var farið í smíðastofu og í tónmenntastofu. Við ræddum um það starfsfólk sem vinnur í grunnskólanum og gerðar voru myndir/brúður af þeim, þeim var gefið nafn, starfsheiti og aldur. Börnin gerðu hver sitt skólabarn gáfu því nafn aldur, hvað það vildi læra og skráðu á þar til gerð blöð. Þessi vinna var öll sýnd og kynnt foreldrum og sungin nokkur skólalög í lok þemans á sal skólans. Upphaf og lok hverrar heimsóknar er eins og einnig sungin ákveðin lög í upphafi og lok hverrar stundar. Eining eru teknar smá æfingar og leikir í markvissri málörvun. Þess má geta hér að íþróttakennari skólans var í sérstöku sambandi við leikskólann og bauð leikskólabörnum í heimsókn í íþróttatíma. Kennslurammann í heild má finna á sameign Víkurskóla.
3. Heildarmat skólaárið 2011 – 2012 Haldin var fundur í upphafi skólaárs til að leggja línur fyrir skólaárið. Ákveðið var að vera með tvo söguramma þetta skólaár. Formlegur matsfundur hefur ekki farið fram en vilji er af þeirra hálfu sem unnu þessa vinnu að halda samstarfinu áfram í þeirri mynd sem verið hefur. Væntanlega verður boðað til fundar með stjórnendum beggja skóla. Nemendur 1. bekkjar fóru 2-3 heimsóknir fyrir áramót og er ánægja með þessar heimsóknir og gefa þær góða raun og er ástæða til að halda þeim áfram og skipst var á jólakveðjum fyrir jól. Heimsóknir elstu barna leikskólans í 1. bekk voru þetta skólaárið eins og verið hefur og æskilegt að stefna á framhald í þeim efnum. Þessar heimsóknir hefjast þegar líður á skólaárið eða í apríl. Leikskólabörnin mættu í skólann, tóku þátt í fyrstu kennslustundum dagsins, borðuðu nesti og fóru í frímínútur og fengu skólaverkefni. Þessar heimsóknir voru tvisvar sinnum. Heimsóknir í list- og verkgreinatíma hafa tekist mjög vel í vetur. Eldri nemendur tóku á móti 5 ára börnunum og tókst það afskaplega vel. Í heildina má segja að samstarfið hafi gengið vel og mikil almenn ánægja með starfið og þá vinnu sem hefur farið fram. Ekki var sérstök stofa fyrir þessa starfsemi heldur var deilt stofu með 1. bekk. Brugðið var á það ráð að setja verk barnanna upp á göngugötu skólans og fór vel á því. Farið var með kynningu á samstarfi skólanna á námsstefnu á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar s.l. haust. Óskað var eftir að fá foreldri til að segja frá sinni hlið Víkurskóli
2
Víkurskóli [LOKASKÝRSLA VETURINN 2011 - 2012 samstarfsins og var orðið við því. Námsstefnan var opin fagfólki og foreldrum og mæltist kynningin vel fyrir.
4. Stefna fyrir skólaárið 2012 - 2013 Verkefnið einstaklingsmiðuð skólabyrjun eða forskóli eins og við kjósum að kalla það hefur vakið athygli víða og hefur gefið góða raun. Börnin koma örugg í grunnskólann í skólabyrjun og foreldrar sýna starfinu áhuga og velvilja og verða einig öruggir við upphaf grunnskólagöngu barna sinna. Ástæða er til að halda verkefninu í sama horfi skólaárið 2012– 2013.
Reykjavík 29. maí 2012 Kelduskóli – Vík María Haraldsdóttir.
Víkurskóli
3
Víkurskóli [LOKASKÝRSLA VETURINN 2011 - 2012
Víkurskóli
4