skolanamskra_1_bekkur_2010

Page 1

Skólanámskrá 1. bekkjar skólaárið 2010-2011 Íslenska Inntak náms Samkvæmt aðalnámskrá 2007 skiptist námið í eftirfarandi fjóra þætti: talað mál og hlustun, lestur og bókmenntir, ritun og málfræði. Í skólanum er lögð áhersla á heildstæða móðurmálskennslu, þ. e. tengsl þessara þátta og viðfangsefna innbyrðis og eðlilega stígandi í náminu miðað við aldur og þroska nemenda. Markmið í lestri og bókmenntum Að nemandi - kunni alla stafina í íslenska stafrófinu, bæði há- og lágstafi - geti lesið létta texta bæði úr bókum og í umhverfinu - lesi daglega og líti á læsi sem gæði - þjálfist í hlóðvitund, rími og hrynjandi - kynnist bókasafni/bókabílnum og læri að fá þar bækur að láni - kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum, barnasögum og ævintýrum - læri vísur og ljóð til söngs - fái að taka þátt í leikrænni tjáningu á bókmenntatexta - fái tækifæri til að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar miðað við lestrargetu og áhuga Markmið í töluðu máli og hlustun Að nemandi - þjálfist markvisst í málörvunarleikjum og öðrum leikjum sem gera kröfu um munnlega tjáningu - læri fjölbreytt íslensk sönglög og þjálfist í að syngja þau - þjálfist í að kynna verk sín fyrir samnemendum og foreldrum sínum - þjálfist í að koma fram á sviði - kynnist þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu - þjálfist í að hlusta á samnemendur og kennara - hlusti á upplestur á sögum og ljóðum, bæði sem kennari les og af hljóðdiskum - þjálfst í að horfa á atriði flutt á sal Markmið í ritun og málfræði Að nemandi - þekki skriftaráttina og dragi rétt til stafs - fái margs konar tækifæri til að rita texta á þann hátt sem hann er fær um - æfist í að koma hugsunum sínum á blað - læri hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning - byrji setningu á stórum staf og endi hana á punkti - noti lágstafi í ritun - leiki sér með málið með rími og orðaleikjum


Námsgögn Arnheiður Borg og Rannveig Löve. 1996. Listin að lesa og skrifa. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Björgvin Jósteinsson, Kristbjörg Eðvaldsdóttir og Þórir Sigurðsson. Skrift. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Björgvin Jósteinsson, Helga Magnúsdóttir og Þóra Kristinsdóttir. 1992. Við lesum lestrarbók A og vinnubók A. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Helga Friðfinnsdóttir o.fl. 2000. Markviss málörvun. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Ragnheiður Gestsdóttir, og Ragnheiður Hermannsdóttir. 1995. Það er leikur að læra lestrarbók og vinnubók 1 og 2. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Ýmsir bókmenntatextar. Leiðir Kennt er u.þ.b. 9 tíma á viku. Allir morgnar hefjast á klukkustundar íslenskutíma sem endar með samsöng. Á mánudagsmorgni er kynntur stafur, ýmist einn eða tveir og unnið á sem fjölbreytilegasta hátt með stafinn til að festa hann í minni. Fylgt er lestrarkennsluefninu “Listin að lesa og skrifa”. Fjóra morgna í viku eru 1. og 2. bekkur saman í íslenskutímum þar sem hringekjuform er notað og nemendum skipt í hópa. Þá er hver hópur að vinna að ákveðnum þætti íslenskunnar, s.s. ritun, lestri, hlustun, frásögn eða málfræði. Allt miðar þetta að því að þjálfa hina ýmsu þætti læsisins og íslenskunnar almennt. Aðrir íslenskutímar eru notaðir til að þjálfa það sem þurfa þykir hverju sinni.

Námsmat Námsviðtöl fara fram tvisvar/þrisvar á ári. Þá er farið yfir verk nemanda, framfarir og áhersluatriði í náminu. Námsframvinda nemenda er skráð sem leiðsagnarmat (Rubric’s) og verður aðgengilegt í Mentor. Eftir áramót er lögð fyrir: „Læsi – Lestrarskimun" 1. og 2. hefti fyrir 1.bekk, útgefandi Námsgagnastofnun, þýtt og staðfært á ísl. Guðmundur B. Kristmundsson og Þóra Kristinsdóttir.


Stærðfræði Markmið Tölur Að nemandi - læri að telja, raða, lesa og skrifa tölur upp í 100 - tilgreint tölur á mismunandi vegur, t.d. með tölustöfum, peningum, kubbum o.fl. - þekki til hlítar tölurnar 1-10 og öll plúsheiti hverrar þeirra - þekki tugi og einingar - geti notað talnalínu - geti tvöfaldað og helmingað - þekki sléttar tölur og oddatölur Rúmfræði Að nemandi - geti lýsti einkennum einfaldra tvívíðra og þrívíðra mynda með hliðsjón af hornum, hliðurm og liðarflötum - geti notað speglun og fundið samhverfu - geti lýst rúmfræðilegum mynstrum Mælingar Að nemandi - geti giskað á og metið lengdir - borið saman lengdir og flatarmál - kunna að nota óstaðlaðar mælieiningar - þekki vikudagana, mánuðina og árstíðir - geti sagt til um heila og hálfa tímann á skífuklukku - þekki íslenskar myntir og geti notað þær við kaup og sölu Tölfræði Að nemandi - geti safmað og flokkað einföld gögn, skráð fjölda og sett upplýsingar framí töflu Að nemandi - geti tjáð sig munnlega og skriflega um þau stærðfræðilegu atriði sem verið er að vinna með - geti lesið og skilið táknin +, - og = - geti lesið einföld orðadæmi - geti rannsakað og leyst einföld verkefni úr raunverulegum hversdagslegum kringumstæðum

Námsgögn Guðbjörg Pálsdóttir. 1998. Kátt er í Kynjadal. Námsgagnastofnun, Reykjavík.


Höfundar Silla Balzer Petersen og Arne Mogensen. Svanhildur Kaaber, Guðbjörg Pálsdóttir og Sigrún Ingimarsdóttir þýddu, staðfærðu og sömdu viðbótarefni 1999. Eining 1 .og 2. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Höfundar Björnar Alseth, Henrik Kirkegaard og Mona Rösseland. Hanna Kristín Stefánsdóttir þýddi og staðfærði 2008. Sproti1 , 2a og 2b nemendabók og æfingahefti. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Viltu reyna (gulur). Námsgagnastofnun, Reykjavík. Fjölrituð hefti. Leiðir Kennt er u.þ.b. 5 kennslustundir á viku. Byrjað er á bókinni „Kátt er í Kynjadal“ og er hún kennd á 6 - 8 vikum. Í þessari bók er mikil áhersla lögð á að börnin rannsaki, leiki sér og ræði saman. Fyrstu vikurnar er skráning ekki áhersluatriði. Námsþáttum er skipt niður á árið eftirfarandi: ágúst september október nóvember desember

janúar febrúar mars apríl maí

… Fylgt er námsefninu Sproti.

Námsmat

Kátt er í Kynjadal. Flokkun, talning, Sproti 1: Flokkun, form, mynstur, mælingar, talning Sproti 1: Tölurnar 1-10, form og myndir, plús og minus. Jólaþema úr Einingu 1, þjálfun í að skirfa tölustafina, marghyrningar og hringur og tími Sproti 2a: Tölurnar 1-10, plús og mínus Flokkun, lengd, tölurnar upp í 20 Plús og mínus með tölunum upp í 20


Námsviðtöl fara fram tvisvar/þrisvar á ári. Þá er farið yfir verk nemanda, framfarir og áhersluatriði í náminu. Námsframvinda nemenda er skráð sem leiðsagnarmat (Rubric’s) og verður aðgengilegt í Mentor.


Samfélagsgreinar Samfélagsfræði Markmið Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunnskóla.

Inntak náms Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi Skóli og heimabyggð Land og þjóð Umheimurinn og nánasta umhverfi Heimsbyggð Fornsaga Tími

Barnið sjálft, fjölskylda, vinir, nánasta umhverfi, skóli og umferð. Barnið skilji mikilvægi reglna í skólanum alveg eins og í umferðinni og í samskiptum fólks. Þjálfist í að hlýða reglum í leik og starfi í skólanum. Þekkir örnefni, kennileiti, sögustaðir og sögupersónur í heimabyggð. Vakin er vitund barna um sögu og sérkenni lands og þjóðar, fyrr og nú. Þekki þjóðhátíðardaginn, þjóðsönginn og þjóðhöfðingingjann. Viti að fólk er ólíkt og bera viðingu fyrir sérstöðu annarra. Þekki árstíðir, heiti vikudaga og mánaða og mun á degi, viku, mánuði, ári, áratug og öld. Læri að nota dagatal. Skoða hnattlíkan (snúning jarðar, dagurnótt). Kynnist fyrri tíð með samtölum við eldra fólk. Fái þjálfun í að flytja mál sitt skýrt og skipulega í heyranda hljóði og hlusta á aðra. Vettvangsferðir og gönguferðir um nánasta umhverfi. Námsgögn Jóhanna Eiríksdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir. 1989. Um mig og þig. Kennarabók, Námsgagnastofnun, Reykjavík. Ragnheiður Gestsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir. 1995. Það er leikur að læra – Kennarabók, Námsgagnastofnun, Reykjavík. Sigrún Helgadóttir 2001. Komdu að skoða - Umhverfið / Land og þjóð Kennarabók . Námsgagnastofnun, Reykjavík. Peter Spier. Fólk. Iðunn. Skólareglur Ölduselsskóla. Þóra Kristinsdóttir. 1993. Ísland, Landið okkar. Námsgagnastofnun, Reykjavík Kennsluskipan Samfélagsfræðin er samþætt öðrum námsgreinum eins og hægt er. Kennari leggur inn efnið og börnin fá að tjá sig og leggja sitt til málanna og miðla af eigin reynsluheimi. Farið í helstu hugtök sem tengjast hverju viðfangsefni. Börnin leita sér upplýsinga í bókum og tölvum á bókasafni og jafnvel heima. Farið er í vettvangsferðir. Úrvinnsla: Stór sameiginleg verkefni þar sem börnunum er skipt í hópa, eða einstaklingsvinna þar sem börnin vinna verkefni í vinnubækur, úrklippuverkefni, teikniverkefni eða annað. Námsmat Stundum er erfitt að meta hvernig til hefur tekist. Börnin eru ung og þroskast mismunandi hratt. Framfarir eru ekki alltaf jafn örar. Það koma tímabil í ævi barns þegar þroski er mjög ör og einnig önnur þegar um afar hægan þroska er


að ræða. Engin tvö börn eru eins. Sumt skilar sér strax, en annað jafnvel ekki fyrr en eftir nokkur ár. Því teljum við okkur ekki annað fært en að meta árangurinn með því að skoða vinnubrögð barnanna út frá áhuga, virkri þátttöku og framförum. Slíkt mat verður alltaf huglægt og verður metið út frá einstaklingnum sjálfum. Foreldrar fá umsögn um stöðu barnsins í lok annar. Börnin safna í "Gullakistu" því besta sem þau hafa gert á hverri önn. Kennsluskrá Ölduselsskóla 2009 - 2010

Gullakistan er geymd í skólanum þrjú til fjögur ár og er sýnd foreldrum í lok hvers skólaárs. Kristinfræði Markmið Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunnskóla. Inntak náms Lífið umhverfis okkur, sköpunin , fæðing Jesú, daglegt líf á dögum Jesú, frásögur um líf og starf Jesú, jól, jólasiðir, heimsókn í kirkju, páskar, bænir (Faðir vor, morgunbæn, kvöldbæn, jólasálmar), siðræn viðfangsefni (réttrangt, mitt-þitt, fyrirgefning). Engir tveir eru eins. Námsgögn Biblían. 1974. Þorsteinn og sr. Oddur Thorarensen sáu um útgáfuna. Fjölvaútgáfan. Iðunn Steinsdóttir, Sigurður Pálsson, Ragnheiður Gestsdóttir, 2001. Undrið. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Elín Elísabet Jóhannsdóttir, 2003. Spor 1, Námsgagnastofnun, Reykjavík. Sigurður Pálsson tók saman. Góði hirðirinn. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík. Sigurður Pálsson tók saman. Jesú og börnin. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík. Kennsluskipan Unnið er jafnt og þétt yfir veturinn og samþætting við aðrar námsgreinar eins og hægt er. Stuðst er við Biblíuna og bækur sem eru aðgengilegar börnum. Kennslan er aðallega innlögn frá kennara þar sem hann segir börnunum frá lífi og starfi Jesú og umræður þar sem börnin fá að tjá sig og túlka það sem farið hefur verið í hverju sinni. Börnin vinna síðan verkefni í vinnubók, föndra, teikna frjálst o.fl. Farið verður í kirkju fyrir jólin þar sem presturinn les jólaguðspjallið og sungnir verða jólasálmar. Börnin læra bænir og vers. Teknar fyrir „klípusögur”. Sögur úr daglega lífinu sem börn þekkja þar sem söguhetjur þurfa að glíma við ýmis siðræn mál s.s. stríðni, skilja út undan, fá ekki að vera með, fyrirgefa, rétt og rangt o.fl. Kennari les sögurnar og nemendur leysa vandann í sameiningu með aðstoð kennarans. Námsmat Stundum er erfitt að meta hvernig til hefur tekist. Börnin eru ung og þroskast mismunandi hratt. Framfarir eru ekki alltaf jafn örar. Það koma tímabil í ævi barns þegar þroski er mjög ör og einnig önnur þegar um afar hægan þroska er að ræða. Engin tvö börn eru eins. Sumt skilar sér strax, en annað jafnvel ekki fyrr en eftir nokkur ár. Því teljum við okkur ekki annað fært en að meta árangurinn með því að skoða vinnubrögð barnanna út frá áhuga, virkri


þátttöku og framförum. Slík mat verður alltaf huglægt og verður metið út frá einstaklingnum sjálfum. Foreldrar fá umsögn um stöðu barnsins í lok annar. Börnin safna í "Gullakistu" því besta sem þau hafa gert á hverri önn. Gullakistan er geymd í skólanum í þrjú til fjögur ár og er sýnd foreldrum í lok hvers skólaárs. Kennsluskrá Ölduselsskóla 2009 - 2010

Náttúrufræðigreinar Náttúrufræði Markmið Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunnskóla. Inntak náms Loft, vatn og eiginleikar þess, steinar flokkaðir (stærð, lögun, þyngd og áferð), hreyfing (hratt-hægt). Skuggar, skuggamyndir. Vinna með segul. Árstíðirnar, veðurfar. Húsdýr (kýr, kind, geit, svín, hestur, hundur, köttur, hænsni). Fuglar (álft, stokkönd, kría, hrafn, skógarþröstur spói og heiðlóa), lífverur og plöntur í næsta nágrenni skólans. Mannslíkaminn (heiti líkamshluta, beinagrind, hjarta, lungu, meltingafæri, vöðvar, blóðrás og tennur). Skynfæri (sjón, heyrn, bragð og lykt). Börnin geri sér grein fyrir mikilvægi heilbrigðis og líðan, svo sem, hreinlæti, fæðu, tannvernd, hreyfingar og svefns. Séu sér meðvituð um að utanaðkomandi efni eru skaðleg líkamanum og að ýmsir sjúkdómar og sníklar eru smitandi. Sýni áhuga og ábyrgð á nánasta umhverfi og velferð lífvera. Þekki rétt viðbrögð við mögulegum náttúruhamförum í heimabyggð s.s jarðskjálfta. Námsgögn Gunnhildur Óskarsdóttir. 1991. Umhverfið. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Helgi Grímsson. 1995. Náttúrufræði 1.-4. bekkur vinnuhefti. Ölduselsskóli. Reykjavík. Jóhanna Eiríksdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir. 1989. Um mig og þig. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Sigrún Helgadóttir. 2001. Komdu að skoða – Líkamann/Umhverfið. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Ragnheiður Hermannsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir. 2001. Íslensk húsdýr. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Sólrún Harðardóttir. 1995. Náttúran allan ársins hring. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Ardley. Neil. 1991. Skemmtilegar tilraunir – Vatn. Mál og menning. Stefán Aðalsteinsson og Björn Þorsteinsson. 1992. Blómin okkar. Bókaútgáfan Bjallan. Reykjavík. Stefán Aðalsteinsson og Grétar Eiríksson. 1991. Fuglarnir okkar. Bókaútgáfan Bjallan. Reykjavík. Stefán Aðalsteinsson og Kristján Einarsson. 1997. Húsdýrin okkar. Mál og menning. Reykjavík. Líkön, uppstoppaðir fuglar. Myndbönd frá Námsgagnastofnun. Kennsluskipan Náttúrufræði er samþætt öðrum námsgreinum. Unnið er á svipaðan hátt í náttúrufræði og samfélagfræði . Einnig er unnið í hópum. Hringekja:


Árganginum er blandað og skipt í hópa. Hver hópur vinnur ákveðið verkefni t.d. Vatn: hópur 1. Fljóta og sökkva. Hvaða hlutir fljóta-sökkva? hópur 2. Að mæla vatn. Ílát af ýmsum stærðum og gerðum. Breytist vatnsmagnið? hópur 3. Áhrif vatns á mismunandi efni. Hvaða efni blandast vatni? hópur 4. Uppgufun vatns. Kennsluskrá Ölduselsskóla 2009 - 2010

Úrvinnsla: Stór sameiginleg verkefni eða einstaklingsvinna þar sem börnin vinna verkefni í vinnubækur, vinnublöð, úrklippuverkefni og teikniverkefni. Farin verður í vettvangsferð í Húsdýragarðinn og í næsta nágrenni skólans. Námsmat Stundum er erfitt að meta hvernig til hefur tekist. Börnin eru ung og þroskast mismunandi hratt. Framfarir eru ekki alltaf jafn örar. Það koma tímabil í ævi barns þegar þroski er mjög ör og einnig önnur þegar um afar hægan þroska er að ræða. Engin tvö börn eru eins. Sumt skilar sér strax, en annað jafnvel ekki fyrr en eftir nokkur ár. Því teljum við okkur ekki annað fært en meta að árangurinn með því að skoða vinnubrögð barnanna út frá áhuga, virkri þátttöku og framförum. Slík mat verður alltaf huglægt og verður metið út frá einstaklingnum sjálfum. Foreldrar fá umsögn um stöðu barnsins í lok annar. Börnin safna í "Gullakistu" því besta sem þau hafa gert á hverri önn. Gullakistan er geymd í skólanum í þrjú til fjögur ár og er sýnd foreldrum í lok hvers skólaárs. Lífsleikni Markmið. Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunnskóla. Inntak náms. Eitt af þeim aðalatriðum sem lögð er mikil áhersla á þegar nemendur byrja í Grunnskóla er að rækta með sér færni til að byggja upp og viðhalda innihaldsríkum samskiptum við aðra. Við ætlum að leggja áherslu á annars vegar viðfangsefni þar sem sjálfsþekking og samskipti eru í fyrirrúmi. Hins vegar eru það samfélag, umhverfi, náttúra og menning. Í daglegu lífi þurfum við að geta greint frá og lýst ýmsum tilfinningum. Geta tjáð hugsanir. Lærum leiðir til að efla samskipti. Færni í samvinnu. Að sýna tillitssemi. Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Setja sig í spor annarra. Kunna að hlusta á aðra og sýna kurteisi. Námsgögn. Að vaxa úr grasi 1. Námsgagnastofnun. Kennsluskipan. Lífsleikni er að miklu leiti samþætt öðrum námsgreinum. Eitt af því fyrsta sem tökum okkur fyrir hendur er að búa til okkar eigin samskiptareglur. Mikið er unnið í umræðuhóp í krók. Við vinnum með hvernig okkur líður dagsdaglega, í skólanum, í frímínútum og fl. Við höldum bekkjarfundi þar sem hugmyndafræði Olweusar er höfð til hliðsjónar, nemendur eru látnir æfa sig í að tjá sig hvort við annað. Leikræn tjáning.


Námsmat. Börnin safna í "Gullakistu" því besta sem þau hafa gert á hverri önn. Gullakistan er geymd í skólanum í þrjú til fjögur ár og er sýnd foreldrum í lok hvers skólaárs. Einnig notum við sjáfsmat nemenda, þar sem þeir tjá sig um hvernig þeim finnst viðkomandi verkefni. Kennsluskrá Ölduselsskóla 2009 - 2010

Verk- og listgreinar Handmennt -Textíl Markmið Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunnskóla Inntak náms Fyrir yngsta stig er mikilvægt að tengja viðfangsefnin hugarheimi nemandans og leikjum. Stuðla þarf að vinnugleði og frumkvæði. Hannaður og unninn hlutur sem hefur fagurfræðilegt og hagnýtt gildi fyrir nemandann. Nemandi á að þjálfast í : • að klippa • að nota flatt form • að þjálfast í að teikna/mála/lita í tengslum við textílverkefni • að þræða grófa nál • að sauma þræðispor • að þjálfast í auðveldum vefnaði • að gera sér grein fyrir notagildi vefjarefna og vita hvað skilur þau frá öðrum efnum • að fá innsýn í hvernig textílverk verður til á einfaldan hátt • að fjalla um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, starfa og tilefnis • að taka þátt í umræðum um fagurfræðileg sjónarmið í einfaldri mynd s.s. lit, lögun, glaðlegt, hlýlegt og fallegt Námsgögn Verklýsingar gerðar af kennara. Halme, Vuorio, Bask, Wennervirta. 1983. Hannyrðir í 3.-6. bekk. Námsgagnastofnun. Þýðing Guðrún Hannele Henttinen. Unnur Breiðfjörð. 1999. Á prjónunum. Myndbönd, skyggnur og ýmsar handbækur til stuðnings og hugmyndaauka. Kennsluskipan Námsgreinin er kennd í námskeiðsformi og er í tengslum við aðrar verk- og listgreinar. Og fær hver hópur 3 kennslustundir á viku í 5 vikur fyrir áramót og 5 vikur eftir áramót. Hóparnir eru yfirleitt kynjaskiptir og árganginum blandað saman, þannig að í hverjum hópi eru einstaklingar úr öllum bekkjardeildum. Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni. Myndmennt Markmið Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunskóla. Kennsluskrá Ölduselsskóla


2009 - 2010

Inntak náms Myndmenntakennsla eykur tjáningarleiðir myndlistar og gerir nemendum kleift að skilja myndræna hugsun og gera þá læsa á sjónrænt umhverfi sitt. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Nemendur eiga að gera mynd af nánasta umhverfi, upplifunum og ímyndunum með því að vinna á fjölbreytilegan hátt með viðeigandi efni, verkfæri og aðgerðir • þekkja frumlitina og gera einfaldar litablöndur • þekkja hugtakið grunnform • þekkja mismunandi myndgerðir • ganga frá eftir sig og þekkja verðmæti hinna ýmsu efna og áhalda. Námsgögn Jane Kristensen og Jörgen Riber Christensen. 1989. Myndirnar tala. Mál og menning, Reykjavík. Anna Cynthia Leplar, Katrín Briem, Margrét Friðbergsdóttir, Sólveig Helga Jónsdóttir. 1995. Myndmennt I og Myndmennt II. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Hrönn Arnarsdóttir og Sigríður Ágústa Skúladóttir. 1998. Heimur litanna. Bókaforlagið Una, Reykjavík. Ýmsar listaverkabækur, skyggnur, myndbönd og margs konar efni til myndsköpunar Kennsluskipan Kennslan fer fram í myndmenntastofu. Námsgreinin er kennd í námskeiðsformi og er í tengslum við aðrar verk- og listgreinar. Hver hópur fær 3 kennslustundir á viku í 5 vikur fyrir áramót og 5 vikur eftir áramót. Hóparnir eru yfirleitt kynjaskiptir og árganginum blandað saman, þannig að í hverjum hópi eru einstaklingar úr öllum bekkjardeildum. Námsmat Símat. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni. Tölvu- og upplýsingatækni Markmið Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunnskóla. Inntak náms Áhersla er lögð á að nemendur læri frá upphafi að nota tölvur og kennsluforrit sem hæfa aldri þeirra. Þeir læra: að umgangast tölvur, kveikja, slökkva, viðhafa hreinlæti að nota lykilorð að þekkja tölvuumhverfið að ræsa forrit að loka forritum að beita tölvumús að nota lyklaborð Kennsluskrá Ölduselsskóla 2009 - 2010

að vinna í kennsluforritum sem hæfa aldri þeirra og þroska


að vinna í teikniforriti að skrifa stuttan texta að prenta út skjal. að skoða síður af netinu Námsgögn Tölvuforritin Bogi blýantur, Matthildur, Glói geimvera, Snót og Snáði, Talnaveiðar, Töfraflísar, Talnaspil, Talnapúkinn, A-Ö, Leikver, Kid Pix. Samstæðuspil, Púsl chessmaster, nam.is Ritsmiðja, Paint, litla litabókin og Word ritvinnsla. Kennsluskipan Námsgreinin er kennd í námskeiðsformi og er í tengslum við aðrar verk- og listgreinar. Hver hópur fær 3 kennslustundir á viku í 5 vikur fyrir áramót og 5 vikur eftir áramót. Hóparnir eru yfirleitt kynjaskiptir og árganginum blandað saman, þannig að í hverjum hópi eru einstaklingar úr öllum bekkjardeildum. Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda, þar sem virkni, verklag og samvinna er metin. Börnin safna í "Gullakistu" því besta sem þau hafa gert á hverri önn. Gullakistan er geymd í skólanum í þrjú til fjögur ár og er sýnd foreldrum í lok hvers skólaárs. Bókasafn Markmið Sjá þrepamarkmið fyrir 1. bekk í Aðalnámskrá grunnskóla. Inntak náms Nemendur læra meðferð bóka og annarra gagna á bókasafni t.d. að vera með hreinar hendur, nota bókamerki, fara ekki með bækurnar út nema í poka eða tösku og ekki skrifa í þær. Þeir læra reglur á bókasafni, ekki hafa hátt, bækur eiga að vera á ákveðnum stöðum á safninu og að taka tillit til annarra sem eru að vinna eða lesa á safninu. Kennsluskipan Nemendur koma á safnið með bekkjarkennara. Skoða, lesa bækur. Nemendur fá sögustund og verkefni við hæfi. Allir nemendur gera bókamerki og bókaorm. Tónmennt 1. bekkur Athugið kennsluskrá fyrir tónmennt er í vinnslu. Íþróttir Markmið Sjá aðalnámskrá grunnskóla. Kennsluskrá Ölduselsskóla 2009 - 2010

Inntak Þjálfun skynfæra líkamans og styrking gróf og fínhreyfinga skipa stóran sess fyrstu skólaárin. Enn fremur að auka frjálsan leik og ná góðum aga alveg frá byrjun. Umgengni um húsnæði og áhöld kennd. Áhersla lögð á samskipti nemenda og virðingu fyrir bekkjarfélögum. Kennsluskipan Nemendur í 1. bekk mæta 3 sinnum í viku eftir lotukerfi Námsmat


Nemendur í 1. bekk taka ekki próf en fá umsögn. Sund Markmið Sjá aðalnámskrá grunnskóla. Inntak Kennsla fer að mestu fram í leikjaformi. Áhersla er lögð á vatnsaðlögun og hreyfifærni. Kennsluskipan Nemendur í 1. bekk mæta 3 sinnum í viku eftir lotukerfi Námsmat Í lok námskeiðs er tekið 1. markmiðsstig. Þá er athugað hvort nemandi geti: staðið í botni í grynnri hluta laugar og andað að sér, andlitið fært í kaf og andað frá sér, endurtekið 10x flotið á bringu eða baki með eða án hjálpartækja gengið með andlitið í kafi 2,5 metra eða lengra tekið bringusundsfótatök við bakka, með eða án hjálpartækja Dans Markmið Nemendur taki þátt í hreyfileikjum, gangi í röð, í hring og læri hoppspor. Kunni skil á hægri og vinstri, hæl og tá, fram og aftur. Dansi einföld spor í samkvæmisdansi. Hlusti á tónlist með mismunandi tónfalli, hröð og hæg spor, skilgreini dansstöðu og hald. Læri að bjóða upp í dans. Læri einn tískudans og dans ársins hverju sinni. Viti hvenær og á hvaða slætti í tónlistinni er hægt að hefja dansinn. Læri einn gamlan dans. Inntak náms Dansar sem kenndir verða: Samba polkaspor Kennsluskrá Ölduselsskóla 2009 - 2010

Dans ársins Superman Myndastyttuleikur / stoppdans Ásadans Macarena Enskur vals Cha cha cha með frumspor á staðnum Kántrýdans Þrautakóng Námsgögn Ýmis tónlist og myndbönd Kennsluskipan Hver bekkur fær tvo danstíma á viku í lotukerfi Námsmat


Þeir þættir sem verða lagðir til grundvallar við námsmat eru: virkni, hegðun, framfarir, túlkun, færni og tillitsemi nemenda.Nemendur fá umsögn á vorönn Heimanám Þegar börnin hafa fengið lestrarbók eiga þau að lesa upphátt heima á hverjum degi og foreldrar kvitta fyrir að hafa hlustað á þau. Einu sinni í viku fara börnin heim með forskriftarbók og eiga að teikna og skrifa. Aðra hvora viku fara þau heim með bókina „Sögubókin mín”. Börnin teikna mynd og skrifa sögu við myndina og fá til þess hjálp foreldra meðan þau treysta sér ekki til að skrifa sjálf en síðan og eins fljótt og hægt er eiga þau að vinna sjálfstætt. Hina vikuna fara þau heim, með verkefni í stærðfræði sem þau eiga að leysa. Foreldrar eru beðnir um að aðstoða þau ef þurfa þykir. Beðið er um að börnin sýni myndrænt hvernig þau leystu verkefnið. Vorönn: Að skrá í orðabók er mjög góð aðferð til að þjálfa ritun og stafsetningu. Eftir heimalestur les foreldri upp 3 til 6 orð úr textanum og barnið skrifar þau upp. Ef orð er rangt skrifað á barnið að strika yfir það og skrifa það rétt við hliðina. Börnin gera þetta 4 daga í viku. Skila orðabókinni á fimmtudögum. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að fylgjast reglulega með heimanámi barna sinna. Það er mikilvægt að nemendur taki viðeigandi bækur og námsgögn með sér heim og tryggi þar með að allt sé við hendina sem nota þarf til undirbúnings næsta skóladags. Kennari ákveður hvaða námsgögn eru skilin eftir í skólanum. Góð meðferð skólabóka lengir líftíma þeirra. Krass og krot í bækur er engum til sóma og mun hafa áhrif á mat á vinnubrögð nemenda.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.