skolabok-2011-2012

Page 1

Laugal忙 kjarsk贸li 2011 -12


Laugalæ kjarskóli Sími Símbréf Netfang Skólastjóri Aðstoðarskólastjóri Umsjónarmaður skóla

588-7500 588-7548 laugalaekjarskoli@reykjavik.is Björn M. Björgvinsson Jón Páll Haraldsson Þórlaug Guðmundsdóttir

Skrifstofa skólans er opin til almennrar afgreiðslu alla virka daga frá kl. 7:45 16:00 nema á föstudögum til kl. 15. Laugalæ kjarskóli

P

www.laugalaekjarskoli.is


Efnisyfirlit Nám í Laugalækjarskóla Námsmöppur Námsmat Samræmd próf Þverfagleg verkefnavinna - lokaverkefni í 10. bekk Valgreinar Tungumálaver Upplýsingaver Sjálfsmat Samstarf við foreldra Skólaráð og foreldrafélag Stoðir Námsver Námsráðgjöf Nemendaverndarrá ð Heilsugæsla Áfallaráð Sálfræðiþjónusta – ráðgjöf Áætlanir Skólasamfélagið Félagsstarf Frímínútur Ferðir nemenda Nýir nemendur Skólasókn Skó lareglur Skóladagatal

6 6 6 8 8 8 9 8 10 10 10 11 11 11 11 11 11 11 12 13 13 13 13 14 14 14 15


Námskrá skólans tekur mið af skólastefnu borgarinnar og framtíðarsýn. Þar er að finna ríka áherslu á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, skóla án aðgreiningar, góða líðan nemenda, sjálfstæði skóla og gott samstarf við grenndarsamfélag. Á vef SFS má finna starfsáætlun í mennta og frístundamálum fyrir árið 2012.

Laugalækjarskóli er hverfisskóli fyrir Laugarneshverfi og eru flestir nemendur hans fyrrum nemendur Laugarnesskóla. Haustið 2012 hófu 287 nemendur nám við skólann í 7. – 10. bekk í 13 bekkjardeildum. Helstu upplýsingar um skólastarfið er að finna í þessum bæklingi en allar sömu upplýsingar og meira til er að finna á vef skólans.


Frá skólastjóra Ég býð alla velkomna til starfa, nýja nemendur í 7. bekk, eldri nemendur, alla starfsmenn skólans og foreldra. Ég vona að allir hafi átt gott sumarleyfi og komi fullir tilhlökkunar til starfa. Ég vænti mikils af nýju skólaári. Undanfarin ár hafa litlar breytingar orðið á starfsliði skólans á milli ára. Ég vona að skólastarfið í vetur verði frjótt, viðburðaríkt, skemmtilegt og allir verði þátttakendur í að svo verði. Í vetur verður sem fyrr þriggja anna kerfi. Hverri önn lýkur með námsmati og foreldraviðtölum þar sem nemendur, foreldrar og kennarar horfa fram á veginn. Á sama tíma erum við að þróa með okkur foreldraviðtölin og athuga hvað best hentar. Allar breytingar munum við gera í sátt við foreldrasamfélagið. Reglulega munum við leita til foreldra eða hóps foreldra og kanna viðhorf til þeirra breytinga eða starfa sem við stöndum fyrir. Undanfarin ár hafa nemendur í 10. bekk unnið mjög metnaðarfullt lokaverkefni þar sem allir kennarar í 10. bekk skólans koma að. Þetta er glæsilegur lokapunktur nemenda eftir fjögra ára nám. Í lokin halda nemendur sýningu á sínum verkum og er það hápunktur þessa verkefnis. Ég vona að skólastarfið í vetur verði okkur öllum farsælt og árangursríkt. Björn M. Björgvinsson skólastjóri


Nám í Laugalækjarskóla

Sýnismappa. Í lok hverrar annar velur nemandinn sín bestu verkefni í hverju fagi og útbýr svonefnda sýnismöppu. Í forNám er kjarni skólastarfs og er gott námsgengi okkur mikið eldraviðtölum sýnir nemandinn foreldrum sínum möppuna kappsmál. Vilji er til þess hjá starfsfólki Laugalækjarskóla að vera í og er hún umræðugrundvöllur viðtalsins, ásamt vitnisburði. fremstu röð hvað varðar nám og kennslu og áhersla lögð á að allt starf Á fjögurra ára skólagöngu sinni í Laugalækjarskóla útbúa endurspegli þann metnað. Snar þáttur í því er að hvetja nemendur til nemendur tólf sýnismöppur sem þeir safna saman í eina stóra að horfa fram á veginn og setja sér markmið til skemmri og lengri tíma. hirslu sem skólinn leggur til. Þróun starfshátta er órjúfanlegur hluti af starfi skólans. Vinnulag er sífellt til ígrundunar, fagleg forysta kennara er í lykilhlutverki og samráð og samstarf eru lykilþættir í starfinu. Hér á eftir er minnst á nokkur veigamikil atriði sem setja mark sitt á nám og kennslu í Laugalækjarskóla.

Námsmöppur Í stefnumiðum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur er lögð mikil áhersla á þróun einstaklingsmiðaðs náms (e. differentiation) og aukinnar samvinnu nemenda. Laugalækjarskóli vill vinna í þeim anda. Svonefndar námsmöppur (portfolios) voru innleiddar í Laugalækjarskóla fyrir nokkrum árum og er einn megintilgangur þeirra að stuðla að aukinni einstaklingsmiðun en auk þess eru þær spennandi námsleið á marga vegu. Námsmöppur í Laugalækjarskóla skiptast í þrjá megin þætti: Leiðarbók. Leiðarbækur eru kjarni námsmöppukerfisins. Nemandinn á eina leiðarbók í hverju fagi og er notkun þeirra fjölbreytt. Hún getur t.d. verið vettvangur skráningar á sameiginlegum og einstaklingsbundnum markmiðum; í beinu framhaldi ígrundar nemandinn framvindu námsins og eigið framlag. Leiðarbókin getur verið staður fyrir glósur, reglur og ýmis skilaboð. Hún er stundum notuð í hverri kennslustund, stundum sjaldnar. Góður kafli í leiðarbók endurspeglar nálgun, framvindu og mat á hverri vinnulotu og viðfangsefni hjá viðkomandi nemanda. Safnmappa. Nemandinn heldur eina safnmöppu á hverjum vetri sem hann geymir í heimastofu eða skápnum sínum. Þangað safnar hann öllum verkefnum og flokkar þau eftir fögum.

Ef vel tekst til getur notkun námsmappa gert nemanda ábyrgari geranda í náminu og gefið honum góða yfirsýn. Þær geta þannig aukið vitund hans um eigin stöðu og vinnulag, fyllt hann metnaði, kennt honum að meta eigin verk að verðleikum ogvera stoltur yfir því sem vel er gert.

Námsmat Námsárið í Laugalækjarskóla skiptist í þrjár jafnlangar og jafngildar annir. Námsmat fer bæði fram jafnt og þétt og við lok annar. Almennt er ekki um eiginlega prófadaga að ræða og fer matið fram í kennslustundum. Vitnisburður er afhentur við lok hverrar annar og honum fylgt eftir með viðtölum. Vitnisburðarblað við vetrarlok sýnir jafngildar einkunnir þriggja anna í hverju fagi. Við útskrift úr 10. bekk er þó gefin ein lokaeinkunn í hverju fagi. Þrjár einkunnir eru jafnan gefnar í hverju fagi ásamt stuttri umsögn ef þurfa þykir. Einkunnir eru gefnar á kvarðanum 110, í heilum og hálfum tölum. • Staða í námi er mat á stöðu/getu nemandans í viðkomandi námsgrein gagnvart þeim markmiðum sem lögð hafa verið til grundvallar á önninni. Staða í námi getur verið fundin á fjölbreyttan hátt t.d. með stærri og smærri verkefnum, könnunum og hefðbundnum prófum. • Vinnueinkunn nemanda er mat nemandans á eigin vinnuframlagi og ástundun. Til stuðnings hefur hann sérstök viðmið um vinnu sem sjá má vef skólans. Geta í námsgreininni hefur ekki áhrif á vinnueinkunn.


Ÿ Vinnueinkunn kennara er mat kennara á vinnuframlagi nemandans í greininni, óháð getu. Hún er gjarnan metin eftir sömu viðmiðum og vinnueinkunn nemenda. Vinnueinkunn kennara fylgir umsögn ef talin er þörf á því að fjalla sérstaklega um frumkvæði, samvinnu, hegðun, heimanám og verkefnaskil nemanda. Þessari þrískiptingu er m.a. ætlað að auka ábyrgð nemandans á eigin vinnu, auka vitund hans um eigið vinnuframlag, undirstrika mikilvægi iðjusemi og tengsl hennar við árangur, auk þess að greina á milli vinnu og getu í framsetningu vitnisburðar. Hér að neðan er dæmi um einkunnir í tveimur námsgreinum.

Vinnueinkunn nemenda

Vinnueinkunn kennara

Nóv Feb Júní

Nóv Feb Júní

Staða í námi Nóv

Umsögn

Feb Júní

Íslenska

8

8

10

6

8

9

7

9

10

Átak skilar árangri.

Stæ rðfræ ði

7

8

8

8

9

6

7

7,5

5,5

Hegðun ábótavant að vori.


Samræmd próf 7.

bekkur 2011

Íslenska Stærðfræði -

fimmtudagur 22. september föstudagur 23. september

kl. 09:30 - 12:00 kl. 09:30 - 12:00

mánudaginn 19. sept. þriðjudaginn 20. sept. miðvikudaginn 21. sept.

kl. 09:00 - 12:00 kl. 09:00 - 12:00 kl. 09:00 - 12:00

af mynd- og hljóðrituðu efni, með viðtölum og í upphafi verkefnisins kemur fræðimaður í heimsókn. Nemendur velja sér einnig tjáningarform. Þeir geta t.d. búið til bæklinga, líkön, myndverk, glærur, tónlist eða annað sem þeim dettur í hug. Við lok verkefnisins kynna nemendur afrakstur vinnunnar fyrir foreldrum.

10. bekkur 2011 Íslenska Enska Stærðfræði -

Þverfagleg verkefnavinna lokaverkefni í 10. bekk Lögð er áhersla á samþætt, þverfagleg verkefni nemenda í upplýsingaver. Nemendur byrja að vinna þverfagleg verkefni strax í 7. bekk og þegar líður á námið verða verkefnin sífellt veigameiri. Nær allt nám í tölvu- og upplýsingamennt er fléttað inn í verkefni af þessu tagi. Mörg verkefnin enda á kynningu fyrir foreldra. Hámarki nær þessi vinna að vori í 10. bekk. Í stað hefðbundinna vorprófa vinna nemendur í 10. bekk að einu stóru rannsóknarverkefni. Í verkefninu er tiltekið efni skoðað frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Verkefnið er þverfaglegt og byggist á öflun upplýsinga, úrvinnslu og skilum í fjölbreyttu formi. Við vinnuna nýta nemendur þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í samþættum verkefnum í upplýsingaveri skólans frá upphafi 7. bekkjar og við lok skólagöngu sinnar í Laugalækjarskóla eiga þeir að hafa kunnáttu og yfirsýn til að velja heimildir og forrit til úrvinnslu sem hæfir verkefnavali þeirra. Í verkefninu bera nemendur ábyrgð á skipulagi vinnunnar. Fanga er víða leitað við öflun upplýsinga; í bókum, á Netinu,

Valgreinar

Nemendur 9. og 10. bekk velja sér námsgreinar að hluta, 8 vikustundir af 37 alls. Lögð er áhersla á fjölbreytt framboð valgreina en einnig að námið sé innihaldsríkt. Nemandi velur sér nýjar valgreinar á hverju vori eftir ítarlega kynningu. Ný aðalnámskrá gerir ráð fyrir að í framtíðinni bjóði skólar einnig valgreinar fyrir nemendur í 7. og 8. bekk.

Upplýsingaver

Skólasafn og tölvuver er sameinað í upplýsingaver Laugalækjarskóla. Starfsmenn upplýsingavers vinna náið með kennurum skólans að skipulagi og framkvæmd verkefna þar sem nemendur læra að breyta upplýsingum í þekkingu með því að afla, meta og flokka upplýsingar á gagnrýninn hátt, læra að nota mismunandi forrit og skila niðurstöðum með miðlum upplýsIngatækninnar. Á hverju vori er unnin verkefnaáætlun fyrir komandi skólaár og verkefnin tímasett. Allir árgangar vinna stór samþætt verkefni sem lokið er með formlegum skilum þar sem foreldrum er boðið að koma og fylgjast með kynningum. Í upplýsingaverinu eru tvö tölvuver og gott úrval bóka og tímarita og myndefnis sem tengist námsefni nemenda.


Tungumálaver Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er kennsluráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land. Þar fer fram staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í Reykjavík og nágrenni. Einnig er boðið uppá netnám í norsku, pólsku og sæ nsku fyrir nemendur innan bæjar og utan. Markmið Tungumálavers er þríþætt: • að veita kennurum og skólum ráðgjöf og fræðslu um kennsluhætti er stuðla að einstaklingsmiðuðu námi og nemendasjálfstæði í tungumálum með aðstoð tæknimiðla • að búa nemendum námsaðstæður einstaklingsmiðaðs náms með upplýsingatækni • að efla sjálfstæði nemenda með því að leggja áherslu á markmiðsbundna kennsluhætti og mat með námsmöppum. Við Tungumálaverið starfa deildarstjóri, kennsluráðgjafar og Kennarar.

Bakgrunnur nemenda Nemendur Tungumálavers eru ekki byrjendur í málinu sem þeir leggja stund á. Nemendur þekkja samfélögin sem um ræðir og þekkja tjáskiptareglur þeirra og siði. Þeir hafa málfarslegar og menningarlegar rætur í viðkomandi landi; Íslandi, Norðurlöndunum, Póllandi, hinum enskumælandi heimi eða jafnvel enn öðru landi. Nemarnir þarfnast að takmörkuðu leytiþjálfunar í grunnfærni málsins. Námið er nám á forsendum nemandans og stuðlað er að því að inntak viðfangsefna taki mið af menningu, sögu og hefðum viðkomandi samfélags.

Kennarar Kennarar Tungumálavers kenna sitt móðurmál. Þeir eru í stöðugum samskiptum við nemendur bæði í tölvupósti, síma eða í netnámsumhverfi. Inntak náms tekur mið af áherslum um að viðhalda tengslum nemenda við mál og menningu viðkomandi málsamfélags. Netnám er skyldunám sem krefst mikils

sjálfaga, sjálfstæðis og frumkvæðis af nemendum. Því er eftirfylgd með námi mikil og fá nemendur, skólar og foreldrar yfirlit yfir ástundun og gengi reglulega.

Staðnám Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla stendur kennsla í norsku eða sænsku til boða fyrir nemendur sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð og kemur kennslan þá í staðinn fyrir dönskukennslu og hefst á sama tíma og dönskukennsla hefst í grunnskóla. Boðið er upp á kennslu í pólsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk sem hafa sama bakgrunn og nemendur í norsku og sænsku. Kennslustundir eru tvær á viku og fer kennsla fer fram á 1 – 3 stöðum í borginni og er skólum í Reykjavík að kostnaðarlausu.

Netnám Netskóli Tungumálvers er fyrir nemendur í 9. – 10. bekk grunnskóla. Námið er bókarlaust nám sem fer fram á kennsluvef. Allt námsefni er efni sem kennari hefur útbúið sjálfur og/eða


samþætt raunefni sem sótt er út á veraldarvefinn. Nemendur eiga samskipti við kennara á vefnum, skila öllum sínum verkefnum og taka gjarnan próf rafrænt. Þjálfun í mæltu máli fer fram í síma og hluta viðfangsefna á að skila munnlega. Í netnámi þurfa nemendur hvorki að vera saman í skóla né í sama skóla og kennarinn. Námið þarf ekki að fara fram í rauntíma. Nemendur fara úr tíma, setjast við tölvu og stunda nám upp á eigin spýtur, án stuðnings frá nærstöddum kennara og samnemendum.

Námsmat

Þar sem kennarar Tungumálavers kenna nemendum úr mörgum skólum er námsmat samræmt en óháð fyrirkomulagi í heimaskóla. Við gerð námsmats eru einkunnarorðin símat, sjálfsmat og skýr matsviðmið. Nemendur nota námsmöppu og leiðarbók til að halda utan um sína vinnu og fylgjast með framförum.

Sjálfsmat

Vaxandi áhersla er lögð á sjálfsmat í Laugalækjarskóla og er stefnt að því að innan nokkurra ára verði formlegt og opinbert sjálfsmat sjálfsagður þáttur skólastarfsins, bæði í stóru og smáu. Áformað er að leita víða fanga og nota fjölbreyttar aðferðir. Umfjöllun um sjálfsmat og niðurstöður er að finna á vef skólans.

0

Samstarf við foreldra Laugalækjarskóli vill eiga gott samstarf við foreldra og lítur á það sem lykilatriði fyrir gæfuríka skólagöngu nemenda. Mikil áhersla er lögð á upplýsingastreymi til foreldra, bæði um nemendur og skólastarfið í heild. Einnig vill skólinn hafa samráð við foreldra um öll stærri mál sem lúta að skólagöngu barna þeirra. Góð mæting foreldra á kynningar og aðra viðburði á vegum skólans er skólastarfinu mikil hvatning.

Skólaráð og foreldrafélag

Ný grunnskólalög kveða á um stofnun skólaráðs og er því ætlað að leysa af hólmi foreldraráð og kennararáð. Í ráðinu skulu sitja fulltrúar nemenda, foreldra, kennara og annarra starfsmanna, auk skólastjóra. Foreldrafélag er starfandi við skólann og vinnur bæði að fræðslu og félagsmálum. Stjórn félagsins er kosinn á aðalfundi félagsins sem haldinn er í skólabyrjun. Undir þeirra stjórn starfa bekkjarfulltrúar - tveir fulltrúar foreldra úr hverri bekkjardeild.


Stoðir Námsver

Í Laugalækjarskóla er nemendum einkum veitt námsaðstoð í íslensku, stærðfræði og ensku. Kennslan fer ýmist fram innan eða utan bekkjar og er stuðningur við nemanda eða nemendahóp. Unnið er eftir námskrá hvers árgangs og/eða einstaklingsnámskrá.

Námsráðgjöf

Námsráðgjafi er starfandi við Laugalækjarskóla. Hann vinnur bæði að einstaklings- og hópráðgjöf. Nemendur geta leitað til námsráðgjafans og einnig geta foreldrar haft samband í síma skólans eða komið í heimsókn. Fyllsta trúnaðar er gætt. Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á. Hann hefur samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skólans s.s. sérkennara, skólahjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og þjónustumiðstöð í hverfinu. Hann getur vísað málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á.

Nemendaverndarráð

Í Laugalækjarskóla er starfandi nemendaverndarráð í samræmi við grunnskólalög og reglur um nemendaverndarráð. Í því sitja skólastjóri, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, stjórnandi námsvers, sálfræðingur og félagsráðgjafi ef óskað er eftir. Hlutverk ráðsins er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur á sviðum heilsugæslu, námsráðgjafar og sérfræðiþjónustu. Kennarar vísa málum til ráðsins. Þeir hafa tilkynningarskyldu við ráðið ef þeir hafa grun um vanrækslu gagnvart nemanda.

Heilsugæsla

Hjúkrunarfræðingur og skólalæknir sinna reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda í skólanum. Viðtalstímar hjúkrunarfræðings eru í Laugalækjarskóla á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 9-12 og eftir samkomulagi. Netfang hjúkrunarfræðings er: laugalaekjarskoli@skoli.hg.is

Áfallaráð

Við Laugalækjarskóla er starfandi áfallaráð. Þar sitja eftirtaldir aðilar: skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, sóknarprestar, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og ritari. Hlutverk áfallaráðs er að vera skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólans til aðstoðar við að mæta ýmiss konar áföllum sem nemendur og/eða starfsfólk verður fyrir eða tengjast með öðrum hætti. Áfallaráð vinnur samkvæmt áfallaáæ tlun skólans.

Þjónusta – ráðgjöf

Skólasálfræðingar vinna að ráðgjöf við kennara, skólastjórnendur, nemendur og foreldra. Í starfi sínu vinna þeir samkvæmt beiðni skóla eða foreldra. Þeir vinna einnig að forvarnarstarfi, m.a. með athugun og greiningu á vanda nemenda sem eiga í sálrænum og/eða félagslegum erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra og aðlögun. Þá gera þeir tillögur um úrbætur. Sálfræðingur skólans hefur aðsetur á nýrri þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Hann starfar með nemendaverndarráði en einnig er hægt að hafa samband við hann beint í síma 411 1500. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu ef þörf krefur.


Áætlanir Í Laugalækjarskóla er unnið að áætlunum um margvísleg efni. Nokkrar áætlanir eru nú þegar á vef skólans og má lesa um þær undir heitinu stoðir. • Einelti og meðferð eineltismála • Áfallaráð • Jafnréttisstefna • Vinnulag vegna slysa á nemendum • Tryggingar nemenda þjónustu ef þörf krefur.

2


Skólasamfélagið Í Laugalækjarskóla er lögð áhersla á að gott samstarf ríki milli allra aðila um skólastarfið í heild og samskipti einkennist af gagnkvæmri virðingu. Með vaxandi þroska er eðlilegt að ungmenni hafi sífellt meira að segja um sín mál. Á unglingsaldri fá nemendur því meira frelsi en í yngri bekkjum. Samhliða er lögð áhersla á leiðsögn um þá ábyrgð sem auknu frelsi fylgir. Engu að síður er til staðar nokkuð skýr umgjörð sem ekki er vikið frá. Markmið skólans er m.a. að: • stuðla að góðri líðan og öruggu umhverfi nemenda • stuðla að jákvæðu og örvandi námsumhverfi • móta sjálfstæða og ábyrga einstaklinga sem skilja hlutverk sitt í samfélagi við aðra • stuðla að jafnrétti og jöfnum tækifærum fyrir alla • stuðla að fjölbreyttu námsframboði sem komi til móts við alla nemendur • vinna með forráðamönnum að því að þróa skilning nemenda á réttu og röngu • að þróa jákvæða og góða skólamenningu og skólaanda

Félagsstarf

Almennt er aðgangur að félagsstarfi ókeypis. Nemendur greiða þó aðgangseyri að veigameiri skemmtunum s.s. árshátíð og jólaballi. Einnig kann að vera tekið gjald fyrir sérstakar uppákomur.

Frímínútur Í frímínútum gefst nemendum kostur á að vera úti eða inni að vild. Aðstaða utanhúss hefur batnað mikið og innanhúss eiga nemendur aðgang að matsal og upplýsingaveri í frímínútum auk þess sem önnur aðstaða er sífellt gerð vistlegri.

Ferðir nemenda

Síðustu ár hafa stærri ferðir verið á vegum foreldrafélagsins/bekkjarfulltrúa árganga. Foreldrar hafa mætt breyttum aðstæðum af fullum skilningi. Dæmi um ferðir sem foreldrar skipuleggja - 7. bekkur ýmist að Úlfljótsvatni eða Reykjum - 9. bekkur að Laugum - 10. bekkur óvissuferð að vori. Skólinn greiðir fyrir rútuferð vegna vinnu nemenda í mötuneyti á liðnum árum. Ýmsar aðrar ferðir eru farnar af ákveðnum tilefnum.

Skólinn og ÍTR eiga samstarf um félagslíf nemenda og nemendaráð. Fulltrúar ÍTR og skólans vinna með nemendaráðum að skipulagi félagsstarfs. ÍTR rekur jafnframt félagsmiðstöð fyrir nemendur skólans í Laugalækjarskóla, Laugó. Allir nemendur skólans eru meðlimir í nemendafélagi skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Starf nemendafélagsins er tvískipt að mestu. 8. - 10. bekkir starfa mikið saman og þá undir stjórn 8 manna nemendaráðs sem kosið er að hausti. Sérstakt ráð er kosið að hausti fyrir félagsstarf í 7. bekk. Félagsstarf fer bæði fram að degi til og á kvöldin. Almennar skemmtanir 8.-10. bekkinga standa til kl. 22.00. Undantekning frá þessari reglu er jólaball og árshátíð en þær skemmtanir standa til kl. 23.30. Skemmtunum 7. bekkjar er jafnan lokið kl. 20.


Nýir nemendur Lögð er áhersla á góða og skjóta aðlögun nýrra nemenda að skólastarfinu. Nemendur og stjórnendur fara í heimsókn í Laugarnesskóla og kynna Laugalækjarskóla fyrir nemendum í 6. bekk. Væntanlegum nemendum er síðan boðið í heimsókn í Laugalækjarskóla í maímánuði. Kynningarfundur er haldinn að vori fyrir foreldra verðandi nemenda. Nemendur sem innritast úr öðrum skólahverfum eru boðaðir ásamt foreldrum í heimsókn í skólann fyrir skólasetningu að hausti. Stjórnendur og verðandi umsjónarkennarar sýna skólann. Fyrstu dagana eftir að skólastarfið hefst fá þessir nemendur leiðsögn um skólann frá 1-2 nemendum úr sama bekk.

Skólasókn Gefin er sérstök einkunn fyrir skólasókn og birtist hún á vitnisburði nemenda. Nemendur byrja með einkunnina 10 við upphaf hverrar annar (af 3). Óheimilar fjarvistir og óstundvísi lækka þessa einkunn. Lokaeinkunn skráist á vitnisburð nemenda í lok hverrar annar og því fær nemandi alls 3 skólasóknareinkunnir yfir veturinn. Stöðu skólasóknar hverju sinni og

allar færslur um ástundun geta nemendur og foreldrar séð á mentor.is Einu sinni á önn getur nemandi gert samning við umsjónarkennara til að hækka skólasóknareinkunn sína. Með óaðfinnanlegri mætingu eftir það hækkar einkunnin um 0,5 á viku. Nemendur með 10 í mætingareinkunn í annarlok fá viðurkenningu frá skólanum.

Skólareglur Hinar formlegu skólareglur og viðurlög við þeim verður innan skamms að finna á nýjum vef skólans.


Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasambands Íslands skulu skóladagar nemenda vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm og skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum. Starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru 8.


Laugalæ kjarskóli v/Laugalæ k 105 Reykjavík sími 588 7500 símbréf 588 7548 http://www.laugalaekjarskoli.is/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.